Morgunblaðið - 06.01.2003, Page 28
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
28 MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
EHF - væðingin
Voru skattalagabreytingar ríkisstjórnarinnar til hins betra?
Félag viðskiptafræðinga
og hagfræðinga
Vinsamlega skráið þátttöku með tölvupósti fvh@fvh.is eða í síma 551 1317.
Verð með hádegisverði er 2.800 kr. fyrir félagsmenn og 3.800 kr. fyrir aðra.
Árni
Harðarson
Gunnlaugur
Júlíusson
Sveinbjörg
Sveinbjörnsdóttir
Félag viðskipta- og hagfræðinga í samstarfi við Deloitte & Touche stendur
fyrir opnum hádegisverðarfundi miðvikudaginn 8. janúar nk. í Hvammi,
Grand Hótel Reykjavík frá kl. 12-13.30.
Er mikill munur á skattlagningu eftir rekstrarformum?
Hvaða reglur gilda um yfirfærslu einstaklingsrekstrar yfir í ehf?
Í hverju felst ágreiningur rekstraraðila og skattyfirvalda?
Hver eru áhrif breytinganna á fjárhagslega stöðu sveitarfélaganna?
Hver er framtíðarsýn sveitarfélaganna í ljósi skattalagabreytinganna?
Fyrirlesarar:
Árni Harðarson hdl. yfirmaður skatta- og
lögfræðisviðs Deloitte & Touche hf.
Gunnlaugur Júlíusson sviðsstjóri hag- og
upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundarstjóri:
Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir hdl. starfsmaður
skatta- og lögfræðisviðs Deloitte & Touche hf.
VANDI fiskveiða í Norður-
Atlantshafi verður ekki leystur
með því að ganga enn frekar á
dýralífið í hafinu, s.s með hval-
veiðum, heldur er nauðsynlegt að
ráðast að rótum vandans sem er
ofveiði fiskistofna. Þetta er mat
Daniel Pauly, prófessors í fiski-
fræði við háskólann í Bresku Kól-
umbíu í Kanada. Hann hélt röð
fyrirlestra á dögunum við Sjáv-
arútvegsháskóla Sameinuðu þjóð-
anna, m.a. um samspil sjáv-
arspendýra og fiskveiða í
Norður-Atlantshafi.
Pauly sagði gögn sýna að hval-
ir í Norður-Atlantshafi væru nú
mun færri en fyrir hálfri öld og
þess vegna væri það magn sem
þeir éta mun minna. Neysla hvala
væri engu að síður mun meiri en
fiskveiðar á svæðinu. Nýlegar
rannsóknir bentu hinsvegar til
þess að samkeppni hvala og
manna um fæðu væri ekki eins
mikil og margir fiskifræðingar
vildu vera láta.
Pauly sagði að ofveiði væri að
skemma fyrir bæði mönnum og
hvölum. Nú væri ýmislegt sem
benti til þess að rándýr hefðu
umtalsverð áhrif á vistkerfið fyr-
ir neðan sig. Hvalir hafi til að
mynda áhrif á framleiðslu eða af-
rakstur þeirrar fæðutegundar
sem þeir éta. Þó að hvalir éti til
að mynda umtalsvert magn af
þorski, auki þeir líkur á betri af-
komu þorsksstofna, vegna þess að
þeir éti einnig tegundir sem éti
þorskseiði.
Við mennina að sakast
„Því hefur verið haldið fram að
sjávarspendýr í Norður-Atlants-
hafi séu að éta manninn út á
gaddinn. Að mínu mati er með
því verið að kenna hvölum um of-
veiði mannsins á flestum nytja-
stofnum í Norður-Atlantshafi,“
sagði Pauly í samtali við Morg-
unblaðið. „Sjávarspendýr hafa
svamlað um heimshöfin í millj-
ónir ára, samvistum við gríð-
arlegt magn af fiski. Það er við
okkur mennina að sakast ef við
getum ekki lifað í sátt og sam-
lyndi við sjávarspendýr. Það er-
um við sem höfum eytt fiskistofn-
um. Öll umræða um nauðsyn þess
að grisja hvalastofna er þannig
umræða um nauðsyn áframhald-
andi ofveiði á fiskistofnum og
einnig sjávarspendýrum.
Ef hægt væri að sýna fram á
að hvalir stæðu í vegi fyrir eðli-
legri uppbyggingu fiskistofna,
mætti eflaust færa fyrir því rök
að veiða nokkur dýr. En á meðan
afkastageta fiskveiðiflotans er sú
sama, mun hver auðlind hafsins
verða tæmd á fætur annarri. Það
er því að mínu mati ekkert nema
hroki að ætla að skella skuldinni
á hvalina. Við ættum heldur að
nota hvali sem mælikvarða á það
hvort við erum að nýta fiskistofn-
ana á skynsamlegan hátt. Ef
hvalirnir hafa ekki nóg æti er
það augljóst merki þess að við er-
um að ofveiða fiskistofnana. Það
kemur niður á okkur sjálfum og
er ekki hvölunum að kenna.“
Meiri tekjur af hvalaskoðun
Pauly vitnaði m.a. í fyrirlestri
sínum í könnun sem sýndi að
heildartekjur hvalaskoðunariðn-
aðarins í heiminum árið 2000
hefðu verið um einn milljarður
Bandaríkjadala og við hann hafi
starfað um níu milljónir manna í
87 löndum. Heildartekjur hvala-
skoðunariðnaðarins í Norður-
Atlantshafi hafi verið um 343
milljónir dala árið 1998, þar af
um 6,5 milljónir dala á Íslandi.
Sagði Pauly að tekjur af hvala-
skoðun í Bresku Kolumbíu væru
þannig í dag mun meiri en þær
voru af hvalveiðum áður.
Skuldinni skellt á hvalina
Morgunblaðið/Hafþór
Fiskifræðing-
urinn Daniel
Pauly segir að
hvölum sé að
ósekju kennt um
ofveiði fiskistofna
SÍLDARVINNSLAN í Neskaup-
stað hefur nú uppfyllt nánast alla
sína síldarsölusamninga. Lítið
veiddist af síld þar til um miðjan
nóvember, en síðan þá hefur verið
nánast samfelld síldarverkun og
vinnslan varla stoppað fram að jóla-
fríi.
Þetta kemur fram á heimasíðu
Síldarvinnslunnar, en hún hefur
tekið á móti tæplega 10.500 tonnum
af síld það sem af er vertíðinni og
þar af hafa tæp 8.000 tonn farið í
vinnslu til manneldis.
„Þetta er heldur minna heildar-
magn en á sama tíma í fyrra, en
vinnsluhlutfall til manneldis er
mjög ásættanlegt,“ segir Jóhannes
Pálsson, framkvæmdastjóri vinnslu.
Síldarvinnslan hefur náð að upp-
fylla nánast alla sína síldarsölu-
samninga á vertíðinni. Búið er að
framleiða 25 þúsund tunnur af salt-
síld og 1.000 tonn af frystum síld-
arflökum. Saltsíldin fer til Svíþjóð-
ar, Finnlands, Danmerkur,
Þýzkalands og Bandaríkjanna, en
fryst síld er seld á Þýzkaland,
Frakkland, Pólland og Litháen.
„Síldarneyzla er mjög árstíða-
bundin og yfir jólahátíðina er mikil
síldarneyzla í okkar viðskiptalönd-
um. Þannig að þessar vikurnar er
verið að borða íslenzka síld í mikl-
um mæli víða um heiminn,“ segir
Svanbjörn Stefánsson, markaðs-
stjóri Síldarvinnslunnar.
Íslenzk síld
á veizlu-
borðunum
erlendis
Síldarvinnslan í
Neskaupstað hefur
uppfyllt nánast alla
sölusamninga sína
FORRIT Net-Albúms.net,
Ashampoo Illuminator,
sem hjálpar fólki að skipu-
leggja stafrænar ljós-
myndir í tölvu, fær fjög-
urra blaðsíðna umfjöllun í
nýrri bók Microsoft,
Microsoft Windows XP
Power Toolkit, þar sem
kynnt eru til sögunnar
ýmis forrit sem Microsoft
mælir með til að gera
notkun XP stýrikerfisins
skilvirkari.
Þorvaldur Ingi Jónsson
framkvæmdastjóri Net-
Albúms.net segir að þessi
viðurkenning Microsoft
styrki markaðsstarfið.
„Síðastliðið vor gerðum
við dreifingar- og mark-
aðssamning við þýska fyrirtækið
Ashampoo KmbH. Umfjöllun
Microsoft er Ashampoo ekki síst
mikilvæg þar sem hún eykur mögu-
leika á frekari dreifingu forritsins,“
sagði Þorvaldur.
Nú þegar hafa 30.000 eintök af
forriti Net-Albúms selst í Þýska-
landi fyrir tilstilli Ashampoo og
rúmlega 200.000 eintök hafa verið
sótt á Netið. Forritið hefur verið
þýtt á sex tungumál, íslensku þar á
meðal.
Nýverið samdi Net-Album.net
við ATV hf. um dreifingu forritsins
í verslunum BT og Office 1 undir
heitinu „Tölvu Albúmið“.
Gagnger endurskipulagning
Net-Albúm.net hf. hefur gengið í
gegnum hæðir og lægðir undanfar-
in misseri. Þegar mest var voru 16
manns að störfum hjá fyrirtækinu
en nú eru einungis 3 starfsmenn
eftir. Fyrirtækið var valið sprota-
fyrirtæki Mosfellsbæjar 2000 og
hlaut þriðju verðlaun í samkeppn-
inni Nýsköpun 1999.
Net-Albúm hefur farið í gagn-
gera endurskipulagningu í rekstri
og náð þeim árangri að sögn Þor-
valdar, að rekstrartekjur síðustu
mánaða hafa staðið undir rekstr-
inum. „Það hefur mikið áunnist eft-
ir að samstarfið við Ashampoo
hófst. Þunginn í starfi okkar er nú
á framleiðslu hugbúnaðarins en As-
hampoo sér um dreifingar- og sölu-
mál.“
Varðandi framhaldið segist Þor-
valdur vera þokkalega bjartsýnn.
„Markaðurinn er mjög stór og fer
stækkandi, en að sama skapi fer
samkeppnisaðilum fjölgandi. Við
tökum eitt skref í einu,“ sagði Þor-
valdur.
Forrit Net-Albúms
í bók Microsoft
Morgunblaðið/Árni Torfason
Tölvualbúmið og Ashampoo Image View
2002/2003 eru til umfjöllunar í bók Microsoft.