Morgunblaðið - 06.01.2003, Side 32
LISTIR
32 MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Skrifstofutækni
250 stundir!
Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrifstofum
og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög
hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum.
Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefj-
andi störf á vinnumarkaði.
Helstu námsgreinar eru:
Handfært bókhald
Tölvugrunnur
Ritvinnsla
Töflureiknir
Verslunarreikningur
Glærugerð
Mannleg samskipti
Tölvubókhald
Internet
STARFSMENNTUN
fjárfesting til framtíðar
Mig langaði að vera vel samkeppnisfær í
öllum almennum skrifstofustörfum og eftir
vandlega umhugsun valdi ég Tölvuskóla
Íslands. Þar bætti ég kunnáttuna í Word-
ritvinnslu og Excel-töflureikni og lærði
hand- og tölvufært bókhald, glærugerð,
verslunarreikning ásamt undirstöðuatriðum
í mannlegum samskiptum og Interneti.
Námið er vel skipulagt og kennsla frábær.
Nú finnst mér ég vera fær í flestan sjó!.
Steinunn Rósq, þjónustu-
fulltrúi,
Íslenska Útvarpsfélaginu
Öll námsgögn innifalin
Tölvuskóli Íslands
B í l d s h ö f ð a 1 8 , s í m i 5 6 7 1 4 6 6
Opið til kl. 22.00
EFTIR 85 sýningar í Hafnarfjarð-
arleikhúsinu og sölu á einleiknum
Sellófon víða um heim hafa að-
standendur leikritsins, sem er eftir
Björk Jakobsdóttur, ákveðið að
færa sýninguna um set og sýna í
Nasa við Austurvöll 17. janúar nk.
Er það í fyrsta sinn í seinni tíð sem
leikrit er fært upp í veitingahúsinu
Nasa en með því má segja að verið
sé að endurvekja gamla stemningu
því í þessu húsnæði var að finna
vinsælasta revíuleikhús á Íslandi
snemma á síðustu öld.
Að sögn Bjarkar hefur verið upp-
selt á allar sýningarnar á Sellófon
frá því í apríl á síðasta ári og er það
meginástæða þess að ákveðið hefur
verið að Sellófon færi sig til
Reykjavíkur í stærra húsnæði. „Er
hugsunin sú sama og þegar leik-
verk sem slá í gegn fara af litlu
sviði yfir á stórt, eins og margir
kannast við hjá stærri leikhús-
unum.“
Hinn 16. janúar verður sýning til
styrktar Kristínu Ingu Brynj-
arsdóttur, þriggja barna einstæðri
móður, sem lamaðist fyrir neðan
háls í bílslysi á síðasta ári.
Miðasala á Sellófon í Nasa hefst í
dag. Einnig má panta miða á sello-
fon@mmedia.is.
Sellófon
sýnt í Nasa
Morgunblaðið/Jim Smart
Björk Jakobsdóttir í einleik sínum, Sellófon.
„FRÁ engu kemur ekkert“ (From nothing comes nothing)
ritaði breska leikritaskáldið William Shakespeare í leikverk-
inu um Lé konung. Sú er raunin með þróun myndlistar, og
þá málverksins þar sem hvert listaverk virðist vera afleiðing
af öðru. Listmálari í dag stendur ekki aðeins fyrir framan
auðan striga með pensil og liti í hönd og vilja til að tjá sig.
Hann stendur frammi fyrir langri sögu og hefð sem hann
þarf á einhvern hátt að bregðast við. Þannig hefur þróun
málverks og annarra myndlistarmiðla gengið fyrir sig, sem
viðbrögð við því sem á undan er gengið í spegli þess sam-
félags sem það tilheyrir hverju sinni.
Einhver stærsta bylting módernismans á 20. öldinni var
abstraktsjónin, en hún birtist fyrst í málverki snemma á öðr-
um áratugnum. Frumkvöðlar abstraktsins, listamenn eins og
Kandinsky, Klee, Mondrian og Malevich, voru uppteknir af
nýaldarfræðum, dulspeki og spíritisma og töldu abstrakt
málverk geta fært manneskjuna nær sálinni og guðdómnum.
Piet Mondriaan, sem er einn helsti áhrifavaldur í strangflat-
armálverki, gekk út frá þeirri hugmynd að eðli náttúrunnar
væri að leita sífellt að jafnvægi. Geometrískar myndbygg-
ingar hans voru leið til að finna það jafnvægi.
Popplist sjötta og sjöunda áratugarins spornaði síðan
gegn háleitum hugmyndum abstrakt málaranna Þar sem yf-
irborð vestræns samfélags varð að umfjöllunarefni lista-
mannanna. En popplistamenn voru ekki bara að reyna að
vera á móti hugsjón abstraktmálaranna heldur voru gildi
manna að breytast í meiri efnishyggju og persónudýrkun en
áður þekktist og voru listamennirnir því að bregðast við
samtíma sínum.
Á níunda áratugnum fór bandaríski listamaðurinn Peter
Halley að endurskoða hlutverk strangflatarmálverksins og
komst að því að hugmyndin um að samband væri á milli geo-
metríu og náttúrulegs skipulags og ætti einnig við um sam-
félagslegt skipulag, þ.e. að samfélagið væri einnig að leita að
jafnvægi. Manneskjan er sífellt færast frá hreinni náttúrunni
og inn í samfélagsskipan. Málverk Halleys marka því tíma-
bæran samruna popplistarinnar og strangflatarmálverksins
sem er óumflýjanlegt í þróunarferlinu, hvort sem okkur líkar
það betur eða verr.
Fyrir nokkrum árum fór að bera á málverkum ungrar
listakonu, Sarah Morris að nafni, sem vinnur með línur og
fleti í anda málverka Piet Mondrian, en sækir fyrirmyndir
sínar í háhýsi borga í Bandaríkjunum. Málverk hennar eru
óháð háleitum hugmyndum Mondrians eða rökrænni hug-
myndafræði Halleys. Hún er ekki að leita að jafnvægi í nátt-
úru eða samfélaginu, heldur notar hún geometrískt myndmál
til að sýna fram á óraunveruleika þess borgarlega umhverfis
sem hún býr við. Morris er eins og margir samtímalistamenn
að nýta sér hina miklu sögu myndlistar á eigin forsendum.
Við þekkjum orðið myndmál og útlit geometríunnar og sem
slík kemur hún ekki á óvart, en hugmyndir henni að baki
taka breytingum eftir hugarfari og afstöðu listamanna gagn-
vart eigin samtíma. Myndlistin er jú alltaf barn síns tíma.
Málverk Peter Halley „Fangelsi með undirgöngum“ frá árinu
1985. Halley byggði verk sín á þeirri hugmynd að samfélag
leiti að jafnvægi líkt og náttúran.
„Hrynjandi svartra lína“ eftir Piet Mondrian frá árinu 1942 er
tilraun listamannsins til að finna náttúrulegt jafnvægi.
Í málverkum sínum, svo sem „Midtown – HBO“ frá árinu 2000,
notar Sarah Morris geometríu til að varpa nýju ljósu á borg-
arlegt umhverfi.
Náttúran, samfélagið og strangflatarmálverkið
Höfundur er myndlistargagnrýnandi á Morgunblaðinu.
Eftir Jón B.K. Ransu
HÚN er kostuleg kýrin í stjórn-
arráðinu sem þolinmóð þraukar þar
sem draumar dags og nætur mæt-
ast. Og dreymir mennska drauma.
Mikið væri gott að vera í hennar
sporum þó ekki væri nema um
stundarsakir og fá frí frá glímunni
við mannskepnutilvist. Ekki alltaf
auðvelt að snúa af sér hælkrók.
Mörg ljóðabókin fjallar einmitt um
títtnefndan tilvistarvanda. Þessi
aldrei endandi vandi kemur einnig
við sögu í þessari litlu ljóðabók
Kjartans Jónssonar en bragðgott
bland af mátulegum gáska léttir
hughrif. Þó einsemd, eiturlyf og
önnur óáran sé m.a umfjöllunarefni
er þar einnig að finna ást og dans.
Kjartan fer um víðan völl og staldr-
ar við á ömmukaffi og í Palestínu
svo eitthvað sé nefnt.
Formið er frjálst þó hann leiki sér
stundum með hljóðstafi og er Sam-
úðar sól gott dæmi þar um:
Síðla ágústs
saman stillir
alla krafta
sumargaldur.
Óskastund
og augnablik
öll veröld stöðvast.
(fyrsta erindi bls.19)
Kjartan drepur víða niður fingri,
gramsar í mannlegu eðli og skoðar
umræðuna í þjóðfélaginu. Potar
stundum stríðnislega í nafntogaða
menn. Ljóðið Dægurmál er ágætt
dæmi þar um:
...þar sem klámhundar deila
við ný–kalvinískar kellingar
sem vilja einskorða
náttúruna við Kárahnjúka
ekki þó Stefánssonar
sem er rislár um þessar mundir.
(bls.29)
Einfaldar og litríkar myndir Þor-
geirs Óðinssonar gefa bókinni glað-
legt yfirbragð og í þeim flestum er
sól. Engin er þó sólin á myndinni
sem fylgir ljóðinu Nýársdagur 1998,
en þar finnst mér Kjartani takast
ágætlega upp. Hver kannast ekki
við þessa tilfinningu á mótum ára:
Stíg varlega niður
í nýtt ár.
Snerti það,
smakka á því.
Velti því fram
og aftur
í munninum.
Finn hvernig það blandast
eftirkeiminum frá því í fyrra.
„..og heil ævi til að seðja“
BÆKUR
Ljóð
Kjartan Jónsson, 2002, bls. 32, Myndir:
Þorgeir Óðinsson.
MANNKÝRIN SEM DREYMIR MENNSKA
DRAUMA
Kristín Heiða Kristinsdóttir