Morgunblaðið - 06.01.2003, Síða 33

Morgunblaðið - 06.01.2003, Síða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 33 w w w .d es ig n. is © 20 03 - IT M 90 43 • R ý m i n g a s a l a Sýningainnréttingar Í dag og næstu daga seljum við nokkrar eldhús- og baðinnréttingar úr sýningarsal okkar með verulegum afslætti! Hafið hraðar hendur því fyrstur kemur - fyrstur fær ! V. Fellsmúla • S. 588 7332 Opið: Mán. - föst. 9-18, Laugardaga 10-14 www.i-t.is JÓNAS Ólafsson kerfisfræðingur leggur í Morgunblaðinu 3. janúar sl. orð í belg um dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir sjávarútvegsráð- herra á dögunum, þar sem ráðherran- um var refsað og hann dæmdur til að greiða Magnúsi Hafsteinssyni miska- bætur fyrir að hafa notað orðið „svið- sett“ um fréttakvikmynd Magnúsar af brottkasti afla um borð í fiskibáti. Í grein sinni andmælir Jónas því, sem ég hafði skrifað um þetta, þar sem ég hafði sagt, að vel hefði mátt nota orðið „sviðsett“ um það, sem fram fór um borð í bátnum umrætt sinn og sýnt var í frétt sjónvarpsins. Grein Jón- asar er að mestu leyti málefnaleg og má raunar samþykkja margt af því sem hann segir um efnið. Þó ekki allt, og hreint ekki það sem hann virðist ætla að sanna, þ.e. að réttmætt hafi verið að refsa ráðherranum fyrir að hafa notað þetta orð. Jónas virðist telja, að til þess að hafa mátt nota orðið „sviðsett“ um fréttina, hafi ráðherrann þurft að sanna, að engum fiski hefði verið hent fyrir borð í umræddri veiðiferð ef fréttamenn hefðu ekki verið með. Þessu er ég ósammála. Hafa verður í huga, að brottkast afla felur í sér refsiverða háttsemi og að fréttamenn fóru með í ferðina í boði skipstjórans í þeim tilgangi að kvikmynda lögbrot- in. Enginn getur sannað með óyggj- andi hætti, hvað gerst hefði í veiði- ferðinni ef kvikmyndavélin hefði ekki verið með. Það er mjög sérstakt, að menn sem sýnilega eru andvígir laga- banni og vilja berjast fyrir breyting- um á því láti taka myndir af sér við refsiverð brot gegn banninu. Tilgang- urinn er sýnilega sá að leggja barátt- unni fyrir breytingum á lögum lið. Þessar kringumstæður réttlæta að mínu mati notkun orðsins „sviðsett“ um verknaðinn. Það er kvikmyndun verknaðarins sem er í forgrunni ef svo má segja, ekki venjubundin fram- kvæmd fiskveiða um borð í þessum báti. Þegar það er svo metið, hvort refsa beri manni fyrir að nota orðið „svið- sett“ um þetta, ber að meta allan vafa í málinu honum í hag. Það leiðir af reglunni um að vafi metist sökunauti í hag í refsimálum. Það er líka meg- inregla í bótamálum, að sá sem krefst bóta úr hendi annars manns skuli bera sönnunarbyrði fyrir því að skil- yrðum bótaskyldu sé fullnægt. Við mat á slíku í máli, þar sem fjallað er um tjáningarfrelsi um þjóðfélagsmál, þarf brot að vera alveg klárt til að unnt sé að dæma viðurlög á hendur þeim sem tjáir sig, því sjálf stjórn- arskráin hefur sérstaka velþóknun á slíku frelsi. Í grein sinni fellst Jónas Ólafsson réttilega á, að vafaatriði hafi verið á ferðinni um mat á ummælum ráð- herrans í þessu umrædda máli. Þau vafaatriði hefðu átt að leiða til sýknu hans. Hitt er svo sérkennilegt við málið allt saman, að allir virðast vera sammála um, að fiski sé kastað í sjó- inn úr fiskibátum á Íslandsmiðum og þar með talið báðir aðilar dómsmáls- ins. Enga kvikmynd þurfti til að sanna þetta. Það er af þessum sökum alveg rétt sem Jónas Ólafsson bendir á í grein sinni, að málsóknin á hendur ráðherranum var með öllu tilefnis- laus. Það gat nefnilega varla talist mjög ámælisvert af Magnúsi frétta- manni að sviðsetja lögbrot, sem allir vita að eru framin, þótt menn greini kannski á um hversu algeng þau séu. Það var þess vegna ekki mjög meið- andi fyrir fréttamanninn að ráð- herrann notaði orðið „sviðsett“ um þetta. Segja má að hann hafi með mál- sókn sinni sett á svið deilu um keis- arans skegg. Og þegar mál eru höfðuð til að koma á framfæri deilum um það margfræga skegg er áreiðanlega rétt af dómstólunum að sýkna þann stefnda. Deilt um keisarans skegg fyrir dómi Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er prófessor við lagadeild HR. „Það gat nefnilega varla talist mjög ámæl- isvert af Magnúsi fréttamanni að sviðsetja lögbrot, sem allir vita að eru framin, þótt menn greini kannski á um hversu algeng þau séu.“ Í SVIPTINGUM síðustu daga lið- ins árs sannaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir að hún er ábyrgur og staðfastur stjórnmálamaður sem lætur ekki beygja sig. Hún lætur heldur ekki læsa sig inni í óbærilegri stöðu. Hún sýndi ábyrgð þegar hún kom fleyi R-listans í örugga höfn eftir áhlaup síðustu daga og fann sér traustan eftirmann. Hún var staðföst þegar hún hvikaði hvergi frá ákvörð- un sinni um að bjóða sig fram til þings fyrir Samfylkinguna. Hún lét ekki undan hótunum forystumanna samstarfsflokkanna. Þó er mikilvægast að hún sætti sig ekki við að afsala sér þeim sjálfsagða rétti að láta til sín taka á vettvangi þjóðmálanna. Það var aldrei réttlæt- anlegt af hálfu forystusveita vinstri grænna og framsóknarmanna að gera það að úrslitaatriði fyrir áfram- haldandi samstarf um R-lista síðast- liðið vor að Ingibjörg Sólrún féllist á að binda hendur sínar með þessum hætti. Þessi ósanngjarna krafa sýndi að þeim var fremur umhugað um hag eigin flokka en um að varðveita og fylgja eftir ágætum árangri sem R- listinn undir forystu Ingibjargar Sól- rúnar hefur náð fyrir almenning í Reykjavík. Það hefði verið rangt af henni að láta beygja sig og hún hefur sýnt óvenjulegt siðferðisþrek og mikinn persónulegan styrk, því henni hefur tekist að bjarga sköp- unarverki sínu og R-listans, en um leið endurheimt hið pólítíska frelsi sem aldrei átti að taka af henni. Nú býðst öflum félagshyggju og framfara í landinu einstakt tækifæri. Þau eiga kost á því að fá til forystu óvenju sterkan leiðtoga sem nýtur trausts og virðingar langt út fyrir raðir síns flokks. Ingibjörg Sólrún hefur allt sem þarf til að verða leið- togi þeirra sem vilja meiri jöfnuð, réttlæti og skynsemi í íslensku þjóð- félagi: greind, staðfestu og umfram allt siðferðisstyrkinn sem nauðsyn- legur er til að koma á þeim breyt- ingum sem þörf er á í stjórn landsins. Samfylkingin og formaður hennar hljóta að sjá að nú er komið að því að hún taki við forystu í flokknum og leiði hann til sigurs í vor. Nærtækast er að efna til sérstaks flokksþings á útmánuðum og kjósa hana í for- mannssætið. Það yrði stórmannlegt af Össuri Skarphéðinssyni að segja af sér og leggja til að Ingibjörg taki við af sér. Þannig yrði hann trúr þeim hugsjónum sem hann hefur barist fyrir á ferli sínum hingað til. Ingibjörg Sól- rún til forystu Eftir Torfa H. Tulinius Höfundur er prófessor við HÍ og félagi í Samfylkingunni. „Nú býðst öflum fé- lagshyggju og framfara í landinu ein- stakt tækifæri.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.