Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 37 Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR EYVINDS, Sóltúni 2, áður til heimilis að Bárugötu 14, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðju- daginn 7. janúar kl. 13.30. Þröstur Eyvinds, Sigurlaug Kr. Bjarnadóttir, Sigrún Ragnarsdóttir, Skúli Ólafsson, Fjóla Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGVAR INGVARSSON, Elliheimilinu Grund, áður Safamýri 25, lést föstudaginn 27. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðju- daginn 7. janúar kl. 15.00. Guðni Þór Ingvarsson, Matthildur Hjartardóttir, Sigurjón Ingvarsson, Magnús Þór Jónsson, Aðalheiður Gústafsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, MAGNDÍS MAGNÚSDÓTTIR, Magga Magg frá Patreksfirði, lést á Hrafnistu Hafnarfirði mánudaginn 30. desember. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnar- firði þriðjudaginn 7. janúar kl. 15.00. Kristinn Jónsson, Þórdís B. Kristinsdóttir, Samson Jóhannsson, Auður Kristinsdóttir, Kristinn Samsonarson, Jóhann Samsonarson, Magni Þór Samsonarson, Hugi Hreiðarsson, Bogi Leiknisson, Auður Magndís Leiknisdóttir og barnabarnabörn. Við þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur vinarhug við andlát og útför MARGRÉTAR SIGURÐARDÓTTUR, Álfheimum 42, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á dvalar- heimilinu Hlíðarbæ og á hjúkrunarheimilinu Skjóli fyrir umönnun og hlýju á undanförnum árum. Ásgeir Markússon, Einar Torfi Ásgeirsson, Sigurður Ingi Ásgeirsson, Sigríður Lóa Jónsdóttir, Sigríður Anna Ásgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, sonur og bróðir, GUNNAR INGI LÖVDAL, Blásölum 24, Kópavogi, sem lést föstudaginn 27. desember, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 8. janúar kl. 13.30. Jónas Ingólfur Gunnarsson, Sonný Gunnarsdóttir, Sunna Lind Gunnarsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Hafsteinn Á. Ársælsson, Edvard Lövdal, Elsa Pálsdóttir og systkini hins látna. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, MARTA SVEINBJÖRNSDÓTTIR, Vættaborgum 70, Reykjavík, lést fimmtudaginn 2. janúar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 9. janúar kl. 13.30. Björn Ágústsson, Guðfinna Halldórsdóttir, Ingvi Ágústsson, Anna K. Norðdahl, Pétur Þ. Jónsson, Svava Sveinbjörnsdóttir, Jenný Sveinbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Sæmundur Berg-mann Elimund- arson fæddist í Dvergasteini á Hell- issandi 7. október 1915. Hann lést í Seljahlíð í Reykjavík 17. desember síðast- liðinn. Sæmundur var sjöundi í röð ell- efu barna þeirra Sig- urlaugar Cýrusdótt- ur og Elimundar Ögmundssonar. Eft- irlifandi systkini hans eru Hallbjörn, Ólafur og Svandís. Sæmundur ólst upp á Hellissandi við leiki og störf þess tíma. Hann fór snemma að vinna fyrir sér, en haustið 1937 settist hann í Héraðs- skólann á Laugarvatni og lauk þaðan prófi vorið 1939. Á Laugarvatni kynntist Sæ- mundur Guðrúnu Árnýju Guð- mundsdóttur frá Hurðarbaki í Flóa. Þau giftust árið 1940 og eignuðust saman sjö börn. Þrjú þeirra létust í æsku, en fjórir synir lifa hann, þeir Guðmundur Krist- inn, Hreiðar Þór, Sigurður Rúnar og Matthías Viðar. Sæmundur og Guðrún bjuggu í einn vetur á Hell- issandi, þar sem hann stundaði sjó- inn. Veturinn eftir fluttu þau til Reykjavíkur. Þar bjuggu þau um tíma í lítilli íbúð við Kleppsveginn, en ári síðar fluttu þau í eigið ein- býlishús í Efstasundi 28. Sæmund- ur starfaði fyrst við gerð Reykja- víkurflugvallar, en síðan í nokkur ár við gatnagerð hjá Reykjavíkur- Helgu M. Jónsson, ættaðri frá Hamborg í Þýskalandi, og fluttist skömmu síðar til hennar í Drápu- hlíð 1. Þau bjuggu saman allt til dauðadags hennar. Saman fóru þau næstu árin í fjölmargar utan- landsferðir. Skömmu eftir að þau hófu sambúð hætti Sæmundur störfum sem sjúkraliði og stofnaði verslunina Safnarabúðina sem var fyrst í mörg ár við Laufásveg, síð- ar við Laugaveg og síðast við Frakkastíg, þar sem hún er enn. Í fyrstu verslaði hann einkum með frímerki, en smátt og smátt bætt- ust við bækur, hljómplötur, kass- ettur og loks myndbönd. Við þetta starfaði Sæmundur allt þar til um 1990, síðustu árin í samstarfi við Hreiðar son sinn, sem smátt og smátt tók alfarið við rekstrinum. Eftir það fékkst hann mest við frí- merkjasöfnun sína, málaði vatns- litamyndir og steina og skrifaði bókina Hugleiðingar og minninga- brot sem út kom árið 2000, á 85 ára afmæli hans. Sæmundur og Helga fluttust ár- ið 1979 í raðhús í Furugerði 19. Árið 1985 fluttust þau svo í þjón- ustuparhús í Hjallaseli 19, við hlið Dvalarheimilisins Seljahlíðar. Þar bjuggu þau saman í 13 ár eða til 1998, þegar þau fluttu í litla íbúð á neðstu hæð í dvalarheimilinu sjálfu. Þar bjuggu þau til 2001 eða þar til Helga lést. Á þessu ári flutt- ist Sæmundur í litla einsmanns- íbúð á 3. hæð Seljahlíðar. Útför Sæmundar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. borg og ýmis fleiri verkamannastörf. Hann lærði rafsuðu og var rafsuðumaður hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík í ein tíu ár. Einnig stofnaði hann og rak í eitt ár litla hverfisverslun í Efsta- sundinu, Verslunina Sund. Upp úr 1960 réð Sæmundur sig sem starfsmann við umönnun sjúkra á Kleppsspítala og vann þar í nokkur ár. Á þessum árum seldu þau húsið sitt í Efstasundi 28 og bjuggu um hríð í Stóragerði 7 hjá Ólafi bróður Sæ- mundar. Hinn 23. nóv. 1965 lést Guðrún kona hans, 45 ára að aldri. Næstu fimm árin hélt hann heimili fyrir syni sína í eigin íbúð á Kleppsvegi 120. Árið 1966 útskrifaðist Sæmund- ur í fyrsta hópi sjúkraliða frá Kleppsspítalanum. Hópurinn stofnaði strax Sjúkraliðafélag Ís- lands, og átti hann sæti í stjórn þess frá upphafi, árin 1969–70 sem formaður. Hann var gerður heið- ursfélagi þess árið 1991. Að loknu námi var hann í nokkra mánuði við sjúkraliðastörf í Noregi, en réð sig síðan til starfa við geðdeild Borg- arspítalans. Þar vann hann í nokk- ur ár, en síðan í stuttan tíma við slysadeild Borgarspítalans, Grens- ásdeildina og að lokum á Landa- koti. Árið 1970 kynntist Sæmundur Dagar föður míns, Sæmundar Bergmanns Elimundarsonar, voru dagar skina og skúra. Þegar við bræðurnir vorum litlir gátum við ekki með nokkru móti ímyndað okkur hvílík áþján það hefur verið foreldrum okkar að missa þrjú elstu börnin sín. Okkur fannst þetta að vísu sorglegt, en í hina röndina var það örlítið spennandi og dularfullt að eiga þrjú eldri systkini á himnum hjá Guði. Systk- ini sem við höfðum aldrei séð, en voru samt svo nálæg og svo stór hluti af lífi okkar. Mamma og pabbi trúðu staðfastlega á annað líf og kannski var sú trú það sem gerði það að verkum að þau bug- uðust ekki við þennan mikla missi. Þetta var þeirra aðferð til að kljást við sorgina, komast yfir það sem við vitum núna að var nánast ómennskt að komast yfir. Árið 1965 brast annað áfall á í lífi pabba. Þá dó mamma langt fyr- ir aldur fram, aðeins 45 ára, af veikindum sem höfðu þjakað hana árum saman. Vissulega hefði ein- hver bugast endanlega við slíka raun. Og vissulega var sorgin sár og söknuðurinn mikill. En árin á eftir sýndu okkur úr hverju pabbi var gerður. Hann hjálpaði okkur að takast á við móðurmissinn, hélt heimili fyrir okkur og studdi okkur til þess sem við vildum gera með líf okkar. Stundum er eins og lífið launi okkur ef við stöndum okkur vel þegar gefur á bátinn. Það gerðist í tilviki pabba. Hann kynntist góðri konu sem hann átti eftir að búa með næstu þrjá áratugina, henni Helgu okkar. Þessi ár voru ynd- islegur tími í lífi hans, saman fóru þau Helga í fjölmargar utanlands- ferðir og eignuðust nýja vini og kunningja. Pabbi stofnaði og rak Safnarabúðina sína og gekk vel. Helga lést svo í fyrra, og sá missir var mikill. Pabbi var þá þeg- ar orðinn lasburða og veikur. Eftir að Helga dó var aldrei neinn vafi hvert stefndi. Pabbi hafði fengið nægju sína, fannst hann hafa lokið ævistarfi sínu, búinn að skrifa lífs- bókina sína og farinn að þrá hvíld- ina. Mig langar til að nota þetta tækifæri til að þakka öllu starfs- fólki Seljahlíðar fyrir frábæra umönnun og umhyggju sem hann fékk þar. Og fyrst ég er byrjaður að færa þakkir langar mig til að þakka sérstaklega Ólafi bróður hans og Viktoríu konu hans fyrir þá miklu ræktarsemi sem þau sýndu honum. Einnig vil ég þakka dóttur hennar Helgu og fjölskyldu hennar fyrir það hve góð þau voru honum alla tíð. Og Hreiðar bróðir á sínar þakkir skilið fyrir þá sér- stöku umhyggju sem hann auð- sýndi pabba allt til síðustu stund- ar. Mig langar til að minnast á góðu stundirnar í lífi pabba. Þær voru margar og tengdust ýmsum áhuga- málum. Eitt helsta tómstundagam- an hans var frímerkjasöfnunin sem hann byrjaði snemma á og hann stóð í víðtækum bréfaskiptum og frímerkjaskiptum við safnara af ýmsu þjóðerni. Bækur og bóka- söfnun voru honum líka mikið áhugamál, og um tíma vann hann heilmikið við bókband í hjáverkum. Stjórnmál gat hann talað endalaust um, og þekki ég fáa með jafn ákafa og hreinræktaða réttlætiskennd og hann. Í verkföllunum í gamla daga var hann fyrstur til að mæta á vaktina og þegar Sjúkraliðafélagið var stofnað var hann óþreytandi að vinna að framgangi þess. Þá var hann afar handlaginn og áhuga- samur um smíðar og handverk. Menntun og skólaganga voru hon- um mikið áhugamál, enda hafði hann sjálfan langað til að mennta sig miklu meira en hann hafði átt kost á. Honum þótti vænt um fæð- ingarstað sinn, Hellissand, og var í rauninni mikið náttúrubarn. Öll þessi áhugamál hafa borist til okkar sona hans og lifað í og með okkur, hverjum á sinn hátt, enda vildi hann frá fyrstu tíð gjarnan tala við okkur um þau og fá okkur til að taka þátt í þeim. Ævin hans pabba var afskaplega sviptivindasöm, áföllin þung og erfið, en gleðistundirnar líka marg- ar og ánægjulegar. Ég held að hann hafi þrátt fyrir allt verið þakklátur lífinu. Við synir hans er- um líka þakklátir fyrir að hafa átt hann fyrir föður. Guð blessi minn- ingu hans. Að lokum er hér stutt kveðja til pabba frá sonum hans: Lítillátur, vænn og viðmótsgóður með vinarhug hann okkur gaf sín ráð. Réttsýnn, sannur, friðsamur og fróður; fyrirmyndin, hvar sem að var gáð. Þú komst og fórst, en vísaðir til vega með vinsemd þinni, þakkir eilíflega. Að vinna heill og vera stéttar prýði er vegsemd manns ein mesta á jörðu hér. Þótt heimför pabba í hjarta voru svíði og hryggir söknum þess sem horfinn er, frá sjúkdómskvölum fékk hann líkn að launum. Lífið hans var blanda af gleði og raunum. Hans andlát hægt á hlýjum vetrardegi er hljóðlátt tákn frá Drottins háa sal: Vor góði faðir gengur nýja vegi í gróðursælum, himinbjörtum dal. Í sál okkar er hryggð og hnípinn tregi. En – hittumst aftur, pabbi, á efsta degi! Guðmundur Sæmundsson. SÆMUNDUR BERGMANN ELIMUNDARSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.