Morgunblaðið - 06.01.2003, Side 41

Morgunblaðið - 06.01.2003, Side 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 41 MENNTASKÓLINN í Kópavogi út- skrifaði 123 nema úr skólanum við hátíðlega athöfn skömmu fyrir jól. Útskrifaðir voru 59 stúdentar, 14 iðnnemar, 4 matartæknar og 10 nemendur af skrifstofubraut. Þá brautskráðust 6 nemar úr meist- araskóla matvælagreina. Einnig út- skrifuðust frá skólanum á þessu hausti 5 ferðafræðinemar, 9 mat- sveinar og 16 leiðsögumenn. Við útskriftina fjallaði Margrét Friðriksdóttir skólameistari al- mennt um uppbyggingu skólans. Hún sagði að skólinn hefði skipað sér sess meðal stærstu skóla lands- ins og byði jöfnum höndum upp á hefðbundið bóknám og verknám á sviði hótel- og matvælagreina auk fjölbreytts náms í ferðagreinum. Verið er að bæta húsnæði skólans, en framkvæmdir hófust 2. desem- ber við nýja byggingu sem vænt- anlega verður tekin í notkun strax næsta haust. Fyrsti iðnstúdentinn frá skól- anum, Sigurður Ívar Sigurðsson, útskrifaðist með stúdentspróf sam- hliða matreiðslunámi en um síðustu áramót staðfesti menntamálaráð- herra breytingar á aðalnámskrá framhaldsskóla sem heimilaði skól- um að bjóða upp á viðbótarnám til stúdentsprófs fyrir verknámsnema. Um er að ræða tveggja anna viðbót- arnám með áherslu á íslensku, ensku og stærðfræði. Við upphaf haustannar var farið af stað með nýja námsbraut við skólann sem eingöngu er ætluð starfsfólki fjármálafyrirtækja. Um er að ræða tveggja ár nám með áherslu á íslensku, ensku, upplýs- ingatækni, bókhald, fjármálagrein- ar, starfsmannamál og stjórnun. Í máli skólameistara kom fram að skólinn hefði látið gera kvik- myndina Þú átt val sem frumsýnd var 19. nóvember sl. en meginefni myndarinnar er viðtöl við ungt fólk, – annars vegar þá sem snemma ánetjuðust vímugjöfum og þurftu að heyja harða glímu við þá – og hins vegar þá sem tekist hefur að halda sig algerlega frá þeim. Þá hefur Menntaskólinn í Kópa- vogi um þriggja ára skeið tekið þátt í samevrópsku verkefni um heilsu- eflingu í skólum sem lýkur nú um áramótin. Fjörutíu lönd í Evrópu tóku þátt í verkefninu en Ísland varð aðili að því árið 1999 undir stjórn menntamálaráðuneytis, heil- brigðisráðuneytis og Landlækn- isembættis. MK er eini íslenski framhaldsskólinn í verkefninu en auk skólans eru tveir grunnskólar og tveir leikskólar í Kópavogi þátt- takendur. Forseti bæjarstjórnar, Sigurrós Þorgrímsdóttir, afhenti útskrift- arnemum viðurkenningar úr Við- urkenningarsjóði MK sem stofn- aður var af bæjarstjórn Kópavogs 1993. Fjórir nemendur hlutu við- urkenningu að þessu sinni: Stúdent- arnir Stefán Karl Sævarsson og Birta Mogensen og iðnnemarnir Ív- ar Þormarsson og Michael Chiodo. Sparisjóður Kópavogs veitti Birtu Mogensen styrk fyrir góðan námsárangur í viðskiptagreinum á stúdentsprófi. Verðlaunahafar Menntaskólans í Kópavogi haustið 2002. Stefán Karl Sævarsson, dúx skólans, er fyrir miðri mynd. Forseti bæjarstjórnar, Sigurrós Þorgríms- dóttir, með þeim er hlutu viðurkenningu. 123 útskrifaðir frá Menntaskólanum í Kópavogi MÁLSTOFU um nýju útlendinga- lögin sem átti að fara fram í Alþjóða- húsi þriðjudaginn 7. janúar hefur verið frestað og dagsetning verður auglýst síðar. 4. febrúar verður málstofa þar sem fjallað verður um innflytjenda- mál á Íslandi og Norðurlöndunum. Þar verða bornar saman tölfræðileg- ar og almennar upplýsingar um flóttamenn, hælisleitendur, ríkis- borgararétt, atvinnuleyfi, dvalarleyfi og aðra þætti sem að þessum mál- efnum koma. Málstofu í Alþjóðahúsi frestað Á VORÖNN 2003 verður boðið upp á nýtt námskeið hjá Gigtarfélagi Ís- lands sem ber heitið „Jóga fyrir betra bak.“ Námskeiðið er opið fyrir alla. Upplýsingar eru hjá Gigtarfélagi Ís- lands. Jóga fyrir betra bak Góðir skór Skóbúðin Miðbæ Háaleitisbraut 58-60  Sími 553 2300 Ráðgjöf á fimmtud. kl. 15-18 og laugard. kl. 11-15.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.