Morgunblaðið - 07.01.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.01.2003, Blaðsíða 12
Þ egar Orca-viðskiptin áttu sér stað og Orca keypti hlut Scandinavian Holding (dótturfélags sparisjóð- anna og Kaupþings) í FBA í ágúst 1999, var hvorki um mikið né náið samstarf að ræða á milli Bjarna Ármannssonar, bankastjóra FBA, og Orca-hópsins til að byrja með, en það breyttist þó fljótlega. Ástæða þess var, eins og kom fram hér í Morgunblaðinu í gær, sú, að Bjarni hafði leitað eftir því við aðra fjárfesta að þeir keyptu hlut Kaupþings í FBA og taldi sig hafa gert þeim Sigurði Einarssyni, forstjóra Kaupþings, og Hreiðari Má Sigurðssyni, aðstoðarforstjóra Kaupþings, munnlegt tilboð í bréfin fyrir hönd þeirra Sigurðar Gísla Pálmasonar, Gunnars Björgvinssonar og Kára Stefánssonar, eins og kom fram í fyrstu greininni, en Orca-hópurinn hrifsaði þessi viðskipti til sín að frumkvæði Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, beint fyrir framan nefið á Bjarna Ármannssyni og fjárfestunum sem hann var að semja fyrir. Síðan seldi ríkið 51% hlut sinn í FBA síðar um haustið 1999 og eignarhluti Orca-hópsins fór úr 28% í 40% og á Þorláksmessu í 45%. Þótt þeir í Orca S.A. væru komnir með ráð- andi hlut í FBA um áramótin 1999–2000, þá höfðu þeir fullan hug á því að renna styrkari stoðum undir FBA sem var bara fjárfesting- arbanki en ekki viðskiptabanki, sem þeir með sín umsvif töldu sig þurfa á að halda. Ágætis samstarf tókst fljótlega með Bjarna og Eyjólfi Sveinssyni, sem kjörinn var varafor- maður í bankaráði FBA, en Eyjólfur var jafn- framt í forsvari fyrir Orca-hópinn. Kalt milli Orca og lífeyrissjóðanna Á aðalfundi FBA hinn 23. febrúar árið 2000 stóðu fulltrúar Lífeyrissjóðs verslunarmanna og Lífeyrissjóðsins Framsýnar í eigendahópi FBA ekki að tillögu um skipan stjórnar FBA þar sem þeir sögðu að ekki hefði náðst samkomulag við fulltrúa Orca-hópsins um hvernig stjórnin yrði skipuð. Fulltrúar lífeyrissjóðanna töldu sig fyrir fundinn hafa náð samningi við Orca um hver yrði oddamaður í stjórn, en Orca hefði svo svikið þann samning og krafist þriggja manna í stjórn og þar með meirihluta. Töldu þeir reyndar að Orca-hópurinn væri að ganga á bak orða sinna frá því í nóvember um að fjórmenningarnir í Orca-hópnum færu einungis með atkvæði eigin bréfa og kæmu þannig fram sem einstaklingar en ekki hópur. Á aðalfundinum kvaddi Víglundur Þorsteins- son, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verslunar- manna, sér hljóðs og óskaði eftir sundurliðun á launum stjórnar og framkvæmdastjórnar FBA. Var upplýst á fundinum að hver meðlimur í framkvæmdastjórn hafði að meðaltali fengið um 17 milljónir króna í laun og árangurstengdar greiðslur á árinu 1999, en þessar háu upphæðir áttu eftir að valda nokkru uppnámi og voru tals- vert umdeildar í þjóðfélaginu. Hittust fyrst tveir einir á fundum Þeir Valur Valsson, forstjóri Íslandsbanka, og Bjarni Ármannsson, forstjóri FBA, áttu með sér nokkra fundi snemma árs 2000, þar sem þeir ræddu þá möguleika sem kæmu til greina, með hugsanlega sameiningu bankanna í huga. Nið- urstaða þeirra funda varð sú, að báðum leist vel á að kanna til þrautar, hvort grundvöllur væri fyrir sameiningu og ákváðu þeir í sameiningu að slá frekari fundahöldum á frest og hefja ekki formlegar viðræður fyrr en að loknum aðalfund- um beggja bankanna. Að afstöðnum aðalfundum bankanna kölluðu þeir Valur og Bjarni formenn og varaformenn bankaráðanna, þá Kristján Ragnarsson, for- mann, og Einar Sveinsson, varaformann, frá Ís- landsbanka og Magnús Gunnarsson, formann, og Eyjólf Sveinsson, varaformann, frá FBA til liðs við sig í sameiningarviðræðunum og fóru fyrstu fundir sexmenninganna fram á heimili Vals Valssonar. Eftir að áform bankanna um sameiningu höfðu verið gerð opinber, fóru frek- ari sameiningarviðræður fram á skrifstofu Magnúsar Gunnarssonar í Kringlunni. Vildi draga úr áhrifum Orca Eitt af því sem vakti fyrir Bjarna Ármanns- syni hvað varðar sameiningarviðræður við Ís- landsbanka, sem hann var ekki endilega að flíka við Orca-hópinn, var að draga úr afli Orca-hóps- ins og útvatna áhrif hans, þannig að eignarhlut- ur þeirra félaga yrði miklu minni í sameinuðum banka og þar af leiðandi yrðu áhrif hópsins að sama skapi minni. Það var Íslandsbanka ekki síður keppikefli að Mikið skorti á tryggingar Orca Morgunblaðið/Sigurður Jökull SAMEINING ÍSLANDSBANKA OG FBA (FJÁRFESTINGARBANKA ATVINNULÍFSINS) SNEMMA ÁRS ÁRIÐ 2000 ÁTTI SÉR EKKI LANGAN AÐDRAGANDA. FÁIR TÓKU ÞÁTT Í SAMNINGAVIÐ- RÆÐUNUM OG ÞÆR GENGU ÓTRÚLEGA HRATT OG VEL FYRIR SIG. NOKKRU EFTIR SAMEININGU VORU VEÐUR VÁLYND Í BANKARÁÐI ÍSLANDSBANKA OG ANDAÐI OFT KÖLDU, ENDA EFTIR MIKLU AÐ SLÆGJAST AÐ HAFA UNDIRTÖKIN Í FJÁR- MÁLASTOFNUN EINS OG ÍSLANDSBANKA, EN ORCA-HÓPUR- INN VAR ÓTRÚLEGA NÁLÆGT ÞVÍ MARKMIÐI SÍNU SL. VETUR AÐ NÁ RÁÐANDI HLUT Í BANKANUM. HÉR VERÐUR RAKIÐ HVAÐ GERÐIST Á BAK VIÐ TJÖLDIN VIÐ SAMEININGU BANK- ANNA OG Í BANKANUM AÐ LOKINNI SAMEININGU. Eftir Agnesi Bragadóttur Baráttan um Íslandsbanka 12 ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.