Morgunblaðið - 07.01.2003, Blaðsíða 20
ERLENT
20 ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HERMENN vinna við að hreinsa olíu-
mengunina við borgina Dumbria á Atlants-
hafsströnd Spánar. Olían frá olíuskipinu
Prestige, sem sökk 19. nóvember, heldur
áfram að berast upp á ströndina og nú einnig
í Frakklandi.
Reuters
Baráttan við mengunina
ÆTLA verður að al-Qaeda hryðju-
verkasamtökin og hópar þeim
tengdir muni í auknum mæli beita
sjálfsmorðsárásum á nýja árinu.
Þetta er mat þekkts sérfræðings
um starfsemi hryðjuverkasamtaka
og höfundar bókar um al-Qaeda.
„Al-Qaeda-samtökin munu
hvergi hvika frá áformum sínum en
geta þeirra til að standa fyrir
hryðjuverkaárásum hefur minnk-
að,“ sagði Rohan Gunaratna í Jak-
arta í Indónesíu. Gunaratna er höf-
undur bókar sem nefnist á ensku
„Inside Al Qaeda: A Global Net-
work of Terror“ og þekktur sér-
fræðingur um hryðjuverkasamtök.
Hann er búsettur í Singapore en
fæddur á Sri Lanka.
Gunaratna sagði ljóst að breytt-
ar aðstæður yrðu til þess að al-
Qaeda myndu einkum beina sjón-
um sínum að skotmörkum sem
bæði auðvelt og ódýrt væri að ráð-
ast gegn. Þetta þýddi að aukin
áhersla yrði lögð á að ráðast gegn
þjóðum vinveittum Bandaríkjunum
þó svo að samtökin myndu eftir
sem áður líta á Bandaríkjamenn
sem höfuðóvininn. Hið sama ætti
við um stjórnvöld í íslömskum ríkj-
um sem gengið hefðu til liðs við
Bandaríkjamenn í „hryðjuverka-
stríðinu“, til að mynda yfirvöld í
Afganistan og Pakistan.
Kvaðst Gunaratna gera ráð fyrir
að beinum tilræðum myndi fjölga
en ætla yrði að sjálfsmorðsárásum
yrði einkum beitt. Líklegt væri að
hryðjuverkamenn myndu einkum
láta til skarar skríða í borgum auk
þess sem árásir yrðu gerðar á skot-
mörk sem hefðu efnahagslega þýð-
ingu. Benti sérfræðingurinn á að
al-Qaeda og hópar þeim tengdir
hefðu þegar staðið fyrir árásum
gegn óbreyttum borgurum víða um
heim. Þýskir ferðamenn hefðu ver-
ið myrtir í Túnis, franskir sérfræð-
ingar í Pakistan, Ástralir og Vest-
urlandabúar á Balí í Indónesíu og
Ísraelar í Kenýa.
Rúmlega 190 fórust í sprengju-
tilræðinu á Balí. Fullvíst þykir að
þar hafi verið að verki samtökin
Jemaah Islamiyah, sem tengjast
al-Qaeda-hryðjuverkanetinu.
Gunaratna sagði að al-Qaeda-
samtök hryðjuverkaforingjans
Osama bin Ladens myndu neyðast
til að draga enn frekar úr miðstýr-
ingu sinni sökum þess hnattræna
stríðs sem Bandaríkjastjórn hefur
blásið til gegn hryðjuverkaógninni.
Samtökin yrðu því í auknum mæli
að treysta á svæðisbundin samtök
íslamskra hryðjuverkamanna. Lík-
legt væri að al-Qaeda myndi freista
þess að ráðast af fullum þunga
gegn vestrænum skotmörkum sem
hefðu táknrænt gildi en frumstæð-
ari aðferðum yrði beitt í hryðju-
verkum sem beindust gegn
óbreyttum borgurum.
Gunaratna vék að því að hryðju-
verkasamtök gætu ekki lengur
þjálfað liðsmenn sína í Afganistan
líkt og gilt hefði fram til 11. sept-
ember 2001. Því væri líklegt að
hryðjuverkamenn sem hlotið hefðu
þjálfun annars staðar, t.a.m. í
Tétsníu í Rússlandi, myndu láta til
sín taka á Vesturlöndum.
Spáir auknum
sjálfsmorðsárásum
Þekktur sérfræðingur telur að al-Qaeda-samtökin muni í
auknum mæli treysta á svæðisbundin hryðjuverkasamtök
Jakarta. AFP.
ROLANDAS Paksas, fyrrverandi forsætisráð-
herra Litháens, sigraði óvænt í síðari umferð
forsetakosninganna í landinu á sunnudag.
Paksas fékk tæp 55% greiddra atkvæða en
Valdas Adamkus forseti, sem flestir höfðu
spáð endurkjöri, fékk 45%.
Í kosningabaráttunni lagði Paksas áherslu á
að hann hygðist beita sér fyrir gagngerum
breytingum í innanríkismálum, einkum að-
gerðum til að stemma stigu við glæpum og
spillingu. Hann hvatti meðal annars til þess að
teknar yrðu upp dauðarefsingar fyrir eitur-
lyfjasmygl.
„Ég sagði alltaf að ég myndi sigra,“ sagði
Paksas við stuðningsmenn sína eftir að ljóst
var að hann yrði næsti forseti Litháens. „Ég
þekki vandamál landsins og veit hvernig á að
leysa þau. Ég hef lofað að koma á breytingum
og stuðla að bættum lífskjörum í Litháen og ég
ætla að gera mitt besta til að efna það loforð.“
Paksas, sem varð tvisvar sinnum forsætis-
ráðherra á árunum 1999-2000, kvaðst vera ein-
lægur stuðningsmaður aðildar Litháens að
Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalag-
inu. Hann lagði þó meiri áherslu á innanrík-
ismálin í kosningabaráttunni. „Enginn hefur
rétt til að stela og sóa peningunum ykkar, þeir
sem vilja atvinnu þurfa að fá hana, þeir sem
vilja mennta sig þurfa að fá tækifæri til þess,
enginn ætti að kvíða því að veikjast og eldast,“
sagði í auglýsingum Paksas í dagblöðum fyrir
kosningarnar.
„Þrátt fyrir bjartsýni almennings eftir að
Litháen var boðin aðild að NATO og Evrópu-
sambandinu verðum við að viðurkenna að
nokkuð stór hluti íbúanna er ekki svo ánægður
með lífskjörin,“ sagði Alvydas Lukosaitis,
stjórnmálafræðingur í Vilnius. „Paksas hlust-
aði grannt á þetta fólk, hitti í mark í kosninga-
baráttunni og talaði um þau málefni sem fólkið
vildi heyra um – lífeyrismálin, launin, spill-
ingu.“
„Verð fljúgandi forseti“
Eftir að hafa lokið námi við Tækniháskóla
Vilnius tók Paksas flugmannspróf við flug-
skóla í Sankti Pétursborg, sem hét þá Len-
íngrad, árið 1983. Hann var í listflugslandsliði
Sovétríkjanna í sex ár og var eitt sinn valinn
sovétmeistari í listflugi.
Paksas, sem er 46 ára, stofnaði bygging-
arfyrirtæki áður en hann var kjörinn borg-
arstjóri Vilnius árið 1997. Hann þótti rögg-
samur borgarstjóri og fékk mikið lof fyrir að
endurlífga gamla bæinn í Vilnius sem var í nið-
urníðslu þegar Litháen tilheyrði Sovétríkj-
unum. Hann er hægrimaður, var fyrst í Íhalds-
flokknum, síðan Frjálslynda sambandinu og
stofnaði Frjálslynda lýðræðisflokkinn árið
2000.
Paksas var mjög fylginn sér í kosningabar-
áttunni, ferðaðist milli staða í þyrlu og gerði
allt sem hann gat til að vekja á sér athygli,
meðal annars með því að fljúga lítilli flugvél
undir lága brú með tveimur öðrum vélum. „Ég
flaug þegar ég var borgarstjóri Vilnius og líka
þegar ég var forsætisráðherra,“ sagði Paksas.
„Og ég verð fljúgandi forseti.“
„Glutraði niður vinsældunum“
Paksas fékk aðeins 19,4% atkvæðanna í
fyrri umferð forsetakosninganna 22. desember
og Adamkus forseti 35%. Fimmtán aðrir voru
þá í framboði en ekki í síðari umferðinni.
Flestir bjuggust við því að Adamkus yrði
endurkjörinn, einkum vegna þess að stutt er
síðan hann tryggði Litháen aðild að Evrópu-
sambandinu og Atlantshafsbandalaginu árið
2004.
Adamkus, sem er 76 ára, flutti búferlum frá
Bandaríkjunum til Litháens árið 1997 og var
kjörinn forseti ári síðar. Hann hefur verið
mjög vinsæll samkvæmt skoðanakönnunum og
í einni þeirra sögðust nær 80% aðspurðra vera
ánægð með störf hans. Hann var kjörinn mað-
ur ársins í Litháen á liðnu ári.
Stjórnmálaskýrandinn Mindaugas Degutis
sagði að Adamkus hefði ekki lagt nógu hart að
sér í kosningabaráttunni eftir fyrri umferðina.
„Hann glutraði niður vinsældunum með því að
hafa sig lítt í frammi.“
„Góður árangur í utanríkismálum nægir
ekki til að sigra í forsetakosningum í Litháen,“
sagði annar stjórnmálaskýrandi, Ceslovas
Iskauskas.
Samkvæmt stjórnarskrá landsins ber for-
setinn einkum ábyrgð á utanríkisstefnunni en
hann hefur einnig veruleg áhrif á dómstólana
og gegnir mikilvægu hlutverki við myndun
nýrra ríkisstjórna.
Kjörsóknin var 51% og óvenjulítil vegna
mikils kulda í Litháen, allt að 20 stiga frosts.
Paksas tekur við embættinu 26. febrúar.
Elja og umbóta-
fyrirheit stuðluðu
að sigri Paksas
AP
Rolandas Paksas og eiginkona hans, Laima,
fagna sigri hans í forsetakosningunum í veit-
ingahúsi í Vilnius.
Sigraði óvænt vinsælan forseta Litháens
Vilnius. AFP, AP.
Timbur-
menn
kvaddir?
ERFÐAVÍSINDAMENN eru nú
farnir að krukka í arfbera gersins
sem notað er til að framleiða vín og
er markmiðið m.a. að bæta fram-
leiðsluna, að sögn Aftenposten.
Samtímis því sem gerið slokar í sig
berjasafanum lætur það frá sér ým-
is bragð- og lyktarefni sem setja
svip sinn á drykkinn.
Með því að endurbæta gerið vona
menn að auðveldara verði að stýra
sætleika vínsins og tryggja góða
uppskeru á hverju ári. Franskir vís-
indamenn hafa þegar erfðabreytt
víngeri og látið það breyta epla-
sýrunni í berjasafanum í mjólk-
ursýru sem er mildari á bragðið.
Enn aðrir vísindamenn reyna að
draga úr eftirköstum ótæpilegrar
drykkju, timburmönnunum. Ein af
orsökum þeirra er að bakteríur í
víninu mynda svonefnd amín-efni
er valda eitrun. Menn setja brenni-
steinssúlfíð í vín til að drepa örver-
ur í safanum. Vandinn er að brenni-
steinn veldur höfuðverk.
Suður-afrískir vísindamenn hafa
nú endurbætt vínger og fengið það
til að drepa aðeins bakteríur og
sveppi – en ekki gerið sjálft. Súlfíð
verður því óþarft og ástandið dag-
inn eftir gæti orðið skárra.