Morgunblaðið - 07.01.2003, Blaðsíða 13
!
"
"
!
!" #
$% &
'
&
!" #
$% &
(
)
*
+"
,
&-+!&. *&
/
#
-0 +"
,
&1*
+"
$%'23
-
#
+"
!" #
$%
-
4-
&
2 +"
5/!
!
"
#$
"
"
"
!
6
!" #
$% &
'
&
)
*
+"
!" #
$% &
(
!" #
$%
-
4-
/
#
-0 +"
&
2 +"
$%'23
-
#
+"
$2
" -
"7 -
& &
+"
,
&-+!&. *&
5/!
!
"
68
+&-+ "&
)
*
0&-
#-
9 &
"2
& $
: 3
;<
=
3+%&
>
:,
&<
=
2'
2& &
:70- <
=
3+%&
& :+&-&
2
-
& :
& :+&-&
+&-
& :+&-&
% &'
&
&
-
&
&
&
)
*
&'?(--*
2
$0
1
<
=
*
2
#$&'
)
*
3 - &
--
"
(% '&&
'
'
*
2
@
<
=
3+%&
('9#$%"&
' &
+&--A%B
8
- 52
" 'A%C
" &
+&-
.+%+" #-1
+&-
'
"&&
#
"&'
- -2
&
+&-
*
2
#-
1'
+&-
+7-'
fá FBA til sameiningar en það var FBA kapps-
mál að sameinast Íslandsbanka. Forsvarsmenn
Íslandsbanka sáu auðvitað að FBA var helsti
fjármögnunaraðili í íslenskum sjávarútvegi og
iðnaði, þannig að það var hreint ekki eftir svo
litlu að slægjast. Valur Valsson sá að sjálfsögðu
mikil sóknarfæri í því fyrir Íslandsbanka að fá til
sín sjóði atvinnuveganna.
Jafnframt var talið að mikil samlegðaráhrif
yrðu af sameiningu bankanna og ýmsir hagræð-
ingarkostir fyrir hendi.
Sameiningin gekk ótrúlega vel
Bjarni fékk Eyjólf Sveinsson til að starfa náið
með sér að undirbúningi sameiningar bankanna
með vitund og vilja þeirra Jóns Ásgeirs og Þor-
steins Más og afskiptaleysi Jóns Ólafssonar.
Það var auðvitað meðvituð ráðstöfun af hálfu
Bjarna að hafa Eyjólf Sveinsson svo mikið með í
sameiningarviðræðunum því hann var á þessum
tíma viðurkenndur forsvarsmaður Orca-hóps-
ins, sem átti um 45% í FBA. Út frá því sjón-
armiði að vinna sameiningarhugmyndinni
stuðning Orca-hópsins var því vissulega hyggi-
legt að hafa Eyjólf náið með í ráðum og framan
af var hans þátttaka í ferlinu því meira áberandi
en þátttaka formannsins, Magnúsar Gunnars-
sonar. Enda hefði enginn meirihluti náðst fyrir
sameiningu bankanna FBA-megin, ef Eyjólfur,
Jón Ásgeir og Þorsteinn Már hefðu ekki verið
henni hlynntir.
Jón Ólafsson mun ekki hafa verið ýkja
spenntur fyrir þessari sameiningu, því hann var
frá upphafi þeirrar skoðunar að Orca-hópurinn
ætti að stefna að því að eignast ráðandi hlut í
FBA og stefna svo að því að sameina bankann
Kaupþingi, en það var upphaflegt markmið
bæði Kaupþingsmanna og Orca-hópsins, sem
rann svo út í sandinn, vegna þess að geysilegur
munur var á þeim verðhugmyndum, sem menn
gerðu sér um Kaupþing, eftir því hvort þeir voru
Kaupþingsmegin eða FBA-megin, eins og skýrt
var frá í fyrstu grein.
Jákvæð afstaða þeirra Jóns Ásgeirs og Þor-
steins Más til hugmyndarinnar um sameiningu
bankanna mun ekki síst hafa mótast af því, að
þeir töldu sig þannig vera að standa betur vörð
um geysimikla fjárfestingu sína og að fjárfest-
ingin yrði verðmeiri eftir sameiningu bankanna.
Það var Orca-hópnum einnig ákveðinn léttir, að
FBA og Íslandsbanki skyldu renna saman í einn
banka, því þannig voru þeir auðvitað orðnir stór-
ir eigendur að viðskiptabanka, sem þeir gátu
nýtt fyrir viðskipti eigin fyrirtækja einnig, þótt
þeir færu ekki með ráðandi hlut í bankanum.
Vildu vera kjölfestufjárfestir
Töldu þeir að sameinaður banki gæti orðið
mjög sterkur og að þeir gætu komið fram sem
kjölfestufjárfestir í hinum nýja banka.
Eftir á að hyggja telja menn í Orca-hópnum
að gerð hafi verið ákveðin mistök – reginmistök
– sem hafi á ýmsan hátt staðið bankanum fyrir
þrifum. Mistökin segja þeir hafa verið, að það
skuli hafa verið ákveðið að hafa tvo aðalbanka-
stjóra. Það sé einfaldlega meginregla í rekstri,
að það sé einn karl í brúnni. Í huga Orca-hópsins
var Bjarni Ármannsson framtíðarbankastjóri
Íslandsbanka-FBA. Hann var þeirra maður og á
hann hugðust þeir veðja. Innan Orca var það
einnig rætt að kanna hvort Valur Valsson væri
reiðubúinn til þess að semja um starfslok á ein-
hverjum tilteknum tíma, en sú umræða fjaraði
út.
Í Íslandsbanka sá Orca-hópurinn einnig
ákveðið öryggi, banka með mjög sterka stöðu
sem viðskiptabanki og afar traustvekjandi lána-
samsetningu, þannig að hvor aðili um sig átti
ekki í neinum erfiðleikum með að sjá kostina við
samruna við hinn aðilann.
Það verður að teljast vel að verki staðið hjá
þeim, sem stóðu fyrir sameiningarviðræðunum,
að hafa getað leitt þær til jákvæðra lykta á jafn-
skömmum tíma og raun bar vitni.
Viðræður gengu hratt og vel og 30. mars árið
2000 var send tilkynning inn á Verðbréfaþing
um að bankarnir hefðu náð saman um samein-
ingu.
Löng og ströng samningahelgi
Laugardagurinn 1. apríl og sunnudagurinn 2.
apríl reyndust samningamönnum og forsvars-
mönnum lífeyrissjóðanna langir og erfiðir samn-
ingadagar, því ítrekað komu samningsaðilar
saman til þess að takast á um skiptahlutföllin. Á
einhverju stigi töldu aðilar sig hafa náð sam-
komulagi um að skiptahlutföllin yrðu 50%–50%,
en því var með öllu hafnað í Íslandsbanka. Krafa
ákveðinna ráðamanna Íslandsbanka og fulltrúa
lífeyrissjóðanna var upphaflega að eðlileg skipti
væru 53% hlutur Íslandsbanka gegn 47% hlut
FBA. Aðrir í Íslandsbanka voru ekki með jafn-
eindregnar kröfur, en fljótlega í sameiningar-
viðræðunum varð ljóst, að Íslandsbanki myndi
ekki sætta sig við að skiptahlutföllin yrðu jöfn.
Þetta var á vissan hátt erfiður hjalli á leiðinni til
samkomulags, því bæði félögin voru almenn-
ingshlutafélög á markaði og verðmat þeirra á
markaði var afskaplega svipað, svo að það var
ekki auðvelt að rökstyðja að mikill munur ætti
að vera á eignarhlutföllum.
Fulltrúar lífeyrissjóðanna í eigendahópi
beggja bankanna komu saman til fundar á
sunnudeginum á heimili Guðmundar H. Garð-
arssonar, sem átti sæti í bankaráði Íslands-
banka fyrir hönd Lífeyrissjóðs verslunarmanna
og þar var Þórarni V. Þórarinssyni, formanni
Lífeyrissjóðsins Framsýnar, falið að hafa sam-
band við Bjarna Ármannsson og tjá honum að
það yrði ekki fallist á 50%–50% skiptahlutföll.
Bjarni hafði svo samband við Þórarin á nýjan
leik og bauð upp á 51% gegn 49%. Eftir nokkurt
þóf og þref samþykktu fundarmenn þetta hlut-
fall. Þegar þetta var, hafði hin eiginlega samn-
inganefnd, þ.e. bankastjórarnir, formenn og
varaformenn bankaráðanna gengið frá öllum
öðrum samningsatriðum og drög að samkomu-
lagi á milli aðila höfðu þegar verið samþykkt í
stjórnum bankanna. Ákvörðun hafði jafnframt
verið tekin um að láta ágreininginn um skipta-
hlutföllin bíða lokalotu samninganna.
Á endanum varð niðurstaðan sú, að hlutföllin
væru 51% gegn 49% Íslandsbanka í hag og var
sú tilhögun samþykkt í bankaráðum beggja
bankanna á sunnudagskvöldinu. Þá þótti orðið
ljóst, að ef þessum hlutföllum væri hafnað,
rynnu sameiningarviðræður einfaldlega út í
sandinn. Fullyrt er, að ekkert hefði orðið af sam-
einingu bankanna, ef Íslandsbanki hefði ekki
gefið eftir að þessu leyti, því fulltrúar FBA voru
á þessu stigi reiðubúnir að slíta samningavið-
ræðunum fremur en gefa meira eftir. Þegar
bankaráð Íslandsbanka kom síðan saman, þá lá
þetta samkomulag fyrir og var svo samþykkt í
ráðinu.
Að fenginni umsögn Fjármálaeftirlitsins
heimilaði Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráð-
herra samruna bankanna, í samræmi við lög um
viðskiptabanka og sparisjóði. Orca-hópurinn var
við samrunann virkur eigandi í Íslandsbanka-
FBA, því samkvæmt 10. grein laga um við-
skiptabanka og sparisjóði miðast virk eignarað-
ild við 10% eign, en Orca átti eins og áður segir
14,64%.
Orca-hópurinn telur sig hafa náð mjög góðum
samningi við samruna bankanna og því hafi það
ekki verið neitt tiltökumál fyrir hann að gefa eft-
ir þessi tvö prósentustig og láta skiptahlutföllin
vera 51% hjá Íslandsbanka og 49% hjá FBA.
Þriðjudaginn 4. apríl var svo undirritaður
samningur milli bankanna um sameiningu og 15.
maí var haldinn hluthafafundur og nýtt banka-
ráð kjörið.
Þeir sem voru kjörnir í bankaráð Íslands-
banka fyrir hönd Orca-hópsins voru Eyjólfur
Sveinsson, sem var kjörinn varaformaður, Jón
Ásgeir Jóhannesson og Finnbogi Jónsson
(frændi Þorsteins Más Baldvinssonar og stjórn-
arformaður Samherja).
Vildu að ferlið gengi snurðulaust
Í samningaviðræðunum fyrir sameiningu
bankanna var það afráðið að formaður og vara-
formaður bankaráðs ásamt bankastjórunum
tveimur, þeim Val Valssyni og Bjarna Ármanns-
syni, tækju allar ákvarðanir sem máli skiptu
sameiginlega í fjögurra manna hópi, a.m.k. á
milli bankaráðsfunda, og að bæði formaður
bankaráðsins og varaformaður væru viðræðu-
aðilinn gagnvart framkvæmdastjórn Íslands-
banka, ekki einvörðungu formaður ráðsins eins
og ávallt hafði tíðkast. Þessi ákvörðun var tekin
til þess að tryggja að sameiningin gengi snurðu-
laust og að ekki væri hætta á að fulltrúar
stærsta eiganda FBA, þ.e. Orca-hópurinn, fyllt-
ust tortryggni í garð nýrra samstarfsaðila og
meðeigenda að nýjum og sameinuðum banka.
Við sameininguna við Íslandsbanka eignaðist
Orca-hópurinn tæplega 15% hlut í hinum sam-
einaða banka, í gegnum 100% dótturfélag sitt
FBA Holding og um 5% að auki í gegnum eign-
arhald í félögum tengdum Orca, sem áttu í bank-
anum, og frá aðalfundinum í mars og fram til
hluthafafundarins 15. maí hélt Orca-hópurinn
áfram að kaupa bréf í hinum sameinaða banka,
þannig að þegar fundurinn var haldinn, réð
hann yfir 25% til 26% hlutafjár í bankanum.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 13