Morgunblaðið - 07.01.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.01.2003, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Eyjólfur Sveinsson knúinn til að selja Þegar kemur fram á haustið 2001, er orðið deginum ljósara að Eyjólfi muni ekki takast að koma neinu skikki á sín mál og að hann og fjár- festar á hans vegum verði að hverfa úr Íslands- banka. Um þetta voru þeir í Íslandsbanka og þeir Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson sammála. Tveir fundir voru haldnir um málið með þessum aðilum síðla árs 2001, til þess að ganga frá því hvernig að því yrði staðið að kaupa Eyjólf og félaga út. Þeir Jón Ásgeir og Þorsteinn Már þurftu á samráði og samvinnu við Íslandsbanka að halda í þessum efnum, því raunar voru vanskil Eyjólfs Sveinssonar og þeirra fjárfesta sem höfðu komið að kaupunum með honum í upphafi með slíkum hætti, að Ís- landsbanka var í raun stætt á því að leysa til sín bréf FBA Holding, en ákvörðun var tekin í bankanum um að fara samningaleiðina við þá Jón Ásgeir og Þorstein Má. Þetta kostaði mikil og hörð átök við Eyjólf, sem lyktaði á þann veg að Eyjólfur Sveinsson var neyddur til þess að selja sinn hlut og félaga sinna í Íslandsbanka hinn 31. desember 2001, þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Þorsteini Má Baldvinssyni. Hinn 4. janúar 2002 sagði Eyjólf- ur sig úr bankaráðinu, því einungis á þann hátt komst hann hjá því að sérstök skýrsla um fjár- mál hans og félaga sem honum tengdust væri útbúin í Íslandsbanka og send Fjármálaeftirlit- inu. Þeir Jón Ásgeir og Þorsteinn Már keyptu 4,12% hlut Eyjólfs Sveinssonar og félaga í Ís- landsbanka á genginu 4,3. Nafnverð hlutar Eyj- ólfs var 412 milljónir króna, sem jafngildir því að hann hafi fengið 1.770 milljónir króna fyrir sinn hlut. Þar með var formlega byrjað að kvarnast úr Orca-hópnum, þótt samvinnu hópsins sem slíks hafi að meira eða minna leyti verið lokið löngu fyrr og hún aldrei verið markviss né náin nema milli þeirra Jóns Ásgeirs og Þorsteins Más, en þeirra samstarf hélt og gekk vel fram til 20. ágúst sl. þegar þeir seldu allt sitt í Íslandsbanka og Straumi. Talaði Jón Ólafsson upp verðið? Raunar var Jón Ólafsson fyrir áramótin 2001–2002 farinn að hugleiða að selja sinn hlut í Íslandsbanka, annaðhvort allan hlutinn eða verulegan. Hann vissi sem var, að hann var eng- inn aufúsugestur í Íslandsbanka, sem eigandi og bankaráðsmaður. Hann beið hins vegar eftir því að verðið hækkaði. Svo gerðist það í ársbyrjun 2002, nánar til- tekið hinn 4. janúar, að upplýst var um tilboð sem Gunnari Jónssyni, lögmanni Jóns Ólafsson- ar, hefði borist frá indverskum kaupsýslumanni, Raj Basu, sem hefði viljað kaupa hlut Orca í Ís- landsbanka. Tilboðið var sagt hafa borist 30. desember 2001 í tölvupósti fyrir milligöngu bandaríska lögfræðifyrirtækisins Seyfarth Shaw í Atlanta og það á að hafa verið lögmaður fyrirtækisins, Jack B. Albanese, sem bauð fyrir hönd fjárfesta í 18% hlut Orca gengið 4,8, eða 1,832 milljarða að nafnverði, sem að markaðs- virði var um 8,8 milljarðar króna. Flestir voru og eru enn þeirrar skoðunar að Jón Ólafsson hafi fengið þennan indverska kunningja sinn, Raj Basu, í lið með sér til þess beinlínis að tala upp verðið á Íslandsbanka. Þessu hefur Jón Ólafsson alltaf neitað og fullyrt að um raunverulegt tilboð hafi verið að ræða. Jón Ásgeir var ávallt sannfærður um hið gagn- stæða. Hver sem sannleikurinn er í þeim efnum, þá er það eigi að síður staðreynd, að gengi bréfa í Íslandsbanka fór hækkandi og helgina fyrir að- alfund Íslandsbanka hinn 9. mars í fyrra, var upplýst að Jón Ólafsson hefði selt sinn hlut í Orca á genginu 5 fyrir um þrjá milljarða króna. Menn eru sammála um að Jón hafi selt á góðu verði og sloppið nokkurn veginn á pari frá fjár- festingu sinni, jafnvel ríflega það. Kaupþing hafði milligöngu um kaupin á hlut Jóns Ólafs- sonar og seldi svo Nóatúnsfjölskyldunni eða Saxhóli, eignarhaldsfélagi fjölskyldunnar, hlut- inn, sem var réttur fjórðungur í Orca S.A. Vöknuðu upp við vondan draum Hálfum mánuði fyrir aðalfund Íslandsbanka í vetur sem leið, vakna ákveðnir fulltrúar eigenda bankans upp við vondan draum, einkum fulltrú- ar lífeyrissjóðanna, þegar þeir sjá að Orca-hóp- urinn ræður líklega yfir um 30% eignarhlut í bankanum og þeir sem standa að meirihlutanum í bankaráði Íslandsbanka ráða yfir öðrum 30%, þannig að við blasir að úrslitin í sambandi við kjör í bankaráð og hvernig meirihlutinn verði skipaður muni ráðast af hinum almenna hlut- hafa á aðalfundinum, verði ekkert að gert. Aðrir stjórnendur bankans höfðu um hríð gert sér ljósa grein fyrir því hvert stefndi, en töldu sig einfaldlega ekki geta aðhafst neitt í málinu. Á þessum tíma, þ.e. um tveimur vikum fyrir aðalfund Íslandsbanka sem haldinn var mánu- daginn 11. mars sl., var ekki alveg ljóst hvernig greidd yrðu atkvæði með tæplega 5% eignarhlut Hannesar Smárasonar í Íslandsbanka, en í þeim vangaveltum sem menn höfðu uppi um þessa hluti var þessi tæplega 5% hlutur Hannesar og co. þó talinn með þeim hlut sem Orca réð yfir og að honum meðtöldum teldist Orca ráða yfir um 30% hlut. Ein ástæða þess að menn töldu að Orca gæti fengið atkvæði Hannesar var sú að á árinu á undan hafði verið talsvert um samstarf og sam- band á milli Hannesar, Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar, Þorsteins Más Baldvinssonar og Bjarna Ármannssonar auk þess að Hannes hafði í upphafi keypt sig inn í Íslandsbanka, með það fyrir augum að starfa með Orca-hópnum, eins og skýrt er frá fyrr í þessari grein. Svo gerist það að átta framboð koma fram til bankaráðskjörs, þar á meðal framboð Hregg- viðs Jónssonar, sem kom fram í byrjun mars- mánaðar. Það var Hannes Smárason, að höfðu samráði við Bjarna Ármannsson, sem fékk vin sinn Hreggvið til þess að bjóða sig fram og sagði við Hreggvið að hann yrði þar með málsvari hins almenna hluthafa, en ekki í valdablokk með ein- um eða neinum. Þetta gerði Hannes án þess að hafa um það samráð við Kára Stefánsson. Hreggviður gat vel hugsað sér að fara inn í bankaráðið undir þeim formerkjum að vera fulltrúi hins almenna hluthafa. Síðar frétti Hreggviður að Jón Ásgeir Jó- hannesson hefði merkt Orca-hópnum framboð hans til bankaráðs og teldi að hann myndi ótví- rætt mynda blokk með Orca og þar með meiri- hluta í bankaráði, sem m.a. varð til þess að Hreggviður ákvað að draga framboð sitt til baka. Auk þess fékk Hreggviður mjög afdrátt- arlaus skilaboð fyrir milligöngu fjölda manns um að það félli ekki í pólitískt kram stjórnar- ráðsins, ef hann yrði til þess að fella sitjandi meirihluta bankaráðs Íslandsbanka. Áður en Hreggviður dró framboð sitt til baka, stefndi í hatrömm átök um bankaráðsmeirihlut- ann í Íslandsbanka og má segja að settur hafi verið á laggirnar eins konar gjörgæsluhópur áhrifamanna sem reyndi fyrirfram að hafa áhrif á niðurstöðuna, kæmi til kosninga til bankaráðs- ins. Ekki síst var reynt að hafa áhrif á Hreggvið Jónsson og fá hann til að draga framboð sitt til baka. Reyndar voru mismunandi sjónarmið að baki slíkum umleitunum: Ákveðnir menn töldu að Davíð Oddssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, myndi alls ekki hugnast að fyrrverandi forstjóri Norðurljósa og náinn samstarfsmaður Jóns Ólafssonar gæti orðið oddamaður í bankaráði Íslandsbanka, myndað meirihluta með Orca- hópnum og þannig náð undirtökum í Íslands- banka og var Hreggviði greint frá slíkum við- horfum; aðrir lögðu sig í líma við að upplýsa Hreggvið um að hann hefði látið plata sig í fram- boð á fölskum forsendum, því honum væri ekki ætlað það hlutverk að vera málsvari hins al- menna hluthafa, heldur hefðu þeir Jón Ásgeir og Þorsteinn Már þegar merkt sér hann. Hvort bæði sjónarmiðin eða einungis annað réðu því að Hreggviður skipti um skoðun, skal ósagt látið, en alltjent dró hann framboð sitt til baka. Hreggviður hefur alla tíð sagt að ástæða þess, að hann dró framboð sitt til baka, hafi verið sú, að hann hafi verið fenginn til þess að fara í fram- boð á fölskum forsendum. Hann hafi aldrei ætl- að sér að taka þátt í neinni blokkarmyndun í bankaráðinu. Stjórnarfundur í TM var haldinn nokkrum dögum fyrir aðalfund Íslandsbanka í vor, eða nánar tiltekið þriðjudaginn 5. mars, degi áður en Hreggviður dró framboð sitt til baka. Ákveðnir menn í stjórn TM töldu sig vita að von væri á til- lögu á fundinum frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Hreini Loftssyni þess efnis að Gunnar Fel- ixson, forstjóri TM, færi ekki með atkvæði TM á aðalfundi Íslandsbanka, en atkvæði TM höfðu jafnan verið notuð til þess að styðja Kristján Ragnarsson, formann LÍÚ og formann banka- ráðs Íslandsbanka. Áform þeirra Jóns Ásgeirs og Hreins voru þau að tryggja að Hreggviður næði kjöri en Kristján Ragnarsson væri felldur og það mun- aði um minna en hlut TM í Íslandsbanka, því hann var 4,31% þegar þetta var. Mikill titringur var í stjórn TM vegna þess- arar fyrirhuguðu tillögu, því Þorsteinn Már var enn í stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar og menn töldu sig vita, að ef Jón Ásgeir eða Hreinn Lofts- son legðu slíka tillögu á annað borð fram, þá myndi Þorsteinn Már styðja hana hvað sem vin- áttu hans við Gunnar Felixson liði. En þessi til- laga var ekki borin upp, heldur samþykkt að Gunnar Felixson færi með atkvæði TM á aðal- fundi Íslandsbanka. Ástæða þess að tillagan var ekki borin upp var sú, að Þorgeir Baldursson, stjórnarmaður í TM, hafði áður lýst því yfir að hann myndi sitja hjá kæmi fram slík tillaga og því hefði hún fallið á jöfnu hefði komið til at- kvæðagreiðslu í stjórninni. Fimm af sjö úr bankaráði Íslandsbanka gáfu kost á sér til áframhaldandi setu, en það voru þeir Kristján Ragnarsson, formaður bankaráðs- ins, Víglundur Þorsteinsson stjórnarformaður BM Vallár, Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra, Helgi Magnússon, fram- kvæmdastjóri Hörpu-Sjafnar, og Jón Ásgeir Jó- hannesson, stjórnarformaður Baugs. Þeir sem að auki gáfu kost á sér voru þeir Gunnar Jóns- son lögmaður, Hreggviður Jónsson, fyrrverandi forstjóri Norðurljósa, og Þorsteinn Már Bald- vinsson, forstjóri Samherja. Jón Ólafsson, stjórnarformaður Norðurljósa gaf ekki kost á sér til endurkjörs, að líkindum vegna þess að hann sætti skattarannsókn á þessum tíma og taldi því ekki við hæfi að hann sæktist eftir endurkjöri í bankaráð á sama tíma. Fimmtudaginn 21. febrúar sl. gerði skattrann- sóknastjóri húsleit í höfuðstöðvum Norðurljósa og í kjölfar þess gekk Jón Ólafsson á fund Krist- jáns Ragnarssonar, formanns bankaráðs Ís- landsbanka, og tjáði honum að hann myndi ekki sækja fundi bankaráðsins á meðan á skattrann- sókninni stæði og að hann gæfi ekki kost á sér aftur í bankaráðið, nema hann væri laus frá því máli. Svo var auðvitað sjálfhætt fyrir Jón Ólafs- son eftir að hann hafði selt megnið af bréfum sínum rétt fyrir aðalfundinn í marsmánuði 2002. Einar Örn Jónsson, framkvæmdastjóri Sax- hóls, sóttist ekki heldur eftir kjöri í bankaráð Ís- landsbanka, en hann hafði tekið sæti Eyjólfs Sveinssonar, framkvæmdastjóra Frjálsrar fjöl- miðlunar, um áramót, þegar Eyjólfur seldi sinn hlut í Orca S.A. og sagði sig úr bankaráðinu. Þeir voru því átta um hituna, þar til Hreggviður Jónsson dró framboð sitt til baka. Hleypti áformunum í uppnám Það var svo miðvikudaginn 6. mars sl. sem Hreggviður Jónsson hleypti áformum Orca- hópsins í algjört uppnám, með því að draga framboð sitt til bankaráðs til baka. Þar með máttu þeir Jón Ásgeir og félagar sjá á bak mögulegum 5% stuðningi atkvæða Hannesar Smárasonar og mögulegum 4,31% stuðningi TM á einum og sama sólarhringnum, sem í einu vet- fangi gerði vonir þeirra um að ná undirtökunum í Íslandsbanka að engu. Eftir að Hreggviður dró framboð sitt til baka, var sjálfkjörið í bankaráðið og ráðandi meiri- hluti hélt velli, því framboð til bankaráðs verður að hafa borist fimm dögum fyrir aðalfund. Þar með var þessi yfirtökutilraun Orca-hópsins á Ís- landsbanka úr sögunni. Þetta gerðist áður en Fjármálaeftirlitið svipti fulltrúa Orca-hópsins í bankaráði Íslandsbanka, þá Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorstein Má Baldvinsson, atkvæðisrétti í ráðinu, en það gerð- ist aðeins nokkrum klukkustundum fyrir aðal- fundinn, hinn 11. mars í fyrra. Þann dag kl. 11.13 sendi Íslandsbanki svohljóðandi tilkynningu til Kauphallar Íslands: „Fjármálaeftirlitið hefur í dag ákveðið, með vísan til 12. gr. laga nr. 113/ 1996, um viðskiptabanka og sparisjóði, sb. 10. gr. sömu laga, að hlutum FBA Holding S.A. í Ís- landsbanka-FBA hf. fylgi ekki atkvæðisréttur. Ákvörðunin tekur gildi nú þegar. Hefur FBA Holding S.A. verið tilkynnt um ákvörðunina og ástæður hennar. Fjármálaeftirlitið leggur fyrir Íslandsbanka-FBA að grípa til viðeigandi ráð- stafana vegna þessa. Fjármálaeftirlitið mun taka framangreinda ákvörðun sína til endurskoðunar jafnskjótt og gripið hefur verið til úrbóta af hálfu FBA Hold- ing S.A. og annarra hlutaðeigandi aðila, sem Fjármálaeftirlitið metur nægjanlegar.“ Fjár- málaráðuneytið beitti fyrir sig 10. grein laganna um viðskiptabanka og sparisjóði, þegar þetta var ákveðið, en eins og kemur fram, fyrr í þess- ari grein, þá fjallar sú grein laganna um eftirlit Fjármálaeftirlitsins með virkum eignarhlutum í viðskiptabönkum og sparisjóðum. Þeir Þor- steinn Már og Jón Ásgeir voru og eru ósáttir við það að hafa ekki fengið að nýta andmælarétt, áð- ur en þeir voru sviptir atkvæðisrétti í ráðinu og töldu að gróflega hefði verið brotið á þeim. Þegar þetta var nam eignarhlutur FBA Hold- ing S.A. í Íslandsbanka 15,553%. Raunar fengu þeir félagar Jón Ásgeir og Þor- steinn Már aldrei aftur atkvæðisréttinn, og sátu því fram á haust í bankaráði Íslandsbanka, án þess að hafa atkvæðisrétt. Fullyrt er að almenn- ir hluthafar í Íslandsbanka hafi haft samband við einstaka fulltrúa meirihlutans í bankaráði Ís- landsbanka í sumar, til þess að þrýsta á um að kallaður yrði saman hluthafafundur, sem kysi nýtt bankaráð, því fjölmargir almennir hluthaf- ar töldu að það væri ekki verjandi, að þeir Jón Ásgeir og Þorsteinn Már sætu í bankaráði mán- uðum saman án þess að hafa þar atkvæðisrétt. Formleg krafa tilskilins eignarhlutar í bankan- um um slíkan hluthafafund kom þó aldrei fram og meirihlutinn í bankaráði ákvað að verða ekki við óformlegum óskum einstakra hluthafa. Orrustan tapaðist rétt fyrir aðalfund Skýringin á ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að svipta þá Jón Ásgeir og Þorstein Má atkvæð- isrétti í bankaráði Íslandsbanka er talin vera sú, að Orca S.A. var með ákveðin málefni sín í meiri og minni óreiðu og félagið hafði aldrei skilað inn endurskoðuðum ársreikningi, að því undan- skildu að fyrir árið 1999 skilaði félagið inn árs- reikningi til Fjármálaeftirlitsins, en félagið starfaði aðeins í fimm mánuði það ár. Enn hefur engum ársreikningi verið skilað inn fyrir árin 2000 og 2001, þótt ítrekað hafi verið gengið eftir slíkum reikningsskilum. Ástæðan fyrir því að Orca bar að skila inn endurskoðuðum ársreikn- ingum fyrir félagið var sú, að þótt um eignar- haldsfélag væri að ræða, þá átti það svo stóran hlut í íslenskum viðskiptabanka, Íslandsbanka- FBA, að félaginu var einfaldlega skylt að skila slíkum skýrslum, en virkur eignarhlutur í við- skiptabanka miðast við 10% samanber 10. grein laga um viðskiptabanka og sparisjóði frá því í júlí 1996, eins og skýrt var hér að framan. Auk þess var um veruleg vanskil FBA Holding S.A. að ræða í Íslandsbanka, eins og áður greinir. Þótt þeir Orca-menn gerðu lítið úr því í vor að Fjármálaeftirlitið svipti þá atkvæðisrétti og segðust mundu fá atkvæðisréttinn á nýjan leik, innan fárra daga, þá varð sú aldrei raunin. Hið sanna er að þeir Jón Ásgeir og Þorsteinn Már sátu áfram sem fastast í bankaráði Íslands- banka fram í ágústmánuð 2002 án þess að end- urheimta atkvæðisréttinn og við sölu á öllum eignarhlut sínum í Íslandsbanka sögðu þeir sig úr bankaráðinu, enn án þess að mega greiða at- kvæði í bankaráði Íslandsbanka. Þeir Jón Ás- geir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvins- son töpuðu því þessari orustu um Íslandsbanka laust fyrir aðalfund bankans í mars sl. En þetta var varnarsigur þeirra sem höfðu ráðið ríkjum í Íslandsbanka og knúinn fram á síðustu stundu með því að Hreggviður Jónsson dró framboð sitt til baka. Ómögulegt er að segja til um það hvernig hefði farið við bankaráðskjör, ef kosið hefði verið. En eins og fram kemur í þriðju grein, um baráttuna um Tryggingamið- stöðina, sem birt verður hér í blaðinu á morgun, var þeim Jóni Ásgeiri og Þorsteini Má samt sem áður engin uppgjöf í huga. agnes@mbl.is Á morgun Áhrifamenn tryggðu að yfirráð í TM væru áfram í Vestmannaeyjum Hafa ber í huga, þegar hugað er að versnandi skuldastöðu ein- staklinga innan Orca-hópsins við Íslandsbanka, að árið 2000, allt frá 28. mars, var afar erfitt ár á fjármálamörkuðum. Eftir þann dag byrjaði Nasdaq-markaðurinn að síga, Íslandsbanki-FBA tap- aði umtalsverðum fjárhæðum á kaupunum á deCODE og skulda- bréf og hlutabréf sigu í verði. Orca-hópurinn hafði keypt megnið af sínum bréfum í FBA á lánum, að stórum hluta í erlendri mynt, þannig að skuldir hans jukust stórlega við þessa óheillavænlegu þróun eða að minnsta kosti um einn milljarð króna og á sama tíma fór gengi bankans lækkandi frá degi til dags. Við samein- ingu bankanna í apríl 2000 fengu þeir í Orca-hópnum eins og aðrir eigendur FBA kauprétt á hluta af bréfum FBA í deCODE, sem bankinn hafði keypt fyrir 3 milljarða á genginu 15 dollarar, eins og fram kom í fyrstu grein, þannig að Orca-hópurinn tapaði um 400 milljónum króna bara á þeim kaupum. Að vísu seldi FBA þegar í stað um tveggja milljarða virði af bréfum sínum í deCODE á góðu gengi. Árið 2001 var sömuleiðis mjög erfitt á fjár- málamörkuðum og á mánuðunum apríl, maí, júní 2001 versnaði skuldastaða þeirra í Orca svo verulega, vegna erlendra skulda, að þá brustu í raun og veru forsendur fyrir svo skuldsettum kaupum, eins og kaup hópsins höfðu verið í FBA einu og hálfu ári áður. Í lok marsmánaðar 2001 tilkynnir Seðlabanki Íslands að hann sé hættur að miða við vikmörk krónunnar og að hún verði nú lát- in fljóta. Krónan seig um 10% á árinu 2000 og á árinu 2001 um önnur 15%, þannig að hún féll um fjórðung á innan við tveimur árum. Þetta fall krónunnar kom geysilega þungt niður á hinum skuld- setta Orca-hópi, með svo mikinn hluta skulda sinna í erlendum myntum. Aðdragandi mikilla vanskila

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.