Morgunblaðið - 07.01.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.01.2003, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 41 SUÐURLANDSBRAUT 54 (BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI SUBWAY) SÍMI 533 3109 OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 12.00-18.00 LAUGARDAG FRÁ KL. 10.00-16.00 LOKAÐ Toppskórinn er lokaður dagana 7. og 8. janúar Útsalan hefst fimmtudaginn 9. janúar kl. 12.00 Viðskiptafélagi Auglýst er eftir sameiganda að þekktu veitingarhúsi í kvosinni í Reykjavík. Þarf að vera kokkur eða vanur að stjórna í eldhúsi. Líkur á mikilli aukningu framundan og því leitað eftir duglegum og traust- um aðila. Erum með úrval fyrirtækja á skrá hjá okkur á hverjum tíma. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. Heimasíðan er www.fyrirtaeki.is . Einar Örn Reynisson, lögg. fasteignasali. SÚ hefð hefur skapast að flug- áhugamenn á höfuðborgarsvæðinu hittast á gamlársdag. Fyrir utan það að skrafa og gera upp atburði ársins skella margir sér í flugferð, efnt var til hópflugs og list- flugmenn sýna einnig listir sínar ef þannig viðrar og svo var að þessu sinni. Margir koma í gamla flug- turninn á Reykjavíkurflugvelli til að spjalla og fá kaffisopa og fé- lagsmenn í flugklúbbnum Þyti hitt- ast í Fluggörðum yfir hákarli og harðfiski. Einar Páll Einarsson sem gert hefur upp Piper Cub vélina TF- CUP segist hafa varið til þess fimm til sex árum. Hann kom fljúgandi úr Mosfellsbæ til stefnu- móts við aðra flugáhugamenn og hélt tilbaka eftir skamma viðdvöl. Farþegi hans var Arngrímur Jó- hannsson, einn eigenda Flug- félagsins Atlanta, sem stundar flug á smáflugvélum innan um og sam- an við. Sjá mátti einnig fleiri vélar frá Flugklúbbi Mosfellsbæjar á sveimi í höfuðborginni. Smávélar skemmtilegri Vænn hópur var hjá flug- klúbbnum Þyti og þar varð Ottó Tynes formaður fyrir svörum. „Klúbburinn er orðinn 15 ára og við eigum í dag sex flugvélar en byrjuðum með eina,“ segir formað- urinn sem nú er í embættinu í ann- að sinn en hann var einnig fyrsti formaðurinn. Fyrir utan að koma saman á gamlársdag yfir harðfiski og hákarli sem skolað er niður með ýmsum vökvum hittast félagar Þyts á sumarstefnumóti og árshá- tíð. Á hverjum degi koma líka nokkrir félagar við í síðdegiskaffi enda segir Ottó um fjórðung fé- lagsmanna vera eftirlaunamenn í fluginu sem hafi þokkalegan tíma. „Þá hittumst við og segjum sömu sögurnar aftur og aftur.“ Fé- lagsmenn eru nú 39 og segir Ottó alla eiga ævistarf við flugið sam- eiginlegt. Tveir félagsmenn, fyrr- verandi flugvélstjórar, sjá um við- hald á flotanum. Einn félagsmanna Þyts er Guð- mundur Hilmarsson, flugstjóri hjá Cargolux, en tugur íslenskra flug- manna þar er í Þyt. Hann var að búa sig undir flugferð með syni sínum, Jóni Engilbert, á einni vél klúbbsins. „Þetta er það skemmti- lega við flugið, að fljúga smávél- unum, sem er ekkert sambærilegt við að fljúga þotum,“ segir Guð- mundur sem í starfi sínu flýgur 747-breiðþotu. Hann kveðst koma til landsins nokkrum sinnum á ári og alltaf reyna að taka í vél hjá Þyti. Flugfélagið Geirfugl tók nýtt bókunarkerfi í notkun á gaml- ársdag og hittust félagsmenn til að fagna þeim áfanga. Einn fé- lagsmanna, Matthías Arngrímsson, tjáði Morgunblaðinu að síðan hefðu allir sem gátu haldið í loftið og vélar félagsins verið vel nýttar þennan dag. Flugáhugamenn gerðu upp liðið ár eins og þeir eru vanir að gera á gamlársdag „Segjum sömu sög- urnar aftur og aftur“ Morgunblaðið/RAX Nokkrir félagsmenn flugklúbbsins Þyts eru hér við hluta flugflotans á gamlársdag.F.v. Einar P. Einarsson, Arngrímur Jóhannsson og Erlendur Arngrímsson. BISKUPSSTOFA og samkirkju- nefnd boða til opins fundar þar sem kynnt verður norsk skýrsla um samband ríkis og kirkju þar í landi. Fundurinn verður í dag, þriðjudag, kl. 16-18 í safnaðar- heimili Grensáskirkju. Dr. Trond Bakkevik prófastur í Osló verður gestur og aðalfyrir- lesari fundarins. Hann var for- maður nefndar norsku kirkjunn- ar, sem fjallaði um samband ríkis og kirkju í Noregi og skilaði síðan tillögum og skýrslu á síðasta ári. Niðurstaða þessarar nefndar var sú að vegna jafnræðissjónarmiða þyrfti að breyta norskri löggjöf um ríki og kirkju í ýmsum veiga- miklum atriðum, m.a. stjórnar- skrárákvæðum um stöðu norsku þjóðkirkjunnar. Í framhaldi af útgáfu skýrslu nefndarinnar hafa miklar umræð- ur orðið um samband ríkis og kirkju í Noregi. Til að mynda brugðust sóknarnefndir neikvætt við niðurstöðum skýrslunnar. Vegna umræðunnar hafa stjórn- völd ákveðið að halda starfinu áfram með stofnun stjórnarnefnd- ar. Tillögur og umræður í Noregi geta orðið til gagns vegna umræð- unnar hér í landi. Því er boðað til fundarins og vonast til að hann verði til upplýsingar. Bakkevik hefur unnið bæði fyr- ir ríki og kirkju. Um tíma var hann aðstoðarmaður utanríkis- ráðherra Noregs. Þá var hann framkvæmdastjóri samkirkjuráðs norsku kirkjunnar og er nú pró- fastur í Osló eins og áður segir. Þá er Bakkevik talinn koma til greina sem næsti framkvæmdastjóri Al- kirkjuráðsins. Fundurinn er öll- um opinn. Fundur um samband ríkis og kirkju í Noregi AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.