Morgunblaðið - 07.01.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.01.2003, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ HINN 27. desember sl. birtist í Morgunblaðinu grein undir yfir- skriftinni „Bætt vinnubrögð á vá- tryggingamarkaði – mikilvægt hlut- verk miðlara.“ Höfundurinn er Andrés Magnússon, framkvæmda- stjóri Samtaka verslunarinnar – FÍS. Vegna þessara skrifa vil ég ekki láta hjá líða að hreyfa við nokkrum atrið- um sem leiðrétt gætu þann mikla misskilning sem greinarhöfundur hefur á starfsemi á vátrygginga- mörkuðum og þá sérstaklega hér á Íslandi. Þroskaðir vátryggingamarkaðir Andrés segir það einkenni margra „þroskaðra“ vátryggingamarkaða, að mikill meirihluti vátryggingavið- skipta fari fram fyrir milligöngu vá- tryggingamiðlara. Nefnir hann Bret- land sem dæmi um slíkt. Kjarni máls er sá, að í ýmsum þróuðum ríkjum, sem við berum okkur saman við, fer sala vátrygginga fram á svipaðan hátt og hér á landi, þ.e. hún er að mestu í höndum vátryggingafélag- anna sjálfra. Sums staðar hafa mál þó æxlast á þann veg, að sala vátrygg- inga fer að miklu leyti fram fyrir milligöngu miðlara. Er Bretland vissulega dæmi um slíkt. Hvor leiðin sem farin er segir á hinn bóginn ekk- ert um það, hvort vátryggingamark- aður telst „þroskaður“ eða ekki. Eins og mörg erlend vátrygginga- félög hafa flest íslensku vátrygginga- félaganna markað sér þá stefnu að reka sölustarfsemi sína sjálf, þ. á m. félag mitt. Fyrir því liggja góð og gild rekstrarleg rök, sem taka bæði mið af hagsmunum neytenda og félagsins. Það er nefnilega svo, að rekstrar- kostnaður vátryggingafélaga er yfir- leitt hærri í þeim ríkjum, þar sem sal- an fer fram fyrir milligöngu miðlara en í þeim ríkjum, þar sem salan er í höndum félaganna sjálfra. Kemur þetta glögglega fram í opinberum skýrslum Hagstofu ESB. Þannig var kostnaðarhlutfall vegna skaðatrygg- inga í Bretlandi 32,4% á árinu 1999, en kostnaðarhlutfallið hér á landi ein- ungis 21,3%. Þá er það mat mitt að erfitt sé að reka vátryggingafélag þar sem sams konar tryggingar eru seld- ar bæði með rekstri söludeilda og í gegnum miðlara vegna mismunandi kjara starfsfólks söludeildanna og miðlaranna. Þessar staðreyndir ráða því fyrst og fremst, að Tryggingamið- stöðin hf. hefur ekki samið við vá- tryggingamiðlara um sölu á vátrygg- ingum fyrir félagið. Eru þá ótalin önnur bein og óbein jákvæð áhrif þess, að félagið hafi sölu- og markaðs- mál á eigin höndum. Ágreiningur í vátryggingaviðskiptum Í grein sinni segir Andrés m.a. efn- islega, að margir kvarti undan vinnu- brögðum íslensku vátryggingafélag- anna, og tilkoma vátryggingamiðlara yrði til að auka ánægju með þjón- ustuna og gera hana gagnsærri. Vá- tryggingar geta vissulega sýnst fremur flókin þjónusta. Því kapp- kosta vátryggingafélögin að hafa hæft starfsfólk í þjónustu sinni, sem getur ráðið neytendum heilt við val vátrygginga og leiðbeint þeim komi til tjóns. Vátryggingafélögin og sam- tök þeirra hafa fyrir löngu, m.a. í samstarfi við stjórnvöld og samtök neytenda, hlutast til um að koma á fót vandaðri og skjótvirkri leið til að leysa úr ágreiningsefnum, sem upp kunna að koma varðandi tjón og bóta- skyldu félaganna. Er hér átt við starfrækslu úrskurðarnefnda, sem að verulegu leyti eru kostaðar af vá- tryggingafélögunum. Fullyrði ég, að tilhögunin í þeim efnum standi jafn- fætis því besta, sem í öðrum ríkjum tíðkast. Óhjákvæmilegt er þó að upp geti komið ágreiningur um uppgjör tjóna og ekki er starfsfólk íslenskra vátryggingafélaga óskeikult frekar en aðrir, en miðað við þann gífurlega fjölda tjóna, sem til kasta vátrygg- ingafélaganna koma hér á landi, er það ánægjulegt hversu fáum málum er vísað til hinna almennu dómstóla til úrlausnar. Það segir meira en mörg orð um samskipti vátrygginga- félaga og neytenda. Ég fæ með engu móti séð, að aukin umsvif vátryggingamiðlara muni bæta stöðuna að þessu leyti. Vá- tryggingamiðlarar hafa selt einstak- lingum og rekstraraðilum hér á landi vátryggingar fyrir innlend og erlend félög. Sýnist þar ekki síður geta kom- ið upp ágreiningsmál. Í því sambandi má nefna nýlegan dóm Hæstaréttar, þar sem erlent vátryggingafélag hafnaði að greiða bætur vegna báts, sem hafði sokkið. Samkvæmt skil- málum Tryggingamiðstöðvarinnar hefði það tjón verið bótaskylt, en þessi erlenda vátrygging var seld fyr- ir milligöngu íslensks miðlara. Einnig má nefna tregðu erlends vátryggj- anda að greiða sinn hluta bóta vegna þess tjóns, sem varð í brunanum mikla í Faxafeni í ágústmánuði sl. Samkeppni á íslenskum vátryggingamarkaði Andrés telur í grein sinni að skort hafi á samkeppni á íslenskum vá- tryggingamarkaði. Í þessum efnum er ég Andrési algjörlega ósammála og tel að umbjóðendur sem hann starfar fyrir viti betur. Íslensk vá- tryggingafélög eru í harðri sam- keppni innbyrðis sem og við erlend vátryggingafélög og vátrygginga- miðlarar eru virkir þátttakendur í þeirri samkeppni. Að halda því fram að félög hafi samráð sín á milli og engin eða lítil samkeppni sé á íslensk- um vátryggingamarkaði er misskiln- ingur og ég vona að Andrés sem og aðrir sama sinnis átti sig á því. Vinnubrögð á íslenskum vátryggingamarkaði Eftir Gunnar Felixson „Að halda því fram að félög hafi samráð sín á milli og engin eða lítil samkeppni sé á íslensk- um vátryggingamarkaði er misskilningur og ég vona að Andrés sem og aðrir sama sinnis átti sig á því.“ Höfundur er forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar hf. og formaður Sambands íslenskra tryggingafélaga. Á ÞESSUM tíma fyrir réttum 20 árum voru konur í óða önn að skrifa nýjan kafla í sögu íslenskra stjórn- mála. Tvær konur höfðu árið áður verið kjörnar í borgarstjórn Reykja- víkur af lista Kvennaframboðs og aðrar tvær í bæjarstjórn Akureyrar. Framundan voru kosningar til Al- þingis og allt á suðupunkti í þessari nýju stjórnmálahreyfingu. Átti nú þegar að stíga næsta skref og bjóða fram kvennalista til Alþingis? Við þekkjum svarið. Ævintýrið sem breytti mörgu í íslenskum stjórnmál- um var rétt að hefjast. Gegn persónupólitík Síðan er mikið vatn til sjávar runnið og enda þótt vissulega örli á ýmsu úr hugmyndafræði Kvenna- listans í stjórnmálum nútímans hef- ur a.m.k. einn meginþáttur algjör- lega verið fyrir borð borinn. Það var hin stefnufasta áhersla á málefni en alls ekki persónur. Persónupólitík var eitur í beinum kvennalista- kvenna og gegn henni beindust bæði skráðar og óskráðar reglur. Kvenna- listakonur kusu sér aldrei formann, þær deildu markvisst með sér hlut- verkum og verkefnum, þær skiptust meðvitað á um að koma fram í fjöl- miðlum og tala fyrir málefnum hreyfingarinnar og þær settu sér reglur um hámarkstíma sem hver kjörinn fulltrúi gæti setið á Alþingi eða í sveitarstjórn. Markmiðið var að vinna gegn atvinnumennsku í stjórn- málum og lengi vel tókst að halda þeirri stefnu til streitu. Mér hefur oft orðið hugsað til þessara frjóu og skapandi tíma nú síðustu daga þegar gjörvallur stjórn- mála- og fjölmiðlaheimurinn hefur snúist um eina persónu, okkar gömlu góðu kvennalistakonu, Ingibjörgu Sólrúnu. Hún var önnur tveggja sem settust í borgarstjórn fyrir Kvenna- framboðið árið 1982 og sat þar næstu 6 árin, kom síðan á þing fyrir Kvennalistann 1991 og sat þar til ársins 1994 þegar hún var boðin fram sem borgarstjóraefni R-listans. Alla tíð síðan hefur hún verið per- sónugervingur R-listans og það svo mjög að margir eiga bágt með að nefna nöfn annarra borgarfulltrúa en hennar. Þannig er komið fyrir þeirri hugsjónavinnu gegn persónu- pólitíkinni sem stunduð var með mis- jöfnum árangri þó á dögum Kvenna- listans. Sá veldur miklu sem upphafinu veldur En Kvennalistinn stóð líka í margra huga fyrir úthugsaða hug- myndafræði og heiðarleg vinnu- brögð og allt þetta fékk okkar ágæta Ingibjörg Sólrún í nesti með sér inn í borgarstjórastarfið. Nú er hún bendluð við svik og óheiðarleika í garð kjósenda og í garð samstarfs- aðila sem fólu henni hlutverk sam- einingartáknsins og létu sér ekki til hugar koma að njörva þyrfti hvert hugsanlegt framtíðarspor niður í skrifaðan sáttmála. Sínum augum lítur hver á silfrið og ég trúi því að hvorki svik né óheiðarleiki hafi verið í huga Ingibjargar Sólrúnar þegar hún tók umdeilt skref til framboðs fyrir nokkrum dögum. Þar réðu aðr- ar forsendur og aðrir eiginleikar en einnig óskiljanlegt vanmat. Ingibjörg Sólrún er meira en í meðallagi greind og klók og hefði átt að gera sér grein fyrir viðbrögðum samstarfsfólks í R-listanum. Þau eru að minni hyggju afskaplega skiljan- leg þótt ég vildi óska að þau hefðu verið öðru vísi og leitt til annarrar niðurstöðu en nú blasir við. Vissu- lega hefur Ingibjörg Sólrún brugðist trausti þeirra sem fólu henni farar- stjórn R-listans og hafa staðið þétt að baki hennar. Í viðbrögðum þeirra felst ekki ótti eins og þau Össur vilja vera láta, heldur fyrst og fremst rétt- lætiskennd, vonbrigði og auðvitað nokkur reiði og reyni nú hver að setja sig í þeirra spor. Sá veldur miklu sem upphafinu veldur. Enginn héraðsbrestur Nú er það að sönnu enginn héraðs- brestur þótt Ingibjörg Sólrún stígi upp úr stól borgarstjóra og skiljan- legt að hún sé orðin þreytt á stöð- unni. Alltof algengt er að menn hangi of lengi í starfi sem þeir eru orðnir leiðir á og baráttuglöð kona eins og Ingibjörg Sólrún vill keppa að nýjum vinningum. Hún er metnaðarfull, hugmyndarík og rökföst og á sann- arlega erindi í landsmálin burtséð frá afstöðu hennar til einstakra mála. En mikið vildi ég að þau vettvangs- skipti hefði borið öðru vísi að. Allt þetta mál snýst fyrst og fremst um trúnað og traust og því miður hafa slík hugtök og meiningin að baki þeirra beðið hnekki. Nú eru margir reiðir og sárir, aðrir von- sviknir og leiðir. Við skulum vona að málefnin hafi sigur að lokum. Málefnin sigri að lokum Eftir Kristínu Halldórsdóttur „Vissulega hefur Ingi- björg Sólrún brugðist trausti þeirra sem fólu henni fararstjórn R-listans og hafa staðið þétt að baki hennar.“ Höfundur er framkvæmdastjóri VG. ÞESSI orð gætu verið einkunn- arorð síðustu ára því fjárnám og gjaldþrot hafa aukist verulega og af- leiðingarnar hafa verið fátækt að lokum. Hvers vegna verða fjárnám og gjaldþrot? Það eru til ýmsar ástæður fyrir því og nefni ég hér fá- einar, en þó veigamiklar. Neyslulán Einfaldlega vegna þess að fólk steypti sér út í allt of mikla neyslu, langaði mjög mikið í stærra hús- næði, nýjan bíl, betra rúm og allt miklu flottara. Ég tel að mörg séum við allt of oft óforsjál og látum glepj- ast af gylliboðum raðgreiðslusamn- inga og annarra kauptilboða. Í mörgum tilvikum eru aðrir einnig ábyrgir fyrir kaupunum. Annað- hvort með því að þeir skrifa undir lán vegna vörukaupa vina sinna og vandamanna eða þá að þeir eru ábyrgir fyrir uppáskriftum vegna greiðslukorta. Neysluhyggja okkar er allt of mikil og allt of fáir leggja peninga til hliðar, sem kallað er að spara. Ráð við þessu er að við ger- umst forsjálli og kaupum ekki nokk- urn hlut nema við eigum fyrir hon- um eða að minnsta kosti þó nokkuð upp í kaupverðið. Flestir Íslendingar eru nokkuð skuldugir og þegar vextir eru mjög háir er auðvitað erfitt að standa í skilum og einnig eru dæmi þess að verðbótaþátturinn hafi skrúfað lánin svo mikið upp að skuldararnir hafa ekki með nokkru móti getað greitt þau upp og þess vegna hafa þeir orð- ið gjaldþrota og jafnvel vinir þeirra og vandamenn um leið vegna þess að þeir skrifuðu upp á lánin. En skuld- irnar geta verið til orðnar vegna ým- issa annarra ástæðna en ég gat um áðan. Námslán Námslán eru orðin mörgum það íþyngjandi að þeir sjá jafnvel eftir því að hafa „asnast“ í þetta óarð- bæra nám, sem ekki var hægt að stunda án þess að taka námslán. Mjög brýnt er að við endurskoðum allt námslánakerfið með þá sýn fyrir augum að mennt sé máttur alls sam- félagsins og ekki aðeins þess sem í námið fer. Fyrirtækjalán Þá eru þeir líka til sem hafa stofn- að í bjartsýni og trausti til fyrir- tækja sem ekki var grundvöllur fyrir eða þá að þolinmótt fjármagn var ekki fyrir hendi. Ég þekki til nokk- urra eigenda smárra fyrirtækja sem berjast í bökkum og bönkum. Ein- asta fyrirgreiðslan sem þeir fá er yf- irdráttur, sem kostar óhemjumikið, þannig að í mjög mörgum tilvikum er framtíð margra fjölskyldu- og smáfyrirtækja vonlaus. Það er ekki nema von að til séu menn sem treysta sér til þess að kaupa banka án þess að borga nokkuð út fyrr en þeir hafa keypt bankann, með skuldabréfi eða tékka sem er „geymdur er fram yfir helgi“. Ráð við þessu er aukinn skilningur á rekstri smáfyrirtækja og framboð á „þolinmóðara“ fjármagni auk þess sem betri ráðgjöf verði veitt þegar lagt er af stað með fyrirtækið. „Ráð- gjafarstöð fyrirtæka“ er ekki síður nauðsynleg en Ráðgjafarstöð heim- ilanna. Vonir og draumar margra sem fóru út í fyrirtækjarekstur hafa snúist í mörgum tilvikum upp í mar- tröð skuldaranna og í mörgum til- fellum þeirra sem „urðu“ að skrifa upp á lánin svo allt myndi reddast. Í flestum tilvikum þegar menn hafa stofnað til fyrirtækja úr rústum ann- arra er alls ekki ásetningur um svindl heldur frekar það að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Lág laun Allt þetta orsakar fátækt. Þó er það einnig augljóst að mikill fjöldi fólks er á svo lágum launum og býr við svo lítið atvinnuöryggi að óhjá- kvæmilegt er að fátækt skapist af því. Reglusamt fólk rétt skrimtir og hefur neyðst til að leita ásjár hjálp- arstofnana. Hver eru laun þessa fólks og hverjir geta lifað af þeim? Atvinnuleysi Að ekki sé nú talað marga at- vinnulausa, en atvinnuleysi er fylgi- fiskur hins harðsvíraða samfélags sem stjórnvöld hafa unnið kappsam- lega að á undanförnum árum. Ljóst er að vaxandi atvinnuleysi verður stærri og stærri orsök aukinnar fá- tæktar hér á landi. Aukin barátta og fínt fólk Verkafólk, starfsmenn verkalýðs- félaga og pólitískir fulltrúar launa- fólks hljóta að blása ákafar í her- lúðra gegn vaxandi atvinnuleysi, misrétti og fátækt í landinu. Við eig- um að vita það að launabaráttan er barátta sem aldrei tekur enda. Það þýðir ekkert að setja vonina á mol- ana er falla af borðum ríka fólksins sem alltaf er í fréttunum og fínum þáttum af því að það er svo gaman og fínt að tala við svoleiðis fólk. Vinstri stefna Gleymum því aldrei að það var og er vegna vinstri stefnu og sjónar- miða sem okkur tókst að skapa hér gott þjóðfélag almennrar velferðar á síðustu öld. En núverandi ríkisstjórn vegur skuggalega nærri þessu kerfi og ráðið við því er einfaldlega að skipta um ríkisstjórn við næstu kosningar. Að öðrum kosti er stór hætta á því að hún rústi endanlega velferðarkerfi íslenska samfélagsins. Gjaldþrot – fjárnám – fátækt Eftir Karl V. Matthíasson Höfundur er alþingismaður. „Það þýðir ekkert að setja vonina á molana er falla af borð- um ríka fólksins …“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.