Morgunblaðið - 07.01.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.01.2003, Blaðsíða 30
LISTIR 30 ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ D immur og þröngur gangur. Óhugnanleg hljóð og hvísl úr öll- um áttum. Hún hleypur um í ör- væntingu og reynir að finna leið út. Skúffurnar á veggjunum í kring- um hana opnast ein af annarri. Upp úr þeim rís fólk, eða nei, þetta er ekki fólk, heldur rotnandi lík, þeirra á meðal kona í brúðarkjól með ungabarn í fanginu. Slörið fellur yfir höfuðkúpu með þurrk- uðum skinntægjum og galtómum augntóftum. Á milli útglenntra fingranna stari ég ellefu ára gömul á sjónvarps- skjáinn og finn hjartað hamast í brjóstinu. Þori ekki að horfa. Þori samt ekki fyrir mitt litla líf að missa af neinu. Í kringum mig sitja bekkjarsyst- urnar og eru flestar svalari en ég en súpa hveljur þegar söguhetja myndarinnar berst við rotnandi líkin og virðist vera að láta í minni pokann fyrir viðbjóðnum. Enn þann dag í dag, átján árum síðar, get ég næstum rakið í smá- atriðum söguþráð þessarar and- styggilegu hryllingsmyndar sem ég sá í ellefu ára afmæli bekkj- arsystur minnar. Hvernig stúlka sem vildi ganga í systrareglu í bandarískum háskóla þurfti að ganga í gegnum þá þolraun að gista eina nótt í líkhúsi sem var nú líflegra en búast mátti við. And- vökunætur mínar í kjölfarið voru ófáar og satt best að segja finnst mér ennþá óþægilegt að rifja þetta upp. Ég man ekki hvað myndin heitir enda skiptir það ekki máli. En ég get fullyrt að þarna var á ferðinni sú mynd kvikmyndasög- unnar sem mest áhrif hefur haft á mig. Það þarf ekki að fjölyrða um ábyrgðarleysi foreldranna sem leyfðu okkur stelpunum að horfa á óhugnaðinn en staðreyndin er sú að ég var myrkfælin fyrir og sá veikleiki þúsundfaldaðist eftir að ég sá kvikmyndina um stúlku- greyið í líkhúsinu. Nokkrum árum seinna eignaðist ég kött. Sá er reyndar enn í fullu fjöri en sömu sögu er ekki hægt að segja um hamsturinn minn sem týndi lífinu langt fyrir aldur fram. Eitt kvöld þegar ég var þrettán ára gömul var ég nefnilega svo upptekin við að horfa á framliðna áhöfn Draugaskipsins reyna að tortíma forvitnum aðkomumönn- um að ég heyrði ekki hamst- ursvesalinginn há baráttu upp á líf og dauða við köttinn í næsta her- bergi. Kisi hafði að lokum betur og klippti hausinn af nagdýrinu á meðan gestir Draugaskipsins báru sigur úr býtum yfir kolgeggjaðri en steindauðri áhöfninni. Ég var sem sagt með eindæm- um myrkfælið barn og er reyndar enn ekki svo svöl í skammdeginu. En á sama tíma og ég er sjúklega myrkfælin hef ég alla tíð verið álíka sjúk í hryllingsmyndir. Ég sótti sérstaklega í að horfa á slíkar myndir en efast um að foreldrar mínir hafi vitað af þessari þrá- hyggju. Ég var svo langt leidd að ég fann adrenalínið spýtast um æðarnar bara við tilhugsunina um öfgakenndan og óraunsæjan hryll- inginn sem finna mátti á mynd- bandaleigum, verða vitni að í kvik- myndahúsum eða var á dagskrá sjónvarpsins á árum áður. Ég hef því átt mínar mestu spennustundir stjörf af hræðslu fyrir framan sjónvarpsskjá en um leið hafa þessar sömu stundir markað óaft- urkræf spor á sálartetrið. Af aug- ljósum ástæðum er ég því fylgj- andi ströngu kvikmyndaeftirliti og að forráðamenn leyfi börnum ekki að horfa á hvað sem er. Ástæðan er ekki síst sú að ég held að enn í dag hafi ég ekki beðið þess bætur að hafa ung að árum t.d. horft á Rauð- hærðu afturgönguna eða söguna um Djáknann á Myrká. Þulur sjón- varpsins vöruðu vissulega við því að myndirnar væru ekki við hæfi við- kvæmra eða ungra barna en hvor- ugum hópnum vildi ég nú nokkurn tíma tilheyra. Starfsheitið djákni er líka í mínum huga brennt þjóðsög- unni um þann eina sanna, sem unni Garúnu, jafnt lífs sem liðinn. Hinn heiftúðugi hundur Cujo, Freddy vinur minn Krueger, Carrie, árásargjarni bíllinn Christine, andsetna stúlkan í Ex- orcist og fleiri óvandaðir ein- staklingar eru því enn góðkunn- ingjar mínir þó að áratugur og nokkur ár til séu síðan ég leit þau síðast augum. Ég hætti sem betur fer að horfa á hryllingsmyndir þegar ég komst til vits og ára. Ekki vegna þess að mig skorti áhuga, því fer víðsfjarri, heldur fór ég smám saman að gera mér grein fyrir því að það væri hvorki hollt fyrir mig né mína nánustu sem þurftu að vakna upp af værum svefni á næturnar þegar ég þóttist skelfingu lostin sjá hina og þessa söguhetjuna vitja mín í myrkrinu. Ég hef því ekki enn séð vinsælar kvikmyndir á borð við Sixth Sense og The Others og það þurfti meira að segja að tala mig inn á að sjá Ghost á sínum tíma því nafnið lof- aði nú ekki góðu. En svo er ég í bíói um daginn. Var búin að planta mér í sætið og beið spennt eftir Reese Wither- spoon og Josh Lucas knúsast í Sweet Home Alabama þegar sýn- ishorn úr mynd sem fjallar um ryðgað skemmtiferðaskip er siglir stjórnlaust um hafið með stein- dauða áhöfn innanborðs fyllir sal- inn með tilheyrandi tónlist og óhljóðum. Ég stari stórum augum á tjaldið og spennan færist yfir mig. Ætti ég... ætti ég að skella mér í bíó og sjá endurgerð Draugaskipsins? Það getur varla sakað... ég er nú orðin stór stelpa. En á leiðinni heim um kvöldið kemur yfir mig óþægileg tilfinn- ing. Áhöfn Draugaskipsins gæti átt eftir að heimsækja mig, er það ekki? Því hef ég nú tekið þá skyn- samlegu ákvörðun að fresta öllum skipsferðum næsta áratuginn eða svo en minnast þess í stað lítils og loðins vinar míns sem kvaddi þennan heim kvöldið sem ég var síðast um borð í Draugaskipinu. Djákninn og Drauga- skipið Ég var sem sagt með eindæmum myrk- fælið barn og er reyndar enn ekki svo svöl í skammdeginu. En á sama tíma og ég er sjúklega myrkfælin hef ég alla tíð verið álíka sjúk í hryllingsmyndir. VIÐHORF Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is NÚ þegar arabalönd eru mikið í umræðunni, í flestum tilfellum því miður á neikvæðum nótum, er áhuga- vert að skoða sýninguna Milli goð- sagnar og veruleika í Hafnarhúsinu, en þar má sjá myndverk eftir lista- menn frá 16 arabalöndum. Sýningin er komin til landsins fyrir tilstilli Listasafns Akureyrar frá konunglega fagurlistasafninu í Jórdaníu en sýn- ingin var fyrst sett upp á Akureyri sl. sumar. Ég las nýlega frásögn á vef BBC um myndlist í Írak nú þegar þar eru viðsjárverðir tímar. Þar kom fram að sjaldan hefði listalífið verið jafnblóm- legt og nú og galleríum hefði fjölgað úr tveimur fyrir 1990 þegar Persa- flóastríðið hófst upp í nokkra tugi nú. Að vísu væru peningar fyrir litum, striga eða öðrum efnum af skornum skammti en það hefti ekki hinn skap- andi huga nema síður væri, enda færðust listamenn í aukana þegar kreppti að. Sýningin er í sölum A og B í Hafn- arhúsinu og er í sjálfu sér hefðbundin í uppsetningu. Verkin eru líka öll hefðbundin, tvívíð málverk eða þrykkmyndir, utan þrjú myndbands- verk, sem eru í heimildarmyndastíl. Umfjöllunarefni listamanna á sýning- unni er margvíslegt. Áberandi eru verk unnin út frá skrautritunarhefð- inni auk óhlutbundinna verka. Fjallað er um trúarleg minni, kvenréttindi og stríðsátök auk þess sem hefðbundnar mannamyndir og landslagsmyndir er þarna að finna. Í miðju B-salar hefur einu mynd- bandsverki verið sköpuð mjög góð umgjörð. Byggður hefur verið lítill bíósalur í miðju salarins og heimild- armynd um landflótta landlausa Pal- estínumenn í Líbanon sýnt á stórum skjá. Myndin er athyglisverð og gefur mannni innsýn í líf fólksins sem lifir við nöturlegar aðstæður í flótta- mannabúðum og lítur ekki björtum augum fram á veginn. Ekki er eins vel búið um tvö mynd- bandsverk fyrir utan A-sal. Þau eru sýnd á pínulitlum skjáum í gangveg- inum við innganginn í salinn og færa þarf til stóla til að geta sest niður við verkin. Myndböndin eru þó góðra gjalda verð og það sem ég skoðaði best var frá Palestínu og fjallaði um daglegt líf fjögurra skólastráka. Þeir höfðu ým- islegt reynt á stuttri ævi, meðal ann- ars að sjá skólabróður sinn skotinn með sprengikúlu í brjóstið þannig að innyflin lágu út. Almennt séð eru verkin á sýning- unni flest frekar gamaldags og lítið í takt við það sem er að gerast í alþjóð- legum myndlistarheimi nú um stund- ir. Þó var eitt verk sem var bæði nú- tímalegt og sterkt í byggingu, verkið Sárið, sem er langur rauður strigaref- ill, ákaflega sterkur í einfaldleik sín- um en listamaðurinn er frá Írak. Sýningarskrá er bæði á ensku og íslensku. Mér finnst óttalega ruglandi að hafa þann háttinn á eins og gert er þarna að enski helmingurinn og ís- lenski eru á hvolfi hvor á móti öðrum. Þetta er til vansa að mínu mati. Ég mæli með að fólk lesi fróðlegan texta Jóhönnu Kristjónsdóttur í sýn- ingarskrá um arabaríkin, menningu og siði. Jafnframt er athyglisverð sú ábending Ólafs Gíslasonar í skránni að þær tvær kvenímyndir úr araba- heiminum sem vestrænir menn hafa, annars vegar magadansmærin í kvennabúri soldánsins og hins vegar myndin af palestínskum stúlkum sem ganga með sprengjur innanklæða inn í fjölmenni og fórna lífi sínu og ann- arra í þágu málstaðarins, hafi viðhald- ið þeirri ímynd að við séum hinir, eins og hann orðar það, að arabar séu ekki eins og við. Vonandi færir þessi sýn- ing þann heim sem við lifum í og arabaheiminn nær hvorum öðrum. Myndlistin blómstrar í arabaheimi MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús Opið frá kl. 11–18 alla daga nema fimmtudaga en þá er opið til kl. 19. Til 19. janúar. MYNDVERK ÝMSIR MIÐLAR Úr myndröðinni Walls of Gaza eftir palestínsku listakonuna Laila Shawa. Þóroddur Bjarnason Úr myndröðinni Walls of Gaza eftir Laila Shawa frá Palestínu. MARGRÉT Árna- dóttir sellóleikari stundar framhaldsnám við Juliard tónlistarhá- skólann og hélt tónleika í Salnum sl. sunnudags- kvöld, ásamt Jin Hong, sem einnig stundar framhaldsnám við sama skóla. Það mátti glögg- lega heyra, strax í fyrsta verkinu, sem var 5. sellósvítan eftir J.S. Bach, að Margrét er sérlega efnilegur ein- leikari, ræður yfir góðri tækni, hefur á valdi sínu mjúkan tón, mótar allar tónhendingar fallega, þó helst til varfærnislega, leikur af miklu öryggi og tandur- hreint. Hefur sem sagt allt til að geta orðið snilldar sellóleikari. Annað viðfangsefnið var fjórða sellósónatan op.102, nr.1, önnur af „frjálsu og óvenjulegu“ sellósónötun- um eftir Beethoven. Þrátt fyrir að allt væri á sínum stað, skýrt og fallega mótað, vantaði að skerpa á andstæð- unum, léttleikanum og stórlætinu, auk þess sem píanóleikarinn var á köflum of frekur til hljómsins, svo að ungur tónn Margrétar náði ekki á köflum að halda að fullu í við píanóið. Píanóleikarinn Lin Hong lék einn tvö verk eftir Chopin, fyrstu æf- inguna úr op.10 og voru hlaupin, sem byggjast á endurteknu tónmynstri í hægri hendinni, ekki samfelld, svolítið rykkjótt, enda ekki auðveld viðfangs. Seinna verkið var Næturljóð í Es-dúr, op. 55, nr. 2, einstaklega fagurlega skreytt da-capo aría, er var ljúflega og fínlega leikin af Lin Hong. Lokaviðfangsefnið var g-moll sellósónatan, op. 65, eftir Chopin og þar mátti heyra afburða fallegan leik Margrétar í skersóinu, sérstaklega miðkaflanum og einnig í hæga þættinum, sem var undurfallega „sung- inn“. Í jaðarköflunum var ágætur leikur pían- istans of sterkur, þó auðvitað eigi píanóið að hljóma. Samleikur er nú samt sú list, að fella tón- verkið saman í eina hljóman, þó segja megi að hlutverk píanósins sé frá hendi tónskáldsins mun viðameira en almennt gerist um samleiksverk, jafnvel sónötur, þar sem jafnræði er oftast á milli hljóðfæra. Hvað sem þessu líður er Margrét Árnadóttir efni í frábæran sellista og Lin Hong sýndi sig töluvert sleipan píanista, t.d. í Chopin-sónötunni, svo að hér má spá stóru á komandi tím- um, þegar svo vel er gert í upphafi ferðarinnar um hina viðsjálu refil- stigu listarinnar. Um hina við- sjálu refilstigu Jón Ásgeirsson Margrét Árnadóttir TÓNLIST Salurinn Margrét Árnadóttir og Lin Hong fluttu verk eftir J.S. Bach, Beethoven og Chopin. Sunnudagurinn 5. janúar, 2003. SAMLEIKUR Á SELLÓ OG PÍANÓ Trompeteria nefnist nýr geisla- diskur þar sem trompetleik- ararnir Ásgeir H. Stein- grímsson og Eiríkur Örn Pálsson og orgelleikarinn Hörður Ás- kelsson flytja hátíðatónlist. Flutt eru ýmis verk sem þeir hafa verið að flytja á undanförnum árum og þá sérstaklega á tónleikum í Hallgrímskirkju, bæði við ára- mót og endranær. Tónlistin er frá endurreisnar- og barokktímanum. Eftir Girol- amo Frescobaldi leika þeir þrjár kansónur, Konsert fyrir tvo trompeta eftir Antonio Vivaldi og fimm sónatínur eftir Johann Pezel. Tvær tokkötur eru á disk- inum, önnur fyrir tvo trompeta og orgel eftir Giovanni Battista Martini og hin er Tokkata og fúga í d-moll eftir Johann Seb- astian Bach. Þá er Adagio eftir Remo Giazotto, sem hann vann upp úr stefi eftir Albinoni og er verkið oftast kennt við hann. Síðasta verkið á geisladisk- inum er svo Forleikur að Te deum eftir Marc-Antoine Charp- entier, betur þekkt sem Euro- vision-lagið, en þessi forleikur er leikinn í upphafi allra útsend- inga á vegum Sambands evr- ópskra útvarpsstöðva. Félagarnir þrír eru löngu orðnir landsþekktir tónlist- armenn. Ásgeir og Eiríkur leika báðir með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hörður hefur verið org- anisti og kantor Hallgrímskirkju frá árinu 1982. Útgefandi er Fús. Diskurinn er til sölu í Hallgrímskirkju og versluninni 12 tónum. Hátíðatónlist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.