Morgunblaðið - 07.01.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.01.2003, Blaðsíða 15
Andaði köldu Á fyrsta og eina aðalfundi FBA sem haldinn var 23. febrúar 2000 andaði köldu frá fulltrúum lífeyrissjóðanna í garð Orca-hópsins og fram- kvæmdastjórnar FBA. Töldu fulltrúar lífeyrissjóðanna að Orca hefði svikið gert samkomulag um kjör í stjórn bankans og að framkvæmda- stjórnin hefði sýnt sjálfri sér mikla ofrausn hvað varðaði laun og árangurstengdar greiðslur á árinu 1999, en að meðaltali fékk hver með- limur í framkvæmdastjórn 17 milljónir króna á árinu 1999. Hér eru þeir þungir á brún á fundinum Magnús Gunnarsson, formaður stjórnar FBA, Jón Ingvarsson stjórnarmaður og Bjarni Ármannsson, forstjóri FBA. Morgunblaðið/Þorkell Scandinavian Holding-láninu og að koma sam- skiptum Orca við lánardrottna í lag, án nokkurs sýnilegs árangurs. Staða mála fór síst batnandi á því ári sem leið frá því að sá fundur átti sér stað, þar til banka- ráð Íslandsbanka og raunar Fjármálaeftirlitið í kjölfarið létu til skarar skríða ári síðar, undir formerkjunum: Hingað og ekki lengra! Það var um haustið 2001 sem ljóst varð að Eyjólfur hafði ekki getað staðið við neinar skuldbindingar sínar og var kominn í geysileg vanskil. Hann hafði í félagi við aðra fengið fyr- irgreiðslu í Íslandsbanka til þess að fjárfesta í ýmsum félögum. Til dæmis tapaði hann miklum fjármunum á því sem hann og fjárfestar í félagi við hann fjárfestu í deCode og niðurstaðan var oftast sú, að þar sem hann hafði fjárfest í félagi við aðra, þá var hann sá sem ekki gat staðið við sínar skuldbindingar. Félög tengd öðrum ein- staklingum í Orca-hópnum voru einnig komin með ákveðin vanskil þegar þetta var, eins og áð- ur segir. Ástandinu, sem skapaðist í bankaráðinu eftir að þessi vanskil og skortur á tryggingum voru orðin ljós, er lýst sem afar vandræðalegu, ekki síst fyrir fulltrúa Orca-hópsins í bankaráði, sem ýmist hver á fætur öðrum eða allir saman þurftu að víkja af fundum, þegar verið var að fjalla um vanskil þeirra eða félaga sem voru þeim tengd. Þegar Eyjólfur Sveinsson byrjaði að lenda í vandræðum og vanskilum með mál þeirra feðga innan bankans, þá var það notað gegn öllum Orca-hópnum í bankaráðinu og Íslandsbanka, ekki bara Eyjólfi, fullyrða þeir í Orca-hópnum, en hinu gagnstæða er haldið fram af öðrum í bankaráði Íslandsbanka og í bankanum sjálfum – á þeim vettvangi er fullyrt að eðlilegir við- skiptahættir hafi ávallt verið hafðir að leiðarljósi í bankaráðinu og bankanum. Orca-menn hika ekki við að segja, að and- rúmsloftið innan bankaráðsins og innan Íslands- banka hafi verið með þeim hætti í þeirra garð, að það hafi beinlínis bitnað á fyrirtækjum þeirra. Segja að óskum um lánveitingar, fyrirgreiðslu og þjónustu hafi ýmist ekki verið svarað eða svörin dregin svo á langinn, að það hafi komið sér illa fyrir fyrirtæki þeirra og félög og jafnvel skaðað þau. Þessu vísa þeir í Íslandsbanka og meirihluta bankaráðs Íslandsbanka algjörlega á bug. Benda þeir á að Eyjólfur Sveinsson hafi fengið fyrirgreiðslu í bankanum langt umfram það sem eðlilegt hafi getað talist og allt of lengi, telja þeir, eftir á að hyggja. Auk þess hafi Eyjólfur verið sameigandi þeirra í Orca-hópnum og því hafi í ákveðnum tilvikum verið óhjákvæmilegt að ákveðnar reglur og ákvarðanir næðu til allra í Orca, ekki bara til Eyjólfs, samanber afgreiðslu bankaráðsins á vanskilum FBA-Holding, dótt- urfélags Orca. „Vatnaskilafundur“ í bankaráði Hinn 20. september 2001 var haldinn fundur í bankaráði Íslandsbanka, sem gjarnan hefur verið nefndur „vatnaskilafundurinn“, vegna þess að á þeim fundi var vanskilamönnum í hópi bankaráðsmanna settur stóllinn fyrir dyrnar. Bjarni Ármannsson, annar forstjóri Íslands- banka, sagði í raun skilið við Orca-hópinn á þess- um fundi og gekk til liðs við meirihlutann í bankaráði, þótt þeir í Orca gerðu sér ekki fulla grein fyrir því fyrr en í lok janúar 2002, eins og skýrt verður frekar í næstu grein. Vanskil bankaráðsmanna voru farin að valda verulegum titringi innan Íslandsbanka þegar þetta var og meirihluti bankaráðsins taldi óhjá- kvæmilegt að stöðva vanskilamennina. Það er ekkert í lögum um viðskiptabanka og sparisjóði sem segir að bankaráðsmenn megi ekki vera vanskilamenn, en meirihluti bankaráðs Íslands- banka taldi einfaldlega að trúverðugleiki bank- ans gæti verið í húfi, ef það spyrðist að banka- ráðsmenn Íslandsbanka gætu ekki staðið í skilum við bankann og væru þar að auki með stór lán í vanskilum annars staðar. Fulltrúum Orca í bankaráði var gerð grein fyrir því á þessum fundi, að það væri ótækt að bankaráðsmenn í Íslandsbanka væru í hópi stærstu vanskilamanna og að þeir yrðu að bæta þær tryggingar sem þeir hefðu sett fyrir lántök- um sínum. Í kjölfar þessa fundar, þegar Fjármálaeftirlit- inu bárust fundargerðir af bankaráðsfundum Íslandsbanka haustið 2001, þar sem vanskil ein- stakra bankaráðsmanna og félaga sem þeim tengdust voru tíunduð, fylgdi Fjármálaeftirlitið því eftir, með því að senda bankaráði Íslands- banka beiðni um að bankinn gerði Fjármálaeft- irlitinu ársfjórðungslega grein fyrir vanskilum bankaráðsmanna persónulega eða vanskilum fyrirtækja og félaga á þeirra vegum við bank- ann. Þegar Fjármálaeftirlitið greip til ofan- greindra eftirlitsaðgerða, hafði bankaráð Ís- landsbanka þegar brugðist við með því að krefja einstaklinga í bankaráðinu um auknar ábyrgðir og tryggingar og að þeir kæmu vanskilum í skil. 10. grein laga um viðskiptabanka og spari- sjóði tók umtalsverðum breytingum árið 2001, þar sem eftirlitsskylda Fjármálaeftirlitsins var hert til muna og sömuleiðis upplýsingaskylda þeirra sem ætluðu að eignast virkan hlut í við- skiptabanka eða sparisjóði, auk þess sem nú þarf sá eða þeir sem ætla að eignast virkan hlut í viðskiptabanka eða sparisjóði að fá fyrirfram samþykki Fjármálaeftirlitsins fyrir því að hann eða þeir megi eignast hlutinn, en samkvæmt ákvæðinu eins og það var í lögunum frá 1996, þá nægði að senda Fjármálaeftirlitinu (þá Banka- eftirlitinu) tilkynningu um áform um að gerast virkur eigandi að viðskiptabanka eða sparisjóði. Í framhaldi af þeim upplýsingum sem Fjár- málaeftirlitinu bárust um vanskil og stöðu trygginga á móti fjárfestingum ákveðinna bankaráðsmanna í Íslandsbanka og fyrirtækja sem þeim tengdust, í tengslum við þær upplýs- ingar sem Fjármálaeftirlitið bjó yfir um vanskil FBA Holding, dótturfélags Orca, í Íslands- banka, hófst sérstök athugun á því innan Fjár- málaeftirlitsins hvort þessir einstaklingar teld- ust hafa fjárhagslega burði til þess að sitja í bankaráði og teldust til þess hæfir. Sú athugun Fjármálaeftirlitsins byggðist á því að Orca-hóp- urinn var virkur eigandi að Íslandsbanka, með yfir 10% eignarhlut, samanber 10. grein laga um viðskiptabanka og sparisjóði. Kuldalegt andrúm ríkti á milli fulltrúa Orca- hópsins og annarra bankaráðsmanna í Íslands- banka eftir vatnaskilafundinn í september 2001 og töldu þeir Þorsteinn Már, Jón Ásgeir og Eyj- ólfur að þeir væru einangraðir sem bankaráðs- menn og ekkert samráð væri haft við þá um ákvarðanir sem skiptu máli fyrir bankann. Voru þeir mjög ósáttir við það, í ljósi stærðar eignar sinnar. Á bankaráðsfundi hinn 1. desember 2001 lagði Jón Ásgeir til dæmis fram spurningar um hver ávöxtun Íslandsbanka hefði orðið af fjár- festingum í Íslandssíma, Talentu-hátækni, Bas- isbank og First Privat. Hann fékk svör frá Ís- landsbanka, þar sem fram kom að heildartap Íslandsbanka vegna þátttöku í útboði Íslands- síma til 31. október 2001 hefði numið 184 millj- ónum króna. Eignarhluti að nafnvirði næmi 39 milljónum króna og gengistap til 31. október 2001 næmi 237 milljónum króna. Svörin um Tal- entu-hátækni voru á þá leið að Íslandsbanki hefði frá ársbyrjun 2000 til októberloka 2001 tapað 457 milljónum króna af eignarhlut sínum. Hvað varðar Basisbank var svarið að bókfærður 20% eignarhluti í Basisbank hefði numið 302 milljónum króna 31. október 2001 og á árinu 2000 hefði eignarhlutinn verið niðurfærður um 395 milljónir króna. Loks svaraði Íslandsbanki því til að á árinu 2001 hefði bankinn afskrifað 175 milljónir króna í eign sinni í First Privat. Við svo búið lagði Jón Ásgeir fram minnisblað í bankaráði Íslandsbanka, hinn 7. desember, þar sem segir m.a.: „Niðurstaða: Þrátt fyrir að rekst- ur Íslandsbanka hafi gengið vel á seinasta ári er ekki hægt að horfa fram hjá því að miklir fjár- munir töpuðust í ofangreindum málum. Líklegt er að draga megi þá ályktun að eignarhluti okkar í Basisbank sé lítils virði. Sé það tekið með í reikn- inginn þá hefur bankinn tapað 1.291 milljón á ofangreindum málum á seinasta ári. Ef gengið er út frá því að bankinn sé metinn á v/h 12 (v/h er sama og markaðsvirði deilt með hagnaði ársins – innskot blm.) þá má leiða líkur að því að markaðs- virði hans væri 10 milljörðum hærra en það er í dag. Þá er líklegt að við eigum eftir að endurmeta hlut Íslandsbanka í Ölgerðinni hf. Líklegt er að um ofmat sé að ræða í bókum félagsins. Það gæti verið að lágmarki 150 milljónir. Ég legg til að bankaráð samþykki eftirfar- andi: Öll hlutafjárútboð sem Íslandsbanki sölu- tryggir skulu borin upp til samþykktar á banka- ráðsfundi. Fjárfestingar í óskráðum bréfum umfram 200 milljónir króna skulu bornar upp til samþykktar á bankaráðsfundi. Erlendar fjárfestingar verða undantekning- arlaust samþykktar af bankaráði.“ Bókun Jóns Ásgeirs fékk enga formlega afgreiðslu í banka- ráðinu og heldur fálegar viðtökur. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 15 Útsala 50% afsláttur Skólavörðustígur 8 Sími: 552 4499 tsalan er hafin Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is Alla daga við hendina TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 310 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2003 Reiknivél, gengur fyrir rafhlöðum og sólarrafhlöðum. Verð 720 kr www.m ulalun dur.is Gatarar og heftarar af öllum stærðum 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.