Morgunblaðið - 07.01.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.01.2003, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÉG tel að gera ætti Flug-málastjórn að sjálfstæðufyrirtæki í eigu ríkisins.Með því yrði hægt að gera reksturinn hagkvæmari og markvissari. Einn þátt í þessari hagkvæmni tel ég vera að færa rekstur Keflavíkurflugvallar undir Flugmálastjórn. Ég fullyrði að hjá Flugmálastjórn starfa hæfir stjórnendur og starfsmenn sem eiga drjúgan þátt í því að Íslend- ingum hefur í áratugi verið af Al- þjóðaflugmálastofnuninni, ICAO, falin stjórnun flugumferðar yfir Norður-Atlantshafi. Þetta færir Ís- landi mörg hundruð milljónir króna í beinar tekjur á ári hverju. Auk þess ber að hafa í huga að þessi út- hafsþjónusta þjónar jafnframt að mestu leyti þörfum innanlands- flugsins og sparast þannig mikill kostnaður sem íslenska ríkið yrði ella að leggja í.“ Þetta segir Gunnar Finnsson, sem um árabil starfaði hjá ICAO, síðast sem aðstoðarframkvæmda- stjóri, en lét af störfum þar fyrir rúmu ári. Gunnar flutti heim síð- astliðið vor eftir 33 ára starf í að- alstöðvum ICAO í Montreal í Kan- ada. Hann kveðst eftir bestu getu hafa fylgst með íslenskum flugmál- um í gegnum árin bæði beinlínis í gegnum verkefni í starfinu og dvöl hér í leyfum. Gunnar er spurður frekar út í breytingar á skipulagi Flugmálastjórnar sem hann telur æskilegar. Segir Íslendinga njóta trausts „Mér finnst rétt að undirstrika að staða flugmála á Íslandi er góð. Hér er öll tækniþekking á háu stigi, reynsla mikil og þeir sem starfa að flugmálum, hvort sem er hjá hinu opinbera, flugrekendum eða öðrum fyrirtækjum tengdum flugi eru starfi sínu vaxnir. Ég er ekki viss um að menn geri sér al- mennt grein fyrir því hversu mikils trausts Flugmálastjórn nýtur á alþjóðavettvangi og þess vegna nefndi ég dæmið um ís- lenska flugstjórnarsvæðið á úthaf- inu. Nágrannaþjóðirnar, svo sem Bretar og Írar eða Kanadamenn, hafa allt til að bera til að taka að sér þessa flugumferðarstjórn á út- hafinu en Íslendingar hafa margs- annað getu sína á þessu sviði og þá er ekki ástæða til að hrófla við því. Það er líka vegna þess að Þorgeir Pálsson flugmálastjóri hefur getið sér mjög gott orð á alþjóðavett- vangi meðal annars fyrir að stjórna þróun hér á landi á nýtingu stað- setningarkerfis með gervihnöttum sem hentar vel í smærri löndum. Hann hefur einnig verið kosinn for- seti allsherjarþings ICAO. Þá hafa og aðrir starfsmenn Flugmála- stjórnar komið víða við sögu í starfi stofnunarinnar, m.a. verið formenn nefndar sem sér um skipulag flug- umferðarstjórnar á Norður-Atl- antshafi og setið í nefndum og ráð- um,“ segir Gunnar. Hann segist eins vilja sérstaklega geta Skúla Jóns Sigurðarsonar, fyrrverandi formanns Rannsóknarnefndar flugslysa. Hann hafi markað stefnu í þeim óháðu starfsháttum sem RNF vinni nú eftir. „Störf þessa fólks að viðbættum starfsmönnum Veðurstofunnar og Landssímans hefur í raun fært Íslandi fjársjóð í formi reynslu og hefur byggt upp það öryggi sem við njótum í op- inberri þjónustu við flugið,“ segir Gunnar og telur að þetta hafi ekki verið nógsamlega undirstrikað. Rekstrarformi víða breytt Gunnar segir brýnt að huga að endurskipulagningu á rekstrar- formi Flugmálastjórnar. Víðast hvar á Vesturlöndum hafi rekstr- arformi flugmálastjórna eða hluta af starfsemi þeirra verið breytt í sjálfstæðar stofnanir eða fyrirtæki, sem í örfáum tilfellum hafa verið einkavædd en eru annars staðar í eigu ríkisins. „Ég sé fyrir mér eitt fyrirtæki sem sér um þennan málaflokk all- an. Það mætti síðan skipta því í deildir eða minni fyrirtæki sem hvert um sig hefði ákveðin verk- efni, t.d. að sjá um rekstur flug- valla, flugumferðarstjórn, eftirlit og annað slíkt. Langmestur hluti starfseminnar er þjónusta og þeir þættir henta vel í fyrirtækisformi. Tekjur af fluginu eru miklar og þá tel ég líka með aðrar tekjur af flug- farþegum svo sem af verslun og öðrum rekstri á flugstöðvum. Þess- ar tekjur standa að miklu leyti und- ir nauðsynlegum kostnaði við flug- starfsemi ríkisins og þegar skattatekjur ríkisins af flugstarf- seminni allri og starfsfólki hennar eru teknar inn í myndina hagnast ríkið vel á fluginu. Við erum ekki svo fjölmenn þjóð og við höfum ekki svo mörgum sérfræð- ingum á að skipa að við verðum að leita hag- kvæmustu leiða til að reka þessa starfsemi. Það tel ég best gert í formi fyrirtækis.“ Flugmál á Keflavíkurflugvelli heyra undir utanríkisráðuneytið og telur Gunnar rekstur hans eiga heima í slíku fyrirtæki, með öðrum orðum að rekstur á Flugstöð Leifs Eiríkssonar og borgaralegu flugi verði færður frá utanríkisráðu- neytinu. „Ég tel að núverandi fyr- irkomulag auki heildarkostnað rík- isins af flugmálum og rýri nýtingu á dýrum mannafla. Það er að mínu viti óþarfi að hafa tvo flugvallar- stjóra, annan sem sér um það sem að flugvellinum snýr og hinn um það sem gerist í flugstöðinni. Þetta er ein heild sem einn maður á að stjórna.“ Gunnar gerir flugslysið í Skerja- firði 7. ágúst 2000 að umtalsefni og eftirmál þess. Segir hann ómaklega hafa verið vegið að Rannsóknar- nefnd flugslysa, Flugmálas samgönguráðuneytinu. Fin um hafa skort nokkurt ja umfjöllun um málið í fjö „Ég hef djúpa samúð með endum þeirra sem fórust. Þ misst mikið og íslenska þjó ur einnig misst hluta af sinni. Mér finnst hins vega legt þegar mannorð ma stofnana þeirra er svert m studdum fullyrðingum o efnalegri gagnrýni. Þett stöðu forsvarsmanna stofnana og hefur óhjákv áhrif á aðra starfsmenn þeirra.“ Gunnar minnir á að meg stöðum skýrslu RNF hafi e ið mótmælt en getgátur ve um aðra mögulega áhrifaþæ sökum slyssins. Segir ha mann slysarannsókna ICAO styðja skýrslu RNF sé þekktur fyrir hæfni sín og hafi m.a. séð um ran flugi Korean Air 007 sem var niður norður af Japa sýndu sumir þau viðbrögð málastjóri hefði þennan vasanum og því beri a skýrslu RNF í efa. Mér finn sýna vanþekkingu og vera legt að láta sér detta í hug gangi erinda eins manns eð þjóðar. Aðilarlönd ICAO og hlutleysi er grundvallar starfi stofnunarinnar. Alli menn sverja eið þess efnis mitt það er aðalástæða ICAO nýtur trausts um h an,“ segir Gunnar og kve vilja benda á ónákvæmni v skýrslu bresku sérfræð sem fengnir voru til að far rannsókn flugslyssins. Su miðlar hafi kynnt skýrslu sem Cranfield skýrsluna e field er rannsókna- stofnun á sviði flug- mála. Sérfræðingarnir hafi starfað að ýmsum verkefnum fyrir Cran- field en séu ekki fastir starfsmenn hennar og skýrslan hafi ekki verið ger Cranfield. Ætlaði að vera úti í Gunnar Finnsson star flugmálum hér heima áður hélt til Kanada. Fyrst við asölu hjá Flugfélagi Íslan 1962 til 1964 sem þá var m skrifstofu í Lækjargötu. E í viðskiptafræði réði Örn son, forstjóri Flugfélagsin ar til fastra starfa sem full sér og var hann hjá félagin 1969 að frátöldu rúmi ár ljúka MBA-námi sem han með styrk frá Fulbright. H síðan til Kanada og kva verið ráðinn í verkefni í hál ár. „Það snerist um að kann að við flugumferðarstjórn u allan, ekki aðeins beinan Vill gera Flugmál að sjálfstæðu fyr Gunnar Finnsson starfaði um árabil hjá Alþjóða flugmálastofnun Eftir áratuga starf að flugmálum hjá Alþjóðaflugmála- stofnuninni hefur Gunnar Finnsson víðtæka þekkingu á ýmsum hliðum flug- rekstrar. Hann segir í viðtali við Jóhannes Tómasson að Íslend- ingar standi fram- arlega í flugmálum. Keflavíkur- flugvöllur fari frá utanríkis- ráðuneytinu MINNI REYKUR Stöðugt dregur úr reykingum meðalÍslendinga, samkvæmt niðurstöð- um þriggja kannana, sem gerðar voru fyrir Tóbaksvarnanefnd og sagt var frá í Morgunblaðinu síðastliðinn laugar- dag. Þannig sögðust 24% landsmanna á aldrinum 24 til 69 ára hafa reykt dag- lega á síðastliðnu ári, en þetta hlutfall var 26% árið áður og 40% árið 1985. Tæpur helmingur fullorðinna Íslend- inga hefur aldrei reykt og fjórðungur er hættur, samkvæmt sömu könnunum. Þessar niðurstöður eru ánægjuleg tíðindi og sýna fram á að góður árangur hefur náðst með því forvarnar- og fræðslustarfi, sem fjöldi félagasamtaka og stofnana hefur unnið. Fáir hafa nú- orðið sér til afsökunar að þeir hafi ekki fengið upplýsingar um skaðsemi tób- aks. Sú vitneskja er vísindalega stað- fest og á allra vitorði. Sá fjórðungur þjóðarinnar, sem enn stundar þennan banvæna ósið, hlýtur að hugsa sinn gang. Í ljósi þess í hversu miklum minni- hluta reykingafólk er orðið vekur það nokkra furðu hversu hægt gengur að tryggja hinum mikla reyklausa meiri- hluta reyklaust andrúmsloft á opinber- um stöðum. Fyrst og fremst á þetta við um veitinga- og kaffihús, þar sem and- rúmsloft er gjarnan reykmettað og oft ekki nokkur leið að verja t.d. börn fyrir tóbaksreyk. Mikill minnihluti veitinga- staða í landinu virðist hafa farið eftir þeim ákvæðum tóbaksvarnalaga, sem tóku gildi fyrir tæplega hálfu öðru ári, að meirihluti veitingarýmis eigi að vera reyklaus, tryggja skuli fullnægjandi loftræstingu ef leyft er að reykja á af- mörkuðum svæðum og að tryggja skuli að aðgangur að reyklausu svæði liggi ekki um reykingasvæði. Sá aðlögunar- tími, sem kann að hafa þótt hæfilegur fyrir veitingamenn að gera ráðstafanir til að farið sé að lögum í húsakynnum þeirra, hlýtur brátt að vera á enda. Það er ekki endalaust hægt að halda því fram að þeir, sem vilja njóta veit- inga í reyklausu andrúmslofti, geti bara sneitt hjá veitingahúsum, þar sem er reykt. Einn eða tveir reykingamenn geta mengað heilan veitingasal og vald- ið öðrum óþægindum og skaða. Veit- ingahús, sem banna reykingar alfarið, geta menn talið á fingrum sér. Málið snýst ekki aðeins um rétt viðskiptavina veitingahúsanna, heldur einnig um rétt starfsfólksins, sem lögum samkvæmt ber að virða. Rétt reykingafólks til að anda að sér sínum banvæna reyk ber að sjálfsögðu einnig að virða, en það er lágmarks- krafa að málum sé þannig fyrir komið að aðrir hljóti ekki óþægindi og heilsu- tjón af. „ÞURFUM NÝJA ÁÆTLUN“ Enn magnast vítahringur ofbeldisfyrir botni Miðjarðarhafs. Ásunnudag gerðu tveir menn sjálfsmorðsárásir á fjölförnum stað í borginni Tel Aviv í Ísrael með þeim af- leiðingum að 22 menn létu lífið. Ísrael- ar svöruðu samstundis fyrir sig með því að skjóta sprengjum úr þyrlum á Gaza-svæðinu, en dagana fyrir hryðju- verkið höfðu nokkrir Palestínumenn, þar á meðal unglingar, fallið fyrir hendi ísraelskra hermanna auk þess sem nokkrir tugir húsa voru jafnaðir við jörðu í Nablus. Ísraelar létu ekki þar við sitja í gær, heldur ákváðu einn- ig að banna palestínskri sendisveit að fara á ráðstefnu í London um umbætur meðal palestínskra stjórnvalda á her- námssvæðunum. Einnig var ákveðið að loka þremur íslömskum háskólum og banna fyrirhugaðan fund PLO um stjórnarskrárbreytingar. Heimastjórn Palestínumanna mótmælti þegar en ísraelskir fréttaskýrendur fullyrtu hins vegar að viðbrögð ísraelskra stjórn- valda hefðu verið mild. Hélt dagblaðið Haaretz því fram að Ariel Sharon, for- sætisráðherra Ísraels, væri tregur til að grípa til harkalegri aðgerða á sama tíma og Bandaríkjamenn væru að und- irbúa hugsanleg átök við Írak. Árásin á sunnudag var sú fyrsta í Ísrael síðan í nóvember og sú mann- skæðasta síðan 29 féllu í árás í Netanya í mars á liðnu ári. Á rúmum tveimur ár- um hafa átökin milli Ísraela og Palest- ínumanna kostað þrjú þúsund manns lífið og áfram er haldið inn blindgöt- una. Til marks um það hve mikið hefur breyst í samskiptum Ísraela og Palest- ínumanna á stuttum tíma má benda á að allt árið 1999 féllu aðeins tveir óbreyttir ísraelskir borgarar í árásum palestínskra hryðjuverkamanna og hafði mannfallið þá ekki verið minna síðan 1987. Á þeim tíma ríkti nokkur bjartsýni meðal Palestínumanna um að friðarferlið, sem kennt hefur verið við Ósló, myndi verða til þess að miðla mál- um, en þær vonir fóru fyrir lítið. Stjórn Ariels Sharons hefur lítið haggast í málum Palestínumanna og er ekki lík- leg til að gera það á næstu vikum, en aðeins þrjár vikur eru til kosninga. Moshe Katsav, forseti Ísraels, hefur hins vegar gagnrýnt stjórnmálaflokk- ana í Ísrael harðlega. Athygli vakti þegar hann skoraði í liðinni viku á flokkana að endurskoða stefnu sína og taka upp nýjar aðferðir til að binda enda á átökin við Palestínumenn. „Ég sé enga lausn á hryðjuverka- vandamálinu í stefnuskrám flokkanna. Við þurfum nýja áætlun,“ sagði forset- inn. „Það er kominn tími til að athuga hvort Ísraelar séu á réttri leið.“ Katsav lagði ekki fram neinar lausnir á vand- anum, en hann á kollgátuna þegar hann bendir á vandann. Það mun aldrei leiða til friðsamlegrar sambúðar Ísraela og Palestínumanna að halda áfram á sömu braut. Um leið er það staðreynd að ein- ir munu þeir ekki ráða fram úr vand- anum. Í raun hefur aðeins einn aðili bolmagn til þess að knýja Ísraela og Palestínumenn til að snúa við blaðinu og það eru Bandaríkjamenn. Þeir einir hafa þau ítök og vald, sem þarf til að stilla til friðar. Milli Ísraela og Palest- ínumanna ríkir ekkert traust. Ísraelar skáka í skjóli hernaðarmáttar, Palest- ínumenn berjast aðþrengdir og niður- lægðir. Ljóst er að seint mun komast á sátt milli núverandi leiðtoga þeirra, Sharons og Yassers Arafats, til þess eru þeir of litaðir af fortíðinni. En valdaskipti myndu ein og sér tæplega skila sáttum og hin nýja áætlun, sem forseti Ísraels lýsir eftir, myndi litlu skila nema Bandaríkjamenn skærust í leikinn. Það yrði ekki auðvelt, en eftir hálfrar aldar stuðning við Ísrael er kominn tími til að vinna markvisst að því að binda enda á þrautagöngu Pal- estínumanna án þess að láta blindast af því sem á undan er gengið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.