Morgunblaðið - 07.01.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.01.2003, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞEIR grafa holu, setja konuna ofaní hana og moka svo ofaní aftur, þannig að ekki stendur neitt uppúr nema höfuðið. Svo vefja þeir þunnri blæju um höfuðið, og þá er allt tilbúið. Tilbúið til hvers? spyrð þú. Tilbúið til að hægt sé að hefja „athöfnina“ sem felst í því að grýta stórum stein- hnullungum í höfuð varnarlausrar konunnar. Sjokkerandi? ... Sannleik- ur? ... Veruleiki? Þetta er veruleiki Aminu, 31 árs konu frá Nígeríu. Hún býr í norður- hluta landsins, hvar múslimskt feðraveldi hefur lögsögu, þvert on- faní ríkjandi stjórnvöld. Amina er fráskilin og átti alla vega eitt barn áður en ógæfan í líki huglauss kær- asta hitti hana fyrir. Hún hafði mök við hann utan hjónabands og varð ólétt í kjölfarið. Til að byrja með við- urkenndi hann að vera faðir barns- ins. En er einhverjir heittrúaðir, „löghlýðnir“ nábúar hennar kærðu hana fyrir hórdóm dró hann allt til baka og kveðst nú aldrei hafa haft við hana mök. Ekkert verður sannað á hann, þar sem ekki voru til staðar „tvö vitni að mökum þeirra“ en það myndi nægja til að hann yrði sekur fundinn. Amina hins vegar getur ekki neitað sök, því hún bar sönn- unina, barnið sitt, undir belti. Því getur hún ekki neitað og er tilvist barnsins sönnun á sekt hennar. Var hún dæmd af múslimskum dómstóli til að grýtast til dauða strax er barn hennar hættir á brjósti. Var gerður góður rómur að þessum dómi og fögnuðu karlmennirnir er við- staddir voru dómsuppkvaðningu mjög. Einhverra hluta vegna spurðist mál þetta út. (Vil ég taka fram að þetta er ekkert einsdæmi í hinum múslimska heimi.) Amina hefur nú lögfræðing, sem berst fyrir hana en róðurinn er mjög þungur. Fréttin um Aminu komst í vestræna fjölmiðla, þ. á m. hérlendis, og rennur öllum er einhverja samúð eiga til, til rifja örlög Aminu og ann- arra er slík grimmdarörlög hljóta. Hins vegar er allt of auðvelt fyrir okkur að líta undan og halda áfram okkar veg svo til ósnortin. „Við get- urm hvort eð er ekkert gert!“ segja margir. Það er ekki rétt! Við getum lagt lóð okkar á vogarskálina minnug þess að margt smátt gerir eitt stórt. Ef þú hefur aðgang að veraldarvefn- um, þá getur þú farið inn á oprah.- com , skrollað niður á myndina á Am- inu (gerðu þetta strax í dag eða á morgun!) og sent bréf, sem er tilbúið þar til undirritunar, til sendiherra Nígeríu í Washington. Alþjóðlegur þrýstingur gerir ráðamönnum í Níg- eríu það óbærilegt að láta þennan ófögnuð viðgangast í landi sínu. Ef við erum nógu mörg, þá getum við lyft grettistaki! Svo gerum það! Takist okkur í sameiningu að hjálpa til að bjarga Aminu frá grýt- ingu gæti það orðið að fordæmi. For- dæmi, sem yrði öðrum konum til bjargar. Fyrsta skrefið er alltaf mik- ilvægast, jafnvel þótt manni finnist það ekki stórt. Tökum það saman! Sýnum miskunn ... Múhameð spá- maður predikaði að kærleikur og miskunn gagnvart náunganum væri eitt það mikilvægasta í lífi sérhvers manns. Einhvers staðar hefur ein- hver gert hrikaleg mistök í túlkun Kóransins! Vil ég þakka og skora á Stöð tvö að sýna aftur þátt Ópru sem sýndur var 6. nóvember. Þar var þetta mál ít- arlega reifað og á skiljanlegan hátt. Ennfremur bendi ég á að þeir sem standa að Ungfrú Ísland.is höfðu dug í sér að hætta við þátttöku er fegurðarkeppnin „Miss World“ verð- ur í Nígeríu. Heill ykkur ... þetta var skref í rétta átt. LINDA SAMSONAR GÍSLADÓTTIR, Borgarheiði 8h, 810, Hveragerði. Þeir grafa holu Frá Lindu Samsonar Gísladóttur: ERFIÐASTA staða sem stjórnmála- maður lendir í er að vera staðinn að ósannsögli. Oftar en ekki tekst viðkomandi stjórnmálamanni að snúa sig út úr þeim aðstæðum. Kjósendur kippa sér sjaldan upp við lygar stjórnmála- manna því þeir hafa heyrt þær svo oft. Stjórnmálamenn geta oft ekki sagt sannleikann eða það hreinlega hentar þeim ekki. Versta staða fyrir stjórnmálamann er að lygar hans séu spilaðar af bandi og vitnað í það sem hann sagði á sínum tíma. Skammt er að minnast þess sem Helgi nokkur Hjörvar sagði í sjón- varpsviðtali á Stöð 2 skömmu fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1998. Þar þvertók Helgi fyrir það að R-list- inn myndi hækka álögur og gjöld á borgarbúa. Vissulega gleðifréttir fyr- ir kjósendur ef staðið hefði verið við loforðið. Skömmu eftir kosningarnar 1998, þegar R-listinn hafði unnið sig- ur, hækkaði hann holræsagjaldið og ýmis smágjöld sem kom einkar illa við eldri borgarbúa. Svipað er að gerast nú í tilfelli Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur. Bæði fyrir og eftir borgarstjórnarkosning- arnar sl. vor var Ingibjörg þráspurð af fréttamönnum um það hvort hún ætlaði í þingframboð að ári. Sjaldan hefur heyrst staðfastari neitun frá nokkrum stjórnmálamanni en einmitt frá borgarstjóra við það tilefni. Ekki þurftu kjósendur R-listans að bíða lengi eftir því að Ingibjörg færi að hugsa um að svíkja loforð sitt. Í sept- ember kom sú hugmynd upp að Ingi- björg færi í framboð fyrir Samfylk- inguna. Góðvinir borgarstjóra gerðu könnun sem átti að sýna hversu mikið fylgi Samfylkingin myndi fá með borgarstjóra innanborðs. Eitthvað fór þessi hugmynd illa í samstarfs- aðila borgarstjóra og hún þvertók aft- ur fyrir það að fara í þingframboð. Skósveinn hennar, Dagur B. Egg- ertsson, steig fram á ritvöllinn í Mbl. 7. september sl. og taldi það hluta af pólitískum styrkleika borgarstjóra hversu trúverðug hún væri! Ætli kjósendur telji meintan trúverðugleik borgarstjóra nýtast vel í embætti for- sætisráðherra landsins? Það er aldrei að vita. STEINÞÓR JÓNSSON, Hléskógum 18, 109 Reykjavík. Pínleg staða Steinþór Jónsson skrifar:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.