Morgunblaðið - 07.01.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.01.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÆRRI YFIRRÁÐUM ORCA-hópurinn var mjög nálægt því markmiði sínu síðastliðinn vetur að ná yfirráðum yfir Íslandsbanka. Ráðandi meirihluta tókst á síðustu stundu að koma í veg fyrir það. Þetta kemur fram í annarri grein af fjórum í greinaflokknum Baráttan um Íslandsbanka í blaðinu í dag. Loðnuvertíð í fullan gang Loðnuvertíðin er hafin af fullum krafti út af Austfjörðum. Um 25 skip eru nú á miðunum og var mokveiði þar í gær og nokkur skip á landleið með fullfermi. Freysteinn Bjarna- son, útgerðarstjóri Síldarvinnsl- unnar í Neskaupstað, sagði vertíðina lofa mjög góðu. Deilt um komugjöld BSRB og ASÍ gagnrýna þær hækkanir á komugjöldum sjúklinga í heilbrigðiskerfinu sem heilbrigð- isráðherra tilkynnti í gær og segja þær bitna á þeim sem minnst mega sín. Heilbrigðisráðherra bendir hins vegar á að komugjöld fyrir börn, aldraða og öryrkja séu mun lægri en fyrir almenna sjúklinga. Sautján umsækjendur Umsóknarfrestur um embætti forstöðumanns Kvikmyndamið- stöðvar Íslands rann út sl. föstudag. Sautján umsóknir bárust. Palestínumenn í farbanni Ísraelsk stjórnvöld meinuðu í gær sendinefnd palestínsku heimastjórn- arinnar að sækja ráðstefnu í Lund- únum um friðarhorfur fyrir botni Miðjarðarhafs. Þau ákváðu enn- fremur að loka þremur palest- ínskum háskólum. Þessar ráðstaf- anir Ísraelsstjórnar voru meðal viðbragða hennar við skæðu sjálfs- morðssprengjutilræði sem framið var í Tel Aviv í fyrradag. 22 fórust og 100 særðust. Átján mánaða hernám Í áætlunum Bandaríkjastjórnar um það hvað taki við að afloknu stríði við Írak, fari svo að til hern- aðarátaka komi, er gert ráð fyrir hernámi í að minnsta kosti 18 mán- uði, réttarhöldum yfir hæst settu mönnum Saddams Husseins og yf- irtöku olíulinda, eftir því sem The New York Times greindi frá í gær. Þriðjudagur 7. janúar 2003 Prentsmiðja Morgunblaðsins blað C w w w .f rj a ls i. is Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur komið við í Sóltúni 26, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is Ertu að kaupa, byggja eða breyta? Þú getur á auðveldan hátt samið um fasteigna- eða framkvæmdalán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Um er að ræða hagstætt lán, sem veitt er til allt að 25 ára gegn veði í fasteign. Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* Vextir % 7,5% 8,5% 9,5% 10,5% 11,5% 5 ár 20.000 20.500 21.000 21.500 22.000 15 ár 9.300 9.800 10.400 11.000 11.700 25 ár 7.400 8.100 8.700 9.400 10.200 *Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta. Frjálsa fjárfestingarbankans Fasteignalán Allt að 75%veðsetningarhlutfallaf verðmæti fasteignar FR JÁ LS I FJ Á R FE ST IN GA RBANKINN 1982–2002 ára Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Vandaðar íbúðir Háhýsi í Reykjanesbæ 26 Inniíjörðinni Þekkthúsvið Öldugötu Óvenjulegt hús í Bretagne 32 Stýrimanna- skólinn 44 Í DAG er síðasti dagur til að skila kauptilboðum í byggingarrétt á nýjum lóðum í Grafarholti, sem Reykjavíkurborg auglýsti útboð á í síðustu viku. Um er að ræða bygg- ingarrétt fyrir fjölbýlishús, raðhús og parhús. Fjölbýlishúsalóðirnar eru fjórar með 12-52 íbúðum á lóð, raðhúsa- lóðirnar eru níu með 3-5 íbúðum á lóð og parhúsalóðirnar eru fimm fyrir tvær íbúðir á lóð. Lóðirnar eru allar byggingarhæfar nú þeg- ar. Fjölbýlishúsalóðirnar standa við Kristnibraut, Þórðarsveig og Þor- láksgeisla. en parhúsin við Þorláks- geisla og Jónsgeisla og raðhúsin við Þorláksgeisla og Biskupsgötu. Byggingarrétturinn er boðinn út til einstaklinga og fyrirtækja og þarf hæstbjóðandi að vera reiðubú- inn að leggja fram upplýsingar um fjármál sín og áætlun um fjár- mögnun framkvæmda við viðkom- andi húsbyggingu, áður en afstaða er tekin til tilboðs hans. Sumar af þessum lóðum hafa ekki verið auglýstar áður en sumar hafa gengið til baka eftir fyrri út- boð. Viðbrögð við þessu útboði munu væntanlega varpa ljósi á eftir- spurnina eftir nýbyggingalóðum nú, en lóðaútboð í Grafarholti hef- ur ekki farið fram á vegum borg- arinnar síðan sl. vor. Reiknað er með að fyrir vorið fari fram útboð á þeim lóðum, sem eftir eru í austurhluta Grafarholts, en eftir eru tvær lóðir fyrir fjöl- býlishús, fimm lóðir fyrir raðhús og síðan eru lóðir fyrir svokallaða þyrpingu við Grænlandsleið, en það eru fjórar íbúðir í parhúsum og fjögur einbýlishús með aukaíbúð. Hröð uppbygging Íbúum í Grafarholti fer nú ört fjölgandi, en um 1.000 manns eru þegar sestir að í hverfinu og upp- byggingin nú er það hröð, að gera má ráð fyrir, að annar eins fjöldi setjist að í hverfinu á þessu ári. Í hverfinu eru bæði grunnskóli og leikskóli. Samgöngur til og frá hverfinu eru líka allt aðrar og betri en áður eftir að brú var lögð yfir Vest- urlandsveg á móts við Víkurveg með mislægum gatnamótum. Útboð á lóðum í Grafarholti Morgunblaðið/Árni Sæberg Mikil uppbygging á sér nú stað í austurhluta Grafarholts. Byggingakranar og nýbyggingar, misjafnlega langt á veg komn- ar, setja sinn svip á umhverfið, sem breytist að kalla með hverjum mánuðinum sem líður. Uppdráttur af Grafarholti. Brúnlituðu reitirnir sýna þær lóðir, sem nú eru boðn- ar út og bláu reitirnir þær lóðir, sem boðnar verða út fyrir vorið.                                                                                 ! "# $! "#      %&'()* %&' ( )* +      !  "#$% $ "$ $"&&' ,$-#."# $!.**$ /0$12* 345"/ * '0*0.6* * 7*12* &$!8* !  9#*: $!9#*: # *$-*  9#*: $!9#*: ;     ;  (     '$<( !$!*# =$*.)0!$(>>>0*              =! .?*@;;A ) ) ) ) ! !"+ ! !#+ $%   )*   .?@A     "+ , " - . ' & /. ,$"-, "01# / /010 ,,1/ ;;  2 !  3   ! $ '&$,"$ 0$,$"&&' 7$!*"#  %! $!!*  " "   ;             $ $  $ $  2003  ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A HVAÐ SEGJA GAMLIR REFIR UM LANDSLIÐIÐ? B2, B3 BÍLDSHÖFÐI 510 8020 SMÁRALIND 510 8030 SELFOSS 480 7000 WWW.INTERSPORT.IS Kristján sagði við Morgunblaðið í gær aðhann hefði verið í miklu sambandi við Danina að undanförnu. „Það eru mjög spenn- andi hlutir að gerast í dönskum kvennahand- bolta, félögin hafa góð fjárráð, áhuginn er mik- ill og margir leikir sýndir í sjónvarpi. Skovbakken/Brabrand ætlar sér stóra hluti næsta vetur, liðið er sem stendur í fallsæti en hefur styrkt sig mikið og kemst örugglega það- an, og mun væntanlega leika undir nafni Århus í framtíðinni. Danirnir hafa þrýst mjög á mig um að svara tilboði þeirra en ég er fjölskyldu- maður og þarf því að huga að ýmsu áður en ég tek endanlega ákvörðun. Ég ætla því að gefa mér lengri tíma,“ sagði Kristján. Haslum hefur vegnað mjög vel undir stjórn Kristjáns í vetur. Félagið lék í 1. deild fyrir áramót en vann sér sæti í „millispili B“ og er þar í góðri stöðu. „Við eigum góða möguleika á öðru tveggja efstu sætanna og förum þá í úrslitakeppni með úr- valsdeildarliðunum um norska meistaratitilinn,“ sagði Kristján. Bækkelaget er í basli um þessar mundir, sit- ur á botni úrvalsdeildarinnar. „Félagið hefur bætt fjárhagsstöðu sína og er að fá til sín sterka leikmenn, en það er sísti kosturinn af þessum þremur að taka við Bækkelaget,“ sagði Kristján Halldórsson. GUÐRÚN Sigurðardóttir úr Sundfélagi Hafn- arfjarðar fékk Sjómannabikarinn á Nýárssundi fatlaðra barna og unglinga sem nú var haldið í 20. sinn. Guðrún fékk 629 stig fyrir 50 metra baksund sem hún synti á 42,48 sekúndum. Jóna Dagbjört Pétursdóttir úr ÍFR varð önnur með 484 stig fyrir 50 metra flugsund sem hún synti á 46,12 sekúndum og Hulda Hrönn Agnarsdóttir, Íþróttafélaginu Firði í Hafnarfirði, varð þriðja með 447 stig fyrir 50 metra bringusund sem hún synti á 1.01,22. Sjómannabikarinn er bikar sem Sigmar Óla- son, sjómaður á Reyðarfirði, gaf til þessa móts fyrir tveimur áratugum. Þrjú Íslandsmet féllu á mótinu. Jóna Dag- björt setti Íslandsmet þegar hún synti 50 metra baksund á 45,14 sekúndum. Pálmi Guð- laugsson, Firði, setti tvö Íslandsmet, fyrst er hann synti 50 metra baksund á 1.02,18 og síð- an þegar hann synti 50 metra með frjálsri að- ferð á 45,13. Á myndinni eru Jóna Dagbjört, Guðrún og Hulda Hrönn ásamt Kristínu Rós Hákonardótt- ur. Morgunblaðið/Sverrir Guðrún hlaut Sjó- mannabikarinn Kristján á leið til Danmerkur? KRISTJÁN Halldórsson handknattleiksþjálfari, sem stýrir karlaliði Haslum í Noregi, er með þrjú tilboð í höndunum. Danska félagið Skovbakken/Brabrand vill fá hann til að taka við kvennaliði sínu fyrir næsta tímabil, Haslum vill halda honum og þá hefur honum verið boðið að taka við kunnasta kvennaliði Noregs, Bækkelaget. Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Listir 30/31 Viðskipti 17 Viðhorf 30 Erlent 18-20 Minningar 33-37 Höfuðborgin 21 Kirkjustarf 37 Akureyri 22 Bréf 40 Suðurnes 23 Dagbók 42/43 Landið 24 Kvikmyndir 46 Neytendur 24 Fólk 46-49 Menntun 25 Ljósvakar 50 Forystugrein 26 Veður 51 * * * ÞRJÁR íslenskar óperusöngkonur sungu öll þrjú aðalkvenhlutverk í óperu Mozarts, Töfraflautunni, á nýársdag í Óperunni í Wiesbaden í Þýskalandi. Þóra Einarsdóttir var í hlutverki Paminu, Hlín Péturs- dóttir var í hlutverki Papagenu og Sigrún Pálmadóttir í hlutverki Næturdrottningarinnar. Það fer gott orð af íslenskum söngvurum í Wiesbaden og fjölmargir íslenskir söngvarar hafa verið ýmist fast- ráðnir þar eða sungið sem gestir. Fyrir nokkrum árum sungu þeir Viðar Gunnarsson, Kristinn Sig- mundsson og Gunnar Guðbjörns- son allir í sömu sýningu þar, þegar þeir voru fastráðnir við húsið. Þóra Einarsdóttir segir að sýn- ingin á nýársdag hafi gengið mjög vel, og það hafi verið sérlega gam- an að hafa íslenskar vinkonur sín- ar með sér á sviðinu. „Þetta var alveg rosalega gaman og fólki hér í húsinu fannst þetta mjög sér- stakt. En það er svosem ekkert nýtt að maður sé spurður að því hvað valdi því að svo margir söngvarar komi frá Íslandi, sér- staklega ekki hér í Wiesbaden þar sem svo margir Íslendingar hafa sungið.“ Þóra segir að tveir karl- anna í aðalhlutverkum hafi verið frá Þýskalandi og einn frá Sviss, og því er augljóst að Ísland átti fjölmennasta hópinn í aðal- hlutverkum í Wiesbaden þetta kvöldið. Sigrún Pálmadóttir tekur undir orð Þóru um að sýningin hafi gengið mjög vel. „Það var mjög skemmtilegt að vera svona þrjár saman, og það skapaði líka góða stemmningu. Viðar Gunnarsson kom á sýninguna með konunni sinni, af því tilefni að við vorum þrjár að syngja, en hann býr hér. Óperan í Wiesbaden virðist draga að sér Íslendinga og þá alltaf að minnsta kosti nokkra í einu,“ segir Sigrún, og bætir því við að þótt ís- lenskir óperusöngvarar séu orðnir margir í erlendum óperuhúsum, þá hafi þetta verið viðburður sem gerist ekki á hverjum degi. Hlín Pétursdóttir segir að sýn- ingin á nýársdag hafi verið alveg sérstaklega hátíðleg, og að það hafi haft sitt að segja að vera með Þóru og Sigrúnu á sviðinu. „Það voru allir í hátíðarskapi og sýn- ingin tókst alveg glimrandi vel. Það var heldur ekki verra að hafa Viðar í salnum. Það er eiginlega með ólíkindum að við skulum hafa náð þessu; Ísland er á við smáborg hér í Þýskalandi, og það þætti frá- leitt í 260 þúsund manna borg hér að hægt væri að manna þrjú aðal- hlutverk með heimafólki. En ís- lenskir óperusöngvarar eru hér alls staðar; í Regensburg, Nürn- berg, München, Frankfurt, Bonn, Berlín og Wiesbaden og svona mætti halda lengi áfram ef lausa- fólkið er talið með.“ Hlín hefur áð- ur sungið með tveimur Íslend- ingum í sýningu. Það var árið 1999 í Bonn, þegar Viðar Gunn- arsson og Ólafur Árni Bjarnason sungu með henni í Boris Godunov við óperuhúsið þar í borg. Íslensk- ar dívur í Wies- baden Pamína, Næturdrottningin og Papagena. Þóra Einarsdóttir, Sigrún Pálmadóttir og Hlín Pétursdóttir. RAGNHILDI Jónsdóttur brá held- ur betur í brún á nýársdag þegar hún sá tvo svarta hrafna hamast við að hrekja hvítan hrafn frá gamla frystihúsinu á Stokkseyri en þar hjá höfðu þeir fyrrnefndu áður gert sér hreiður. „Þetta var alveg stórkostleg sjón og ég er ekki alveg búin að ná þessu ennþá,“ segir Ragnhild- ur, sem er meðhjálpari á Stokks- eyri. Hún var á leiðinni út í kirkju á nýársdag þegar hún varð vör við undarleg læti í hröfnum sem voru á vappi við frystihúsið. „Maður fylgist nú alltaf svolítið vel með hröfnunum af því að þeir boða alltaf eitthvað sérstakt,“ segir hún. „Ég fór því að athuga hvað var í gangi og þá sátu þar tveir hrafnar sem höfðu verpt þarna í hreiður í sumar og fyrra- sumar. Ég hélt fyrst að góða veðrið hefði ruglað svona náttúr- una í þeim en svo fór ég að horfa á þá betur og trúði ekki mínum eigin augum að sjá þarna hvítan hrafn. Mér datt ekki í hug að þetta væri til.“ Hún segir svörtu hrafnana tvo hafa elt hinn hvíta meðbróður sinn og rekið hann í burtu enda hafi hann verið á þeirra svæði. „Svo flaug hann yfir þakið á kirkjunni og þá kom að hrafnager sem hélt áfram að flæma hann í burtu og á endanum flaug hann í vesturátt.“ Með hvítan gogg Að sögn Ragnhildar var fuglinn ekki bara hvítur á skrokkinn heldur var goggur hans einnig al- hvítur. Hún segist hafa spurst fyr- ir um það hjá þeim sem þekkja til fugla, m.a. hjá Náttúrufræðistofn- un, hvort þetta gæti verið rétt hjá sér og fengið þær upplýsingar að hvítir hrafnar væru vissulega til þótt þeir væru sjaldséðir eins og segir í máltækinu. „Enda er hrafninn engum líkur þannig að það er ekki hægt að taka feil á þessu.“ Hún segist strax hafa farið að hugsa um hvort það boðaði eitt- hvað að sjá tvo svarta hrafna slást við hvítan hrafn á nýársdag. „Ég er nú að vona að það boði mér gæfu að sjá þetta en ég hef ekki komist að niðurstöðu með það,“ segir Ragnhildur. Hvítur hrafn í harðri baráttu PÁLL Halldórsson, formaður upp- stillingarnefndar Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir að uppstillingar- nefnd muni ekki hafa frumkvæði að því að færa til þá átta einstaklinga sem lentu í efstu sætum prófkjörs Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ef hliðrað verður til á listanum vegna innkomu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fráfarandi borgarstjóra, verði frumkvæðið að koma frá þeim sem hlutu kosningu í prófkjörinu. Þeir hafi áunnið sér valrétt til að taka sæti á listanum. Páll segir að ekki sé búið að ákveða hvenær fundur í fulltrúa- ráðinu verði boðaður til að sam- þykkja framboðslista Samfylkingar- innar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. „Mér sýnist að það geti orðið fljót- lega og dragist ekki lengi. Við tökum okkur þann tíma sem við þurfum,“ sagði Páll, spurður um hvenær hann reiknaði með að boða fulltrúaráðið saman. Hann segir hræringar sem urðu í pólitíkinni í Reykjavík fyrir áramót hafa tafið þetta ferli. „Ég ætla að gefa þessu þann tíma sem þarf.“ Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík Hefur ekki frumkvæði að því að færa menn til EIGENDANEFND Landsvirkjun- ar hefur skilað af sér skýrslu um Kárahnjúkavirkjun og þá arðsemis- útreikninga sem fram hafa farið hjá fyrirtækinu vegna verkefnisins. Nefndin sat á fundi í allan gærdag og lauk störfum seint í gærkvöldi. Skýrslan verður ekki gerð opinber fyrr en að loknum fundum ríkis- stjórnarinnar, borgarráðs Reykja- víkur og stjórnar Landsvirkjunar, sem fram fara í dag. Nefndina skipuðu Friðrik Már Baldursson hagfræðingur, sem er fulltrúi ríkisins, Sigurður Ármann Snævarr borgarhagfræðingur, skip- aður af Reykjavíkurborg, og Arnar Árnason endurskoðandi, sem var fulltrúi Akureyrarbæjar. Nefndinni var ekki ætlað að koma með sjálf- stæða arðsemisútreikninga á Kára- hnjúkavirkjun heldur að fara yfir þá útreikninga sem Landsvirkjun hefur látið gera og kanna forsendur þeirra. Stjórn Landsvirkjunar kemur aft- ur saman á föstudag til að fjalla um hvort forstjóra fyrirtækisins verði gefin heimild til að skrifa undir raf- orkusaminga við Alcoa. Skýrsla eig- endanefndar kynnt eigend- um LV í dag ÞEIR sem greiddu afnotagjald Ríkisútvarpsins með gíróseðli á síðasta ári fengu endurgreitt gjald, sem lagt var á þá vegna kostnaðar, nú í janúar. Þor- steinn Þorsteinsson, forstöðu- maður markaðssviðs RÚV, segir að afnotagjald hvers og eins hafi verið lækkað til sam- ræmis við gírógjald, sem lagt var á hvern gíróseðil, sem send- ur var út. Í áliti umboðsmanns frá því í mars á síðasta ári segir að út- sending gíróseðla til greiðenda afnotagjalda sé liður í því að innheimta lögbundin gjöld. Ef almenningur eigi að standa undir kostnaði vegna þáttar, sem teljist til almenns rekstrar opinberrar stofnunar, þurfi að mæla fyrir slíkri skyldu með sérstakri lagaheimild. Álit frá umboðsmanni Að sögn Þorsteins var hætt að innheimta þetta gírógjald í haust eftir að umboðsmaður Al- þingis komst að þeirri niður- stöðu að það væri ekki heimilt samkvæmt lögum. Þeir sem greiði með gíróseðli í dag fái sendan greiðsluseðil fjórum sinnum á ári og greiði afnota- gjald fyrir þrjá mánuði í senn. Greiðsluseðlarnir séu sendir út í upphafi hvers tímabils en frestur til að greiða gjaldið sé einn og hálfur mánuður. Þann- ig reyni RÚV að mæta þeim, sem kjósa þennan greiðslu- máta, á miðri leið. Ekkert aukagjald er innheimt. Eftir sem áður er afnotagjald þeirra, sem greiða með beingreiðslum eða greiðslukorti, gjaldfært mánaðarlega. Þorsteinn segir að áður hafi greiðsluseðlar verið sendir út á tveggja mánaða fresti. Með þessu nýja fyrirkomulagi dragi úr kostnaði þar sem seðlarnir séu sendir sjaldnar út. Gírógjald RÚV end- urgreitt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.