Morgunblaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Áhrif vetrarhlýinda á garðagróður Plöntur eiga að liggja í dvala NÚ virðast hlýindinsem einkennt hafaveturinn til þessa hafa yfirgefið landsmenn í bili að minnsta kosti. En svo langvinn og mikil voru umrædd hlýindi að garða- gróður var meira og minna vaknaður og byrjaður að gera sig kláran. Morgun- blaðið ræddi þetta ástand við Evu Guðnýju Þorvalds- dóttur, forstöðumann Grasagarðsins í Reykja- vík. –Það er sjálfsagt ekkert nýtt að sjá gróðurinn plat- aðan svona? „Við megum ekki gleyma því að veðurfar á Íslandi er afar breytilegt, það hafa komið hlýinda- og kuldaskeið á síðustu öld- um. Langstærsti hluti plöntuteg- unda sem er í ræktun er af erlend- um uppruna og hefur því ekki aðlagast íslensku veðurfari. Ræktunarsaga okkar er ekki nema rúmlega 100 ára gömul og enn eigum við eftir að sjá hvaða tegundir standast íslenska veðr- áttu. Íslenskar plöntutegundir láta ekki plata sig t.d. birki, ís- lenskar víðitegundir og blóm- plöntur.“ –Hefurðu áður vitað gróðurinn svona langt kominn um hávetur? „Þó að ég hafi ekki séð það, tel ég víst að það sé ekki einsdæmi. Þetta er þó sennilega lengsta hlý- indatímabil í mörg ár miðað við árstíma. Ég hef aldrei áður séð laufgaða reyniblöðku, blómstr- andi fagurfífla (Bellis) og skógar- bláma í blóma um miðjan janúar.“ –Hvað þarf gróður að vera kominn langt til að hætta sé á því að hann skaðist þegar kólnar á ný? „Á þessum tíma er plöntum eig- inlegt að liggja í dvala. Það sem losar um dvalann í plöntum er sambland af hita og birtu sem venjulega gerist á vorin. Sé dval- inn rofinn fyrr, eins og nú er að gerast, er ekki hægt að endur- heimta hann. Brum sem nú eru út- tútnuð eða útsprungin eiga á hættu að eyðileggjast og verður þá ekkert af laufmyndun þeirra síðar. Yfirleitt springa efstu brumin út fyrst og ef þau eyði- leggjast vegna kulda kemur kal og við tölum um toppkal.“ –Verður gróðurinn í hættu núna þegar spáð er kuldakasti? „Eingöngu þær plöntutegundir sem komnar eru af stað verða fyr- ir skemmdum. Plöntuskaðinn verður eflaust mismunandi eftir aldri og uppruna tegundanna. Gömul tré og stórgerðir runnar geta orðið fyrir mismiklu kali en lítil og ung lauftré eru viðkvæm- ari. Því suðlægari sem uppruni tegundarinnar er, því meiri hætta er á ferðum.“ –.Eru ekki sumar plöntur við- kvæmari fyrir svona löguðu en aðrar? Geturðu nefnt dæmi um það? „Ástand einstakra tegunda er mjög mis- munandi, sumar eru al- veg í dvala og brumin fullkomlega lokuð á meðan aðrar tegundir hafa verið að opna brumin. Það eru helst lauftré og runnar sem eru byrjaðir að laufgast, aðallega toppar, misplar, ýmsar tegundir rósa, yllir, reyniblaðka og töfratré sem bæði er blómgað og laufgað.“ –Er alls ekkert frost í jörðu núna? „Frost hefur ekki verið í jörðu síðan í byrjun október. En ég gladdist þegar ég þurfti að skafa rúðurnar á bílnum mínum í gær.“ –Er erfiðara við að eiga að fá hlýindakafla og vaknandi gróður um hávetur en þegar frostakaflar trufla gróðurinn að vori? „Vorið er tvímælalaust við- kvæmasti tíminn fyrir plöntur. Vorhret geta haft alvarlegar af- leiðingar fyrir gróður. Vorhretið 1963 er enn ofarlega í huga fólks, en þá kól hávaxnar aspir niður í rót. Það þarf stundum svo litlar breytingar á veðri til að valda miklum skemmdum. Til dæmis fengum við í fyrra kuldaskeið á viðkvæmum tíma fyrrihluta sum- ars sem varð til þess að nánast all- ar runnakenndar tegundir af rósaætt svo sem rósir, þyrnar, heggur og kirsuber sýndu fá- dæma lélega blómgun um sumar- ið.“ –Kemur svona lagað til með að hafa áhrif á hirðingu gróðurs í sumar, t.d. með tilliti til úðunar o.þ.h.? „Veðrið hefur ekki eingöngu áhrif á plöntur heldur aðrar líf- verur í íslenskri náttúru svo sem skordýr. Núna er talsvert af lif- andi sitkalús á sitkagrenitrjám. Hún leggst ekki í dvala á veturna eins og flest skordýr, en vetrar- kuldinn heldur henni niðri. Svona mildir vetur eins og núna henta henni ákaflega vel og er hætta á afdrifaríkum skemmdum af völd- um hennar, sem lýsa sér í því að eldri barrnálar gulna og falla af. Það sjáum við þó ekki fyrr en með vorinu þegar trén byrja að vaxa.“ –Með frost og snjó í veðurkortunum næstu daga, hvað getur fólk gert fyrir hálfvaknaðan garðagróður sinn? „Það er auðvitað nærtækt að klippa greinarnar af gömlu jóla- trjánum og nota til að skýla lág- vöxnum gróðri. Ef skýla á runn- um eða lágvöxnum trjám má gera skýli úr striga og strengja á granna staura, sem reknir eru í jörðu, en það þarf að hafa snör handtök áður en frystir meira.“ Eva Guðný Þorvaldsdóttir  Eva G. Þorvaldsdóttir er fædd í Reykjavík 1954. Hún er B.Sc. í líffræðingur frá Háskóla Íslands og lauk Cand. Agro. námi frá Landbúnaðarháskólanum í Ási í Noregi 1990. Hefur starfað við Kvennaskólann í Reykjavík, sem endurmenntunarstjóri og kenn- ari Garðyrkjuskóla ríkisins, við gróðurkortagerð á Náttúru- fræðistofnun Íslands. Hún er for- stöðumaður Grasagarðs Reykja- víkur síðan 2000. Maki er Björn Gunnlaugsson, tilraunastjóri Garðyrkjuskóla ríkisins, og eiga þau tvær dætur, Höllu og Hjör- dísi. …og verður þá ekkert af laufmyndun þeirra síðar Útsala 50-70% afsláttur Opnunartími miðvikudag kl. 14-18 • fimmtudag kl. 14-18 og 20-22 föstudag kl. 14-18 • laugardag kl. 11-14 Hlaðhömrum 1 • Grafarvogi • sími 577 4949 Næs Nei, nei, í guðsbænum, Gunnar, ekki með boxhanska. HALLDÓR Blöndal, fyrsti þingmað- ur Norðurlands eystra, segist ekki trúa öðru en að þjónusta Sæfara við Grímsey verði með sama hætti í sum- ar og á síðasta sumri. Hann segist ætla að ræða við samgönguráðherra um kröfur sem gerðar eru um að ferj- unni verði ekki heimilað að flytja nema 12 farþega í einu. Halldór telur einnig óhjákvæmilegt að farið verði að huga að kaupum á nýrri Grímseyj- arferju. Sæfari er skráður sem vöruflutn- ingaskip en ekki farþegaskip. Sam- ræmdar reglur á Evrópska efnahags- svæðinu gera strangar kröfur um öryggi í farþegasiglingum og því eru horfur á að Sæfara verði ekki heim- ilað að sigla með eins marga farþega og hann hefur gert fram að þessu. Halldór Blöndal sagðist hafa kynnt sér þetta mál sl. haust og þá hefði hann verið fullvissaður um að engar breytingar yrðu gerðar og Sæfari myndi geta haldið áætlun með sama hætti á þessu ári og á því síðasta. „Það kemur mér því mikið á óvart ef hætta er á því að skipið geti ekki þjónað eyjunni eins og áður.“ Halldór sagði að margir hefðu lagt leið sína í Grímsey á liðnum árum enda væri gott að koma þangað og fjölmargt að skoða. „Grímseyingar eru að reyna að halda uppi ferðaþjón- ustu og hafa af því tekjur, sem þeim veitir ekki af. Ég álít því nauðsynlegt að þetta mál sé tekið föstum tökum. Ég mun taka þetta mál upp við samgönguráðherra og óska eftir því að það verði sett í sérstaka athugun með Grímseyingum. Ég er í engum vafa um að þetta mál muni leysast, annaðhvort að undanþága fáist eða nýtt skip verði leigt til að halda uppi ferjusiglingum til Grímseyjar. Í framhaldinu er síðan nauðsynlegt að huga að kaupum á nýju skipi,“ sagði Halldór. Halldór Blöndal vill tryggja óbreytta þjónustu ferjunnar Sæfara Huga þarf að nýrri Grímseyjarferju VERIÐ er að ljúka afgreiðslu þeirra vafamála sem komu upp síðasta dag nýliðins árs, þegar fjölda fólks tókst ekki að innleysa fríkortspunkta sína áður en Fríkortið hætti starfsemi sinni um áramótin. Ljóst er að nokkrar fjárhæðir hafa brunnið inni, en þó einkum sökum þess að aldrei var vitjað um þær. Bjarni Ingólfsson framkvæmda- stjóri Fríkortsins segir unnið að því að gera upp við alla þá sem sann- arlega reyndu að komast í gegn á vefverslun fríkortsins á gamlársdag, en tókst það ekki vegna álags. Á annað hundrað fyrirspurnir hafa komið frá fólki sem taldi sig eiga innistæðu vegna uppsafnaðra punkta. Þeir sem ekki sinntu síðasta kalli um að innleysa punktana sína í tæka tíð ná engu út, en Bjarni segir að fjárhæðin sem hafi brunnið inni sé mun lægri en gert var ráð fyrir. Þá fjárhæð vill hann þó ekki gefa upp, um sé að ræða viðskiptaupplýs- ingar. Á hinn bóginn segir Bjarni að á starfstíma Fríkortsins hafi að jafn- aði mikið verið innleyst og sé það ekki sjálfgefið hjá sambærilegum tryggðarkerfum. Fríkortið Ósóttar upp- hæðir ekki gefnar upp SÝSLUMAÐURINN á Hvolsvelli mun nú sjá um að prenta út og senda allar lögreglusektir á land- inu. Er þetta í samræmi við ákvæði í fjárlögum fyrir árið 2003. Á heimasíðu ríkislögreglustjóra kemur fram að frá árinu 1998 hafi embættið séð um að prenta út greiðsluseðla, ítrekanir vegna sekt- arboða og sektargerða sem og við- varana vegna umferðarpunkta fyrir öll lögregluembætti landsins. Sekt- um hefur fjölgað með hverju ári. Á árinu 2002 voru samkvæmt bráða- birgðatölum sendir út 38.299 greiðsluseðlar vegna sekta fyrir umferðarlagabrot og 11.604 ítrek- anir. Allar lögreglu- sektir sendar frá Hvolsvelli ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.