Morgunblaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 22
LISTIR
22 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÞEGAR eitthvert safnanna áÍslandi heldur yfirlitssýn-ingu á verkum eldri mynd-listarmanna þjóðarinnar
kemur ósjaldan upp spurning um
kynjahlutfallið, þar sem konur eru
jafnan í afgerandi minnihluta. Á síð-
ari tímum hefur hlutfallið þó jafnast
út enda hafa mun fleiri konur en
karlmenn verið að sækja myndlist-
arnám undanfarin ár. Í raun hefur
dæmið snúist við ef dæma má aðsókn
í Listaháskóla Íslands þetta árið, en
af 26 nemendum sem skráðir eru á
fyrsta ári eru 2 karlmenn og 24 kon-
ur.
Í bókum um alþjóðlega listasögu
fyrri alda, þ.e. fyrir 20. öldina, er
sjaldgæft að kona sé nefnd á nafn. Þó
hafa þær eins og karlmenn unnið að
myndlist, en í minni mæli sökum
samfélagslegra aðstæðna. Fyrr á
öldum var konum ætlað að vera
heima við og fást við saumaskap á
meðan karlmennirnir fengust við „al-
varlega“ listsköpun. Þó er vitað um
allnokkrar listakonur sem sköpuðu
metnaðarfulla myndlist allt aftur til
15. aldarinnar, en fyrir þann tíma
mannkynssögunnar voru listaverk
sjaldan merkt höfundi og því lítið vit-
að um kyn þeirra sem sköpuðu lista-
verkin. Yfirleitt voru það munkar
sem sáu um myndsköpun á miðöld-
um og því ósennilegt að margar kon-
ur hafi verið að skapa myndlist í þá
daga.
Í byrjun 20. aldarinnar þegar hlut-
verk myndlistar var óskilgreint urðu
konur meira áberandi í myndlist
enda höfðu margar þeirra, svo sem
Sophie Tauper, Sonia Delaunay,
Meret Oppenheim, Louise Nevelson
og Georgia ÓKeefe, mótandi áhrif á
stefnur myndlistarinnar.
Enn voru þær þó í miklum minni-
hluta og féllu oft í skuggann af körl-
unum eins og listakonurnar Lee
Krasner og Elaine de Kooning eru
gott dæmi um, en þær voru eig-
inkonur listamannanna Jackson Poll-
ock og Willem de Kooning og voru
ósýnilegar í myndlistarheiminum
þangað til eiginmenn þeirra voru
látnir. Þá fyrst fór eitthvað að bera á
verkum eiginkvennanna.
Á áttunda áratugnum var femínísk
umræða farin að hafa umtalsverð
áhrif á listsköpun kvenna og mynd-
uðust hópar eins og LACWA (Los
Angeles Council of Women Artists),
WEB (West-East Bag) og WCA
(Womeńs Caucus for Art) sem börð-
ust fyrir jafnrétti listakvenna. Á ní-
unda áratugnum fór myndlist-
arheimurinn loks að meðtaka
femíníska list og listakonur sem
unnu verk um ímyndir og samfélags-
stöðu kvenna, eins og Cindy Sherm-
an og Barbara Kruger, urðu áber-
andi í myndlistarumræðu bæði hjá
konum og körlum.
Ein listakonan sem þá var hvað
mest í umræðunni var franski skúlp-
túristinn Louise Bourgeois, en hún
hafði verið leiðandi í femínískri
myndlist í um fjóra áratugi án þess
að hljóta þá athygli sem henni bar.
Louise Bourgeois hafði flust til New
York skömmu fyrir síðari heims-
styrjöldina og starfaði þar að list-
sköpun. Árið 1947 sýndi hún málverk
og teikningar þar í borg sem hún
nefndi „Femme maison“ (Konu hús).
Myndirnar sýndu líkama kvenna
með hús í stað höfuðs og voru þær
dæmdar sem súrrealísk verk.
En Bourgeois var ekki upptekin af
hugmyndum súrrealistanna heldur
var hún að velta fyrir sér stöðu
kvenna í samfélaginu og í listum.
Hún sagði konur vera fanga heimilis-
ins og að helsta togstreita lista-
kvenna væri á milli listsköpunnar og
heimilishalds. „Femme maison“ eru
fyrstu verkin þar sem hún tekur
meðvitað fyrir femínísk málefni og
marka þau tímamót í listþróun henn-
ar sem og í femínískri myndlist.
Sama ár og hún sýndi „Femme mais-
on“ fór Bourgeois að vinna í skúlptúr
og hefur hún haldið sig við þrívíða
list æ síðan. Tvö form hafa verið
áberandi í verkum hennar. Ann-
arsvegar fallískt form reðursins og
hinsvegar belgform sem ýmist
minna á brjóst eða þungun. Und-
anfarið hefur fígúran verið að koma
aftur í ljós í verkunum. Á Docu-
menta-sýningunni í Þýskalandi síð-
astliðið sumar sýndi hún m.a. fígúra-
tífa skúlptúra úr taui sem hún læsti í
búri.
Verkin nefndi hún „Klefar“ og eru,
eins og flest hennar verk, byggð á
óuppgerðum tilfinningum listakon-
unnar og æskuminningum. Að því
leyti er Bourgeois frábrugðin flest-
um listamönnum af sinni kynslóð
sem yfirleitt leituðu í dulspeki og
spíritisma. Hún notar sitt eigið líf til
að fjalla um mannlega þætti. Bour-
geois verður 92 ára gömul á árinu.
Hún er á meðal áhrifamestu skúlp-
túrista 20. aldarinnar og er enn starf-
andi og afkastamikil listakona.
Louise Bourgeois
og femínisminn
Eftir Jón B.K. Ransu
Konuhús, olíumálverk frá árinu
1947.
Louise Bourgeois með skúlptúr undir hendi árið 1982.
Verkið Klefi XVIII (portrett) frá
árinu 2000 byggist á æskuminn-
ingum listakonunnar.
Höfundur er myndlistargagnrýnandi
á Morgunblaðinu.
ENGUM þeim sem til Skálholts
koma dylst það sérstaka andrúms-
loft sem þar ríkir. Helgi staðarins
verður varla útskýrð með orðum
en einstök staðsetning Skálholts,
hið fallega guðshús og síðast en
ekki síst áhrifamikil altaristafla,
Kristsmynd Nínu Tryggvadóttur,
lætur engan ósnortinn.
Um árabil hefur
Skálholtsstaður verið
mikilvæg miðstöð tón-
listarlífs á Suðurlandi.
Auk blómlegrar tón-
listarstarfsemi sem
tengd er kirkjuhaldinu
að Skálholti hafa þar
verið haldnar árvissar
tónlistarhátíðir að
sumarlagi, Sumartón-
leikar í Skálholti, en
aðal hvatamaður og
skipuleggjandi þessar-
ar tónlistarhátíðar hef-
ur verið Helga Ingólfs-
dóttir semballeikari.
Tónleikahaldið hefur
einnig leitt af sér
fjölda hljóðritana bæði
á gamalli og ekki síður
nýrri tónlist, sem þá oftar en ekki
hefur verið samin fyrir tilstilli
Sumartónleikanna.
Skálholtsmessa Hróðmars Inga
Sigurbjörnssonar var samin árið
2000 að beiðni Helgu Ingólfsdóttur
fyrir Sumartónleika í Skálholti og
hefur Smekkleysa nú gefið verkið
út í hljóðritun í fyrsta sinn.
Tónskáldið segir svo frá tilurð
verksins í meðfylgjandi bæklingi
að hann hafi langað til að semja
hefðbundna messu en viljað, að
gefnu tilefni, tengja hana Skál-
holtsstað sérstaklega. Því hafi
hann, í bland við latneskan messu-
texta, notast við íslenska sálma úr
fornum sálmabókum og í stað hins
hefðbundna Credos hafi hann not-
að latneska þýðingu á trúarjátn-
ingu Martins Luthers.
Eini hluti verksins sem er ekki
frumsaminn af Hróðmari Inga er
lokakaflinn, Epilogus: Beata nobis
gaudia, sem kemur úr skólakveri
Skálholtsskóla frá 17. öld. Tón-
skáldið hefur hér gert sérlega fal-
lega útsetningu á sálminum fyrir
kammersveit og söngraddir.
Tónsmíðastíll Hróðmars Inga er
persónulegur og nokkuð auðþekkj-
anlegur. Tónvefurinn í Skálholts-
messu er gegnsær og skýr og tón-
málið algerlega án tilgerðar, engar
brellur notaðar til að villa hlust-
endum sýn. Hróðmar Ingi gerir
sér far um að koma skilaboðum
tónlistarinnar á framfæri á auð-
skiljanlegan hátt og er ekki ein-
göngu að semja fyrir þröngan hóp
fagfólks sem hefur ómældan tíma
og þolinmæði. Þessi tónlist nær til
okkar allra því hér ríkir látleysið
og einlægnin. Varla verður sagt að
í Skálholtsmessu kveði við sérstak-
an, íslenskan tón nema þá helst í
hinu fallega Agnus Dei þar sem
hending úr Ísland farsælda Frón
kemur sterkt fram.
Verkið gæti hafa verið samið
hvar sem er og t.d. í hressilegum,
nýklassískum Gloríu-kaflanum er
ekki laust við að Stravinsky komi
upp í hugann.
Í verkinu lítur Hróðmar Ingi því
bæði til tónmáls fyrri alda og
seinni tíma. Yfirbragðið kann að
vera „nútímalegt“ á yfirborðinu en
messan stendur þó á traustum fót-
um í evrópskri tónlistarhefð lið-
inna alda.
Hljóðfæraleikurinn í Skálholts-
messu er hér fluttur af Caput-
hópnum sem bætir hér við enn
einni rós í hnappagat
sitt. Flutningur
þeirra er í alla staði
til fyrirmyndar hér
sem endranær. Ein-
söngvarahópurinn er
traustur, en hann
skipa þau Marta
Guðrún Halldórs-
dóttir, Benedikt Ing-
ólfsson og Finnur
Bjarnason. Hlutverk
þeirra er að mörgu
leyti vandasamt en
þau skila sínu á óað-
finnanlegan hátt.
Ekki fer á milli mála
að innblásin stjórn
Gunnsteins Ólafsson-
ar hefur skilað sér í
tónlistarflutningi á
heilsteyptu verki sem
gengur hér fullkomlega upp.
Að lokum skal Smekkleysu hrós-
að fyrir fallegan frágang á umbúð-
um en hönnun þeirra er skrifuð á
aðila sem í bæklingi er nefndur
Goddur.
Á þessum nýjustu og verstu tím-
um hins tæknivædda tónlistar-
þjófnaðar fer að skipta miklu máli
hvernig gengið er frá vöru sem
þessari. Geisladiska þarf að gera
þannig úr garði að þeir séu ekki
eingöngu ákveðinn mínútufjöldi af
tiltekinni tónlist heldur einnig fal-
legur gripur sem gott er að hand-
fjatla og gaman er að eiga.
Og víst er þessi nýi geisladiskur
með Skálholtsmessu Hróðmars
Inga Sigurbjörnssonar góð eign
hvort sem litið er til innihalds eða
útlits.
Ein fögur
söngvísa
TÓNLIST
Geislaplötur
Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson: Skálholts-
messa fyrir sópran, tenór, bassa og
kammersveit. Söngur: Marta Guðrún
Halldórsdóttir (sópran), Finnur Bjarna-
son (tenór), Benedikt Ingólfsson (bassi).
Hljóðfæraleikur: CAPUT-hópurinn. Stjórn-
andi: Gunnsteinn Ólafsson. Upptaka,
hljóðblöndun og eftirvinnsla: Sveinn
Kjartansson, Stafræna upptökufélagið
ehf., september 2001. Útgefandi:
Smekkleysa SMK25, 2002.
SKÁLHOLTSMESSA
Valdemar Pálsson
Hróðmar Ingi
Sigurbjörnsson
Skaftfell, menningar-
miðstöð á Seyðisfirði
Sýning Rúríar ,,Tímans
rás“ er framlengd til 27. jan-
úar. Sýningin er opin alla
daga kl. 13–17.
Lesa má um sýninguna á
www.sfk.is/skaftf-menn-
midst.htm.
Sýning
framlengd
SÝNING á ljósmyndum Ragnars Th. Sigurðs-
sonar verður opnuð í Norðurlandahúsinu í Þórs-
höfn í Færeyjum á laugardag og mun hún standa
í u.þ.b. mánuð. Þar verða 48 ljósmyndir af fólki,
menningu og náttúru landanna þriggja á Vest-
norræna-svæðinu þ.e. Grænlands, Færeyja og Ís-
lands. Texta á sýningarbækling skrifar Ari
Trausti Guðmundsson rithöfundur og jarðeðl-
isfræðingur.
Myndirnar eru allar úr ferðum þeirra beggja
um norðurheimskautssvæðið og útnorðrið og er
þeim komið fyrir í 16 þriggja mynda röðum þar
sem ein mynd frá hverju landi lýtur að tilteknu
þema og er þeim ætlað að kynna löndin innbyrðis.
Sýningin verður sett upp í Reykjavík á vori
komanda og fer þaðan í Norræna húsið (Katuaq) í
Nuuk á Grænlandi í haust.
Ragnar Th. og Ari Trausti hlutu styrki frá
Samstarfsnefnd vestnorrænu höfuðborganna og
SAMIK (samstarfsnefnd um aukin samskipti og
ferðaþjónustu Grænlendinga og Íslendinga).
Íslensk farand-
sýning í þremur
löndum
Ein myndaraða Ragnars Th. Sigurðssonar.