Morgunblaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 11 Á ÞESSU ári er ráðgert að bjóða út gerð fimm þvergarða til að verjast snjóflóðum fyrir ofan Siglufjörð. Ver- ið er að leggja lokahönd á hönnun þeirra svo útboð geti farið fram eftir rúmlega mánuð samkvæmt upplýs- ingum frá umhverfisráðuneytinu. Áætlað er að verkefnið taki allt að fjögur ár. Á Bolungarvík er búið að hanna varnarframkvæmdir til útboðs. Áætl- aðar eru miklar framkvæmdir á þessu ári en á síðasta ári drógust þær vegna ágreinings um uppkaup á íbúð- arhúsum. Sveitarfélagið hefur áform- að að fara með málið fyrir dómstóla. Ágreiningurinn gæti komið í veg fyr- ir að framkvæmdir hefjist í ár. Á Seyðisfirði er verið að leggja lokahönd á undirbúning vegna bygg- ingar þvergarða uppi á Brún. Gert er ráð fyrir að sá garður rísi á næstu tveimur árum. Frumathugun vegna byggingar stoðvirkis efst í fjallinu fyrir ofan Neskaupstað og þvergarða á láglendi lýkur á þessu ári. Bygging virkisins, sem gert er úr stálgirðingu og á að stöðva snjóflóð við upptök þess efst í fjallinu, er á framkvæmdaáætlun næsta árs. Þau varnarvirki koma til viðbóta þeim sem þegar hafa verið reist. Mörgum verkefnum lauk í fyrra Á síðasta ári lauk framkvæmdum við verndun byggða á Súðavík, Flat- eyri og fyrsta áfanga í Neskaupstað. Uppgræðslu við varnargarða á Siglu- firði, sem byggðir voru 1998, lauk einnig á síðasta ári. Lokið var við byggingu minni háttar mannvirkis á Breiðdalsvík og vegur að Brún á Seyðisfirði var lagður, sem notaður verður við byggingu varnarvirkis. Gengið var frá og staðfest hættu- mat fyrir Ísafjörð í fyrra. Í Selja- landshlíð er gert ráð fyrir leiðigarði. Sveitarstjórnin vinnur núna að gerð aðgerðaráætlunar sem lögð verður fyrir stjórn ofanflóðasjóðs til sam- þykktar. Framkvæmdir við leiðigarð í Seljalandshlíð hafa verið á áætlun um nokkurt skeið en sveitastjórnum er í sjálfsvald sett hvenær fram- kvæmdir hefjast. Ýmsar rannsóknir og hættumöt voru líka gerð á síðasta ári. Lokið var við hættumat fyrir Seyðisfjörð, Siglufjörð, Neskaupstað og Ísafjörð. Kynnt var hættumat fyrir Bolungar- vík en það hefur ekki enn verið stað- fest. Þá er verið að undirbúa hættu- mat fyrir marga aðra staði, að sögn Smára Þorvaldssonar, deildarstjóra mannvirkjadeildar umhverfisráðu- neytisins. Tveir milljarðar á næstu árum „Frá því að hættumat hefur verið staðfest af ráðherra hefur sveitarfé- lag sex mánuði til að leggja fram að- gerðaráætlun. Þar er lagt mat á þá hættu sem fólk í íbúðarhúsnæði býr við. Það er flokkað í A, B og C. Ef hús eru á hættusvæði C þá ber sveitarfé- lagi annaðhvort að grípa til varnarað- gerða eða uppkaupa á húsnæðinu,“ segir Smári. Hann segir að nákvæm fram- kvæmdaáætlun fyrir þetta ár liggi ekki enn fyrir. Búast megi við að fyr- irhugaðar framkvæmdir, sem ráðist verði í, kosti ofanflóðasjóð um tvo milljarða króna. Sá kostnaður dreif- ist yfir nokkur ár. Á árinu 2001 hafi kostnaður sjóðsins verið um 400 milljónir króna. Hann var nokkuð lægri í fyrra vegna minni fram- kvæmda en ekki er búið að taka sam- an allan þann kostnað sem féll til. „Fyrirsjáanlegt er að kostnaður sjóðsins verði meiri á allra næstu ár- um,“ segir Smári. Yfirstjórn til umhverfisráðuneytis Yfirstjórn ofanflóðamála var færð til umhverfisráðuneytisins í ársbyrj- un 1996 þar sem leitast var við að vald og ábyrgð innan málaflokksins færi saman. Veðurstofu Íslands var falið aukið eftirlits- og ábyrgðarhlut- verk t.d. hvað varðar rannsóknir, for- varnir og rýmingar vegna yfirvofandi hættu. Ný ofanflóðanefnd tók til starfa og sett voru lög um verkefni og hlutverk hennar árið 1997. Ofanflóðanefnd hefur gegnt lykil- hlutverki í uppbyggingu snjóflóða- mannvirkja síðan. Nefndin fjallar um og tekur afstöðu til tillagna sveitar- stjórna um gerð varnarvirkja á hættusvæðum. Sveitastjórnir eru einnig ábyrgar fyrir framkvæmd til- lagna sem samþykktar hafa verið af ofanflóðanefnd. Það snýr að fram- kvæmdum við byggingu og viðhaldi varnarvirkja, uppkaupum húseigna eða flutningi þeirra á öruggt svæði og eignarnámi ef ekki semst um kaup húseigna eða annarra verðmæta. Ofanflóðanefnd fjallar síðan um til- lögur er lúta að kaupum eða flutningi húseigna eða annarra verðmæta í stað þess að reisa varnarvirki eða beita öðrum varnaraðgerðum. Auk þess leggur ofanflóðanefnd tillögur fyrir umhverfisráðherra um fjár- stuðning úr Ofanflóðasjóði til bygg- ingar snjóflóðavarna. Þá fyrst öðlast ákvarðanir nefndarinnar gildi eftir að ráðherra hefur samþykkt þær. Ofanflóðasjóður efldur Eftir að ný ofanflóðanefnd var stofnuð var ofanflóðasjóður efldur fjárhagslega. Hafist var handa við að byggja snjóflóðaeftirlitskerfi frá grunni. Gerð hafa verið nákvæm starfræn kort af fjöllum ofan þeirra byggða sem búa við ógn af flóðum, rýmingaráætlanir hafa verið gerðar og átak í rannsóknum og þróun varð- andi gerð hættumats. Frá árinu 1996 hefur verið lokið við varnarvirki á Siglufirði. Þau saman- standa af leiðigörðum undir Strengs- giljum og Jörundarskál, sem eru meginsnjóflóðafarvegirnir í firðinum. Á Flateyri hafa verið byggðir tveir leiðigarðar undir Skollahvilft og Innra-Bæjargil. Þeir eru 15 og 20 metra háir og á milli þeirra er tíu metra hár þvergarður. Lokið er við byggingu varnarvirkja á upptaka- svæðum snjóflóða fyrir ofan Nes- kaupstað. Einnig hefur verið byggð- ur 400 metra langur þvergarður. Fyrir ofan hann eru þrettán keilur staðsettar, sem eiga að draga úr afli snjóflóðsins áður en það skellur á þvergarðinum, sem stöðvar flóðin. Smári Þorvaldsson, deildarstjóri mannvirkjadeildar umhverfisráðu- neytisins, segir að samkvæmt fram- kvæmdaáætlun eigi að vera búið að ljúka við brýnustu aðgerðirnar á árinu 2010. Í henni er gert ráð fyrir að heildarkostnaður aðgerða frá árinu 1996, til að tryggja öryggi fólks á hættusvæðum snjóflóða, nemi um átta milljörðum króna. Ráðgert að bjóða út þvergarða við Siglufjörð Áætlað er að kostnaður ofanflóðasjóðs við vernd- un byggðar vegna snjó- flóðahættu verði um tveir milljarðar á næstu árum. Síðustu tvö ár hef- ur verið lokið við und- irbúning og rannsóknir víðs vegar um landið. Fá varnarmannvirki hafa hins vegar verið byggð á þessum tíma. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Snjóflóðamannvirki í Neskaupstað voru formlega vígð í september í fyrra. Á næstu mánuðum lýkur frumathugun vegna byggingar stoðvirkis við fjallstoppinn og þvergarða á láglendi. ÞÓRÐUR Halldórsson frá Dagverðará lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, föstudaginn 10. janúar síðastliðinn, 97 ára að aldri. Þórður fæddist í Bjarnarfosskoti í Stað- arsveit á Snæfellsnesi 25. nóvember 1905 og ólst þar upp og á Tröð- um. Foreldrar hans voru Halldór Jónsson bóndi og Ingiríður Bjarnadótt- ir. Þórður var bóndi í Staðarsveit og síðar á Dagverðará í Breiðuvíkurhreppi en stundaði einnig sjómennsku um áratugaskeið og sinnti mörgum öðrum störfum. Þórður var þekkt refaskytta og af- kastamikill listmálari en hann hélt fjölmargar einkasýn- ingar. Hann var rithöf- undur og gaf meðal annars út ljóðabæk- urnar Er allt sem sýn- ist (1954) og Ennþá dugar rímað stefið (1991). Bækurnar Mannleg náttúra undir Jökli (1973) og Náttúr- an er söm við sig undir Jökli (1974) eru eftir hann og Loft Guð- mundsson. Þá er hann ásamt Haraldi Inga Haraldssyni höfundur að bókinni Set- ið á svalþúfu, handbók fyrir veiðiþjófa (1989). Þórður var ógiftur og barnlaus en systir hans, Helga Halldórsdóttir, lést 1991. Andlát ÞÓRÐUR HALLDÓRSSON BORGARAFUNDUR helgaður Kárahnjúkum verður haldinn í Borgarleikhúsinu í kvöld og hefst hann kl. 20.30. Yfirskrift fund- arins er „Leggjum ekki landið undir“. Á fundinum koma fram fjöl- margir listamenn auk þess sem sýndar verða ljósmyndir frá Kárahnjúkasvæðinu eftir Jóhann Ísberg. Sérstakur gestur fund- arins er Lloyd Austin, fram- kvæmdastjóri Konunglega breska fuglaverndarfélagsins. Þá verður heimsfrumsýning á myndinni „Fimmta árstíðin“ eftir Einar Magnús Magnússon sem framleidd er af Saga Film og Sig- ur Rós. Sigur Rós semur tónlist- ina og mun leika hana fyrir gesti meðan á sýningunni stendur. Myndin fjallar á ljóðrænan hátt með mynd og tónum um samspil manns og ósnortinnar náttúru. Í myndinni sjást m.a. myndskeið sem tekin voru af Fögruhverum á þeim tímapunkti þegar þeim var sökkt undir lón. Borgarafundur um Kárahnjúka í Borg- arleikhúsinu í kvöld Frumsýn- ing með undirleik Sigur Rósar bending um að eftirlit þurfi að hafa með fullorðinstönnum viðkomandi einstaklings. Íslenskir unglingar eru líka í áhættuhópi þar sem slæmar neysluvenjur virðast fremur regla en ekki undantekn- ing að mati landlæknis. Tilmælin eru unnin af nýstofnaðri Miðstöð tann- verndar, sem aðsetur hefur í Heilsuverndarstöðinni, í samvinnu við Landlæknisembættið. AÐ MATI landlæknis er notkun svokallaðra flúorauka ekki nauðsynleg nema ef tannátutíðni er há eða aukin hætta er á tannátu. Flúorauki er notaður til að auka flúorstyrk í munnholi. Hægt er að lakka hann á tenn- ur, nota flúorskol, töflur eða tyggjó. Samkvæmt tilmælum landlæknis er nægjanlegt að bursta tennurnar með flúortannkremi tvisvar á dag. Ekki er mælt með að munnurinn sé skolaður eftir tannburstun. Þannig virki flúorinn í tannkreminu lengur til varnar. Lágur en stöðugur flúorstyrkur í munnholi sé nauðsynlegur til að viðhalda heilbrigði tanna. Í hópum þar sem tannáta er tíð er notkun flúor- auka talin nauðsynleg. Ekki er talið auðvelt að skil- greina slíka hópa en tannáta í barnatönnum sé vís- Nóg að bursta tennurnar með flúor- tannkremi Morgunblaðið/Jim Smart RÚM 64% eru fylgjandi Kára- hnjúkavirkjun og að álver rísi í Reyðarfirði samkvæmt skoðana- könnun Fréttablaðsins. 35,6% voru andvígir virkjun og álveri. Þessi niðurstaða fæst ef einungis er horft til þeirra sem tóku af- stöðu, sem voru tæp 85% að- spurðra. Fylgið er meira út á landi, þar sem þrír af hverjum fjórum styðja virkjun og álver, en á suðvestur- horninu. Mestur stuðningur er meðal Framsóknarmanna eða tæp 84%. Minnsti stuðningur er meðal stuðningsmanna Vinstri grænna eða 20% samkvæmt þessari könn- un Fréttablaðsins. Hringt var í 600 manns og skipt- ust þeir jafnt á milli kynja og hlut- fallslega eftir kjördæmum miðað við áætlaðan fjölda á kjörskrá. Meirihluti fylgjandi virkjun og álveri ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.