Morgunblaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 6
Davíð Oddsson forsætisráðherra ávarpar stofnfund Íslenska verslunarráðsins í Japan sem fram fór í sendiráði Íslands í Tókýó í gær. UM þrjátíu og fimm aðilar sóttu stofnfund Íslenska verslunarráðsins í Japan, sem fram fór í íslenska sendi- ráðinu í gær. Þetta var fólk í japönsku viðskiptalífi sem hafa ýmist verið í viðskiptum með íslenska vöru og þjónustu eða hafa hug á því, auk þess að vilja örva samskipti þjóðanna. Dr. Eyþór Eyjólfsson var kjörinn forseti verslunarráðsins og með honum í stjórn fjórir japanskir framkvæmda- menn úr ólíkum sviðum viðskiptalífs- ins. Í ávarpi sínu við stofnun Íslenska verslunarráðsins í Japan í gær, sagði Ingimundur Sigfússon sendiherra viðtökurnar og áhugann fyrir hinu nýja verslunarráði hafa farið fram úr sínum björtustu vonum og enn og aft- ur sýnt fram á sterk tengsl og vináttu milli þjóðanna. Um þrjátíu og fimm stofnendur voru mættir á fundinn, auk heiðursgestsins, Davíðs Oddsson- ar forsætisráðherra, en opinber heim- sókn hans til Japans hófst í gær. Í ræðu sinni reifaði Davíð ástand viðskipta- og efnahagsmála á Íslandi. Hann greindi frá því hvernig þjóðin hefði á liðinni öld brotist frá örbirgð og byggi nú við einhverja mestu vel- megun sem þekkist meðal þjóða heimsins. Fiskveiðar væru enn horn- steinn að samfélaginu en þjóðin ætti aðrar auðlindir, eins og í endurnýj- anlegri orku, og hlutur álframleiðslu væri mjög vaxandi þáttur í verð- mætasköpun. Þá sagði Davíð meðal annars frá þróun einkavæðingar rík- isstofnana síðasta áratug og frá sam- starfi Íslands og þjóða, eins og innan NATÓ og EES, auk þess sem hann útskýrði hvers vegna það kæmi Ís- landi vel að standa utan Evrópusam- bandsins. Eftir að forsætisráðherra hafði lýst opinberlega yfir stofnun Íslenska verslunarráðsins í Japan, lagði Ingi- mundur Sigfússon fram tillögu um skipan stjórnar, sem var samþykkt með lófataki. Formaður stjórnarinnar er dr. Ey- þór Eyjólfsson, heiðurskonsúll Ís- lands í Japan og forstjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu, K.K. Viking. Auk hans sitja í stjórninni Kanji Ohasi, stjórn- arformaður Grand Hyatt hótelsins í Tókýó, Sadahiko Hir- ose, stjórnarformaður @ Net.Home sem er vel þekkt fyrirtæki í dreif- ingu sjónvarpsefnis á breiðbandi, Keijiro Dohi, forseti Nishikawa Dori sem flytur inn æð- ardún frá Íslandi og Hi- roshi Suzuki, varafor- seti fyrirtækisins Nichiro sem er vel þekkt í matvælaiðnaði í Japan og hefur keypt ís- lenskar sjávarafurðir um árabil. Eyþór segir fyrsta tilgang verslunarráðs- ins vera að nýta þau sambönd sem stofnað hefur verið til af hálfu sendi- ráðsins síðan það tók til starfa. „Í öðru lagi er að koma áfram til félag- anna þeim upplýsingum sem sendi- ráðið og menn sem eru í viðskiptum búa yfir. Í þriðja lagi er mjög virkt samstarf milli evr- ópskra verslunarráða og við munum starfa með þeim félagsskap. Hann hefur oft beitt sér hér til að koma vörum inn á Japansmarkað, til að lækka tolla og svo framvegis. Það mun gera Íslendingum auð- veldara við að selja sín- ar vörur hérna. Í fjórða lagi er það síðan að að- stoða þá sem eru að koma hingað að halda fyrirlestra og kynna vörur, og að kynna Ísland almennt.“ Eyþór hefur reynslu af starfi Norska verslunarráðsins í Japan, en hann var varaformaður þess og síðan formaður á árunum 1996 til 2000. Hann segir árangur starfs þess hafa verið augljósan. „Norðmenn hafa samt mun stærra sendiráð en við og meiri peninga til að kynna vörur sínar og ferðamennsku en það gerir þetta nýja verslunarráð okkar enn mikil- vægara fyrir bragðið. Ég efast ekki um að þetta ráð muni skila árangri og þess vegna var líka mjög mikilvægt að fá góða menn í stjórnina.“ Góð viðbrögð Þetta er í annað skipti sem Ingi- mundur Sigfússon er viðriðinn stofn- un íslensks verslunarráðs erlendis, því skömmu eftir að hann kom sem sendiherra til Þýskalands, árið 1995, var stofnað íslenskt verslunarráð þar í landi. „Við erum í mjög góðu samstarfi við Verslunarráð Íslands og það er af- skaplega mikilvægt,“ segir Ingi- mundur. „Það var gott tækifæri að stofna verslunarráðið núna fyrst for- sætisráðherra var að koma í heim- sókn hingað. Viðbrögð forsvars- manna fyrirtækja voru miklum mun betri en við höfðum þorað að vona.“ Ingimundur segir stofnendurna vera fólk sem kemur víða að og hefur margt sýnt Íslandi mikinn áhuga. „Það hefur verið ánægjulegt að stofna til kynna við áhugaverða aðila hér í landi, margir þeirra taka þátt í stofn- un ráðsins. Um leið og Japanir fá að vita meira um Ísland verða þeir áhugasamir, enda eiga þessar þjóðir svo margt sameiginlegt. Hvorart- veggja eru eyjaskeggjar, báðar þjóðir þurfa að vernda lífríkið í hafinu í kringum sig, eru upp á náttúruna komnar, báðar þjóðir hafa heitt vatn og eldfjöll. Á margan hátt eigum við ekki ósvipaða menningu; við eigum Íslendingasögurnar og þeir hafa sínar fornu listir. Þetta er allt mjög þýðing- armikið í þessum samskiptum. Verslunarráðið mun verða mjög mikilvægur vettvangur á sviði við- skipta milli þjóðanna. Sendiráðið er fámennt en verslunarráðið og sendi- ráðið geta stutt við hvort annað og komið fleiru í framkvæmd en ella. Verslunarráðið mun koma að allskyns hlutum. Þetta er svo blandaður hóp- ur, menn með ólík starfssvið og áhugamál. Vissulega vona ég að hægt verði að koma á miklu meiri sam- skiptum milli þjóðanna. Ekki bara í sambandi við viðskipti heldur líka hvers kyns menningarsamskipti og sýningar, til dæmis á íslenskum vörum og iðnaði. Ég er þeirrar skoð- unar að menningin leiði af sér við- skipti, öflug menningarsamskipti eru gífurlega mikilvæg.“ Mikill áhugi fyrir ís- lensku verslunarráði Morgunblaðið/Einar Falur Ingimundur Sigfússon Davíð Oddsson lýsti op- inberlega yfir stofnun Íslenska verslunarráðs- ins í Japan við athöfn í Tókýó í gær. Einar Fal- ur Ingólfsson fylgdist með fundinum. efi@mbl.is IKEBANA er heitið á japönsku listformi sem Íslendingar kalla blómaskreytingar. Í Japan er ikebana meira en skreyting; það er göfug listgrein þar sem árstíðin er túlkuð með þeim plöntum sem eru í blóma á hverjum tíma. Auk þess hafa margar plantnanna ríka tákn- ræna merkingu. Þannig standa nú á nýju ári í flestum stofnunum og fyr- irtækjum í Japan skreytingar með furu- greinum og bamb- usstilkum, sem boða langlífi og vel- megun. Á fyrsta degi opinberrar heim- sóknar Davíðs Oddssonar og eig- inkonu hans, Ástríðar Thorarensen, til Japans fengu Ástríður og Val- gerður Valsdóttir, sendiherrafrú, sýningu og leiðsögn í ikebana í Oh- ara-skólanum í Tókýó. Þetta er einn virtasti skóli sinnar tegundar, stofn- aður fyrir meira en 200 árum og við stofnandann er kennd ein helsta tegund blómaskreytinga. „Í japönskum blómaskreytingum er grundvallaratriði að hafa enga miðlægni,“ útskýrði Haruyo Jiuk- uchi um leið og hún mundaði klipp- ur og raðaði saman furugreinum, orkídeum, kamillu- og sinn- epsblómum, sírenum og fleiri plöntum sem nú blómstra í Japan. Hún setti saman þrenns konar skreytingar, þær stærstu eiga að vera eins og málverk sem sýna eft- irmynd náttúrunnar. „Í skreytingum verður að vera efni og innihald,“ sagði hún og að- stoðaði Ástríði við að gera fallega skreytingu með orkídeu, sírenu og sinnepsblómum. Þegar Ástríður dáðist að ilmi plómublóma sem Haruyo notaði hló hún og sagði: „Hér skiptir ilmurinn ekki máli. Það er útlitið eitt sem við dáumst að.“ Skreytingar sem boða langlífi og velmegun Ástríður Thorarensen, eiginkona Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra, og Valgerður Valsdóttir, sendiherrafrú, fá tilsögn í fornum skóla í Tókýó sem kennir ikebana, blómaskreytingar. Það er forn japönsk list sem enn er í hávegum höfð. Morgunblaðið/Einar Falur FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ LÖGREGLUMENN sættu of- beldi 81 sinnum á árinu 2001 samkvæmt úttekt ríkislög- reglustjóra og telst fjöldi mál- anna nokkuð færri en árið á undan. Algengast er að ráðist sé á lögreglumenn í kjölfar þess að fyrirmælum þeirra er ekki hlýtt en sú var raunin í 60% til- vika. Í 20% tilvika var um að ræða fyrirvaralausar árásir á lögreglumenn og í tæplega 10% tilvika voru þeir hindraðir í starfi. Þá var þeim hótað í 6% tilvika og í 4% tilvika var um aðrar orsakir að ræða. Í umræddu 81 máli voru 98 einstaklingar kærðir, 82 karlar og 16 konur. Lögreglumenn hlutu meiðsl 50 sinnum, þar af voru sextán þeirra kýldir, ellefu bitnir, sparkað í níu og átta slösuðust í átökum við handtekna menn, þrír voru skallaðir í andlit og jafnmargir hlutu meiðsl þegar vopnum var beitt. Til að sýna dæmi um hvernig ofbeldi brýst út gegn lögregl- unni í daglegum störfum henn- ar er birt eftirfarandi frásögn af heimasíðu lögreglunnar: Ungur piltur sparkaði í andlit lögreglumanns Lögreglumenn voru sendir að skóla vegna rúðubrota, sem unglingsdrengir voru grunaðir um. Þeir voru einnig grunaðir um að hafa ráðist að manni í hverfinu. Lögreglumennirnir fundu piltana og þurfti nokkur átök við handtöku þeirra. Þeg- ar lögreglumaður var með einn drengjanna í tökum og var að færa hann í handjárn kom 15 ára gamall piltur og sparkaði í andlit lögreglumannsins. Pilt- urinn komst undan á hlaupum en borgarar hlupu á eftir hon- um og sáu til hans þar sem hann hoppaði niður af háum bakka og fótbrotnaði við það. Pilturinn var fluttur á slysa- deild vegna áverkanna. Sama var með lögreglumanninn, en hann hlaut heilahristing og yf- irborðsáverka á enni. Gleraugu hans brotnuðu og föt rifnuðu. Pilturinn var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Í málaskrá lögreglu eru um- rædd brot flokkuð sem brot gegn valdstjórninni. Hámarks- refsing getur numið allt að sex og átta ára fangelsi. Lögreglumenn voru 81 sinni beittir of- beldi í starfi árið 2001 Sextán kýldir og ellefu bitnir ÖKUMAÐUR fólksbifreiðar var fluttur með sjúkrabifreið á Land- spítala–háskólasjúkrahús eftir harð- an árekstur við dráttarbifreið á Suð- urlandsvegi skammt vestan Þjórsár í gær. Áreksturinn varð um kl. 13 og að sögn lögreglunnar á Selfossi voru til- drögin þau að fólksbifreiðinni var ek- ið út á Suðurlandsveg af afleggjara upp að Urriðafossi og lenti framan á dráttarbifreiðinni sem kom aðvífandi á þjóðvegahraða. Fólksbifreiðin er ónýt eftir áreksturinn en ökumaður hennar slasaðist þó ekki lífshættu- lega að sögn lögreglu. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar slapp með minniháttar meiðsl. Harður árekstur ná- lægt Þjórsá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.