Morgunblaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Tillaga að breytingu á Svæðis- skipulagi Eyjafjarðar 1998 - 2018. Hólshús í Eyjafjarðarsveit, íbúðarsvæði. Með vísan til 2. mgr. 14. gr. skipulags- og byggingarlaga, nr. 73/1997 m. s. b. aug- lýsir sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hér með breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998 - 2018. Breytingin felst í því að 28,9 ha svæði úr jörðinni Hólshúsum verður íbúðarsvæði í stað landbúnaðar. Sveitarstjórn mun taka að sér að bæta það tjón sem einstakir aðilar kunna að verða fyrir við breytinguna. Tilagan hefur verið send til kynningar þeim sveitarstjórnum, sem aðild eiga að svæðisskipulaginu. Tillagan mun einnig send Skipulagsstofnun, sem gerir tillögu til umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu hennar. Aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag sama svæðis hefur áður verið auglýst. Nánari upplýsingar eru fyrirliggjandi á skrif- stofu Eyjafjarðarsveitar að Syðra-Laugalandi. F. h. Eyjafjarðarsveitar. Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri. HELGA Steinunn Guðmundsdóttir, formaður KA, er mjög ósátt við að hugmyndin um lagningu Dalsbraut- ar í gegnum KA-svæðið sé enn og aftur kominn upp á borðið, eins og hún orðaði það í ræðu sinni í afmæl- ishófi KA á dögunum. „Mér finnst það satt að segja undarleg hug- myndafræði að leggja hraðbraut í gegnum gróið íbúðasvæði, steinsnar frá einum af grunnskólum bæjarins og KA-heimilinu,“ sagði Helga Stein- unn. Hún gat þess jafnframt að með lagningu brautarinnar væri verið að skerða verulega núverandi KA- svæði og því hlyti hún að mótmæla kröftuglega. „Ég trúi ekki öðru en frá þessum hugmyndum verði horf- ið,“ sagði hún. Verulega þrengt að félaginu og brýnt að fá ný svæði Formaður KA sagði að verulega væri þrengt að félaginu varðandi landrými og að mjög brýnt væri að það fengi nýtt útisvæði á nýjum byggingasvæðum á Suður-Brekk- unni. Að því verkefni þyrfti fyrr en síðar að vinna og einkum og sér í lagi ef þær hugmyndir yrðu að veruleika að leggja Dalsbraut gegnum KA- svæðið, „eins og nú virðist vera uppi á teningnum“. Guðmundur Jóhannsson, formað- ur umhverfisráðs, sagði að sam- kvæmt framkvæmdaáætlun væri fyrirhugað að leggja Dalsbraut, frá Borgarbraut og upp að Þingvall- astræti nú í haust, 2003. Engar áætl- anir lægju fyrir með framhaldið, en hann benti á að til margra ára hefði samkvæmt skipulagi legið fyrir að Dalsbraut yrði lögð á umræddu svæði. Hann sagði að með þeim fram- kvæmdum sem hafist yrði handa við í haust myndi létta mjög álagi á neð- anverðu Þingvallastræti, þ.e. neðan Mýrarvegar. Þar væri mikil umferð og íbúðarhús á báða bóga, auk þess sem gangandi vegfarendur væru þar í miklum mæli á ferðinni. Umhverfisráð skipaði fyrir nokkru starfshóp sem í eiga sæti formaður umhverfisráðs, formaður bæjarráðs og sviðsstjóri tækni- og umhverfis- sviðs til að fara yfir kosti og galla við legu Dalsbrautar sunnan Þingvall- astrætis að Naustahverfi og Miðhús- abrautar frá Þingvallastræti að Dals- braut. Þá var samþykkt að bjóða einum fulltrúa íbúa á Suður-Brekku að sitja í starfshópnum. Verkefni hópsins verður að fara yfir núverandi stöðu og valkosti og afla frekari upplýsinga, m.a. varð- andi mögulega legu tengibrautar auk þess að gera frumkostnaðarmat leiða, athuga nýtingu svæðisins m.t.t. þéttingar byggðar og skoða hvort aðrir möguleikar séu á tengingu við Naustahverfi. Hópnum er ætlað að gera greinargerð um málið og skila eigi síðar en 1. apríl næstkomandi. Formaður KA ósáttur ef Dalsbraut verður lögð gegnum félagssvæðið Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Horft til suðurs og yfir KA-svæðið, en samkvæmt margra ára gömlu skipulagi er ætlunin að leggja framhald Dalsbrautar þar í gegn og að Naustahverfi, næsta íbúðabyggingasvæði á Akureyri. Formanni KA finnst það undarleg hugmyndafræði og trúir ekki öðru en fallið verði frá hugmyndum um það. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Framkvæmdir við lagningu Dalsbrautar frá Borgarbraut upp að Þingvallastræti hefjast næsta haust, en brautin mun liggja eftir svæðinu sem sést á myndinni. Skerðir svæðið verulega AKUREYRI verður á meðal við- komustaða í franskri sigl- ingakeppni sem haldin verður í sumar. Siglingakeppnin fór fyrst fram árið 2000 en það var Paimpol-bær á Frakklandi sem skipulagði keppn- ina til að minnast siglinga franskra sjómanna á fengsæl fiskimið við Ís- landsstrendur fyrr á tímum, en margir sjómenn frá Paimpol veiddu við Íslandsstrendur. Tilgangurinn er þannig einnig að efla tengsl við land og þjóð. Akureyri hefur nú verið bætt við sem áfangastað í keppninni, en svo var ekki fyrir þremur árum. Siglt verður af stað 1. júní næstkomandi, en leiðin er Paimpol-Reykjavík- Akureyri-Paimpol. Gera má ráð fyrir að glæsilegar skútur sigli inn Pollinn dagana 19. og 20. júní næstkomandi og brott- för er svo áætluð 22. júní. Gert er ráð fyrir að um 30 skútur taki þátt í keppninni en síðast tók ein íslensk skúta þátt í henni og er þess vænst að þær verði fleiri núna í sumar. Búist er við að 3–500 ferðamenn komi til bæjarins í tengslum við keppnina. Minnast siglinga franskra sjómanna á Íslandsmið Akureyri meðal viðkomustaða UM miðjan febrúar hefst sjötta námskeiðið í AtvinnuLífsins- Skóla um rekstur og viðskipta- lífið almennt. Námskeiðinu hef- ur verið vel tekið af vinnumarkaðnum að því er fram kemur í frétt um nám- skeiðið, en nú þegar hafa um 100 manns tekið þátt í því. Námskeiðinu er ætlað stjórnendum/eigendum lítilla fyrirtækja og millistjórnendum í stærri fyrirtækjum. Sérstak- lega er höfðað til þeirra sem ekki hafa langskólamenntun á sviði viðskipta. Um er að ræða tveggja vikna námskeið í sam- anþjöppuðu formi um grunnat- riði í rekstri, markaðsfræðum, stjórnun og stefnumótun. Þátt- takendur fá innsýn í íslenskt efnahagskerfi og „nýju hag- fræðina.“ Lögð er áhersla á samspil atvinnurekstrar við aðra þætti í þjóðlífinu eins og menningu og mannlíf og að fyr- ir árangur í rekstri skipti lík- amsrækt og hollir lífshættir miklu máli. Námskeiðið er haldið að Öngulsstöðum lll í Eyjafirði og er kennt fimm daga í senn með mánaðar millibili. Hægt er að ská sig á vef Endurmenntunar Háskóla Íslands. AtvinnuLífsinsSkóli Sjötta námskeiðið ÁKVÖRÐUN um refsingu tæplega þrítugs karlmanns var frestað í Hér- aðsdómi Norðurlands eystra í vikunni og hún felld niður haldi hann almennt skilorð í eitt ár. Maðurinn var ákærð- ur fyrir líkamsárás með því að hafa í apríl á liðnu ári á veitingastað á Húsa- vík snúið upp á handlegg stúlku með þeim afleiðingum að hún marðist eða tognaði og bólgnaði upp. Tilefnið má rekja til þess að brota- þoli var ósátt við að vinkona mannsins „var að „gaula“ í svonefnt karaoke- tæki og haft uppi ítrekaðar athuga- semdir þar um,“ eins og segir í dómn- um. Mislíkaði manninum ummæli brotaþola og viðhafði því að lokum þá háttsemi sem ákært var fyrir. Maðurinn játaði brot sitt. Hann hefur ekki áður gerst sekur við hátt- semi, sem hafði áhrif í þessu máli. Skaðabóta var ekki krafist en mann- inum gert að greiða sakarkostnað. Héraðsdómur Norðurlands eystra Mislíkaði ummæli og sneri upp á handlegg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.