Morgunblaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK
42 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Detti-
foss og Brúarfoss koma
og fara í dag. Trinket og
Danica Violet koma í
dag.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur, Sól-
vallagötu 48. Skrifstofa
s. 551 4349, opin mið-
vikud. kl. 14–17. Flóa-
markaður, fataútlutun
og fatamóttaka opin
annan og fjórða hvern
miðvikud. í mánuði kl.
14–17, s. 552 5277
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9 og
kl. 13 vinnustofa og
postulínsmálning.
Árskógar 4. Kl. 9–12
baðþjónusta og opin
handavinnustofa, kl. 13–
16.30 opin smíða- og
handavinnustofa.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
13 hárgreiðsla, kl. 8–
12.30 böðun, kl. 9–12
glerlist, kl. 9–16 handa-
vinna, kl. 9–17 fótaað-
gerð, kl. 10–10.30 Bún-
aðarbankinn, kl.
13–16.30 spiladagur,
brids/vist, kl. 13–16 gler-
list.
Félagsstarfið, Dalbraut
18–20. Kl. 9–14 aðstoð
við böðun, kl. 10–10.45
leikfimi, kl.14.30–15
bankaþjónusta, kl. 14.40
ferð í Bónus, hár-
greiðslustofan opin kl.
9–16.45 nema mánu-
daga.
Félagsstarfið, Dalbraut
27. Kl. 8–16 opin handa-
vinnustofan, kl. 9 silki-
málun, kl. 13–16 körfu-
gerð, kl. 10–13 opin
verslunin, kl. 11–11.30
leikfimi, kl. kl. 13.30
bankaþjónusta Bún-
aðarbanka.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Postulíns-
málun kl. 9–16.30, mód-
elteikning kl. 13–16.30,
hárgreiðslustofan opin
kl. 9–14, fótaaðgerð-
arstofan opin kl. 9–16.30.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl.
9.30 hjúkrunarfræð-
ingur á staðnum, kl. 10
hársnyrting, kl. 10–12
verslunin opin, kl. 11.30
hádegisverður, kl. 13
föndur og handavinna,
kl. 13.30 enska, byrj-
endur, kl. 14.30 kaffiveit-
ingar.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Kl. 9.30, 10.15
og 11.10 leikfimi, kl. 13
bridsnámskeið, kl. 13.30
trésmíði, veislubakkar
og gert við notað, kl. 14.
handavinnuhornið.
Félag eldri borgara,
Kópavogi. Viðtalstími í
Gjábakka í dag kl. 15–
16. Skrifstofan í Gull-
smára 9 opin í dag kl.
16.30–18. Bingó verður
spilað í Gullsmára 13
föstudaginn 13. janúar
kl. 14.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Tréút-
skurður kl. 9, myndlist
kl. 10–14, línudans kl. 11,
pílukast kl. 13.30, kóræf-
ing kl. 16.30.
Skoðunarferð á Suð-
urnesin fimmtudag 23.
janúar, skrásetning í
Hraunseli í síma
555 0142.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan
opin kl. 10–13 virka
daga. Morgunkaffi, blöð-
in og matur í hádegi.
Miðvikudagur: Göngu-
hrólfar ganga frá
Hlemmi kl. 9.45. Línu-
danskennsla Sigvalda kl.
19.15. Söngvaka kl. 20.45
umsjón Sigurbjörg
Hólmgrímsdóttir.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9–16.30 vinnustofur
opnar, m.a. almenn
handavinna, umsjón
Eliane Hommersand, kl.
10.30 gamlir leikir og
dansar, frá hádegi spila-
salur opinn, kl. 14 kór-
æfing. Allar upplýsingar
um starfsemina á staðn-
um og í síma 575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan opin,
leiðbeinandi á staðnum
frá kl. 10–17, kl. 9.30
boccia, kl. 10.50 róleg
leikfimi, kl. 13 glerlist,
kl. 16 hringdansar, kl.
17. bobb. Fyrirhuguð er
kennsla í spænsku í
byrjun febrúar. Upplýs-
ingar og skráning í síma
554 3400. Einnig eru iðk-
endur kínverskrar leik-
fimi sem vilja halda
áfram hvattir til að hafa
samband við afgreiðslu
Gjábakka sem fyrst.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 vefnaður, kl.
9.05 leikfimi, kl. 9.55
stólaleikfimi, kl. 10
ganga, kl. 13–16 handa-
vinnustofan opin, leið-
beinandi á staðnum
Hraunbær 105. Kl. 9
handavinna, bútasaum-
ur, útskurður, hár-
greiðsla og fótaaðgerð,
kl. 11 banki, kl. 13
bridge. Fræðsla. Föstu-
daginn 17. janúar kl. 14,
kemur Svala, verk-
efnastjóri Gigtarfélags-
ins, með fræðslu um
gigt. M.a. verður fræðst
um hvort gigt er einn
sjúkdómur. Kaffiveit-
ingar. Allir velkomnir,
óháð aldri.
Hvassaleiti 58–60. Kl. 9
böðun, föndur og jóga,
kl. 10 jóga, kl.13 dans-
kennsla framhalds-
hópur, kl. 14 línudans,
kl. 15 frjáls dans. Fóta-
aðgerðir og hársnyrting.
Allir velkomnir.
Vesturgata 7. Kl. 8.25–
10.30 sund, kl. 9–16 fóta-
aðgerð og hárgreiðsla,
kl. 9.15–16 myndmennt,
kl. 10.30–11.30 jóga, kl.
12.15 verslunarferð í
Bónus, kl. 13–14 spurt
og spjallað, kl. 13–16 tré-
skurður.
Vitatorg. Kl. 8. 45 smíði,
kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10
fótaaðgerðir, morg-
unstund, bókband og
bútasaumur, kl. 11.30
matur, kl. 13 handmennt
– almennt, kl. 13.30 bók-
band, kl. 12.30 versl-
unarferð kl. 14.30 kaffi.
Félag eldri borgara,
Suðurnesjum Selið, Vall-
arbraut 4, Njarðvík. Í
dag. 14 félagsvist.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa, kl.
9–12 tréskurður, kl. 10–
11 samverustund, kl. 9–
16 fótaaðgerðir, kl. 13–
13.30 banki, kl. 14 fé-
lagsvist, kaffi, verðlaun.
Messa á morgun
fimmtudag kl. 10.30
prestur sr. Kristín Páls-
dóttir.
Barðstrendingafélagið.
Félagsvist í Konnakoti,
Hverfisgötu 105, kl. 20.
30 í kvöld. Allir vel-
komnir.
Kvenfélagið Aldan.
Fundur verður haldinn í
kvöld, miðvikudaginn 15.
janúar, kl. 20.30 í Borg-
artúni 18, 3. hæð. Spiluð
verður félagsvist. Takið
með ykkur gesti.
Hana-nú, Kópavogi.
Fundur í Bókmennta-
klúbbi Hana-nú í kvöld
kl. 20 á Bókasafni Kópa-
vogs. Dagskrá: Sjálf-
valið efni, starfið fram á
vor og 20 ára afmæli
Hana-nú á árinu 2003.
Allir velkomnir.
Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra á höfuðborg-
arsvæðinu, félagsheim-
ilið Hátúni 12. Kl. 19.30
félagsvist.
Minningarkort
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúkl-
inga fást á eftirtöldum
stöðum á Norðurlandi:
Á Blönduósi: blómabúð-
in Bæjarblómið, Húna-
braut 4, s. 452-4643. Á
Sauðárkróki: í Blóma-
og gjafabúðinni, Hóla-
vegi 22, s. 453-5253. Á
Hofsósi: Íslandspóstur
hf., s. 453-7300, Strax,
matvöruverslun, Suð-
urgötu 2–4, s. 467-1201.
Á Ólafsfirði: í Blóma-
skúrnum, Kirkjuvegi
14b, s. 466-2700 og hjá
Hafdísi Kristjánsdóttur,
Ólafsvegi 30, s. 466-2260.
Á Dalvík: í Blómabúð-
inni Ilex, Hafnarbraut 7,
s. 466-1212, og hjá Val-
gerði Guðmundsdóttur,
Hjarðarslóð 4e, s. 466-
1490. Á Akureyri: í
Bókabúð Jónasar, Hafn-
arstræti 108, s. 462-2685,
í bókabúðinni Möppu-
dýrinu, Sunnuhlíð 12c, s.
462-6368, Pennanum
Bókvali, Hafnarstræti
91–93, s. 461-5050 og í
blómabúðinni Akur,
Kaupvangi, Mýrarvegi,
s. 462-4800. Á Húsavík: í
Blómabúðinni Tamara,
Garðarsbraut 62, s. 464-
1565, í Bókaverslun Þór-
arins Stefánssonar, s.
464-1234 og hjá Skúla
Jónssyni, Reykjaheið-
arvegi 2, s. 464-1178. Á
Laugum í Reykjadal: í
Bókaverslun Rann-
veigar H. Ólafsd., s. 464-
3191.
Samtök lungnasjúk-
linga. Minningarkort
eru afgreidd á skrifstofu
félagsins í Suðurgötu 10
(bakhúsi) 2. hæð, s. 552-
2154. Skrifstofan er opin
miðvikud. og föstud. kl.
16–18 en utan skrifstofu-
tíma er símsvari. Einnig
er hægt að hringja í
síma 861-6880 og 586-
1088. Gíró- og kred-
itkortaþjónusta.
Í dag er miðvikudagur 15. janúar,
15. dagur ársins 2003. Orð dagsins:
Því að ekkert er hulið, sem eigi
verður opinbert, né leynt, að eigi
verði það kunnugt og komi í ljós.
(Lúk. 8, 17.)
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 þreifa á, 4 andspænis, 7
undirokað, 8 álitleg, 9
eldstæði í smiðju, 11 ský,
13 urgur, 14 bjarta, 15
þakklæti, 17 vitleysa, 20
reiðikast, 22 meyr, 23
hár, 24 glatað, 25 sveiflu-
fjöldi.
LÓÐRÉTT:
1 sverleiki, 2 skips, 3
ójafna, 4 endaveggur, 5
borguðu, 6 dregur, 10
hróður, 12 ílát, 13 óhrein-
indi, 15 nafntogað, 16
hella, 18 heimild, 19 skil
eftir, 20 hlassið, 21
slæmt.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 afturhald, 8 vakur, 9 langt, 10 als, 11 lónar, 13
teina, 15 hjall, 18 saggi, 21 orm, 22 liðug, 23 ámuna, 24
manngildi.
Lóðrétt: 2 fákæn, 3 urrar, 4 helst, 5 lindi, 6 hvel, 7 átta,
12 afl, 14 efa, 15 hóll, 16 auðna, 17 login, 18 smári, 19
grund, 20 iðan.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Víkverji skrifar...
ÞAÐ fór náttúrlega eins og Vík-verji spáði í pistli sínum á
föstudaginn. Um leið og svolítillar
hálku gætti í höfuðborginni fór allt
á annan endann í umferðinni. Í
pínulítilli brekku sem Víkverji
þurfti að aka í gærmorgun voru
tveir bílar á sumardekkjum spól-
andi, komnir þversum á götunni og
tefjandi morgunumferðina. Þegar
Víkverji kom með barnið sitt í
skólann blasti við óvenjuleg sjón;
þegar bjallan hringdi inn stóðu
ekki u.þ.b. 200 börn í röð utan við
skólann eins og vanalega, heldur
kannski svona tuttugu. Það er
greinilegt að þau viðbrigði að þurfa
að koma afkvæmunum í kuldagalla,
skafa af bílrúðunum og aka svo
hægt í hálkunni höfðu sett morg-
unáætlunina úr skorðum hjá mörg-
um foreldrum. En nú er sem sagt
kominn vetur og fljótlega kemst
það líklega upp í vana að gera ekki
lengur ráð fyrir sumarveðri í jan-
úar.
x x x
VÍKVERJI las frétt í norskablaðinu Aftenposten um að
verzlunareigendur í Ósló væru
orðnir svo hvekktir á að þurfa að
borga alls konar gjöld til rétthafa
tónlistar að þeir væru einfaldlega
hættir að spila tónlist í búðunum.
Verzlunareigendur eru ekki sér-
lega ánægðir, en í blaðinu birtist
hins vegar viðtal við viðskiptavini í
verzlunarmiðstöð í Ósló sem voru
himinlifandi yfir því að hafa loksins
þögn á göngunum.
Mikið vildi Víkverji að hið ís-
lenzka STEF herti sig nú heldur í
baráttunni gegn gjaldfrírri tónlist í
verzlunum – þá yrði kannski slökkt
á hljómflutningstækjunum víðar en
þegar er orðið. Það er fullkomlega
óþolandi að heyra varla mannsins
mál fyrir graðhestatónlist þegar
verið er að verzla.
Þegar STEF verður búið að
ganga frá tónlistarflutningi í búð-
um mætti það gjarnan snúa sér að
krám og kaffihúsum. Víkverji kann
vel við skvaldrið, sem ævinlega er
á slíkum stöðum, en finnst tónlistin
yfirleitt óþörf og truflandi. Hann
leitar uppi staði sem spila enga
tónlist, því að það er of mikil vinna
og gerir fólk líka óvinsælt hjá veit-
ingamönnum að klippa á hátal-
arasnúrur til að geta talað saman.
x x x
ER aldurstakmark í Þjóðarbók-hlöðunni? Er bókmenntaarf-
urinn bannaður börnum? Víkverji
hefur fregnað að í Þjóðarbókhlöð-
unni á Melunum hafi verið sett upp
skilti, sem banna börnum og ung-
lingum úr skólum í Vesturbænum
aðgang að þessu musteri íslenzkrar
menningar. Víkverji getur nú alveg
skilið að háskólastúdentar hafi t.d.
forgang að lesplássum í Þjóðarbók-
hlöðunni, enda er hún öðrum þræði
háskólabókasafn, en það er auðvit-
að alveg fráleitt að banna eða tak-
marka aðgang barna og unglinga
að bókasafninu yfirleitt. Þetta er
sá aldurshópur, sem er að læra að
nota bókasöfn og rafræn gagnasöfn
til að afla sér heimilda vegna náms
og auðvitað almenns fróðleiks og
skemmtunar. Þetta fólk á að vera
velkomið í höfuðbókasafni þjóðar-
innar, að sjálfsögðu með því skil-
yrði að það hagi sér vel eins og
miklum meirihluta þessa aldurs-
hóps er vel treystandi til.
KRISTÍN Rós er fötluð og
mér finnst það frábært af
henni að hún skuli stunda
íþróttir. Hún er afreks-
íþróttamaður í hópi fatl-
aðra. En það að hún hefði
átt að vera valin íþrótta-
maður ársins en ekki Ólaf-
ur Stefánsson á ekki við
rök að styðjast.
Ástæðan er m.a. þessi: 1)
Í íþróttum fatlaðra er fullt,
fullt af flokkum þar sem
fötlun hvers einstaklings er
flokkuð í sérstakan hóp,
þ.a.l. er mun auðveldara að
verða afreksmaður í íþrótt-
um fatlaðra sem Kristín
Rós er í. 2) Kristín Rós set-
ur 10 heimsmet á hverju
ári, segir það ekki eitt-
hvað? Hún væri þá íþrótta-
maður ársins, ár eftir ár! 3)
Ólafur er einn albesti
handboltamaður í heimi,
hann var og er aðalvít-
amínsprautan í íslenska
landsliðinu sem varð í 4.
sæti á EM síðasta vetur. 4)
Ólafur var markahæsti
leikmaður keppninnar og
var valinn í úrvalslið móts-
ins. 5) Ólafur varð Evrópu-
meistari með handboltaliði
sínu, Magdeburg, og hann
gegnir lykilhlutverki í lið-
inu sem er eitt það besta í
heiminum.
Kristín Rós er afreks-
kona en Ólafur er líka af-
reksmaður, ef ekki meiri.
Hann átti titilinn skilinn af
því að hann þarf að leggja
mun meira af mörkum til
þess að verða afreksmaður
í íþróttum en Kristín Rós
þarf að gera því það er auð-
veldara að verða afreks-
maður í íþróttum fatlaðra!
Einn sáttur.
Athugasemd
ÉG vil gera athugasemd
við grein Sævars Péturs-
sonar í blaðinu föstudaginn
10. janúar.
Þar fullyrðir hann að
ekki séu prufutímar í boði
hjá World Class. Það er
ekki rétt, það er hægt að fá
stundaskrá þar sem einn
frír prufutími er á flipa
sem hægt er að rífa af. Ég
varð að gera athugasemd
við þetta, rétt skal vera
rétt. Eftir einn slíkan
prufutíma í World Class
skipti ég um líkamsrækt-
arstöð fyrir 6 árum.
Guðný Aradóttir,
Úthlíð 6.
Tapað/fundið
Giftingarhringur
í óskilum
GIFTINGARHRINGUR
fannst fyrir utan Árbæjar-
bakarí í sumar. Upplýsing-
ar í síma 587 5193.
Svartar skíðabuxur
í óskilum
SVARTAR skíðabuxur
(útivistarbuxur), nánast
nýjar, fundust við Leik-
skólann Hraunborg sl.
föstudag. Upplýsingar í
síma 575 7720. Guðrún.
Rautt reiðhjól
í óskilum
RAUTT reiðhjól með
barnasæti er í óskilum í
Seljahverfi. Upplýsingar í
síma 587 7828.
Silfurhringur
í óskilum
SILFURHRINGUR
fannst á bílastæðinu við
Bónus á Smáratorgi 13.
janúar sl. Upplýsingar í
síma 897-3095.
Lyklar týndust
LYKLAR á kippu með
grænum fíl úr plasti týnd-
ust, sennilega í kringum
jólin. Skilvís finnandi hafi
samband í síma 552 4456
og 698 9371.
Dýrahald
Kettling
vantar heimili
KETTLINGUR, 8 vikna
fress, bröndóttur, óskar
eftir góðu heimili. Upplýs-
ingar í síma 587 0343.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Ólafur átti
titilinn skilinn
Morgunblaðið/Kristinn
Félagarnir Bjarki Pálsson og Eysteinn Már
Kristjánsson í Kópavogslaug.