Morgunblaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 33 ✝ Björk Stein-grímsdóttir fæddist á Akureyri hinn 12. október 1969. Hún lést hinn 7. janúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar eru þau Stein- grímur Svavarsson, f. 7. mars 1941 og Vordís Björk Val- garðsdóttir, f. 9. des- ember 1941. Systkini Bjarkar eru 1) Sig- urður Svavar, f. 25. janúar 1963, búsett- ur í Reykjavík. Börn hans og Jónínu Hlíðberg eru Sandra Sif og Sunna Björk. Einn- ig á hann þrjú fósturbörn; Guð- mund Val, Óskar Hlíðberg og Þór- unni Maríu sem Jónína átti frá fyrra hjónabandi. 2) Ólafur Pétur, f. 8 mars 1964, kvæntur Þórdísi Ásu Þórisdóttur. Börn þeirra eru Þórir Elvar og Ísak Freyr. 3) Sig- mar, f. 9 maí 1965, kvæntur Brynju Hergeirsdóttur. Börn þeirra eru Tinna Dís og Rakel Rún. Fóstursonur hans og sonur Brynju er Hergeir Már. 4) Guðmundur Helgi, f. 21. okt. 1968, kvæntur Hannesínu Scheving og eru börn þeirra Arnar Freyr, Atli Geir og Lárus Elí. Björk ólst upp í Sandgerði. Hún út- skrifaðist sem stúdent frá Verk- menntaskólanum á Akureyri 1998 og hóf nám í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri 1999 en varð að hætta námi vegna veik- inda sinna. Útför Bjarkar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku mágkona og vinkona. Við göngum nú í gegnum erfiða tíma. Styrkurinn sem við fáum kem- ur frá Guði, hans leitum við til og það gerðir þú mikið. Við horfum til sól- arinnar sem smám saman hækkar á lofti og finnum hlýjuna frá henni og hugsum til þín. Ég reyni að virða ákvörðun þína og svara spurningum barna minna eftir bestu getu. Hjá þeim vakna ótal spurningar, þau elska þig og það gerðu öll börn sem þér kynntust. Þeir kynntust þér svo vel síðastliðin tvö ár og hlökkuðu til stundanna með þér. Öll börn hænd- ust að þér. Við biðjum Guð um kjark og styrk og að hann gefi þér frið í hjarta þínu sem þú óskaðir svo heitt eftir en gast ekki öðlast á þessari jörðu. Nú ertu laus undan viðjum þessa erfiða sjúkdóms. Þú átt sess í hjarta mínu og minningar um góða stúlku geymi ég þar. Guð geymi þig alltaf. Ég aldrei hef lofað að brautin sé bein, og blómskrýddir gangstígar alla leið heim. Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar á göngunni með mér til himinsins borgar. En ég get lofað þér aðstoð og styrk, og alltaf þér ljós, þó að brautin sé myrk. En leiddu að því hugann að lofað ég hef, að leiða þig sjálfur hvert einasta skref. (S.D.G.) Kveðja, Hannesína. Þú varst besta frænka í öllum heiminum. Þú gafst mér allt sem ég bað um. Elsku Björk, Guð geymi þig. Þinn frændi Atli Geir. Ég kallaði hana himnasendinguna okkar. Börnin kölluðu hana Björk pössunarpíu. Það þótti henni alltaf jafn fyndið og árum saman skrifaði hún á jólakortin til okkar „frá Björk pössunarpíu“. Þarna stóð hún á miðju stofugólfinu einn vetrarmorgun, grönn og tignarleg, með spékoppana sína og hlýju augun. Börnin elskuðu hana takmarkalaust frá fyrstu stundu og við treystum henni jafn takmarkalaust. Hún Björk hafði þennan einstaka eiginleika; börn hændust að henni samstundis og hún kom fram við þau af virðingu og hlýju. Yfirveguð og ákveðin en alltaf tilbúin að leika, fara út að ganga, bardúsa við hitt og þetta. Og einhvern veginn, milli þess sem hún skipti á bleium, fór á róló, dró snjóþotur, las, söng og raðaði hundr- að þúsund legókubbum, þá hélt hún heimilinu á Háteigsvegi óaðfinnan- lega hreinu og fallegu. Þetta voru góðir tímar og Björk varð náin vinkona okkar. Hún var skarpgreind og með ríka kímnigáfu; við gátum hlegið okkur máttlaus og við gátum líka sökkt okkur niður í djúpa og alvarlega þanka. Björk var viljasterk ung kona. Hún ætlaði sér stóra hluti og oft hló hún að ákafan- um í sjálfri sér. En stundum hættu spékopparnir að dansa, fallegu augun urðu dimm. Þá varð hún ósnertanleg og fjarlæg. Oft fannst mér hún miklu eldri en ég, reynsla hennar, þroski. Og ég undr- aðist stöðugt það hugrekki sem hún hafði til þess að takast á við lífið. Svo lauk vistinni og Björk flutti norður á Akureyri.Við fylgdumst með henni leggja upp í skólagöngu á ný, það var mikið átak en hún var staðráðin, ætlaði að ná sínu stúdents- prófi. Það tókst, háskólinn beið hand- an við hornið og tilveran öll, með óendanlegum möguleikum. Björk lifði sínu lífi með reisn. Hug- rökk, tignarleg, einstök. Við vorum svo lánsöm að fá himnasendingu inn í líf okkar og nú verðum við að skila henni. Með djúpu þakklæti og eft- irsjá. Fjölskyldu hennar, ættingjum, El- ísu vinkonu og öðrum vinum vottum við okkar innilegustu samúð. Guðrún J. Bachmann. Jæja, þá ert þú dáin, elsku vin- kona. Það er svo stutt síðan við töl- uðum saman síðast. Ég var að segja þér frá myndunum sem ég var að skoða af okkur þegar við vorum yngri. Myndirnar af þér, mér og Siggu, 12 ára skvísum. Það var oft fjör hjá okkur og það sem við gerðum af okkur. Það er dásamlegt hvað við erum búnar að halda vel sambandi. Þó að við værum á sitthvoru lands- horninu, eða sitthvoru landinu. Þegar þú fluttir til Akureyrar varð aðeins styttra á milli okkar og það var ekki ósjaldan sem ég gisti hjá þér, hvort sem þú varst hjá Elsu eða í sérhús- næði. Síðast þegar við hittumst var það örstutt spjall með Ingu Siggu hjá mömmu og pabba í Sandgerði. Elsku Björk, ég vona innilega að þú sért búin að finna frið núna. Og næst þegar ég fer á Bautann og fæ mér kaffi þá hugsa ég um þig hjá englunum og veit að þér líður betur. Of hrædd til að lifa, of hrædd við að deyja, of hrædd til að verja það sem þú hefur að segja. Of hrædd við að gráta, of hrædd við að særast, of hrædd við að missa það sem okkur er kærast. Dauðinn er poppkorn að kvöldi í bíó. Dauðinn er prentsverta á síðu þrjú. Dauðinn er frétt um fátækt í Ríó. Dauðinn er fljótið þar sem enginn byggði brú. Dauðinn er útlaginn sem enginn vill þekkja. Dauðinn er sá sem allir vildu blekkja. Of hrædd við að elska, of hrædd við að bíða, of hrædd við hjartað sem er fullt af kvíða. Of hrædd við ábyrgð, of hrædd við að lofa, of hrædd við drauma sem þurfa aldrei að sofa. Lífið er hetjan sem flestir vildu vera. Lífið er barnið sem mæður vilja bera. Lífið er gleðin við að læra að gefa. Lífið er að elska sig sjálfan án efa. Lífið er skugginn af þínum eigin skugga. Lífið er sólskin, myrkur og mugga. (Bubbi Morthens.) Þín verður sárt saknað, elsku Björk, þín vinkona, Þórhildur. Elsku vinkona. Þá skilur leiðir að sinni. Síðustu dagar hafa verið óraunverulegir og á stundum afar erfiðir. Við kynntumst allar fjórar í Verkmenntaskólanum fyrir átta árum og hófst þá vinskapur sem haldist hefur síðan. Þegar við rifjum upp þessa tíma í skólanum, þá erum við sammála um að það sem dró okkur saman var að við vorum allar eldri en flestir þeir sem stunduðu nám í dagskólanum. Þessi tími var afskaplega skemmti- legur og minnumst við helst fjöl- margra kaffihúsaferða sem farnar voru á skólatíma. Þá var oft ansi glatt á hjalla og mikið hlegið, en ekki síst mikið spjallað og rætt um allt milli himins og jarðar. Þess á milli urðum við þó að reyna að læra og þeir voru ófáir tímarnir sem fóru í ritgerðar- vinnu og þá oft í Heiðarlundinum þar sem þú bjóst á þeim tíma. Þangað var notalegt að koma og hitta frænku þína og ömmu. Okkur er líka ofarlega í huga þegar þú náðir langþráðu takmarki þínu og kláraðir stúdentsprófið. Þú varst svo ánægð og hreykin og þú máttir líka vera það. Þegar þessari skólagöngu lauk fór- um við allar hver í sína áttina eins og gengur og gerist, en héldum þó alltaf góðu sambandi og hittumst reglu- lega. Það er nú svo í þessu lífi að það er ekki öllum gefið að ganga þrauta- laust í gegnum það og átti það m.a. við um þig. Þrautaganga þín var löng og ströng og náðir þú aldrei að vinna bug á þessum veikindum sem sigruðu þig að lokum. Við viljum þó minnast þín eins og þú varst þegar þú áttir góða tíma og allra gleðistundanna sem við áttum með þér. Það er von okkar að þú hafir nú fundið frið og ró og að þér líði vel þar sem þú ert. Við trúum því að við mun- um hittast á ný og geta rifjað upp góðar stundir, en þangað til hafðu það gott. Hvað má hvíld mér veita, harmar lífs er þreyta, og mig þrautir þjá? Hvar má huggun finna? Hvar er eymda minna fulla bót að fá? Hér er valt í heimi allt, sorg og nauðir, sótt og dauði sífellt lífi þjaka. Burt frá böli hörðu, burt frá tára jörðu lít þú upp mín önd. Trúan ástvin áttu einn, sem treysta máttu, Guðs við hægri hönd. Jésú hjá er hjálp að fá, hann þér blíður huggun býður, hvíld og lækning meina. (Helgi Hálfdánarson.) Öllum aðstandendum Bjarkar sendum við okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja þá í sorg sinni. Þínar vinkonur Kristrún, Soffía og Þorgerður. Elsku Björk, mig langar til að kveðja þig með nokkrum orðum og minnast góðu stundanna okkar sam- an. Ég kynntist þér fyrst á Reykja- lundi í góðum félagsskap og við höf- um haldið vinskapinn vel síðan, mest þó símleiðis. Við gátum alltaf rætt um allt milli himins og jarðar. Hvernig lífið getur verið erfitt stundum, en við ákváðum að berjast og komast í gegnum erfiðleikana og gátum glaðst með hvor annarri og hlegið saman. Minnisstætt er mér þegar þú komst í heimsókn á nýja heimilið mitt og færðir mér kross úr mósaik sem þú bjóst til sjálf og þykir mér ákaflega vænt um þann fallega kross. Ég veit að þú fylgist með mér og Ingunni Birnu, litlu dóttur minni ný- fæddu, sem þú hlakkaðir svo mikið til að sjá og knúsa. Elsku Björk, ég trúi því að þér líði vel núna og mun ég alltaf hugsa til þín, sem engill á himnum sem vakir yfir okkur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Ástarkveðja, María Bergsdóttir. Elsku Björk. Það er skrýtið að hugsa til þess að þú sért farin og ég eigi aldrei eftir að hitta þig aftur. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Takk fyrir stuðninginn sem þú sýndir mér þegar pabbi minn dó. Þú varst góður vinur þegar á reyndi. Það eru góðu stundirnar sem ég hugsa um núna þegar þú ert farin. Þér leið oft illa og mikið var erfitt að horfa upp á það og geta lítið hjálpað. Ég vona svo innilega að þú hafir nú fundið friðinn sem þú þráðir. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Þín vinkona, Elísa. BJÖRK STEINGRÍMSDÓTTIR Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hef- ur borist. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að síma- númer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálks- entimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Grein- arhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Móðir mín, tengdamóðir og amma, KRISTÍN GRÍMSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Eir, áður til heimilis í Bólstaðarhlíð 41, er látin. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Soffía Ákadóttir, Jón Þóroddur Jónsson, Kristín Jónsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir, Áki Jónsson og fjölskyldur. Maðurinn minn, HJÁLMAR JÚLÍUSSON, Fellsmúla 12, Reykjavík, lést á heimili sínu aðfaranótt sunnudagsins 12. janúar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Guðjónsdóttir. Móðurbróðir okkar og vinur, ÞÓRÐUR HALLDÓRSSON frá Dagverðará, lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, föstudag- inn 10. janúar. Kveðjustund verður í Höfðakapellu, Akureyri, fimmtudaginn 16. janúar kl. 15.00. Útför hans fer fram frá Hellnakirkju á Snæfells- nesi laugardaginn 18. janúar kl. 14.00. Ferð verður frá Hópferðamiðstöðinni Ártúnshöfða sama dag kl. 10.00. Halldór Hallgrímsson, Lucinda Gígja Möller, Stefán Hallgrímsson, Jórunn Bernódusdóttir, Inga Rósa Hallgrímsdóttir, Jónas Jökull Hallgrímsson, Elín B. Hallgrímsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Aðalheiður Hallgrímsdóttir, Guðmundur Bergsveinsson, Ásgerður Ágústsdóttir og fjölskyldur. GUÐNI BALDUR INGIMUNDARSON húsasmíðameistari, Langholtsvegi 96, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ mánudaginn 13. janúar. Kristín Sigmundsdóttir, Ásta Guðnadóttir, Soffía Guðnadóttir, Kristín Elfa Guðnadóttir, Ingimundur Guðnason, Guðni Arnar Guðnason, Valgerður Guðrún Guðnadóttir, systkini, barnabörn, langafabarn og tengdabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.