Morgunblaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6, 8 og 10. DV Sýnd kl. 5.45. Yfir 57.000 áhorfendur Sýnd kl. 8 og 10.05. B.i. 12. H.K. DV GH. VikanSK RadíóX SV. MBL GH. Kvimyndir.com Sýnd kl. 8.10 og 10.10. Robert DeNiro, Billy Crystal og LisaKudrow(Friends) eru mætt aftur í frábæru framhaldi af hinni geysi vinsælu gamanmynd Analyze This. Sýnd kl. 5.55, 8 og 10.10. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. H.TH útv. Saga. HL MBL Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6. ísl tal.  ÓHT Rás 2 E I N N I G M E Ð Í S L E N S K U T A L I DV Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16. ÁLFABAKKI / / / ÁLFABAKKI AKUREYRI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15. / Sýnd kl. 8. / / / / SÍÐAN fyrstu Músíktrilraunir Tónabæjar voru haldnar árið 1982 hafa þær verið einn allra mikilvæg- asti vettvangur ungsveita til að sýna sig og láta í sér heyra. Hafa sig- urvegararnir oft og tíðum fleytt sér langt og iðulega gefið út plötu í kjöl- farið (t.d. XXX Rottweiler, Maus, Botnleðja, Mínus). 6. mars verður tuttugustu til- raununum hleypt af stokkunum (þær féllu niður árið 1984 vegna kennaraverkfalls) og verða þær í nokkuð breyttri mynd frá því sem verið hefur. Morgunblaðið ræddi við Steinar Júlíusson, verkefnastjóra tilraun- anna hjá Tónabæ, vegna þessa. „Það eru ennþá ýmis atriði sem á eftir að fínpússa,“ segir Steinar. „Það sem hefur hins vegar verið ákveðið er að Tónabær mun ganga í samstarf við Hitt húsið með Mús- íktilraunir. Kvöldin munu þá verða haldin til skiptis í Tónabæ og í Hinu húsinu en úrslitakvöldið fer svo fram í Austurbæ (gamla Bíóborgin). Ég er verkefnistjóri keppninnar hér á bæ en Þorvaldur Gröndal kemur að þessu frá Hinu húsinu. Ástæðan fyrir þessu er m.a. út frá hag- kvæmnissjónarmiðum þar sem Tónabær er fyrst og fremst almenn félagsmiðstöð. Tíminn sem fer í skipulagningu Músíktilrauna ár hvert er þannig gríðarlegur. Þá hef- ur Hitt húsið komið sterkt inn und- anfarin ár á þessum vettvangi með kvöldum eins og Fimmtudagsforleik þar sem ungar sveitir hafa fengið tækifæri á því að spreyta sig.“ Steinar segir að hugsanlega muni yngri aldurshópur keppa í Tónabæ en sá eldri í Hinu húsinu og svo verði sameiginlegt úrslitakvöld blandað úr báðum hópum. „Það er samt enn verið að skoða útfærsluna á þessu. En við höfum fundið fyrir því að margir af þessum kornungu hafa verið ragir við að taka þátt og keppnin vaxið þeim í augum. Skiptingin gæti hjálpað þeim sem yngstir eru að koma sínu efni á framfæri, og þeir finni sig þá á jafningjagrundvelli. Einnig er á það að líta að þeim, sem eru rúm- lega tvítugir, finnst þeir kannski ekki eiga samleið með þrettán ára guttum.“ Steinar ítrekar að lokum að markmiðið með þessum breytingum sé fyrst og fremst að gera keppnina áhugaverðari, jafnt fyrir keppendur sem áhorfendur. Músíktilraunir verða haldnar í 20. sinn í marsmánuði Breytingar á Músíktilraunum Búdrýgindi, sigurvegarar Músíktilrauna 2002. KVIKMYNDAHÁTÍÐIN í Berlín verður haldin 6. til 16. febrúar. Meðfram hátíðinni er keyrð ákveðin dagskrá sem kallast „Rís- andi stjörnur“ eða „Shooting Stars“. Þar eru ungir og efnilegir leikarar frá hinum ýmsu Evr- ópulöndum sérstaklega kynntir fyrir fjölmiðlum og kvikmynda- framleiðendum. Leikkonan Nína Dögg Filipp- usdóttir, sem fór með stórt hltu- verk í Hafinu, var valin í þetta sinnið sem fulltrúi Íslands og slæst hún í hóp átján annarra ungleikara. Nína er fimmti Íslendingurinn sem er valin sem „rísandi stjarna“ og önnur konan. Þeir sem hafa áður farið eru þeir Ingvar E. Sig- urðsson, Hilmir Snær Guðnason, Baltasar Kormákur og Margrét Vilhjálmsdóttir. „Ég er mjög upp- numin yfir þessu og hlakka mikið til,“ segir Nína, auðheyranlega af- ar sátt. „Ég varð hreinlega orð- laus þegar ég fékk fréttirnar. Mér finnst þetta mikill heiður.“ Nína segist alls ekki hafa átt von á þessu og að hún hlakki mik- ið til að fara út. „Það verður mjög gaman að hitta hina leikarana og fá að heyra hvað þeir eru að pæla. Þetta er víst full dagskrá þarna, blaðamannafundir og læti.“ Nína hlær þegar hún er spurð hvort þetta sé fyrsta skrefið að frekari frægð og frama. „Þetta er fyrst og fremst frá- bært tækifæri til að hitta fólk sem er að gera svipaða hluti og ég. Svo er þetta ákveðin lífsreynsla og þetta stækkar aðeins sviðið hjá manni. Ef það gerist eitthvað er það bara bónus.“ Nína Dögg Filippusdóttir leikkona valin á „Shooting Stars“ „Orðlaus“ Morgunblaðið/Þorkell Nína Dögg Filippusdóttir. Líklega hefur ekkert fjall veitt listamönnum viðlíka innblástur og þjóðarfjall Japana, Fuji. Um aldir hafa skáldin velt því fyrir sér, eins og lesendur hæka eftir skáld á borð við Basho, Buson og Issa þekkja, og myndlistarmenn hafa dregið upp mynd þess. Fólk fer pílagrímsferðir að Fuji og fyrir nokkrum ár- um hitti ég hér á flugvellinum æði vonsvikinn Bandaríkjamann sem eyddi tveimur vikum á hóteli við rætur fjallsins en sá það aldrei. Þessi fjalladrottn- ing er feimin og hjúpar sig oft skýjum dögum saman. En í morgun, þegar sól- in reis upp á himinninn og flugstjórinn tilkynnti í kallkerfi flugvélarinnar að skammt væri til lendingar í Tókýó, þá stakk fjallið tignarlegum tindinum upp úr skýjunum og heilsaði ferðalöngunum. Að hætti förumunka fyrri alda varð þá þessi hæka til: Fjall í skýjunum/ - Fuji móment - / 17 mínútur til Tókýó... Dagbók ljósmyndara Morgunblaðið/Einar Falur Fjallið í skýjunum Tókýó, Japan, 13. janúar, 2003.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.