Morgunblaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN 24 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ UNDANFARNAR vikur hefur kvikmyndin Hringadróttinssaga: Tveggja turna tal, eða the Two Towers eins og hún heitir á ensku, verið sýnd við miklar vinsældir, bæði vestan hafs og austan. Lætur nærri að fjórði hver Íslendingur hafi séð myndina en líklegt er að margir ungir aðdáendur sögunnar hafi séð hana oftar en einu sinni. Gagnrýnendur hafa hlaðið mynd- ina lofi og háum fjárhæðum hefur verið eytt í sjónvarpsauglýsingar og heilsíðuauglýsingar í dagblöðum til að kynna hana. Hins vegar hef- ur dreifingaraðilum myndarinnar hér á landi og/eða kvikmyndahús- unum með öllu láðst að geta þess í auglýsingum sínum að Hringa- dróttinssaga: Tveggja turna tal er bönnuð börnum yngri en 12 ára. Lögum samkvæmt tók Kvik- myndaskoðun kvikmyndina til skoðunar fyrir jól og var mat skoð- unarmanna að myndin væri ekki við hæfi barna yngri en 12 ára. Kom til álita að miða aldursmörkin við fermingaraldurinn „vegna hræðslu- og átakaatriða“, eins og það er orðað á heimasíðu Kvik- myndaskoðunar. Í lögum um skoðun kvikmynda og bann við ofbeldiskvikmyndum (1995 nr. 47) og í reglugerð um Kvikmyndaskoðun (388/1995) er kveðið á um að niðurstöður Kvik- myndaskoðunar, þ.e.a.s. upplýsing- ar um aldursmörk myndar, skuli fylgja öllum auglýsingum og kynn- ingum á kvikmyndinni í fjölmiðlum. Það er deginum ljósara að í tilfelli Hringadróttinssögu hafa kvik- myndahúsin, og aðrir þeir sem bera ábyrgð í þessu máli, þver- brotið lögin og gjörsamlega virt þau að vettugi til að græða sem mest á myndinni. Telst slík hátt- semi vítaverð. Ítrekað skal að Hringadróttins- saga: Tveggja turna tal er bönnuð börnum þó að þeirri staðreynd hafi lengi verið haldri leyndri fyrir al- menningi og þar með foreldrum. Myndin er ekki barnamynd og á ekkert erindi við börn. Í henni er gífurlegt ofbeldi og mörg mjög óhugnanleg atriði sem valdið geta mikilli hræðslu og skelfingu hjá börnum. Hvort sem það var af heimsku eða í hagnaðarskyni sem kvik- myndahúsin létu hjá líða að upp- lýsa foreldra um að Tveggja turna tal væri bannað, er óhætt að full- yrða að kvikmyndin hafi þegar valdið mörgum börnum varanlegu tilfinningatjóni og sálrænum skaða. Líklegt er að mörg börn fái mar- traðir eftir að hafa séð myndina eða að þau þjáist lengi af ótta við að ófreskjurnar í myndinni muni vinna þeim mein. Jafnvel eftir að börn gera sér grein fyrir að ótti þeirra er ástæðulaus, mun minn- ingin um hræðsluna og myndirnar af þeirri viðurstyggð sem þau sáu í kvikmyndinni, lifa með þeim fram á fullorðinsár. Eru dæmi um að börn hafi þjáðst af áfallastreit- uröskun eftir að hafa séð kvik- myndir með ofbeldi og hryllingi. Ekki er ofsögum sagt að margir foreldrar hefðu aldrei farið með börn sín, og þar með þeir sjálfir, á Hringadróttinssögu ef þeir hefðu vitað hvert efni hennar var og að hún væri bönnuð börnum yngri en 12 ára. Sem sagt engir 60.000 áhorfendur á 13 dögum. Foreldrum þeirra barna sem ólm vilja sjá Hringadróttinssögu er bent á að hvetja fremur börnin til að lesa söguna. Við lestur bókanna hafa börn stjórn á eigin ímynd- unarafli og það er alltaf hægt að leggja bók frá sér ef spennan verð- ur of mikil fyrir litlar sálir. Að gefnu tilefni skal minnt á að forstöðumönnum kvikmyndahúsa ber skv. lögum að sjá til þess að banni við aðgangi barna að kvik- myndum sé framfylgt og gildir þá einu hvort barnið er í fylgd með fullorðnum eða eitt á ferð. Miðað við þann fjölda barna sem voru ný- lega á sýningu á nýjustu myndinni um James Bond, Die Another Day, er ljóst að mikill misbrestur er á að kvikmyndahúsin standi sig í stykkinu að þessu leyti. Einnig er það svo að bannað er að sýna sýnishorn úr kvikmyndum sem ekki eru í samræmi við þau aldursmörk sem eru á sýningu að- almyndarinnar, þ.e.a.s. bannað er að sýna úr kvikmyndum sem bann- aðar eru innan 16 ára aldurs á sýn- ingu kvikmyndar sem leyfð er fyrir alla aldurshópa eða bönnuð börn- um yngri en 12 ára. Á sýningu á Hringadróttinssögu í Smárabíói milli jóla og nýárs (þegar foreldrar álitu að myndin væri við hæfi allra í fjölskyldunni) voru sýnd ofbeldis- atriði úr fjölda kvikmynda sem bannaðar eru börnum yngri en 16 ára. Að lokum skal foreldrum bent á að skv. 94. gr. barnaverndarlaga sem tóku gildi 1. maí, 2002, ber þeim að vernda börn sín gegn of- beldisefni með því að koma í veg fyrir að slíkt efni komi þeim fyrir sjónir. Það má því segja að þeir foreldrar sem leyft hafa börnum sínum að sjá Die Another Day, eða aðrar myndir sem bannaðar eru börnum, hafi gerst lögbrjótar. For- eldrar og forstöðumenn kvik- myndahúsa verða að gera sér grein fyrir að rík ástæða er fyrir banni Kvikmyndaskoðunar á kvikmynd- um og að það er börnum fyrir bestu að því banni sé framfylgt að öllu leyti. Hringadróttinssaga bönnuð börnum Eftir Guðbjörgu Hildi Kolbeins „Myndin er ekki barna- mynd og á ekkert er- indi við börn.“ Höfundur er fjölmiðlafræðingur og lektor við Háskóla Íslands. DÓMAR í nauðgunar- og sifja- brotamálum vekja oft mikla at- hygli, ekki síst vegna þess að al- menningur telur dómana almennt of væga. Dómsmálaráðherra hefur brugðist við vilja almennings og lagt fram frumvarp þar sem refsi- ramminn er lengdur. Ég fagna frumvarpi ráðherra en fæ ekki séð að dómarar hafi verið að nota það svigrúm sem þeir hafa haft til að dæma þessa afbrotamenn. Dómar sem fallið hafa í óhugnanlegum nauðgunarmálum finnast mér yf- irleitt mjög vægir. Fórnarlambinu hefur oft verið misþyrmt vægð- arlaust, jafnvel í langan tíma og situr jafnvel uppi með marghátt- aða líkamlega áverka auk hinna andlegu sem eru oftast mun skað- legri. Í skýrslu sem dómsmálaráð- herra tók saman að minni ósk 1995 og nýrri skýrslum má sjá að of margir afbrotamenn hafa fengið óskiljanlega væga dóma og mér sýnist að dómarar telji brotið ekki eins alvarlegt og ýmsir aðrir þjóð- félagshópar. Margir fjölmiðlar hafa verið duglegir að upplýsa al- menning um hvernig þessir dómar falla og kalla eftir viðbrögðum við þeim. Þar kemur sjaldan fram að almenningur telji viðkomandi fá hæfilegan dóm enda er vaxandi óánægja með dóma í nauðgunar- og sifjabrotamálum. Almenningur virðist því telja að glæpurinn sem framin er, sé alvarlegri en þeir sem dæma. Á að bjóða dómurum endurhæfingu? Hvað veldur þessum mismun? Eru dómarar of fastheldnir í að fylgja eldri dómum í niðurstöðu sinni eða hvaða aðrar ástæður liggja þarna að baki. Á kvennaráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í Kína árið 1995 var samþykkt ályktun um nauðsyn þess að dómarar fengju endurhæf- ingu til að breyta viðhorfum þeirra. Ég tel að dómar í nauðg- unar- og sifjabrotamálum bendi til þess að a.m.k. einhverjir dómarar hér á landi hefðu gott af að kynna sér þessi mál betur. Mér virðist að til þess að breyta dómavenju þá sé nauðsynlegt að dómarar fái tæki- færi til að komast í slíka end- urhæfingu. Dómar breytast ekki nema að viðhorf þeirra sem dæma breytist. Endurhæfing sem fælist í fræðslu og betri skilningi viðkom- andi á eðli glæpsins og hve lang- varandi áhrif hann hefur á fórn- arlambið tel ég að gæti leitt til lengingar dóma. Áframhaldandi barátta gegn glæpum Lengri dómar í nauðgunar- og sifjabrotamálum eru réttlætismál í ljósi eðlis glæpsins. Það ætti einn- ig að felast forvörn í lengri dómum en það eru líka til ýmis endurhæf- ingarúrræði sem eiga að draga úr þessum afbrotum. Sterkt almenn- ingsálit og aukin barátta gegn þessum glæpum trúi ég að sé einn- ig nauðsynleg. Þá er mikilvægt að flestallir karlmenn hafa tekið höndum saman við konur til að berjast gegn þessum glæpum ásamt vaxandi þátttöku fjölmiðla. Ég hvet fjölmiðla til að halda áfram baráttunni og hvet jafn- framt almenning til að skapa um- ræðu um réttlátari dómsniðurstöð- ur í þessum alvarlegu ofbeldisglæpum. Allt of vægir dómar í nauðg- unar- og sifjabrotamálum Eftir Drífu Sigfúsdóttur „Lengri dómar í nauðgunar- og sifja- brotamálum eru réttlætismál í ljósi eðlis glæpsins.“ Höfundur er varaþingmaður og sækist eftir 3. sæti í Suðurkjördæmi. BORGARFULLTRÚAR hafa það í hendi sér að stöðva fram- kvæmdir við Kárahnjúka og gefa þjóðinni tækifæri til að kjósa um þetta mikilvæga mál. Ég skora á þá að kynna sér málið og láta síðan þekkingu, skynsemi og sannfær- ingu ráða þegar greidd eru at- kvæði um Kárahnjúkavirkjun í borgarstjórn. Umhverfisspjöll Kárahnjúkavirkjun er stærsta framkvæmd Íslandssögunnar. Aldrei hefur ein framkvæmd valdið svo miklum spjöllum. Jökulsá á Brú mun hverfa, falla í uppistöðu- lón við jökul og síðan í Lagarfljót. Slíkir vatnaflutningar þekktust í Sovétríkjunum en heyra nú sög- unni til meðal menntaðra þjóða enda neikvæðar afleiðingar þeirra gífurlegar og ófyrirséðar. Rangt er að með Kárahnjúka- virkjun sé virkjað á endurnýjanleg- an hátt. Það á aðeins við þegar virkjun getur starfað til langframa með eðilegu viðhaldi. Hálslón mun fyllast af seti í fyrirsjáanlegri framtíð og virkjunin verða ónot- hæf. Eftir standa örfoka aurar þar sem nú er gróið land, einstakt á lands- og heimsvísu. Við bakka lónsins verður jökulsetið fljótt opið fyrir veðri og vindum, myndar dimman skýjabakka og leggst yfir land bæði í byggð og óbyggð. Sérfræðistofnanir höfnuðu Kára- hnjúkavirkjun vegna umhverfis- spjalla, s.s. Náttúruvernd ríkisins, Landgræðslan og Skipulagsstofn- un. Leyfi umhverfisráðuneytis var pólitísk ákvörðun á skjön við álit sérfræðinga og eigin stofnana. Atvinnumál Ákveðnir þættir í stjórnun fisk- veiða hafa kippt fótunum undan at- vinnu við strendur landsins. Eyði- legging á náttúru mun gera það sama í sveitum. Óspillt náttúra, fyrst og fremst á hálendi landsins, er nú mikilvægasta auðlind Íslend- inga. Heimska þeirra hefur hins vegar valdið því að þeir kunna ekki með hana að fara og stefna að því að eyðileggja auðlindina frekar en að nýta hana á sjálfbæran hátt. Kárahnjúkavirkjun og álver munu veita hlutfallslega fáu fólki vinnu, ekki síst miðað við kostnað. Skynsamlegra er að styrkja fjöl- breytta atvinnustarfsemi í hér- aðinu t.d. tengda menntun, rann- sóknum og þróun, menningu, náttúruvernd, ferðaþjónustu og mörgu fleiru. Slíkar ráðstafanir styrkja þá starfsemi sem fyrir er í héraðinu og efla fjölbreytta at- vinnustarfsemi frekar en stór, einsleit framkvæmd. Stórar vatnsaflsvirkjanir og stóriðjuver tilheyra fortíðinni. Nú- tíma atvinnuhættir byggja á menntun, fjölbreytni en þó fyrst og fremst virðingu fyrir fólki, náttúru, umhverfi og sjálfbærni. Áhætta – fjármál Kárahnjúkavirkjun er dýr, kost- ar næstum 100 milljarða. Margir telja að kostnaðurinn verði miklu meiri. Meðal þeirra eru þraut- reyndir framkvæmdaaðilar sem annaðhvort lögðu ekki í að bjóða í þá hluta virkjunarinnar sem þegar hafa farið í útboð eða gerðu tilboð miklu hærri en áætlun Landsvirkj- unar er. Ef tekst að halda kostnaði á áætluðu verði mun e.t.v. vill nást svolítill arður af virkjuninni. Í þá útreikninga vantar þó fórnarkostn- að vegna taps á landi og þann arð sem íslenska þjóðin gæti haft af landinu ósnortnu um ókomna tíð. Hins vegar er líklegra en ella að kostnaður við framkvæmdina verði miklu meiri en gert er ráð fyrir og verulegt tap verði af virkjuninni. Óverjandi er að koma í veg fyrir að komandi kynslóðir fái notið þessa lands og nýtt það auk þess að greiða kostnaðinn. Verði að framkvæmdum munu Reykvíking- ar, og reyndar landsmenn aðrir, þurfa að sætta sig við verulega skerðingu á lífskjörum nú þegar, vaxtahækkanir, niðurskurð á fram- kvæmdum s.s. á tónlistarhúsi og mörgu fleiru. Lýðræðið Síðan Alþingi samþykkti Kára- hnjúkavirkjun hafa forsendur breyst. Óvíst er að virkjunin yrði samþykkt nú ef fólk kynnti sér alla þætti málsins og léti skynsemi og víðsýni ráða ákvörðunum en ekki þrönga, pólitíska hagsmuni. Langt er síðan almenningur hefur risið upp til að mótmæla fyrirætlunum stjórnvalda af öðrum eins krafti og nú. Ekki er um að ræða tímabund- in mótmæli heldur hafa þau staðið lengi og stöðugt bætast fleiri í bar- áttuna fyrir verndun hálendisins. Sú hreyfing verður ekki stöðvuð. Þátt tekur fólk úr öllum pólitísku flokkunum nema líklega Fram- sóknarflokknum enda hefur þetta mál ekki síst verið knúið áfram af fulltrúum hans. Óverjandi er að í lýðræðisþjóðfélagi geti svo fá- mennur flokkur, með tiltölulega fáa landsmenn á bak við sig, haft slíkt úrslitavald á framtíð lands og þjóðar. Baráttan fyrir verndun hálend- isins hefur verið unnin í sjálfboða- vinnu á móti tröllslegu valdi stjórn- valda og virkjanasinna sem nota peninga þjóðarinnar og valdið sem hún veitti fyrir fjórum árum þegar aðstæður voru aðrar. Miklar líkur eru á að meirihluti þjóðarinnar sé nú á móti því að hálendinu norðan Vatnajökuls verði fórnað og lands- mönnum, og þá fyrst og fremst Reykvíkingum, ætlað að borga þær framkvæmdir á ýmsa vegu. Af- staða til Kárahnjúkavirkjunar klýf- ur þjóðina. Aðeins eru fjórir mán- uðir til kosninga. Þeir sem veita Kárahnjúkavirkjun brautargengi nú beita valdníðslu sem veldur ekki aðeins spjöllum á landi og auð- æfum heldur líka á þjóðarsál, þjóð- arvitund, þjóðarheill. Þeir sem taka ekki afstöðu og sitja hjá sýna ábyrgðarleysi. Þjóðin verður að fá að kjósa um Kárahnjúkavirkjun. Ábyrgð borg- arfulltrúa Eftir Sigrúnu Helgadóttur Höfundur er líf- og umhverfisfræðingur. „Langt er síðan al- menningur hefur risið upp til að mótmæla fyrirætlunum stjórnvalda af öðrum eins krafti og nú.“ www.starri.is Sérhæfing í Intel-vörum Móðurborð - Örgjörvar - Flatir skjáir 3ja ára ábyrgð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.