Morgunblaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristján MagniJóhannesson fæddist í Félagshús- inu Hellisgötu 5b í Hafnarfirði 2. janúar 1945. Hann lést á hjartadeild Land- spítalans aðfaranótt 5. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Jóhann- es Ágúst Magnússon vörubílstjóri í Hafn- arfirði, f. 4. ágúst 1909, d. 16. janúar 1978, og Hlíf Krist- jánsdóttir frá Stapa- dal í Arnarfirði, f. 12. janúar 1913, d. 20. febrúar 1993. Föðurforeldr- ar voru Magnús Guðmundsson sjó- maður á Vatnsleysuströnd og síð- ar í Hafnarfirði, f. 17. apríl 1873, d. 19. október 1929, og kona hans Guðleif Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 24. mars 1869, d. 13. júlí 1925. Móðurforeldrar voru Kristján Kristjánsson útvegsbóndi og hreppstjóri í Stapadal í Arnarfirði, janúar 1951. Kona hans er Guðríð- ur Guðmundsdóttir lögfræðingur f. 11. júlí 1953, börn þeirra eru: Jó- hanna Hlíf, f. 7. maí 1987, Guð- mundur Vignir, f. 12. júlí 1990, og Jóhannes Ágúst, f. 6. desember 1993. Kristján gekk í Barnaskóla Hafnarfjarðar og lauk gagnfræða- prófi frá Flensborgarskóla 1961, 2. stigi vélstjóranáms í Vélskóla Ís- lands 1974 og prófi í vélvirkjun frá Iðnskóla Akureyrar og sveinsprófi í sama fagi hjá Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar 1978. Hann hlaut meistararéttindi 1981. Krist- ján fór til sjós innan við tvítugt og var háseti og bátsmaður á ýmsum gerðum skipa, lengst hjá Skipa- deild SÍS árin 1966–1970. Eftir nám í Vélskóla Íslands var hann vélstjóri á ýmsum skipum, m.a. bv. Ástþóri og bv. Júpíter, en starfaði aðallega í vélsmiðjum. Hann vann hjá Vélsmiðju Hafnarfjarðar árin 1978 –1980, Skipasmíðastöð Njarðvíkur af og til árin 1980 – 1990, en í járnsmiðju hjá Eim- skipafélagi Íslands frá 1990 til þess að hann lét af störfum vegna heilsubrests haustið 1996. Útför Kristjáns verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. f. 22. október 1844, d. 8. apríl 1928, og Guðný Guðmunds- dóttir, f. 7. október 1881, d. 5. september 1957. Systkini Krist- jáns eru: A) Guðleif, húsfreyja og fv. bóka- vörður í Hafnarfirði, f. 28. mars 1933, gift Þorsteini S. Sigvalda- syni stýrimanni og fyrrum veðurathug- unarmanni á Veður- stofu Íslands, f. 1. júlí 1935. Börn þeirra eru: 1) Viðar, f. 16. júní 1957, sonur hans er Þorsteinn Bjarni, f. 22. febrúar 1990, 2) Svav- ar, f. 19. september 1958, 3) Hild- ur, f. 18. september 1964, börn hennar eru Soffía Thorberg Bergsdóttir, f. 20. júní 1984, Sonja Thorberg Bergsdóttir, f. 3. júní 1990, og Olga Maggý Erlendsdótt- ir, f. 20. febrúar 2002. 3) Ari, f. 15. nóvember 1966. B) Magnús við- skiptafræðingur í Hafnarfirði, f. 9. Elsku Kristján. Þegar mamma og pabbi sögðu mér að þú værir dáinn þá vildi ég ekki trúa því, mér fannst það ekki geta verið að Kristján frændi, sem var alltaf svo góður, skemmtilegur og yndislegur, væri dáinn. Ég vissi auðvitað að þú hefðir verið veikur og værir búinn að vera lengi á spítalan- um, en ég hélt samt alltaf að þér myndi batna og þú kæmir heim og allt yrði aftur eins og það átti að vera. Síðustu daga hef ég verið að hugsa mikið um allt sem við gerðum saman, og ég veit að ég á aldrei eftir að gleyma þér. Þú varst alltaf svo góður við mig og strákana og gerðir allt fyrir okkur. Þegar við vorum lítil varst þú alltaf til í að fara með okkur út í Hellisgerði, út á róló og hjálpa okkur ef eitthvað var að. Við gerðum mjög margt skemmtilegt saman og það er ekki hægt að lýsa því hvað ég er heppin að hafa kynnst þér. Þú varst alltaf að hrósa manni segja manni allskonar skemmtilega hluti. Mér þykir svo vænt um þig og ég sakna þín svo mikið en ég veit að þér líður miklu betur núna og ég veit að einhvern daginn eigum við eftir að sjást aftur. Þín frænka, Hanna Hlíf. Kristján var fæddur og uppalinn í Félagshúsinu Hellisgötu 5b, sem stendur norðvestanvert í gömlu verslunarlóðinni í vesturbæ Hafnar- fjarðar, og átti þar lögheimili fram á miðjan síðasta áratug, en eftir það á Eyjabakka í Reykjavík. Hann var í miðið í þriggja systkina hópi og miklir kærleikar með þeim systkin- um þrátt fyrir nokkurn aldursmun. Í bernskutíð var fátt sem takmarkaði athafnasvæði barna og ungmenna í Hafnarfirði, utan einstaka kartöflu- garður, en njóli og hvönn áberandi og einstaka venusvagn við hús, en vísir að trjágarði við Félagshúsið og sagður hýsa þriðju elstu reynitré í Hafnarfirði. Þetta hús höfðu föður- foreldar Kristjáns reist í félagi við aðra fjölskyldu árið 1902 og hefur fjölskylda okkar búið þar síðan. Hann var viðloðandi heimili foreldra sinna meðan þau lifðu og okkar, bróðurfjölskyldu hans, eftir það, sem hann leit á sem sitt annað heim- ili. Hverfið var barnmargt á þessum árum og óþrjótandi verkefni allt um kring. Stutt var í óbyggt hraunið vestan og ofan við bæinn og stein- snar niður á nýju og gömlu bryggu neðan við Akurgerði og Svendborg eins og það svæði var síðast kallað upp á dönsku eftir alíslenskum manni. Í hrauninu voru fiskhjallar sem á uppvaxtarárum urðu vinnu- svæði ungmenna er hófu sumarstörf hjá fiskvinnslufyrirtækjum um 10– 11 ára aldur, og við bryggjur var fjöldi togara og vertíðarbáta öflugra útgerðarfyrirtækja. Á þessum tím- um snerist líf fólks í Hafnarfirði um sjómennsku, fiskirí og afkomu og var veröld sem horfin er. Skúrar voru enn við mörg hús og höfðu þjónað sem gripa- eða hænsnahús á kreppuárum og fyrr, eða tengst út- ræði. Flest heimili höfðu fjær eða nær garð fyrir kartöflur og kannski rabarbara. Mæður voru flestar heimavinnandi og sinntu heimili og börnum, en heimilisfeður lögðu nótt við dag við tekjuöflun. Mæðurnar og heimilin voru hornsteinn þessa sam- félags og eilíft athvarf umönnunar og huggunar og trygging þess að fátt færi úr skorðum. Óskipulegt umhverfið var óþrjótandi brunnur athafna fyrir krakka þar sem grafnir voru skurðir og vatni veitt, vegir lagðir fyrir trévörubíla, sem hag- leiksmaður vestar í bænum smíðaði, og kofar byggðir. Ævintýraferðir voru farnar um hraun og bolla og daglangt dorgað af bryggjusporði eða leikið í fjöruborðinu, sem á þess- um árum var náttúrlegt. Heimatil- búnum bátum, gerðum úr olíubrús- um oft með einu segli, var siglt í vikinu fyrir neðan leifarnar af skipa- smíðastöð Júlíusar Nýborg, sem seldi í verslun sinni öngla og færi og sökkur og hnífa og aðrar brýnar nauðsynjar drengja á þessum árum. Á vetrum var rennt á sleðum niður Kirkjuveginn og var sá mestur er hraðast fór. Kristján undi sér vel á uppvaxt- arárum, var kraftmikill og burðug- ur, og félagarnir áhugasamir um úti- vist og uppátæki. Minnisstæðar eru ferðir í karöflugarðinn uppi á hrauni þar sem útsæðinu var potað niður ásamt með hrossataði tíndu í hraun- inu. Síðla sumars var uppskeran, en áður farnar ferðir til arfatínslu og eftirlits. Á vegarslóðum í hrauninu fengu ungir drengir að reyna sig við akstur eftir því sem getan leyfði, en fararskjótinn helst amerískur átta cylindra Ford F600-vörubíll af ár- gerð 1954 og bar 5 tonn er best lét. Upp úr miðri öldinni sem leið breyttist athafnasvæðið er bera fór á vakningu um ræktun og fegrun um- hverfis og fór heimilisgarðurinn ekki varhluta af því. Hófst þá gróðursetn- ing í garði, sem um hirðu og skipulag og plöntusöfnun var einkum verk og áhugasvið móðurinnar, en aðdrættir og hleðslur jafnt í verkahring hús- bóndans, sem var orðlagður dugn- aðarmaður, og kom þá vörubíllinn sem endranær í góðar þarfir. Krist- ján var á uppvaxtarárum afar natinn við að hjálpa foreldum sínum við um- hirðu og viðhald, en lítill áhugamað- ur var hann þó um ræktun skraut- garða. Kristján ólst upp við atlæti og ör- yggi eins og það gerðist best á upp- vaxtarárum hans, á heimili þar sem ríkti íslenskt tungutak, heiðarleiki og réttsýni, og tileinkaði hann sér sjálfur þessi góðu gildi og ræktaði með sér virðingu og væntumþykju fyrir íslenskri menningu, landi og tungu. Af því kom einnig að hann hafði ríka samúð með þeim er minna máttu sín eða áttu um sárt að binda af einhverjum ástæðum. Hann mun hafa rétt ýmsum hjálparhönd, einnig eftir að hann veiktist sjálfur. Kristján, sem var ári á undan jafnöldrum sínum í barna- og gagn- fræðaskóla, var gæddur prýðilegum námshæfileikum, sem hann batt gjarnan framan af við ákveðnar námsgreinar. Á fertugsaldri lauk hann vélstjóraprófi og prófi í vél- virkjun með framúrskarandi vitnis- burði í öllum greinum. Með náminu las hann gjarnan erlendar fræði- bækur og háskólarit um vélfræði, raffræði og stýrikerfi, og alla tíð kynnti hann sér nýjungar og fram- farir í þessum greinum. Kristján var fróðleiksfús með afbrigðum og hafði ríka þörf fyrir þekkingu og kunnáttu og sérstakan áhuga á öllu er laut að skipum og sjósókn. Hann var bóka- maður og kynnti sér hin margvísleg- ustu efni þótt lærdóms- og fræði- bækur skipuðu þar drýgstan sess, en íslenskir úrvalshöfundar honum jafnan hugleiknir. Áhugi hans í þess- um efnum laut bæði að fortíð og nú- tíð. Öryggismál hvers konar voru og áhugamál hans og enginn skortur á slökkvitækjum eða varnaðarkerfum þar sem hann kom að. Kristján hlustaði mikið á tónlist og útvarp, sem varð honum drjúg afþreying í veikindum síðustu mánaða. Hann var verklaginn og verkhygginn í betra lagi og eftirsóttur til verka þar sem vandvirkni og nákvæmni var þörf. Hann vann hvert verk verksins vegna og eins og best varð á kosið og varð þar ekki betur um bætt af öðr- um. Kristján var frábitinn vegtyllum hvers konar og metorðagirnd honum víðsfjarri, en metnaður hans sá einn að gera vel sjálfur og hafa hreinan skjöld. Kristján var töluverður hugvits- maður og spekúlant og var einatt að velta fyrir sér spurningum og rök- um, andlegum sem þessa heims, og leiddu hugleiðingar hans oft til upp- götvana er sáu sér stað í formi smíð- isgripa og verkfæra þótt ekki færu víða. Gott var til hans að leita með úrlausnarefni og ráðgjöf. Hann var dagfarsprúður og þægilegur í um- gengni og seinþreyttur til vandræða eins og títt er um sterka menn, en hann var afrenndur að afli meðan heilsu naut. Kristján hafði næmt auga fyrir skopi, skondnum tilsvör- um, orðatiltækjum og uppákomum og var því töluverður sagnamaður sjálfur eins og títt er um sjómenn. Bóngóður og greiðvikinn var hann við vini og vandamenn og nutu þeir sem næst honum stóðu fyrirgreiðslu hans best og skipti þá engu máli hvers var vant og hann gat bætt úr. Hann var hógvær og lítillátur og af- skiptalítill um gerðir annarra en nánustu ættmenna, sem hann taldi sér skylt að leiðbeina um þá hluti er betur mættu fara. Mikils er misst þegar fjölskyldu- meðlimur hverfur á braut í blóma lífsins og fátæklegri verða kvöld- stundirnar hjá okkur á Hellisgöt- unni, ekki síst um helgar og á tylli- dögum, þegar hans nýtur ekki lengur við, og fast sæti hans við eld- húsborðið óskipað. Kristján hafði sterka nærveru, sem fyllti út í húsið við heimsóknir hans, sem voru nær daglegar. Hann var viðræðugóður og með afbrigðum barngóður og barnelskur og talaði og kom fram við börn á þeirra eigin forsendum og setti sig inn í hugarheim þeirra og áhugamál. Hann brá sér í leik og gervi sem hentuðu heimi barna og þörfum þeirra fyrir fróðleik og skemmtanir. Hann var óþreytandi við að leiðbeina þeim eða skemmta og jafnan viðbúinn að hlaupa í skarð foreldranna þegar þess þurfti með. Kristján eignaðist ekki börn sjálfur, en börn okkar hafa notið alls þessa í ríkum mæli í uppvexti sínum og hann verið þeim félagi, vinur og jafningi auk þess að sinna hlutverki föðurbróður og frænda af mikilli væntumþykju og samviskusemi. Sakna þau nú sárt vinar síns og frænda. Í fjölskylduboðum sinnti Kristján börnum sérstaklega sem endranær og vart til mynd af honum frá slíkum samkomum nema barn eða börn séu þar með. Hann var glaðvær í daglegri umgengni, en batt ekki bagga sína alltaf sömu hnútum og samferðamenn. Spunn- ust stundum skemmtilegheit í fjöl- skyldunni af tiltækjum hans og hann hafði sjálfur húmor fyrir, en um suma hluti var Kristján orginal og lét sig þá litlu skipta álit annarra, þótt aldrei gerði hann á hlut nokkurs manns. Kristján var fremur unglegur eft- ir aldri, dökkhærður með eilítið liðað hár og lítið tekinn að grána. Hann var með hærri mönnum, fremur grannur og samsvaraði sér vel. Al- varleg hjartabilun ásótti hann árið 1996 og rændi hann þreki og kröft- um og varð hann að láta af störfum sökum hennar. Kristján eignaðist ýmsa vini og kunningja á lífshlaupi sínu, sem hann ræktaði samband við, og reyndust þeir honum margir hverjir vel og skal þakkað fyrir það hér. Í upphafi voru bundnar vonir við að komast til starfa að nýju, en eftir því sem árin liðu varð ljóst að svo yrði ekki. Kristján tók veikindum sínum af jafnaðargeði og stillingu, lagaði sig að aðstæðum, og æðraðist aldrei. Hann varð fyrir áfalli 19. október sl. og lagðist þá inn á hjarta- deild Landspítalans og átti ekki aft- urkvæmt. Hann naut frábærrar umönnunar og atlætis lækna og hjúkrunarfólks og var þakklátur fyr- ir það. Hann hafði verið sjúklingur hjá Gesti Þorgeirssyni hjartalækni og nú yfirlækni á Landspítala frá upphafi sjúkleika síns og fór vel á með þeim. Kristján var afar ánægð- ur með alla meðferð sem hann fékk í gegnum árin og ekki síst á loka- sprettinum, en ljóst að engin fyrir- höfn eða meðferð var spöruð honum til bjargar eða líknar. Fjölskyldan færir Gesti, starfsfólki hans á hjartadeildinni og öðrum er önnuð- ust málefni hans innilegt þakklæti fyrir góða liðveislu og viðkynningu. Kristján lést tveimur dögum eftir 58. afmælisdag sinn. Fjölskyldan kveður góðan dreng með trega og söknuði, en er þakklát fyrir árin sem gáfust. Í bókaskáp hans er lítið gam- ankver er nefnist „Old sailors never die“, „Gamlir sjómenn deyja ekki“. Kristján mun lifa í minningu fjöl- skyldu sinnar og vina um ókomna tíð. Bessuð sé minning hans. Magnús og Guðríður. Ég kynntist Kristjáni fyrir rúm- um 20 árum þegar Magnús yngri bróðir hans og Guðríður systir mín hófu sambúð. Mikill samgangur var í báðum fjölskyldum og fór því ekki hjá því að okkar samskipti yrðu tölu- verð. Kristján var hávaxinn maður og sterkur og mun afl hans vafalaust hafa nýst honum vel í starfi . Hann var einnig góðum gáfum gæddur og vel að sér um ýmsa hluti þótt ekki væri hann að flíka því. Við nánari viðkynningu fann ég að hann var auk þess traustur og einstaklega hjarta- hlýr maður. Ef rétta þurfti einhverj- um hjálparhönd þá stóð ekki á því. Hann var sérlega barngóður sem sýndi sig í fallegum samskiptum hans við bræðrabörn sín. Má segja að hann hafi að vissu leyti gengið þeim í afastað en þau urðu ekki þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að alast upp með öfum sínum og ömm- um nema skamma hríð. Mín börn nutu einnig góðs af samvistum við Kristján, alltaf var tími fyrir rabb og klapp á litla kolla. Fyrir rúmum 6 árum uppgötvað- ist hjá Kristjáni hjartasjúkdómur. Í kjölfar þess varð hann að hætta störfum sem vafalaust hefur verið honum mjög erfitt aðeins rúmlega fimmtugum manninum. Við ræddum oft um veikindi hans og ég fann að hann gerði sér vel grein fyrir að bati væri ekki í augsýn þótt ætíð bæri hann sig vel. Við sem fylgdumst með honum bárum án efa öll þá von í brjósti að úr myndi rætast, þessum sterka manni hlytu allir vegir að vera færir, en enginn má sköpum renna. Ég og fjölskylda mín erum þakk- lát fyrir að hafa fengið að kynnast Kristjáni, þótt samfylgdin hafi verið allt of stutt og sendum Magga, Gurrý, Labbý, Steina og fjölskyld- um þeirra innilegar samúðarkveðj- ur. Helga I. Guðmundsdóttir. KRISTJÁN M. JÓHANNESSON Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, GUÐBJÖRG JÚLÍUSDÓTTIR, andaðist á heimili sínu Linby 17, 27493, Skurup, Svíþjóð, laugardaginn 11. janúar. Jarðsett verður í Svíþjóð föstudaginn 24. janúar kl. 13.00. Einar Bogason, Alex, Bogi, Lára og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KRISTBERG MAGNÚSSON vélfræðingur, Gullsmára 7, Kópavogi, lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn 13. janúar. Ragna G. Ágústsdóttir, Elísabet Kristbergsdóttir, Guðmundur Hjaltason, Halldóra Kristbergsdóttir, Magnús Kristbergsson, Helena Árnadóttir Bjarman, barnabörn og langafabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.