Morgunblaðið - 17.01.2003, Blaðsíða 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2003 17
SJÁLAND á hið nýja strandhverfi
við Arnarnesvog í Garðabæ að heita
en heiti gatna og ýmissa kennileita
eru sótt til Kaupmannahafnar. Versl-
unargata hverfisins mun heita Strik-
ið, lengsta gatan Langalína eftir
danskri nöfnu sinni og nýja höfnin í
hverfinu mun heita Nýhöfn svo eitt-
hvað sé nefnt. Hugmyndasmiður
nafngiftanna er Hallgrímur Helgason
rithöfundur.
Af öðrum nöfnum í hverfinu má
nefna útivistargarðinn Bakkann eftir
Dyrehavsbakken, baðströndin mun
heita Sjóvangur líkt og Søvang í Dan-
mörku, þarna verður Vesturbrú og
Strandvegur og göngustígar hverfis-
ins hafa fengið nöfnin Hafnarslóð og
Sagnaslóð.
„Í miðju þessu danska hverfi þótti
síðan mikilvægt að tengja eitthvað við
sjálfstæðisbaráttuna og þess vegna
fær hús eldri borgara heitið Jónshús,“
segir í greinargerð Hallgríms Helga-
sonar um nafngiftirnar. „Til þess svo
að undirstrika þá staðreynd að við Ís-
lendingar erum sjálfstæð þjóð þá var
ákveðið að skíra torgið sem verður
miðpunkturinn í þessu danska gatna-
kerfi 17. júní torg.“
Dönum launaður heiðurinn
Að sögn Hallgríms eru tvær ástæð-
ur fyrir því að honum kom í hug að
gefa hverfinu nöfn með þessum hætti.
„Annars vegar er náttúrunafnakenn-
ingin búin að ráða hér ríkjum í 50 ár
þannig að allar götur eru kenndar við
kennileiti eða einhver náttúrufyrir-
bæri. Mér finnst komin viss þreyta í
það og vildi leyfa fólki að tengja þetta
meira við söguna, atburði og í þessu
tilfelli við Danmörku sem er einmitt
stór hluti af okkar sögu.
Síðan var ég á ferð í Kaupmanna-
höfn fyrir nokkrum árum og var boðið
í partí í Íslenska hverfinu Islands-
brygge þar sem allar götur heita ís-
lenskum nöfnum. Þarna uppgötvaði
ég að það væri heilt hverfi í Kaup-
mannahöfn sem væri tileinkað Ís-
landi.“ Hann segir að þannig megi
segja að verið sé að launa þennan
heiður.
Hallgrímur er fullur af hugmyndum
að hverfanöfnum ef marka má grein-
argerð hans. „Þeir Jónas, Matthías,
Einar Ben og Benedikt Gröndal hafa
enn ekki fengið sínar götur til að
ganga aftur eftir. Jafnvel sjálfur Jón
Sigurðsson á eftir að fá þann búlevard
sem hann á skilið og enn mun sjálfsagt
bið eftir Laxness-hverfinu í Mosfells-
dal þar sem göturnar myndu nánast
skíra sig sjálfar: Brekkukot, Sumar-
hús og Rauðsmýri…“
10–11 muni heita 14–2
Þetta er þó í fyrsta sinn sem hann
fæst við nafngiftir af þessu tagi. „Það
var til komið vegna þess að Björn
Ólafs, arkitektinn að þessu hverfi, er
vinur minn og hann fékk mig til að
gera þetta,“ segir hann. „Mér fannst
þetta mikil áskorun og ábyrgðarhlut-
ur. Þetta kallaði líka á málamiðlanir
hér og þar þannig að nöfnin eru ekki
öll mín. Grunnhugmyndin kveikti
hins vegar í fólki þannig að bæjarfull-
trúarnir komu með sín nöfn o.s.frv.
Ég vona bara að það haldi áfram.“
Í greinagerð sinni gefur Hallgrím-
ur upp boltann með slíkt áframhald
því hann leggur til að eigendur versl-
ana og veitingastaða haldi áfram þar
sem hann hætti. „Því þá munum við
jafnvel koma keyrandi alla leið úr
Reykjavík til þess að fá okkur bjór á
Trampe greifa og versla í Einokunar-
versluninni. Þá er einnig vonandi að
verslunarkeðjur eins og 10–11 geri
undantekningu fyrir Sjálands-útibú
sitt og leyfi því að heita 14–2.“ Mun
Hallgrímur þarna vera að vísa til af-
reka Íslendinga á íþróttasviðinu í
samskiptum þeirra við Dani.
Gott að sjá frá Sjálandi
Tilkynnt var um heitin í gær um
leið og ritað var undir samstarfs-
samning Garðabæjar og fram-
kvæmdaraðilanna Björgunar ehf. og
Bygg ehf. um uppbyggingu hverfis-
ins. Þá var róið með hornstein land-
fyllingarinnar, sem hverfið mun rísa
á, út í fyllinguna.
Að sögn Ásdísar Höllu Bragadótt-
ur bæjarstjóra varð nafnið Sjáland til
vegna þeirrar staðreyndar að um er
að ræða land sem rís úr sjó en Sjáland
ku einmitt merkja það. „Sömuleiðis er
þetta land sem er svo gott að sjá frá
því útsýnið er svo glæsilegt,“ segir
hún. Í framhaldinu hafi verið ákveðið
að þróa hugmyndina lengra, ekki síst
vegna hinna sögulegu tengsla Garða-
bæjar við Bessastaði. „Kristján sjö-
undi tók ákvörðun um að kirkjan að
Bessastöðum yrði byggð fyrir 230 ár-
um og að það yrði steinkirkja. Það
þurfti að flytja steinana á pramma í
gegn um skurð að Lambhúsatjörninni
og þannig var kirkjan byggð upp
stein af steini og þannig verður Sjá-
land byggt líka. Það má segja að í
raun og veru séum við með þessu að
halda svolítið upp á þessi tengsl okkar
við Danmörku og það vald sem hér
ríkti áður en við urðum sjálfstæð
þjóð,“ segir Ásdís Halla.
Gert er ráð fyrir að um 760 íbúðir
verði á hinu nýja Sjálandi en þar af
verða um 200 fyrir eldri borgara. Íbú-
ar hverfisins verða um 2.000 talsins.
Áætlað er að fyrstu íbúðirnar verði
tilbúnar á vormánuðum 2004. Hönn-
uður hverfisins er sem fyrr segir arki-
tektinn Björn Ólafs.
Fyrstu íbúðir á Sjálandi tilbúnar á næsta ári
Strikið, Bakkinn og Ný-
höfn meðal kennileita
Hönnun/Björn Ólafs
Á Sjálandi verður m.a. að finna Nýhöfn, Langalínu og baðströndina Sjó-
vang og hver veit nema Einokunarverslunin komi síðar.
Morgunblaðið/Golli
Laufey Jóhannsdóttir, formaður skipulagsnefndar Garðabæjar, og Ásdís
Halla Bragadóttir bæjarstjóri afhentu Sigurði Hafliðasyni hornsteininn að
landfyllingu nýja strandhverfisins sem hann síðan reri með út í fyllinguna.
Arnarnesvogur
ÍBÚAR Reykjavíkur voru 112.490
talsins hinn 1. desember 2002
samkvæmt bráðabirgðatölum frá
Hagstofu Íslands. Hlutfall ungs
fólks er hæst í austurhverfum
borgarinnar en hlutfall aldraðra
er hins vegar hæst í norðurbæ og
suðurbæ.
Hinn 1. desember árið 2001
voru íbúar borgarinnar 112.276
talsins og hefur íbúum höf-
uðborgarinnar því fjölgað um
0,2% á milli ára. Segir í tilkynn-
ingu Hagstofunnar að þetta sé
óvenju lítil fólksfjölgun, en síð-
astliðinn áratug (1992–2002) hafi
Reykvíkingum fjölgað um rúm-
lega 1% á ári að meðaltali. Til
samanburðar má nefna að í ná-
grannasveitarfélögum Reykjavík-
ur var árleg fólksfjölgun meiri á
þessu sama tímabili eða 3,3% að
meðaltali, en íbúum á lands-
byggðinni fækkaði hins vegar að
meðaltali um 0,2% á ári.
Sé litið til aldursskiptingar eft-
ir hverfum borgarinnar kemur í
ljós að hlutfall ungs fólks var
hæst í austurhverfum borg-
arinnar. Langhæst var það í
Borgarholti, en þar nam hlutfall
20 ára og yngri 40%. Hlutfall
aldraðra var hins vegar hæst í
norðurbæ og suðurbæ, en þar
voru um 20% íbúa 67 ára og
eldri.
&'()*+,%)+--.
,/
!0
+
!0
1#
!0
.
!0
2!0
/ #
3$4#
##
3$#
)5/
!"#$ % & &
!
%
Óvenjulítil fólksfjölgun
Reykjavík