Morgunblaðið - 17.01.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.01.2003, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SALA BÚNAÐARBANKANS REYKJAVÍKURLISTINN OG KÁRAHNJÚKAR Borgarstjórn Reykjavíkur sam-þykkti á fundi sínum í gærmeð níu atkvæðum gegn fimm að verða við ósk Landsvirkjunar um að veita ábyrgð vegna lána, sem fyr- irtækið mun taka vegna Kárahnjúka- virkjunar. Reykjavíkurlistinn klofn- aði í afstöðu til þessa máls. Einungis þrír borgarfulltrúar listans greiddu atkvæði með ábyrgðinni, fjórir voru á móti og einn sat hjá. Ábyrgðin var veitt vegna þess, að minnihluti borg- arstjórnar, sex borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins greiddu atkvæði með henni. Það er mikið áfall fyrir Reykjavík- urlistann að sundrast með þessum hætti í svo stóru máli, sem um er að ræða. Það er mikill veikleiki hjá þessu kosningabandalagi, sem stjórnað hefur Reykjavík í rúmlega tvö kjörtímabil, að axla ekki ábyrgð í þessu stóra máli og verða að sætta sig við að nýr meirihluti verði til í borgarstjórninni til þess að afgreiða málið. Ekki er ólíklegt að þetta mál og deilurnar um þingframboð fráfar- andi borgarstjóra séu upphafið að endalokum þess samstarfs, sem verið hefur milli þriggja flokka undir merkjum Reykjavíkurlistans. Í samtali við Morgunblaðið í fyrra- dag sagði Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir m.a.: „Ég hef ekki hugsað mér að vera í einhverju skjóli frá Sjálf- stæðisflokknum í þessu máli frekar en öðrum.“ Þrátt fyrir þessi ummæli er ljóst að það eru borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem hafa tryggt framgang málsins í borgar- stjórn. Þar sem fráfarandi borgar- stjóri lýsti stuðningi við að ábyrgðin yrði veitt er ljóst að það hefur orðið hlutskipti Ingibjargar Sólrúnar að vera í skjóli Sjálfstæðisflokksins í þessu máli. Hún hefur bersýnilega ekki haft pólitískt bolmagn til þess sem borgarstjóri að knýja fram sam- þykkt í eigin kosningabandalagi til þess að ná fram máli, sem hún sjálf lýsti fylgi við og varð þess vegna að reiða sig á stuðning Sjálfstæðis- flokksins. Í umræðunum í borgarstjórninni í gær sagði einn af borgarfulltrúum Reykjavíkurlistans, Stefán Jón Haf- stein, að Kárahnjúkavirkjun væri stærsta framkvæmd ríkissósíalista á Íslandi fyrr og síðar. Með þeim orð- um er hann ekki síður að beina spjót- um sínum að Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur en öðrum, þar sem hún hefur lýst yfir stuðningi við fram- kvæmdina með því að greiða atkvæði í borgarstjórninni með ábyrgðinni. Að baki þeirri afstöðu fráfarandi borgarstjóra hlýtur að liggja sterk sannfæring hjá Ingibjörgu Sólrúnu fyrir því að byggja eigi stórvirkjun við Kárahnjúka og álver á Reyðar- firði vegna þess, að ábyrgðin hefði verið samþykkt í borgarstjórninni jafnvel þótt hún hefði greitt atkvæði gegn henni. Og vissulega er það fagnaðarefni að stjórnmálamenn standi við sannfæringu sína. Það er ekki vandalaust að bera ábyrgð á stjórn landsins eða sveitar- félags, þegar stór og umdeild mál eru á dagskrá eins og í þessu tilviki. Það er grundvallarmisskilningur hjá borgarfulltrúum Reykjavíkurlistans að telja að þeir geti leyft sér að skjótast undan þeirri ábyrgð í jafn- stóru máli og hér er á ferðinni. Í smámálum geta bæði sveitarstjórn- armenn og þingmenn leyft sér að af- létta þeim aga, sem verður að vera til staðar í samstarfi á vettvangi stjórn- málanna. Þegar það er gert í tilviki sem þessu jafngildir það yfirlýsingu um að Reykjavíkurlistinn sjái sér ekki annað fært en fela stjórn borg- arinnar öðrum meirihluta, þótt í skamman tíma sé. Það gerðist í borg- arstjórn Reykjavíkur í gær. Samningar voru undirritaðir í gærum sölu ráðandi hlutar í Bún- aðarbanka Íslands til hóps fjárfesta, þar sem fyrirtæki, sem áður tilheyrðu samvinnuhreyfingunni mynda kjarnann. Með þessum samn- ingum er þátttöku íslenzka ríkisins í rekstri fjármálafyrirtækja lokið. Það eru þáttaskil út af fyrir sig og nú hefst nýtt tímabil, þar sem eftir því verður tekið, hvort breytt eignar- aðild leiðir til breytinga í rekstri bankanna. Morgunblaðið hefur verið andvígt þeirri stefnu, sem sala ríkisbankanna hefur tekið síðustu misseri. Blaðið taldi og telur, að setja hefði átt lög- gjöf, sem tryggði dreifða eignaraðild að bankakerfinu og að hlutir ríkisins í Landsbanka og Búnaðarbanka yrðu seldir á slíkum forsendum. Ríkisstjórn og meirihluti Alþingis kaus að fara aðra leið og valdið er þeirra. Hvað sem þessum ágreiningi líður hljóta það að teljast merk tíma- mót í viðskiptasögu okkar Íslend- inga, að allir bankar landsmanna skuli nú komnir í einkaeign. Óljóst er hver verður næsti kafli þessarar sögu. Ekki er ólíklegt að nýir eigendur þessara tveggja banka leiti leiða til þess að ná fram meiri hagræðingu í rekstri þeirra og m.a. að tryggja samkeppnishæfni þeirra í samkeppni við Íslandsbanka, sem er kominn skrefi lengra á þeirri braut. Því miður er reynsla Íslendinga sú, að slíkar aðgerðir geta leitt til minni samkeppni en ekki meiri. Þess vegna má vel vera að fákeppni eigi eftir að aukast á íslenzka fjármálamarkaðn- um. Í slíkri þróun geta ákveðnar hættur verið fólgnar, sem fylgjast verður vel með. Athygli vekur, að erlendur banki verður umtalsverður hluthafi í Bún- aðarbankanum. Það er fagnaðarefni. Þátttöku erlendra fyrirtækja í rekstri hér á Íslandi fylgir ný þekk- ing og kunnátta, sem við njótum góðs af. Það á hins vegar eftir að koma í ljós, hvort hinn erlendi banki beitir sér að ráði í rekstri Búnaðarbankans eða þeim umbreytingum, sem líklegt er að setji svip sinn á fjármálalífið á næstu mánuðum og misserum. MEIRIHLUTI borgarstjórnar sam-þykkti á fundi sínum í gær að gang-ast í ábyrgðir fyrir lánum vegna fyr-irhugaðrar Kárahnjúkavirkjunar sem kom til afgreiðslu borgaryfirvalda vegna 45% eignarhluts hennar í Landsvirkjun. Níu greiddu atkvæði með ábyrgðunum, fimm á móti og sat einn hjá. Meirihlutinn klofnaði reyndar í málinu, þrír borgarfulltrúar R-listans greiddu at- kvæði með ábyrgðunum, þeirra á meðal borgar- stjóri, fjórir á móti og einn sat hjá. Heitar umræður voru um ágæti fram- kvæmdanna í Ráðhúsinu í gær sem stóðu alls í sex tíma. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði borgina lengst af lítið hafa skipt sér af rekstri Landsvirkjunar, hvorki gert arðsemis- kröfu né lagt mat á arðsemi einstakra fram- kvæmda. Þetta hefði breyst með eigendasam- komulagi sem gert var 1996 þar sem stefnt var að því að arðgjöf af því fé sem í Landsvirkjun er bundið væri að jafnaði 5–6% á ári. Sagðist borgarstjóri hafa skoðað málavöxtu ítarlega, ekki síst athugun eigendanefndarinnar sem fór yfir mat og arðsemi verkefnisins. Fátt benti til annars en að markmið í eigendasam- komulaginu um 5–6% arðsemi náist í fyrirhug- uðum framkvæmdum. Reykjavík verði losuð undan skuldbindingum Landsvirkjunar „Eigendanefndin telur mjög litlar líkur á að á ábyrgð eigenda reyni þótt aldrei sé hægt að úti- loka það. Mín afstaða hefur alltaf verið sú að á vettvangi borgarstjórnar Reykjavíkur bæri alltaf að taka afstöðu til þessa máls út frá arðsemi verk- efnisins fyrir fyrirtækið og með tilliti til mats á hættunni á því að á ábyrgð eigenda reyni. Það þýðir ekki að ég sé sátt við núverandi fyrirkomu- lag á ábyrgðum Reykjavíkurborgar á áhættufjár- festingum tengdum stóriðju,“ sagði Ingibjörg þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu, en hún var fylgjandi því að veita ábyrgðirnar. Hún sagð- ist vilja að unnið yrði að því að losa borgina undan ótakmörkuðum ábyrgðum á öllum skuldbinding- um Landsvirkjunar. Sagðist Ingibjörg á fundinum hafa rætt það oftar en einu sinni við iðnaðarráðherra að það orkaði tvímælis að tvö sveitarfélög, Reykjavík og Akureyri, gengjust í einfaldar ábyrgðir fyrir áhættufjárfestingar sem tengdust uppbyggingu stóriðju í landinu. Stjórnvöld hefðu haldið því fram að án fram- kvæmdanna hefði blasað við viðvarandi atvinnu- leysi og stöðnun. „Allir óttast atvinnuleysi – það er skiljanlegt – en það er auðvitað ekki boðleg röksemd fyrir nær 200 milljarða fjárfestingu með áratuga líftíma að halda því fram að hún sé nauð- synleg til að forða bráðum atvinnuvanda,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Til að taka á slíkum vanda væru til önnur mildari og eðlilegri ráð, eins og frekari lækkun vaxta eða tíma- bundnar aðgerðir í ríkisfjármálum, þar með talin flýting opinberra fram- kvæmda. Einu boðlegu rökin fyrir því að op- inberir aðilar gengjust í ábyrgð fyrir fram- kvæmdum af þessari stærðargráðu væru þau að þær hefðu jákvæð langtímaáhrif á lífskjör þjóð- arinnar. „Á heildina litið bendir margt til að af framkvæmdinni verði nettóávinningur ef vel tekst til varðandi mótvægisaðgerðir og engin stóráföll verða.“ Áhrif á atvinnulíf og mannlíf á Austurlandi væru umtalsverð, sérstaklega á framkvæmdatím- anum, og ársverkum þar myndi fjölga umtalsvert. „Lítil fjölgun starfa verður hins vegar í öðrum landshlutum vegna þessara framkvæmda þ.á m. í Reykjavík. Við sem búum hér á höfuðborgar- svæðinu getum hins vegar ekki litið fram hjá þeirri staðreynd að á undanförnum árum hefur atvinnusköpunin og aðflutningur fólks fyrst og fremst verið á okkar svæði og við megum ekki sjá ofsjónum yfir því að fólk annars staðar á landinu njóti hagsbóta af þessari framkvæmd umfram okkur.“ Hætt væri við að niðurskurður opinberra framkvæmda hefði fækkun starfa í Reykjavík í för með sér og því skipti miklu hvernig til tækist með mótvægisaðgerðir. Fjárfesting í Kárahnjúkum væri í raun óbein fjárfesting í áliðnaði og ætti því að byggjast að verulegu leyti á viðskiptasjónarmiðum. Ein leið hefði verið að stofna sérstakt fyrirtæki um þessa framkvæmd og fjármagna það á hlutabréfa- og lánamarkaði án ábyrgða ríkis og sveitarfélaga. Annar möguleiki hefði verið að ríkið stofnaði um framkvæmdina sérstakt fyrirtæki sem nyti rík- isábyrgðar, þar sem ávinningurinn væri fyrst og fremst talinn þjóðhagslegur. „Það fyrirtæki hefði síðan getað keypt alla þjónustuna af Landsvirkj- un. Þá hefði ekki þurft ábyrgð Reykjavíkurborg- ar sem er að sumu leyti umdeilanleg í þessu sam- bandi.“ Borgarstjóri sagðist í tvígang hafa rætt við iðnaðarráðherra um að taka „þennan kaleik frá Reykjavíkurborg en ekki haft erindi sem erf- iði“. „Ég hef hlustað á rök allra þeirra fjölmörgu að- ila sem hafa skoðun á málinu hvort sem þau rök lúta að efnahags- eða umhverfisþætti málsins. Ég veit að það sama hafa margir aðrir borgarfulltrú- ar í meirihlutanum gert en sjálfstæðismönnum í borgarstjórn finnst það furðulegt hversu mikinn tíma og upplýsingar borgarfulltrúar meirihlutans þurfi til að gera upp hug sinn. Það er í takt við þann stjórnunarstíl sem mótaður hefur verið í Sjálfstæðisflokknum – skjóta fyrst og spyrja svo.“ Þessi ummæli borgarstjóra fengu mikinn hljómgrunn á áhorfendapöllunum, mikið var klappað og hrópað. Reyndar þurfti forseti í fjölmörg skipti að áminna áhorfendur að ekki mætti trufla fund- inn með köllum og athugasemdum og var oftar en einu sinni hótað að rýma salinn ef fólk á áhorfendapöllum gæti ekki virt leikreglur lýðræðisins. Langþráður draumur Austfirðinga rætist Björn Bjarnason, oddviti sjálfstæðismanna, sagði að með álveri í Reyðarfirði rættist lang- þráður draumur Austfirðinga. Álverið myndi leiða af sér betri samgöngur, menntun, heilsu- gæslu og aukin lífsgæði í fjórðungnum og um land allt. Álvers- og virkjunarframkvæmdir hefðu um- talsverð þjóðhagsleg áhrif á næstu árum. Jafn- framt myndu sveiflur í fjárfestingu milli ára valda töluverðum sveiflum í efnahagslífinu. „Ég ætla ekki að rýna í þessar spár. Hvað sem þ r v m a þ s s o n s a v v L a v i m s o a e m h e f i s a n v u v h þ r t é h þ m f s s n e n m b p m Ábyrgðir vegna lána Landsvirkjunar af Kára Mótmælendur söfnuðust saman við tjörnina fyrir ut Deilt um um og „ríki Hart var deilt um Kára- hnjúkavirkjun á fundi borg- arstjórnar í gær þar sem samþykkt var að gangast í ábyrgðir fyrir lánum vegna hennar. Nína Björk Jóns- dóttir var ein fjölmargra á áhorfendapöllum. Álver sama sem aukin lífsgæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.