Morgunblaðið - 17.01.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.01.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Kringlan 6 - Stóri Turn - 550 2000 www.sphverdbref.is Besta ávöxtun skuldabréfasjóða 2002 Skuldabréfasjóður SPH Verðbréfa, skv. Lánstrausti hf. 13,2% Í GÆR var undirritaður kaup- samningur um kaup S-hópsins svo- kallaða auk þýsks fjárfestingar- banka á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands. Kaupverðið er um 11,9 milljarðar króna en nú- virt meðalgengi hlutabréfa í bank- anum í viðskiptunum er 4,81. Eftir viðskiptin er eignarhlutur ríkisins í Búnaðarbankanum um 9%. Kaupendur eru Egla hf., Vá- tryggingafélag Íslands hf., Sam- vinnulífeyrissjóðurinn og Eignar- haldsfélagið Samvinnutryggingar. Egla er hlutafélag í eigu þýska bankans Hauck & Aufhäuser Privatbankiers KGaA, Kers hf. og VÍS. Kaupsamningurinn, sem var undirritaður í höfuðstöðvum Bún- aðarbankans á fjórða tímanum eftir hádegi í gær, er gerður á grund- velli samkomulags aðila frá 15. nóvember 2002. Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra og Geir H. Haarde fjármálaráðherra undirrituðu kaupsamninginn fyrir hönd ís- lenska ríkisins. Framkvæmdanefnd um einka- væðingu hafði umsjón með sölunni af hálfu ríkisins. Aðalráðgjafi nefndarinnar var enski bankinn HSBC, sá hinn sami og var að- alráðgjafi ríkisins við söluna á 45,8% hlut ríkisins í Landsbanka Íslands hf. til Samsonar ehf., en samningur þar um var undirritaður á síðasta degi ársins 2002. Aðalráðgjafi kaupenda var franski bankinn Société Générale. Óheimilt að selja í 21 mánuð Afhending og greiðsla hlutabréf- anna verður tvískipt. Annars vegar verða 27,48% hlutafjár afhent í kjölfar undirritunar kaupsamnings- ins og að fengnu samþykki Fjár- málaeftirlitsins. Hins vegar verða rúmlega 18,32% hlutabréfanna af- hent eigi síðar en 20. desember 2003. Kaupverð Búnaðarbankans er að tveimur þriðju hlutum greitt í Bandaríkjadölum og segir í sam- eiginlegri fréttatilkynningu selj- anda og kaupenda, að það verði einkum nýtt til greiðslu erlendra skulda ríkissjóðs. Hlutabréf, sem nema þriðjungi heildarhlutafjár í Búnaðarbankan- um, eru bundin þeim kvöðum að kaupendum er óheimilt að selja þau í 21 mánuð frá undirritun kaupsamningsins nema að fengnu skriflegu samþykki seljanda. Sam- kvæmt samningnum koma kaup- endur fram sem einn hluthafi. Hlutur þýska bankans og Kers stærstur Eignarhlutir samkvæmt samn- ingnum skiptast milli kaupenda með eftirfarandi hætti: Egla hf. 71,2%, Vátryggingafélag Íslands hf. 12,7%. Samvinnulífeyrissjóðurinn 8,5%. Eignarhaldsfélagið Samvinnu- tryggingar 7,6%. Hlutur Eglu skiptist þannig að Hauck & Aufhäuser Privatbankiers KGaA á 35,6%, Ker á 35,2% og Vá- tryggingafélag Íslands 0,4%. Hlutur þýska bankans í Búnað- arbankanum er því 16,3%, hlutur Kers er 16,1%, samanlagður hlutur VÍS er 6,0%, hlutur Samvinnulíf- eryissjóðsins 3,9% og Eignarhalds- félagsins Samvinnutrygginga 3,5%. Þýski bankinn Hauck & Aufhäs- er Privatbankiers KGaA er að 70% í eigu einstaklinga og 30% í eigu stofnfjárfesta. Hann var stofnaður fyrir 206 árum og er meðal annars með starfsemi í Sviss og Lúxem- borg auk Þýskalands. Höfuðstöðv- ar bankans eru í Frankfurt í Þýskalandi. Bankinn sérhæfir sig í sjóða- og eignastýringu fyrir stofn- anir og einkaaðila, umsjón verð- bréfa fyrir sjóði og fjármálastjórn fyrirtækja og einstaklinga. Fram kemur í tilkynningu vegna kaupanna að í árslok 2001 hafi Hauck & Aufhäser Privatbankiers KGaA farið með stjórn eigna og sjóða að andvirði 12 milljarða evra, sem svarar til um þúsund milljarða íslenskra króna. Brúttó heildar- eignir í samstæðurreikningi bank- ans námu 1.694 milljónum evra, jafnvirði um 143 milljarða íslenskra króna, og eigið fé nam 107 millj- ónum evra, um 9 milljörðum ís- lenskra króna. Til samanburðar má geta þess að á sama tíma, þ.e. í árslok 2001 voru heildareignir sam- stæðu Búnaðarbankans um 200 milljarðar króna og eigið fé um 13 milljarðar. Samkvæmt tilkynning- unni hefur þýski bankinn á síðustu þremur árum skilað nærri 30% arðsemi á eigið fé eftir skatta. Mikil tíðindi að erlendur banki taki þátt Í fréttatilkynningu frá kaupend- um á 45,8% hlut ríkisins í Bún- aðarbankanum segir að það séu mikil tíðindi að traustur, erlendur banki taki þátt í að fjárfesta í ís- lenskri fjármálastofnun. Búnaðar- bankinn komi til með að njóta þekkingar, reynslu og viðskipta- sambanda þýska bankans í starf- semi sinni. Enn mikilvægara sé að með eignarhaldi þýska bankans í Búnaðarbankanum skapist tengsl sem íslensk fyrirtæki geti notfært sér til að styrkja starfsemi sína og sókn á erlendum mörkuðum. Þetta sé afar mikilvægt þegar haft sé í huga að möguleikar íslenskra fyr- irtækja til að vaxa verulega og dafna tengist fyrst og fremst al- þjóðlegri starfsemi. Ríkið selur 45,8% í Búnaðarbankanum Þýskur banki kaupir 16,3% hlut og félögin sem standa að S-hópn- um kaupa 29,5%. Kaupverðið er 11,9 milljarðar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gert grein fyrir sölu á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands. Geir H. Haarde fjármálaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra, Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa og formælandi S-hópsins, og Peter Gatti, framkvæmdastjóri þýska bankans Hauck & Aufhäuser Privatbankiers KGaA. PETER Gatti, framkvæmdastjóri og meðeigandi þýska fjárfesting- arbankans Hauck & Aufhäuser Privatbankiers KGaA, segir að Búnaðarbankinn sé vænleg fjár- festing. Þá telji hinn þýski banki einnig að hann hafi hag af því að miðla af sérþekkingu sinni. „Bún- aðarbankanum svipar mjög til okkar banka og við höfum góðan skilning á því sem hann gerir,“ segir hann. Gatti segir að bankinn hafi fjár- fest í mörgum miðlungsstórum einkafyrirtækjum og einnig náð góðum árangri við samruna og yf- irtökur á síðustu fjórum árum. Bankinn hafi sjálfur mjög jákvæða reynslu af samruna við Bankhaus Aufhäuser í München, sem áður var í eigu Bayerishe Landesbanke. Starfsmenn Hauck & Aufhäuser Privatbankiers eru um 450 að tölu. Helstu viðskiptavinir bankans eru tryggingafélög og lífeyrissjóðir. Gatti segir að bankinn muni halda eignarhlut sínum í Búnaðar- bankanum í a.m.k. tvö ár, eins og kveðið er á um í kaupsamningnum. Að þeim tíma liðnum verði ávöxt- unin metin og fjárfestingin endur- skoðuð. Peter Gatti Fjárfestingin endurskoðuð eftir tvö ár ÓLAFUR Ólafsson, forstjóri Sam- skipa, sem hefur verið formælandi S-hópsins, segist mjög ánægður með að þeim áfanga sé náð að samningur um kaup á 45,8% hlut ríkisins í Bún- aðarbankanum hafi verið undirritað- ur. Hann segir að kaupsamningurinn sé í meginatriðum í samræmi við það sem farið hafi verið af stað með þeg- ar fyrst var rætt um kaupin. „Nokkrir bankar sýndu því áhuga að taka þátt í þessu með okkur,“ seg- ir Ólafur. „Við völdum þýska bank- ann úr þeim hópi, að undangenginni skoðun, því við töldum hann heppi- legastan fyrir Búnaðarbankann og okkar starf.“ Ólafur segir að franski bankinn Société Générale, sem var aðalráðgjafi kaupendanna, verði það áfram. Bankinn muni einnig koma að fjármögnun kaupanna, að því marki sem þörf verði á, en hann segist ekki telja það aðalatriði. Ólafur Ólafsson Í samræmi við það sem lagt var af stað með SÓLON Sigurðsson, bankastjóri Búnaðarbanka Íslands, segir að stjórnendum bankans lítist mjög vel á söluna á hlut ríkisins í bankanum. Hann segist vona að það sama muni og eiga við um starfsmenn bankans. Þá sé ánægjulegt að þessu ferli sé lokið og hægt verði að takast á við önnur verkefni, bankanum til fram- dráttar. „Það er sérstaklega áhugavert að fá þýska bankann inn,“ segir Sólon. „Athugað verður hvar hægt er að vinna með honum og vonandi verður líka hægt að læra af honum.“ Sólon segist gera ráð fyrir að við- skiptavinir Búnaðarbankans muni njóta vaxtar bankans og þess að hann muni verða enn hagkvæmari en nú er. Sólon Sigurðsson Áhugavert að fá þýska bankann inn „ÞETTA er stór stund því þetta er búið að taka mikinn tíma og orku,“ segir Valgerður Sverrisdóttir um söluna á 45,8% hlut ríkisins í Bún- aðarbankanum. „Samningurinn er góður því verðið er gott, auk þess sem það er áhugavert að fá erlend- an banka inn í kaupin. Að því hef- ur ríkisstjórnin stefnt allt frá árinu 1995. Vel hefur því tekist til í þessum viðskiptum.“ Hún segir að samningurinn sé í takt við tímann. Sá tími sé liðinn að það sé skortur á fjármagni til útlána. Við slíkar aðstæður hafi kannski þurft pólitískt vald til að hafa stjórn á þeim málum. Þá falli það mjög vel að stefnu ríkisstjórn- arinnar að vera ekki í atvinnu- rekstri þar sem einkaaðilar geti spjarað sig jafn vel ríkið. Valgerður segir að ekki sé hægt að útiloka að framundan séu sam- einingar á fjármálamarkaði. Mögu- leikarnir í þeim efnum séu hins vegar ekki miklir. Einhver þróun muni þó væntanlega eiga sér stað. „Ég sé ekki að það muni verða stórar sameiningar á fjármála- markaði, enda held ég að það væri ekki æskilegt fyrir neytendur.“ Hún segir að það geti ekki ann- að en verið neytendum í hag að fá erlendan banka til landsins. Það auki samkeppnina sem talað hafi verið um að hafi vantað. Í samningnum um sölu ríkisins á 45,8% hlut í Landsbankanum, sem undirritaður var á gamlársdag á síðasta ári, er ákvæði þar sem Samson ehf. áskilur sér rétt til að endurskoða samninginn ef S-hóp- urinn, eða annar aðili í hans stað, nær hagstæðari greiðslukjörum um kaup á hlut ríkisins í Bún- aðarbankanum. Valgerður segir að samningarnir tveir um söluna á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum, annars vegar, og á hlut ríkisins í Landsbank- anum, hins vegar, séu mjög áþekk- ir. Ekkert tilefni sé því til að end- urskoða samninginn um söluna á Landsbankanum. Valgerður Sverrisdóttir Samningur- inn er í takt við tímann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.