Morgunblaðið - 17.01.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.01.2003, Blaðsíða 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2003 19 TILBOÐ Á SJÁLFSRÆKTARBÓKUM Gerðu það bara Lögmál andans Fyrirgefningin Hjálpaðu sjálfum þér RÉTT MATREIÐSLA FYRIR ÞINN BLÓÐFLOKK Jafnvægi í gegnum orkustöðvarnar Handbók fyrir konur á öll- um aldri sem fjallar um ýmsar aðferðir og leiðir til að öðlast ánægjulegra og innihaldsríkara líf. Höf.: Guðrún G. Bergmann. Tilboð: kr. 1.590. Fullt verð kr. 1.990. Þú getur öðlast dýpri merkingu, tilgang og tengingu við sköpunar- verkið með því að taka eitt skref; opna þessa bók sem þú munt lesa aftur og aftur. Höf.: Dan Millman. Tilboð: kr. 1.590. Fullt verð: kr. 1.990. Nútíma læknavísindi hafa gert sér grein fyrir því að fyrirgefningin getur haft áhrif á heilsu og andlega líðan fólks og er því heimsins fremsti heilari. Höf.: Gerald Jampolsky MD. Tilboð: kr. 1590.- Fullt verð: kr. 1990.- Besta sjálfshjálparbók allra tíma sem hefur verið í stöðugri sölu í mörg ár. Ráðin í henni eru samt jafnfersk og þau hefðu verið skrifuð í gær. Höf.: Louise L. Hay. Tilboð: kr. 1.990. Fullt verð: kr. 2.490. EINSTAKT TILBOÐ! Blóðflokkamataræðið hefur löngu sannað sig sem frábær leið til að bæta heilsuna, ná kjörþyngd á heilbrigðan máta og hámarka lífsgæðin. Matreiðslubókin býr yfir öllum þeim uppl. sem fylgja blóðflokkalíferninu, auk fjölbreyttra uppskrifta og fæðu- lista fyrir alla blóðflokka. Höf.: Peter D’Adamo N.D. Tilboð: kr. 1.990. Fullt verð: kr. 3.490. Mál og menning: Laugavegi, Síðumúla 11, Hlemmi, Mjódd og Hamraborg. Penninn-Eymundsson: Reykjavík - Kringlunni, Austurstræti, Smáralind, Hafnarfirði, Akureyri. Betra líf: Kringlunni. Upplýsingar um sjálfsræktarnámskeið á: www.blodflokkar.is og www.hellnar.is Með því að velja sjálfsaga, þrautseigju og þolin- mæði fram yfir skammtíma glaum og gleði hafa andlegir meistarar í aldanna rás náð að uppskera innri ró og sæluástand án þess að þurfa ytra áreiti til að öðlast það. Höf. Guðjón Bergmann. Tilboð: kr. 1.100. Verð áður: kr. 1.390. TVÆR aukasýningar verða á Keflavíkurrevíunni sem Leik- félag Keflavíkur sýndi fram til jóla við góða aðsókn. Sýning- arnar verða í kvöld og á sunnu- dagskvöld,klukkan 20. Revían er eftir Ómar Jó- hannsson og heitir „Í bænum okkar er best að vera“. Hún fjallar á gamansaman hátt um mannlífið í Reykjanesbæ. Um 2000 manns hafa séð þessa sýningu, að því er fram kemur á heimasíðu Leikfélags Keflavíkur, en þeir sem hafa ekki séð hana fá þetta síðasta tækifæri til þess að sjá sýn- inguna. 2.000 hafa séð bæjar- revíuna Keflavík HÚSANES ehf. hefur hafið framkvæmdir við byggingu fjög- urra fyrstu íbúðanna af átján sem fyrirtækið byggir fyrir Fasteignir Reykjanesbæjar ehf. á þessu ári. Fyrstu skóflustung- una tók Ragnar Jónasson, faðir framkvæmdastjórans. Fasteignir Reykjanesbæjar eru einkahlutafélag í eigu Reykjanesbæjar sem stofnað var til þess að hafa eignarhald og annast rekstur á félagslegu íbúðarhúsnæði bæjarins. Félag- ið bauð út byggingu átján nýrra félagslegra íbúða og samið var við Hússanes ehf. um að annast verkið fyrir um 170 milljónir. Halldór Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Húsaness, segir að fjórar íbúðanna séu í húsi sem byggt verður við Þórustíg 6 í Njarðvík og hófust fram- kvæmdir við þær í gær. Á næst- unni hefst síðan bygging tveggja húsa við Framnesveg í Keflavík en í þeim verða 14 íbúðir. Halldór segir að fyrir- tækið muni skila íbúðunum fullfrágengnum í október. Ljósmynd/Hilmar Bragi Viðar Már Aðalsteinsson, Reykjanesbæ, Halldór Ragnarsson og Ellert Eiríksson, formaður Fasteigna Reykjanesbæjar ehf., fylgjast grannt með Ragnari Jónassyni þegar hann tekur fyrstu skóflustunguna. Hefja byggingu átján félagslegra íbúða Njarðvík HÚSNÆÐI gömlu loðnubræðslunnar í miðbæ Reykja- nesbæjar iðar brátt af lífi á nýjan leik. Þar er verið að setja upp hjólabrettaaðstöðu og mótorsmiðju auk þess sem gestir geta fræðst um víkingaskipið Íslending sem þar er geymt. Menningar-, íþrótta- og tómstundasvið Reykjanes- bæjar (MÍT) hefur fengið til bráðabirgða afnot af hús- næði loðnuverksmiðju Fiskiðjunnar sem staðið hefur ónotað um tíma. Húsin eru á mörkum Njarðvíkur og Keflavíkur, skammt frá Hafnargötu 88 þar sem komið verður upp margháttaðri félagsaðstöðu fyrir börn og ungt fólk. Víkingaskipið Íslendingur er geymt í aðalsal hússins og þar vinnur Gunnar Marel Eggertsson, skipstjóri þess og skipasmiður, að viðhaldi skipsins. Hann er að skrapa af því málninguna og olíubera timbrið að nýju. Að sögn Stefáns Bjarkasonar, framkvæmdastjóra MÍT, hefur verið ákveðið að bjóða fólki að skoða skipið og fræðast um leið um sögu þess og þátt víkingaskipanna í landa- fundunum hjá Gunnari Marel. Þessi fræðslustarfsemi verður hafin fljótlega, að sögn Stefáns. Hjólabretti og vélar Verið er að koma upp hjólabrettaaðstöðu hinum meg- in í húsinu. Stefán segir að erfitt sé að leika sér á hjóla- brettum og línuskautum úti yfir veturinn og einnig þeg- ar rigni á sumrin. Ef þessi tilraun takist vel geti áhugamenn um þessar íþróttir stundað þær allt árið. Loks hefur verið ákveðið að koma upp vísi að mót- orsmiðju í öðrum enda hússins. Kristján Jónsson, Stjáni meik, hefur verið ráðinn til að annast þá starfsemi og hafa jafnframt eftirlit með hjólabrettapöllunum. Hann tekur með sér vélar og dót sem hann er nú með í Rock- ville. Stefán segir að ætlunin sé að hann fái til liðs við sig unglinga sem hafa áhuga á þessu sviði. Einnig geti krakkar fengið aðstoð við að gera sjálf við biluð reið- hjól og mótorhjól. Þá mun Kristján aðstoða við að innrétta aðstöðu fyrir tómstundastarf unglinga í félags- og menningar- miðstöðinni í Hafnargötu 88 en sú vinna hefst á næstu vikum. Segir Stefán að hugmyndin með starfsemi í Fiskiðjuhúsunum sé að virkja ungmenni sem að jafnaði taki ekki þátt í hefðbundinni starfsemi félagsmiðstöðva. Líf og fjör er að færast á ný í gömlu loðnubræðsluna Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Gunnar Marel Eggertsson skrapar gamla málningu. Unglingar og Íslendingur í eina sæng Reykjanesbær „ÉG verð hér til að fræða fólk um Íslending og hinn mikla þátt víkingaskipanna í landa- fundunum,“ segir Gunnar Mar- el Eggertsson, skipstjóri Ís- lendings. Hann er að dytta að skipinu í húsnæði gömlu Fisk- iðjunnar. Gunnar Marel segir að hver sem er geti komið til að skoða skipið og fræðast um sögu þess. Hann hefur fengið tæki til að sýna myndband um ferð hans í fótspor Leifs heppna árið 2000 og annað fræðsluefni og segist síðan geta miðlað af þeim fróð- leik sem hann hafi aflað sér í tengslum við byggingu skipsins og ferðina vestur um haf. Víkingaskipstjórinn segir að Íslendingur sé í góðu standi. Komið sé að viðhaldi. Búið sé að bera svo oft á skrokkinn að málningin sé farin að flagna. Hann er því að skrapa máln- inguna af til að geta borið fern- isolíu á timbrið á nýjan leik. Fyrirhugað er að Íslending- ur verði sjósettur í lok apríl eða í maí og verði í sumar í Kefla- víkurhöfn. Jafnframt er unnið að undirbúningi þess að koma upp varanlegri sýningarað- stöðu fyrir skipið í Njarðvík. Skipið er í góðu standi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.