Morgunblaðið - 17.01.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.01.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁBYRGÐIN SAMÞYKKT Meirihluti borgarstjórnar Reykja- víkur samþykkti í gær að ábyrgjast að sínum hluta lán vegna Kára- hnjúkavirkjunar. Var það samþykkt með níu atkvæðum, fimm voru á móti en einn sat hjá. Nokkur hundr- uð manns efndu til mótmæla utan og innan Ráðhússins og fjarlægði lög- reglan einn mann. Búnaðarbanki seldur Í gær var undirritaður samningur um kaup S-hópsins og þýsks fjár- festingarbanka á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands. Er kaup- verðið 11,9 milljarðar kr. Hlutur S-hópsins er 29,5% en þýska bank- ans 16,3%. Davíð í Japan Davíð Oddsson forsætisráðherra átti í gær fund með krónprinsi og krónprinsessu Japans en opinberri heimsókn hans til landsins lýkur á morgun. Hafa viðskiptamálin verið ofarlega á baugi enda er Japan mik- ilvægur markaður fyrir íslenskar sjávarafurðir. Handtaka í Bretlandi Lögreglan í Bretlandi hefur hand- tekið mann frá Alsír og er hann tal- inn tengjast hryðjuverkahópum, sem höfðu eiturefnið rísín í fórum sínum. Telja sumir, að þeir tengist al-Qaeda. Fölsunarmálið Málverkafölsunarmálið var þing- fest fyrir héraðsdómi í gær en ákært er vegna 103 verka, sem ýmist eru fölsuð eða eignuð öðrum. Er um að ræða viðamestu og dýrustu lögreglu- rannsókn hér á landi en áætlað er, að hún hafi kostað 40–50 millj. kr. Efnavopnaoddar Vopnaeftirlitsmenn SÞ í Írak fundu í gær 11 efnavopnaodda, sem ekki hefur verið gerð grein fyrir. Hans Blix, formaður vopnaeftirlits- nefndarinnar, sagði í gær, að Íraks- deilan væri komin á hættulegt stig. 2003  FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A HAUKAR SIGRUÐU NJARÐVÍKINGA Í FJÓRÐA SINN / C2 STAÐARBLAÐIÐ Budstikka í Nor- egi segir í ítarlegri umfjöllun sinni um Marel Baldvinsson að hann hafi aldrei náð sér á strik á þeim 50 klukkustundum sem hann var inni á vellinum með norska úrvalsdeildar- liðinu Stabæk. Marel skoraði 10 mörk og segir norska blaðið að félag- ið hafi borgað um 70 milljónir ísl. kr. í heildarkostnað vegna Marels og eru laun hans hjá félaginu tekin með í reikninginn. Gaute Larsen, þjálfari Stabæk, segir að vissulega sé slæmt að sjá á eftir leikmanni – segir jafn- framt að Marel hafi í raun aldrei sýnt hvað í honum bjó frá því að hann var keyptur árið 1999 frá Breiðablik fyr- ir um 35 millj. ísl. kr. Í vikunni var Marel seldur til belgíska liðsins Lokeren fyrir um 25 millj. ísl. kr. „Marel nýtti færin sín ekki nógu vel. Ég veit hins vegar að það býr meira í honum en hann sýndi hjá okkur. Hann var meiddur nánast allt fyrsta keppnistímabilið og átti í kjöl- farið í ýmsum meiðslum og það hafði veruleg áhrif á hann. Ég stend hins vegar við það sem ég hef sagt áður að Marel getur orðið ótrúlega góður. Í UEFA-leik gegn Anderlecht hér í Ósló sýndi hversu hann er megnugur í leik gegn sterku evrópsku liði,“ seg- ir Larsen og hann tekur það fram að hann hafi ekki dottið aftur fyrir sig er hann frétti af sölunni á Marel. „Það þurfti að skera niður kostnað hjá félaginu og fá inn tekjur. Það er veröld sem við þurfum að sætta okk- ur við og ég vissi að Marel gæti farið frá okkur á næstunni.“ Marel náði sér ekki á strik EINAR Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri Handknattleiks- sambands Íslands, hefur mikið að gera þessa dagana við undirbúning landsliðsins fyrir HM í Portúgal. Einar er jafnframt aðstoðarmaður Guðmundar Þ. Guðmundssonar landsliðsþjálfara. Einar fór degi seinna til Svíþjóð- ar en landsliðshópurinn, þar sem hann varð að ganga frá ýmsum mál- um í sambandi við HM. „Ég er ekki sáttur við hvernig byrjunin er hjá okkur við komuna til Viseu í Portú- gal. Við höfum verið settir á hótel sem við þurfum síðan að yfirgefa eftir eina nótt og fara á annað. Þetta er óþolandi, þar sem við erum með það mikinn farangur með okk- ur og þurfum að koma okkur sem best fyrir strax fyrir átökin, heldur en að þurfa að vera að koma okkur fyrir á keppnisstað í tvo daga. Það skapar óstöðugleika og er ekki boð- legt fyrir þátttöku í heimsmeist- arakeppni,“ sagði Einar. Íslenska landsliðið æfir tvisvar í Svíþjóð í dag – heldur síðan til Portúgals á morgun. Fyrsti leikur liðsins á HM verður gegn Ástralíu á mánudag. Landsliðið þarf að skipta um hótel Scanpix Stefan Lövgren, lykilmaður sænska landsliðsins í handknattleik, skorar gegn Íslandi í vináttuleik þjóðanna í Landskrona í gærkvöld án þess að Rúnar Sigtryggsson og Sigfús Sigurðsson fái nokkuð að gert. Svíar unnu nauman sigur, 27:26. Sjá nánar C3. Jóhannes Karl hefur fengið fátækifæri hjá spænska 1. deild- arliðinu Real Betis frá því að hann var keyptur frá hollenska liðinu RKC Waalwijk í október árið 2001 fyrir um 350 milljónir ísl. kr. „Það sem hangir á spýtunni er leigusamningur á milli liðanna og ef allt gengi upp myndi Aston Villa kaupa mig í lok leiktíðarinnar. Ég er spenntur fyrir þessu en þori ekki að ganga að neinu vísu fyrr en allt er klappað og klárt. Ég og unnusta mín, Jófríður Guðlaugsdóttir, eigum von á frumburði okkar eftir um átta vik- ur. Við erum því að falla á tíma ef við ætlum að fara að rífa okkur upp frá Spáni og flytja áður en barnið kemur í heiminn. Við verðum hér í Birm- ingham fram á sunnudag og sjáum Aston Villa taka á móti Tottenham í deildakeppninni á laugardag. Á sunnudag munu forráðamenn lið- anna funda og taka endanlega ákvörðun um framhaldið. Það mun því eitthvað gerast á sunnudaginn. Öll umgjörð Aston Villa er til fyr- irmyndar. Ég yrði mjög glaður ef ég fengi tækifæri hjá þessu liði,“ sagði Jóhannes Aston Villa og Real Betis taka ákvörðun á sunnudag um framtíð landsliðsmannsins Jóhannesar Karls Guðjónssonar „Er spenntur en bíð enn rólegur“ „ÉG er búinn að hitta Graham Taylor knattspyrnustjóra liðsins og við ræddum saman stuttlega og það er hans mat að Aston Villa þurfi leikmann með svipaða hæfileika og ég bý yfir. Það er hins- vegar næsta skref í málinu að Real Betis og Aston Villa þurfa að komast að samkomulagi um sín mál. Þangað til verð ég bara að bíða rólegur,“ sagði landsliðsmaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson við Morgunblaðið í gær. Hann er staddur í Birmingham á Englandi en úrvalsdeildarliðið Aston Villa hefur áhuga á að fá hann í sínar raðir. FRAMHERJINN okkar Georgi Bujuliev fór í jólafrí og átti að koma 29. desember en hann hefur ekki enn látið sjá sig. Því höfum við feng- ið framherja í hans stað,“ sagði Bárður Eyþórs- son, þjálfari úrvalsdeildarliðs Snæfells í körfu- knattleik, í gær en Selwin Conrad Reid mun leika sinn fyrsta leik með Snæfelli í kvöld er lið- ið fær Skallagrím í heimsókn í úrvalsdeildinni. Selwin er 26 ára gamall og leikur í stöðu fram- herja. „Hann kemur frá eyju í Karíbahafinu, sem ég veit ekki hvað heitir. Hann lofar góðu og á eftir að auka breiddina í okkar liði. Banda- ríkjamaðurinn Clifton Bush er að ná sér eftir handarbrot og hefur sýnt fádæma hörku í þeim meiðslum. Það eru ekki margir sem leika á sunnudegi eftir að hafa losnað við gifsumbúðir tveimur dögum fyrr,“ sagði Bárður. Conrad Reid í raðir Snæfells F Ö S T U D A G U R 1 7 . J A N Ú A R 2 0 0 3 B L A Ð B  KYNJAHLUTIR KRISTÍNAR/2  LEIT AÐ HVERSDAGSLEGUM UPPLÝS- INGUM/2  LEIKFIMI Í HUGANUM/3  ÍSLENSK FLÍK ENGRI LÍK/4  BJARGIRNAR SEM HVER BÝR YFIR/6  AUÐLESIÐ EFNI/8  STRÁKAR hafa ekki alltaf verið gefnirfyrir skartgripi en það virðist af semáður var. Þeir eru nú farnir að skreytasig með hringjum, hálsfestum, lokkum, armböndum og ólum ýmiskonar. Að sögn Örnu Pétursdóttur, verslunarstjóra í Kiss í Kringl- unni, virðist sem strákar séu síður feimnir við að skreyta sig núorðið eftir að stelpuskartið hefur verið svo vinsælt og algengt að stelpur skreyti sig mikið. „Það er eins og þeir verði móttækilegri og geti leyft sér meira.“ Lokkar í tungu, augnabrúnir, neðri vör, nef og nafla eru vinsælir hjá ungu fólki en tvennt það síðastnefnda eru staðir sem strákar setja síður lokka í. Neðri vörin og augnabrúnir eru vinsælustu staðirnir fyrir lokka hjá þeim. Eva Ýr Cilwa Gunnarsdóttir, sem starfar í Rhodium í Kringlunni, segir að vinsælustu jóla- gjafirnar til unglingsstráka og upp fyrir tví- tugt frá kærustunum hafi verið stálarmbönd með áletrun. Armböndin eru yfirleitt grófar keðjur með plötu úr möttu eða glansandi stáli. Ofan á plötuna er oftast ritað nafn viðtakand- ans og undir er letruð ástarkveðja frá þeirri sem gefur. Hringurinn eini sanni var líka mjög vinsæll, þ.e. hringurinn sem Fróði er að koma á áfanga- stað í Hringadróttinssögu. Eva Ýr segir að strákar á aldrinum 18–25 ára noti helst skart- gripi. Þeim yngri finnist þeir stundum „stelpu- legir“ en bæði yngri og eldri strákar noti þó ýmiskonar skart. Arna segir að strákar á aldrinum 13– 30 ára noti skartgripi og bendir á margt vin- sælt. Hringir eru bæði úr stáli og silfri og oft eru strákar með upp í fimm hringi í einu. Kannski þrjá á annarri hendinni og tvo á hinni og yfirleitt á þumli og litlafingri. Hálsfestar eru yfirleitt úr stáli og er matt stál vinsælla en glansandi. Alls konar merki er hægt að festa á keðjurnar og skipta þeim út að vild: fiskar, slöngur, plöntur eða mynstur. Einnig eru festar og armbönd úr tréperlum og Arna segir að ljósir litir séu vinsælir, ljósbrúnt og hvítt. Strákar eru yfirleitt bara með eina hálsfesti í einu en stundum með tvö mismun- andi armbönd. Leðurólar, ein eða nokkrar, svartar og brúnar, eru líka vinsælar hjá strákum. Arna nefnir líka gaddabeltin sem strákarnir skreyta sig nú með í meira mæli en stelpurnar. Arna segir að sumir hafi verið hræddir við tungulokka vegna þess að þeir geti brotið tenn- ur. Hún segir að nú séu komnir tungulokkar úr plasti og lyftir einum grænum upp og beygir hann sundur og saman. Lokkar sem strákar velja til að setja í neðri vörina eru yfirleitt lát- lausir en hægt er að skipta um haus á þeim og setja eitthvað meira áberandi eins og gulan broskarl eða annan skrautlegan haus með texta eða táknum. Arna segir frá því að strákar allt niður í 10 ára hafi komið og valið sér lokka í augnabrún eða neðri vör sem þeir ætla að nota þegar foreldrarnir gefa leyfi, en krakkar yngri en 16 ára þurfa að fá leyfi hjá foreldrum fyrir því að fá göt á líkamann. Strákaskart Morgunblaðið/Golli Atli Arnar, viðskiptavinur Kiss í Kringlunni, með hring á öðrum hverjum fingri, hálsmen og armband úr tréperlum og stálarmband að auki. Hringir úr stáli eða silfri og með einhvers konar mynstri eru vinsælir. Atli Arnar er einn af mörgum strákum sem eru með gat í augnabrún. Armbandið vinsæla frá Rhodium í Kringlunni og dæmi um háls- keðju og hringi fyrir stráka. Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 30/37 Viðskipti 12/13 Staksteinar 38 Erlent 14/16 Bréf 40 Höfuðborgin 17 Skák 57 Akureyri 18 Dagbók 42/43 Suðurnes 19 Brids 43 Landið 20 Leikhús 44 Listir 21/24 Fólk 44/49 Umræðan 24/25 Bíó 46/49 Forystugrein 26 Ljósvakamiðlar 50 Viðhorf 30 Veður 51 * * * GANGI veðurspá eftir verður skíðasvæðið í Bláfjöllum hugs- anlega opnað um helgina, að sögn Grétars Halls Þórissonar, forstöðu- manns skíðasvæðisins. Bláfjallanefnd sér nú um allan rekstur á svæðinu en áður voru verktakar með skíðaleiguna og veitingasöluna. Frá áramótum hafa 10 manns unnið að undirbúningi opnunar svæðisins og verið í við- bragðsstöðu. Grétar Hallur segir að heimasíða skíðasvæðanna, skidasvaedi.is, sé uppfærð reglulega og þar séu nýj- ustu upplýsingar um stöðu mála og auk þess sé lesið inn á símsvara Blá- fjalla daglega. „Fjallið er mjög bert á að líta en það hefur skafið í lægð- ir, ákveðinn grunnur er að myndast og við erum í viðbragðsstöðu,“ seg- ir hann. „Skíðasala hefur gengið nokkuð vel hjá okkur en brettasala síður,“ segir Halldóra Blöndal, versl- unarstjóri í útivistarversluninni Everest. Hún segir að þó að snjóinn hafi vantað hérlendis sé stöðugur straumur fólks í skíðaferðir til út- landa fyrstu mánuði ársins og bún- aðurinn sé ódýrari hér en erlendis vegna hagstæðari tolla. Helgi Benediktsson, deildarstjóri í skíðadeild Útilífs, segir að vegna snjóleysis innanlands hafi skíðasala verið frekar dræm undanfarin þrjú ár en með minnsta móti nú í vetur. „Það helsta sem hefur verið að gera hjá okkur í skíðasölu er til þeirra sem hafa verið að fara í skíðaferðir til útlanda og sú sala heldur okkur gangandi,“ segir hann. Morgunblaðið/Golli Krakkar í Breiðholtinu kunnu vel að meta snjóinn í gær og léku sér á meðan birtan entist. Starfsfólk í Bláfjöllum er í viðbragðsstöðu RÆKJUKVÓTI íslenskra skipa á Flæmingja- grunni á árinu 2003 verður ríflega 13.500 tonn eða 4.500 tonnum meiri en á síðasta ári. Ætla má að afurðaverðmæti kvótaaukningarinnar nemi um 600 milljónum króna. Íslendingar hafa þó ekki náð að veiða kvóta sinn á Flæmingjagrunni á undanförnum árum. Heildarkvóti Íslendinga á Flæmingjagrunni var rúm 9 þúsund tonn á síðasta ári en kvótinn er nú aukinn í kjölfar þess að vísindamenn ráð- lögðu á síðasta ári að heildarkvóti í rækju á svæðinu yrði aukinn úr 30 þúsund tonnum í 45 þúsund tonn. Ísland hefur frá árinu 1995 mót- mælt sóknarstýringu við stórn rækjuveiða á Flæmingjagrunni og stjórnað veiðum íslenskra skipa einhliða með aflamarki. Því verður kvóti Íslendinga á árinu 2003 aukinn hlutfallslega jafn- mikið og aukning vísindamannanna gerir ráð fyrir. Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki í rækju á Flæmingjagrunni á árinu 2003 til íslenskra skipa, samtals 13.567 tonnum. Alls fá 15 skip út- hlutað kvóta, mest fær Pétur Jónsson RE eða samtals 3.833 tonnum. Þá fær Sunna SI úthlutað samtals 2.965 tonnum, Hjalteyrin EA um1.742 tonnum og Kópanes RE um 1.554 tonnum. Önn- ur skip fá mun minna. Heildaraflamark íslenskra skipa á síðasta ári var 9.067 tonn en aflinn varð 5.795 tonn. Aðeins stunduðu þrjú íslensk skip veiðar á Flæmingja- grunni á síðasta ári, enda er afurðaverð á rækju lágt um þessar mundir og því hefur dregið úr arðsemi veiðanna. Pétur Jónsson RE fékk mest- an afla á síðasta ári, alls 3.139 tonn, Sunna SI veiddi 1.970 tonn og Rauðinúpur ÞH um 687 tonn. Rækjukvóti á Flæmingja- grunni aukinn um 4.500 tonn Verðmæti aukn- ingarinnar er um 600 milljónir króna ÞORRINN hefst eftir viku, á bónda- degi föstudaginn 24. janúar. Þegar eru farnar að sjást í verslunum ýmsar kræsingar, sem yfirleitt sjást ekki á öðrum tímum ársins. Veit- ingamaðurinn í Veislusmiðjunni tók forskot á sæluna í gær er hann gerði þorramatinn kláran. Forskot á sæluna Morgunblaðið/Júlíus BORGARSTJÓRN samþykkti í gær ráðningu Þórólfs Árnasonar í emb- ætti borgarstjóra. Ráðningin var samþykkt með 8 atkvæðum borgar- fulltrúa Reykjavíkurlistans. Einnig var samþykkt með 8 at- kvæðum borgarfulltrúa Reykjavík- urlistans að Steinunn Valdís Óskars- dóttir fengi sæti í borgarráði. Að auki var samþykkt með 15 at- kvæðum að Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir léti af störfum 1. febrúar. Ráðning Þórólfs samþykkt ♦ ♦ ♦ Á PRÓFATÍMA við Háskóla Ís- lands (HÍ) hafa nemendur skólans forgang í lestraraðstöðu Þjóðarbók- hlöðunnar, Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Nemandi við Háskólann á Akur- eyri, sem fær fjarkennslu í hjúkrun- arfræði þar sem hann býr í Reykja- nesbæ, fékk að reyna þetta er honum var vísað frá lestrarborði í Þjóðarbókhlöðunni síðastliðið vor þar sem það reyndist vera frátekið fyrir nemanda við Háskóla Íslands. Nemandinn, Guðbjörg Sigurðardótt- ir, segist vera ósátt við þessa tak- mörkun, háskólanemum sé þarna mismunað. Hún viti ekki betur en að Þjóðarbókhlaðan sé fyrir alla þjóð- ina. Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður segir að þessi regla gildi aðeins á prófatíma þegar mikil ásókn sé í lestraraðstöðu í húsinu. Því miður sé aðeins aðstaða fyrir 600 manns í húsinu og því séu tíu há- skólastúdentar um hvert sæti. Sig- rún segir Þjóðarbókhlöðuna hafa ákveðnum skyldum að gegna gagn- vart HÍ þar sem skólinn greiði til bókhlöðunnar, einn háskóla hér á landi. Hún segir það leitt ef nemendur annarra háskóla hafi lent í vandræð- um með að fá aðstöðu í Þjóðarbók- hlöðunni. Vilji þeir fá aðstöðu, eink- um á prófatíma, geti þeir leitað til sín og reynt verði eftir megni að koma til móts við þá. Lestraraðstaða Þjóðarbókhlöðunnar Nemendur HÍ hafa forgang á prófatíma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.