Morgunblaðið - 17.01.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.01.2003, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ utan af trefjunum, þá koma út hreinar trefjar sem henta beint inn í spuna hjá spunaverksmiðjum úti í heimi,“ segir Þórður. Erlendis sé feygingin nátt- úruleg, hörinn sé látinn liggja úti á akrinum og veður og vindar látnir sjá um feygingarferlið. Sú aðferð gefi misjöfn gæði. Á Íslandi verði jarðhiti notaður til verksins og að auki séu engin vandamál með frá- rennsli. Úrgangur frá framleiðsl- unni sé lífrænn og fari mikið þynntur beint út í sjó. „Hér getum við stýrt öllum þessum þáttum nákvæmlega eins og kaupandinn vill, bæði varðandi hreinleika og lit. Það er t.d. mikil eftirspurn eftir smjörlit sem fæst einmitt við vatnsfeygingu. Til að VINNSLA á 550 tonnum af hör, sem ræktaður var í sumar á Suð- ur- og Vesturlandi, hefst bráðlega í feygingarstöð í nágrenni Þorláks- hafnar og verður framleiðslan síð- an seld til Evrópu. Línræktunin er tilraunaverkefni en ræktunin þótti takast með ágætum í sumar. Stefnt er að því að fjórfalda upp- skeruna á þessu ári. Ef allt gengur að óskum gætu um 20–30 manns haft atvinnu við að vinna úr hrá- efninu auk bændanna. Línræktunin er þróunarverkefni sem hófst fyrir fjórum árum. Þórð- ur Hilmarsson, starfandi fram- kvæmdastjóri Feyginar ehf., sem var stofnað um tilraunir með lín- rækt og vinnslu hörs hér á landi, segir að aðstæður til svokallaðrar vatnsfeygingar séu mjög góðar á Íslandi. „Málið snýst um að rækta hör og verka hann með heitu og köldu vatni þannig að stöngulhýðið rotni ná þeim lit erlendis þarf að bleikja hörinn sem er bæði mengandi og kostnaðarsamt,“ segir Þórður. Íslenskur hör í hæsta gæðaflokki Mikil eftirspurn sé eftir há- gæðalíni í heiminum, sem helgist af því að svo lítill hluti uppsker- unnar erlendis nái í þann flokk. „Við teljum að með vatnsfeyging- unni nái svo til öll okkar fram- leiðsla í hæsta gæðaflokk.“ Bráðlega er gert ráð fyrir að vatnsfeyging hefjist í feygingar- stöð sem reist verður í nágrenni við Þorlákshöfn á næstunni. Þrír til fjórir muni hafa atvinnu af því í vetur að feygja þau 550 tonn sem ræktuð voru hér í sumar. Að lok- inni verkun verði framleiðslan send út til Evrópu. Framhald lín- ræktunar og framleiðslu hér á landi verði síðan metið af viðtökum kaupenda. Tíu bændur, sjö undir Eyjafjöll- um og þrír á Vesturlandi, ræktuðu lín í sumar. Þórður segir að að- stæður til línræktunar virðist góð- ar hér á landi. „Það tókst með miklum ágætum að rækta þennan hör núna í sumar. Við ræktuðum á um 90 hekturum og náðum upp- skeru af 75 hekturum. Það má segja að allur sá hör sem náðist upp sé mjög góður.“ Stefnt er að því að fjórfalda uppskeruna í ár. Í sumar verður ræktað á um 400 hekturum sem vonast er til að gefi 2–3.000 tonn. Þórður segir að vel megi gera ráð fyrir því að fleiri bændur hefji kornrækt í framtíðinni, gefi verk- efnið góða raun. Línrækt henti t.d. mjög vel á móti kornrækt. Hyggjast fjórfalda lín- uppskeru næsta sumar Telja mikla möguleika til línræktar á Íslandi www.nowfoods.com w w w .d es ig n. is © 20 02 - IT M 90 41 V. Fellsmúla • S. 588 7332 Opið: Mán. - föst. 9-18, Laugardaga í des. 10-16 • Sturtuklefar • Sturtuhorn • Baðkarshlífar Baðkarshlíf, h140 L85 cm. 5mm öryggisgl., hvítt/króm Verð frá kr. 14.900,- Þrískipt baðkarshlíf, h140 L125 cm. 5 mm öryggisgl., hvítt Verð kr. 16.900,- Baðkarshlíf milli veggja, h140 L160-200 cm. 4 mm öryggisgl., hvítt Verð frá kr. 26.850,- Sturtuklefar, rúnnaðir með eða án nudds. 80-90 cm. 4mm öryggisgl., hvítt/króm Verð frá kr. 65.750,- Sturtuhorn, 80-90 cm. 4-6mm öryggisgl., hvítt/króm Verð frá kr. 19.750,- Rúnnað sturtuhorn, 80-90 cm. 4-6mm öryggisgl., hvítt/króm Verð frá kr. 35.800,- Sturtuklefi, frístandandi eða í horn, 70-90 cm. 4mm öryggisgl., hvítt Verð frá kr. 48.950,- Við látum verðið tala! •Rýmingasala Sýningainnréttingar fyrir baðherbergi ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Höttur á Fljótsdalshéraði heiðraði ný- verið afburðasnjalla íþrótta- menn úr sínum röðum. Íþróttamaður Hattar árið 2002 var kjörin Arna Óttars- dóttir. Hún hlaut einnig útnefn- ingu sem besti íþróttamaður frjálsíþróttadeildar. Eftir sigra Örnu á árinu, m.a. í 100 og 200 m hlaupi í 17 til 18 ára flokki á landsmóti, er hún nú meðal 12 bestu spretthlaupskvenna landsins. Þá hefur Arna æft knattspyrnu með meistara- flokki kvenna samhliða frjáls- um íþróttum. Sigríður Ásta Vigfúsdóttir var kjörin fimleikamaður Hatt- ar, besti handknattleiksmaður- inn Huginn Rafn Arnarson, í körfunni þótti Hannibal Guð- mundsson standa fremstur í flokki og skíðamaður Hattar er Sara Þöll Halldórsdóttir. Íþróttafélagið Höttur hefur innan sinna vébanda ríflega fimm hundruð iðkendur og eru flestir þeirra yngri en 18 ára. Félagið býður vikulega um 60 klukkustundir af skipulögðu íþróttastarfi fyrir börn og ung- linga. Formaður Hattar er Helgi Sigurðsson. Morgunblaðið/Steinunn Arna Óttarsdóttir er íþrótta- maður Hattar árið 2002. Hún er nú meðal tólf bestu sprett- hlaupskvenna landsins og var einnig kjörin besti frjáls- íþróttamaður félagsins. Höttur heiðrar bestu íþróttamenn sína Egilsstaðir BYGGINGARFRAMKVÆMDUM er að mestu lokið við nýtt lönd- unarhús við loðnuverksmiðju Hraðfrystistöðvar Þórshafnar en um 700 tonnum var landað úr Júpíter á þriðjudagskvöld í gegn- um nýtt löndunarkerfi. Vel gekk að landa og aðeins komu upp óverulegir byrjunarörðugleikar sem fljótt leystist úr en um 300 tonn fóru í gegn á klukkustund. Hráefninu er dælt úr skipunum beint inn í löndunarhúsið og það- an inn í hráefnistanka en hægt er að fylgjast með ferlinu á tölvu- skjá. Þetta nýja löndunarhús er eitt það fullkomnasta á landinu en byrjað var á byggingu þess í ágúst síðastliðinn eftir sum- arvertíð. Á verktímanum var landað um 12 þúsund tonnum gegnum löndunarkerfi frystihúss- ins. Öll aðstaða til loðnu- og síld- armóttöku er því orðin mjög góð en auk þess er nú unnið að dýpk- un í höfninni til að meira at- hafnarými fáist fyrir skipin. Dýpkað verður niður í 8,60 metra á stórstraumsfjöru og það dýpi er nú þegar komið í eldri hluta hafnarinnar. Nýtt lönd- unarhús tekið í notkun Þórshöfn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.