Morgunblaðið - 17.01.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.01.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 15. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2003 mbl.is Veisla í Veislunni Veislan vettvangur afmælis Arnars Jónssonar Fólk 46 Kristín Sigfríður Garðarsdóttir sýnir í Berlín Daglegt líf B2 Rakstur á sviði Leikrit Ólafs Jóhanns Ólafssonar frumsýnt í kvöld Listir 21 Kynjahlutir í Berlín ELLEFU tómir efnavopnaoddar fundust í gær við leit vopnaeftirlitsmanna Samein- uðu þjóðanna í Írak. Var þeirra ekki getið í skýrslu Íraksstjórnar til samtakanna. Efnavopnaoddarnir 11 fundust í skot- færageymslum fyrir sunnan Bagdad og einnig sá tólfti en hann var tekinn til nán- ari skoðunar. Richard Boucher, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær, að fundur efnavopnaoddanna kæmi ekki á óvart en einn sérfræðinga SÞ vildi þó ekki gera of mikið úr fundinum. Mohammad Amin, fulltrúi Íraka gagn- vart vopnaeftirlitinu, sagði í gær, að odd- arnir væru eins konar eldflaugar, sem skotið væri úr fallbyssum. Hefðu þeir ver- ið orðnir úreltir fyrir sjö eða tíu árum. Bandaríkjastjórn hvatti í gær til þess í öryggisráði SÞ, að þrýst yrði á Íraka að hafa fullt samstarf við eftirlitsmennina en gerði hins vegar ekki ágreining um tíma- mörk eftirlitsins eins og þó hafði verið bú- ist við. Efnavopna- oddar fund- ust í Írak Bagdad. AP, AFP.  Blix/14 YFIRVÖLD í Noregi eru að velta því fyrir sér að veita skattafslátt þeim, sem hjóla í vinnuna og skilja bílinn eftir heima. Er samgönguráðuneytið að vinna að þessu og kallar „samræmdu reiðhjólaáætlunina“. „Hugmyndin er að gera hjólreiðar eft- irsóknarverðar og öruggar,“ sagði Anders Dalen, starfsmaður ráðuneytisins, en auk þess að lækka skatta á hjólreiðafólki á að afnema virðisaukaskatt af reiðhjólum. Áætlað er, að lagning hjólreiðastíga verði stóraukin, þeir merktir vel og ruddir taf- arlaust á veturna. Þá á að verða nóg af stæðum fyrir hjólin og hjólreiðafólki jafn- vel gefinn aukinn réttur í umferðinni. Hjólreiðafólk fái skattafslátt Ósló. AFP. SKÖMMU áður en Davíð Oddsson forsætisráðherra og Ástríður Thor- arensen, eiginkona hans, hlutu áheyrn hjá Naruhito krónprins Jap- ans og Masako krónprinsessu í gær- morgun, undirritaði keisarinn skjöl sem færðu prinsinum í fyrsta sinn keisaraleg réttindi. Keisarinn mun dvelja á sjúkrahúsi í mánuð vegna krabbameins í blöðruhálskirtli. „Að taka á móti okkur var fyrsta verkefni hans eftir að hann tók við þeim skilmálum,“ segir Davíð. „Við hittum krónprinshjónin í höllinni og ræddum við þau í 35 mínútur. Þau voru afskaplega vel að sér og vissu allt það um Ísland er kom til um- ræðu. Þetta var mjög formlegt og kurteislegt og ekki leyft að teknar væru myndir eða fjölmiðlar væru við- staddir. En móttökurnar voru mjög hlýlegar og hátíðlegar. Það er sér- kennilegt að það hittist svo á að við komum sama dag og keisarinn leggst á sjúkrahús. Við vottuðum þeim hlut- tekningu og óskuðum keisaranum góðs bata.“ Davíð segir krónprinsinn hafa spurt mikið um samskipti þjóð- anna og hann hafi fagnað sérstaklega opnun sendiráðanna, sem hann taldi mjög mikilvæg. „Hann þekkir vel til þeirra við- skipta sem fara fram milli landanna og spurði síðan talsvert um landið, orkugetu þess og hitann í iðrum jarð- ar. Ég skýrði honum meðal annars frá því að hvaða leyti við værum sjálf- bær í orkunotkun, sem honum fannst mjög áhugavert, og hvaða væntingar við hefðum um framtíðina hvað það varðar. Ég gat ekki fundið annað en hann væri mjög spenntur að líta þetta land augum,“ segir Davíð. Í dag fundar Davíð Oddsson með Koizumi forsætisráðherra Japans og Ohgi samgönguráðherra. Davíð Oddsson átti fund með krónprins Japans Davíð Oddsson Naruhito prins  Veitt áheyrn/6 LÖGREGLAN í Bretlandi hefur handtekið 32 ára gamlan karlmann frá Alsír og er hann grunaður um tengsl við hryðjuverkahópa músl- íma. Maðurinn gaf sig sjálfur fram í Manchester á miðvikudag, skömmu eftir að lögreglumaðurinn Stephen Oake var stunginn til bana í borginni er verið var að handtaka þrjá meinta hryðju- verkamenn, einnig frá Norður-Afr- íku. Heimildarmenn segja að þessi mál tengist ekki beint handtökum í London í liðinni viku og eiturefninu rísín sem fannst í fórum hópsins þar í borg. Bandarískur embættismaður segir að mennirnir í London teng- ist hópi í Írak sem grunaður er um tengsl við al-Qaeda og ef til vill stjórn Saddams Husseins Íraksfor- seta. Dagblaðið The Guardian segir hins vegar að lögreglan telji menn- ina ekki vera í beinum tengslum við al-Qaeda en hafa hugsanlega hug- myndir sínar þaðan. Talið er að nota hafi átt rísínið í London til hryðjuverka en það er um 6.000 sinnum öflugra en blá- sýra. Dagblaðið The Times segir að banamaður Oake hafi verið efnafræðingur er stýrt hafi fram- leiðslunni á efninu. The Guardian vitnaði í ónafngreinda embættis- menn í gær er segðu að hryðju- verkahópar frá Alsír með tengsl við al-Qaeda væru mesta hættan sem vofði yfir í Evrópu „að al- Qaeda sjálfum undanskildum“. Rísín-hópurinn tengdur al-Qaeda? London, Manchester. AP, AFP. ♦ ♦ ♦ BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær- kvöldi með níu atkvæðum gegn fimm að samþykkja beiðni Lands- virkjunar um ábyrgðir vegna lán- töku til Kárahnjúkavirkjunar. Borgin er sem kunnugt er eigandi að 45% hlut í Landsvirkjun. Einn borgarfulltrúi sat hjá en meirihluti Reykjavíkurlistans klofnaði í af- stöðu sinni. Fundurinn fór fram við óvenju- legar aðstæður þar sem fjöldi fólks, hátt í þúsund, safnaðist sam- an í og við Ráðhús Reykjavíkur til að mótmæla virkjunarfram- kvæmdum. Mótmælaspjöld voru á lofti fyrir utan, grjótvarða var hlaðin við innganginn og svo hávær urðu frammíköll og hróp á áhorf- endapöllum að lögreglan var kvödd á vettvang. Á endanum var einum manni vísað út úr Ráðhúsinu. „Leggjum ekki landið undir,“ var meðal þess sem mótmælendur hrópuðu en flestir söfnuðust sam- an við tjörnina fyrir utan Ráðhúsið þannig að þeir sæjust úr borgar- stjórnarsalnum. Einna mest var púað þegar borgarstjóri gerði grein fyrir atkvæði sínu og ætt- jarðarljóð voru sungin við það tækifæri. Heitar umræður Umræður í borgarstjórn voru heitar og stóðu yfir í alls sex klukkustundir. Þeir borgarfulltrú- ar sem samþykktu ábyrgðarbeiðn- ina voru Björn Bjarnason, Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Kjartan Magnússon frá Sjálfstæðisflokki, Alfreð Þor- steinsson og Anna Kristinsdóttir, fulltrúar Framsóknarflokksins í Reykjavíkurlistanum, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Á móti beiðninni voru Ólafur F. Magnússon, fulltrúi F-lista frjáls- lyndra og óháðra, og Árni Þór Sig- urðsson, Stefán Jón Hafstein og Steinunn Valdís Óskarsdóttir af Reykjavíkurlista. Dagur B. Egg- ertsson, R-lista, sat hjá. Ingibjörg Sólrún hóf umræðuna í borgarstjórn. Hún sagðist hafa skoðað málið mjög ítarlega, eink- um skýrslu eigendanefndarinnar sem teldi mjög litlar líkur á að á ábyrgð eigenda Landsvirkjunar reyndi þó að aldrei mætti útiloka það. Ingibjörg sagði að fara hefði mátt þá leið að stofna sérstakt fyr- irtæki um framkvæmdina og fjár- magna það á hlutabréfa- og lána- markaði án ábyrgða ríkis og sveitarfélaga. Borgarstjóri sagðist í tvígang hafa rætt við Valgerði Sverrisdóttur iðnaðarráðherra um að taka „þennan kaleik“ frá Reykjavíkurborg en ekki haft er- indi sem erfiði. Björn Bjarnason, oddviti sjálf- stæðismanna, sagði upplausn ríkja innan R-listans í málinu. Listinn hefði enga burði til að takast á herðar meirihlutaábyrgð á stjórn borgarinnar. Hag hennar væri meiri hætta búin af stjórnleysi R-listans en því að axla ábyrgðina vegna lántöku Landsvirkjunar. Ábyrgðin samþykkt und- ir háværum mótmælum Morgunblaðið/Golli Fjöldi manns var fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur í gær og mótmælti á meðan fundur borgarstjórnar fór fram. Reykjavíkurlist- inn klofnaði í afstöðu sinni Morgunblaðið/Kristinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gerir grein fyrir atkvæði sínu er hún samþykkti ábyrgðina.  Hiti í mótmælendum/10  Deilt um/26–27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.