Morgunblaðið - 17.01.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.01.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2003 15 Léttu þér lífið – með gómsætum léttum ostum Útsala 50-70% afsláttur Opnunartími miðvikudag kl. 14-18 • fimmtudag kl. 14-18 og 20-22 föstudag kl. 14-18 • laugardag kl. 11-14 Hlaðhömrum 1 • Grafarvogi • sími 577 4949 Næs NORÐMENN geta ekki vænst neins stuðnings frá Svíum í þeim viðræðum, sem nú standa yfir milli EFTA-ríkjanna og Evrópusam- bandsins, ESB, vegna stækkunar sambandsins. Þeir munu því ekki styðja kröfur Norðmanna um minni fjárframlög en ESB gerir kröfu til. Kemur þetta fram í svari Görans Perssons, forsætisráðherra Sví- þjóðar, við þeirri málaleitan Kjell Magne Bondeviks, forsætisráð- herra Noregs, að Svíar hjálpi til við að fá fjárkröfuna lækkaða en ESB krefst þess, að Norðmenn greiði um 40 milljarða ísl. kr. árlega fyrir áframhaldandi aðgang að markaði ESB eftir stækkunina. Var skýrt frá þessu í norska blaðinu Aften- posten. Persson segir í bréfinu til Bonde- viks, að það sé undarlegt, að rík- asta þjóð í Evrópu skuli ekki vilja greiða jafnmikið fyrir markaðsað- ganginn og Svíar, Danir og Finnar, sem hafi þó ekki af sömu sjóðum að ausa og Norðmenn. Viðræður um endurnýjun samn- ingsins um Evrópska efnahags- svæðið, EES, standa nú yfir og ESB krefst þess, að framlög EFTA-ríkjanna verði stórhækkuð og verði í líkingu við það, sem að- ildarríki sambandsins greiða. Norð- menn telja það hins vegar fjarri lagi þar sem þeir eru ekki aðilar að ESB. Miklir hagsmunir eru aftur á móti í húfi þar sem er tollfrjáls að- gangur þeirra að innra markaði ESB. Svíar styðja ekki Norðmenn Segja ríkustu þjóð í Evrópu geta greitt meira fyrir EES ÞÓTT klofningur hafi komið upp milli tveggja stærstu flokkanna í færeysku landstjórninni, er Þjóðveldisflokkurinn ákvað á þriðjudag að stuðla að því að Jörgen Niclasen úr Fólkaflokknum neyddist til að segja af sér sem sjávarútvegsráð- herra, er nú ekki útlit fyrir að upp úr stjórnarsam- starfinu slitni. Anfinn Kallsberg, lögmaður Færeyja, hafði í Lögþinginu reynt fram á síðustu stundu að afstýra því að Niclasen segði af sér. Fyrir umræðuna í Lögþinginu á þriðjudag hótaði hann Þjóðveldis- flokknum hörðu ef hann styddi vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á flokksbróður sinn Nicla- sen og gaf þá í skyn að landstjórnin yrði að öðrum kosti leyst upp. Kallsberg tók ekki eins djúpt í ár- inni í viðtölum um málið í færeyskum fjölmiðlum í gær og fyrradag. „Við í Fólkaflokknum hörmum mjög þá stöðu sem komin er upp. Við höfum ekki sagt stjórn- arsamstarfinu upp, en nú hefur Þjóðveldisflokk- urinn átt þátt í því að Jörgen Niclasen er ekki lengur ráðherra og það rýrir traust á stjórnar- heimilinu,“ hefur færeyska blaðið Sosialurin eftir Kallsberg á miðvikudag. Borin var upp vantrauststillaga á Jörgen Nicla- sen í Lögþinginu á þriðjudag eftir að hann hafði neitað að verða við kröfum um að hann segði af sér. Niclasen hafði verið sakaður um að brjóta lög í sambandi við skuldbreytingu hjá útgerðum þriggja rækjutogara og lögfræðinganefnd, sem Lögþingið skipaði til að fara ofan í málið, komst að þeirri niðurstöðu, að hann hefði ekki farið eftir settum reglum. Eftir að þessi niðurstaða lá fyrir valdi Kallsberg lögmaður að láta nægja að ávíta Niclasen, en vildi ekki að hann segði af sér. Þá ákvað stjórnarandstaðan – jafnaðarmenn og sam- bandsmenn – að bera upp vantrauststillögu á ráð- herrann. Eftir að ljóst varð að þingmenn Þjóðveld- isflokksins myndu styðja tillöguna átti Niclasen ekki annars úrkosta en segja af sér embætti. Þetta er í annað sinn það sem af er kjörtíma- bilinu að alvarlegur brestur kemur í samstarf stóru stjórnarflokkanna, Fólkaflokksins og Þjóð- veldisflokksins. Auk þeirra eiga smáflokkarnir Sjálfstjórnarflokkurinn og Miðflokkurinn aðild að landstjórninni. Strax eftir að gengið hafði verið frá myndun landstjórnarinnar í apríl í fyrra lýsti Tór- björn Jacobsen, umdeildur stjórnmálamaður úr röðum Þjóðveldisflokksins, því yfir að Anfinn Kallsberg og Jörgen Niclasen ættu of flekkaða fortíð til þess að verðskulda að halda um stjórn- artaumana í Færeyjum. Þá hótaði lögmaðurinn að segja stjórnarsamstarfinu upp, drægi Jacobsen orð sín ekki til baka. Jacobsen gerði það á síðustu stundu. Eftir hina þvinguðu afsögn Niclasens hafa samskiptin milli flokkanna tveggja versnað enn, og efasemdir eru uppi um að samstarfið haldi miklu lengur. Stjórnarslit ekki lengur tal- in yfirvofandi í Færeyjum Jörgen Niclasen sagði af sér á þriðjudag. Þórshöfn. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Þorkell LÖGREGLA í Bandaríkjunum handtók í fyrrakvöld prófessor við Tækniháskólann í Texas og hefur hann verið sakaður um að gefa alríkislögreglunni (FBI) rangar upplýsingar um sýni er höfðu að geyma svartadauða- bakteríur. Mikill ótti hafði gripið um sig fyrr um daginn þegar fréttir bárust af því að sýnunum hefði hugsanlega verið stolið. Sýnin voru geymd í húsa- kynnum læknadeildar Tæknihá- skólans í Texas. Var óttast að hryðjuverkamenn hefðu rænt þeim og hófst því umfangsmikil rannsókn á málinu. Í ljós kom hins vegar að sýnin voru ekki týnd eftir allt saman, heldur hafði maðurinn sem tilkynnti hvarf þeirra, Thomas C. Butler, sjálfur eytt þeim. Sögðu yfirvöld að Butler, sem er yfirmaður smitsjúkdóma- deildar læknaskólans, hefði ver- ið fullljóst að sýnunum hafði ekki verið stolið. Hann hefði því verið handtekinn fyrir falskan vitnisburð og var meiningin að hann kæmi fyrir dómara í gær. Eyddi sjálfur sýnunum Lubbock í Texas. AP. ATVINNA mbl.is DILBERT mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.