Morgunblaðið - 17.01.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.01.2003, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2003 13 Nú er tækifærið! Brandt - Blomberg Seljum nokkra ofna, helluborð, viftur, háfa og uppþvottavélar úr útstillingareldhúsum með verulegum afslætti, því nýja Brandt-Blomberg línan er komin, glæsilegri en nokkru sinni fyrr! Opið laugardag frá kl. 10 - 14 FBA Holding hefur selt allt hlutafé sitt í Íslandsbanka, 12,5%, og er sal- an gerð samkvæmt samningi milli Íslandsbanka og FBA Holding og fleiri aðila sem gerður var í ágúst í fyrra. FBA Holding er dótturfélag Orca og helstu hluthafar Orca eru Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs og Þorsteinn Már Baldvins- son forstjóri Samherja. Íslandsbanki hefur um leið keypt eigin hlutabréf og á nú 17,1% eigin bréfa, en átti áður 7,6%. Kaup Ís- landsbanka fóru fram á genginu 5,175 og var markaðsverðið 4,9 millj- arðar króna. Að auki hefur Íslands- banki keypt 0,8% af eigin hlutafé framvirkt. Mestu viðskipti frá upphafi Fyrrgreind viðskipti áttu sér stað í fyrradag og samkvæmt Morgun- punktum Kaupþings hafa aldrei áður verið jafn mikil viðskipti með hluta- bréf í Kauphöll Íslands, en alls námu viðskiptin 9,6 milljörðum króna. Næstmest voru viðskiptin hinn 29. desember árið 2000, 8,0 milljarðar króna og í þriðja sæti er 6. septem- ber í fyrra, en þá námu viðskiptin 7,4 milljörðum króna. Átta af tíu stærstu viðskiptadög- um frá upphafi voru í fyrra og met- velta var með hlutabréf það ár, eða 321 milljarður króna. Mikil viðskipti með Íslandsbanka FBA Holding ekki lengur hluthafi lokið uppeldi fjögurra barna sinna. Það yngsta var komið í nám í Há- skóla Íslands þegar Jórunn byrjaði að starfa hálfan daginn hjá kaup- manni sem rak sex verslanir í borg- inni. Smám saman fækkaði hann verslunum, allt þar til verslun hans við Grundarstíg var ein eftir og starfaði Jórunn þar. Eftir lát eig- andans keypti Jórunn þá verslun af erfingjunum árið 1974, ásamt einni dóttur sinni. Eftir að dóttirin flutti út á land, rak Jórunn verslunina ein í nokkur ár en seldi hana að lokum að áeggjan fjölskyldunnar – sem Jórunn segir hafa tjáð sér að hún SVAVA Johansen, eigandi NTC- verslanakeðjunnar, hlaut í gær við- urkenningu Félags kvenna í at- vinnurekstri, FKA. Jórunn Brynj- ólfsdóttir verslunareigandi hlaut þakkarviðurkenningu félagsins og Helga Ingimundardóttir, fram- kvæmdastjóri Ferðaþjónustu Suð- urnesja, hvatningarviðurkenningu FKA. Svava hóf verslunarrekstur árið 1981, ásamt Ásgeiri Bolla Krist- inssyni. Svava var þá sautján ára og ennþá nemandi í Verslunarskóla Ís- lands. Verslunin var á Laugavegi 51 og auk Svövu og Ásgeirs Bolla voru þar tveir aðrir starfsmenn. Árið 1984 var verslunin stækkuð og þremur árum seinna var Verslunin 17 einnig opnuð í Kringlunni. Það sama ár hleypti Svava versluninni Smash í Kringlunni af stokkunum. Sautján verslunarhús var síðan opnaðvið Laugaveginn 1991 og ári síðar Sautján skór (nú GS-skór) í Kringlunni. Á árunum 1996 til 2000 bættust við Deres og Morgan í Kringlunni, Eva/Gallerí bættist við verslanir Svövu og Ásgeirs Bolla, InWear var opnuð í Kringlunni og Outlet 10 í Faxafeni. Auk versl- ananna er starfrækt saumastofa og NTC-heildsala með fatnað og skó. Enn í verslunarrekstri 92 ára gömul Jórunn Brynjólfsdóttir hóf fyrst störf við verslun þegar hún hafði væri orðin alveg nógu gömul til þess að setjast í helgan stein og eiga náðuga daga. Áttatíu og tveggja ára hóf hún rekstur á Verslun Jórunnar Brynj- ólfsdóttur þar sem hún leggur áherslu á að bjóða upp á gæðavöru í sængurfatnaði og borðdúkum. Ferðaþjónusta á Suðurnesjum Helga Ingimundardóttir hóf störf við ferðaþjónustu fyrir alvöru árið 1992 þegar hún tók að sér móttöku erlendra ferðamanna í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli fyrir Sam- vinnuferðir-Landsýn. Fram til árs- ins 1997 starfaði Helga við móttöku erlendra gesta og sem leið- sögumaður fyrir Sérleyfisbifreiðar Keflavíkur sem voru með sérstakar kynnisferðir um Suðurnesin, auk þess að starfa á ferðaskrifstofu Varnarliðsins. Árið 1997 var Helga ráðin í starf forstöðukonu Fræða- setursins í Sandgerði og gegndi hún því starfi í tvö og hálft ár, eða þar til hún fór í samstarf með Bláa lóninu um hvalaskoðunarferðir á Suðurnesjum. Fljótlega fór Bláa lónið út úr þeirri útgerð, en Helga hélt henni áfram í samstarfi við bátseiganda. Þrjár athafnakonur fá viður- kenningu FKA fyrir störf sín Morgunblaðið/Júlíus Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, afhenti viðurkenningar FKA. Auk hennar eru á myndinni Jórunn Brynj- ólfsdóttir verslunareigandi, Elín Hirst fréttastjóri sem stjórnaði athöfninni, Svava Johansen verslunareigandi, Helga Ingimundardóttir, Ferðaþjónustu Suðurnesja, og Dagný Halldórsdóttir, formaður FKA. ÁRLEGUR fundur sjávarútvegs- ráðherra Íslands og Færeyja var haldinn í Reykjavík fyrir skömmu. Árni M. Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra, fór fyrir íslensku sendi- nefndinni en Jørgen Niclasen, lands- stjórnarmaður, fór fyrir þeirri færeysku. Á fundinum var farið yfir veiðar Færeyinga í íslenskri lögsögu á síðasta ári, og veiðar Íslendinga í færeyskri lögsögu á sama tíma. Ræddar voru botnfiskveiðiheimildir Færeyinga í íslenskri lögsögu og ákveðið að færeyskum skipum verði heimilt að veiða samtals 5.600 tonn árið 2003 innan íslensku lögsögunn- ar, þar af 1.200 tonn af þorski og 80 tonn af lúðu, sem er sama magn og þeim var heimilt að veiða á síðasta ári. Rætt var um veiðar á uppsjáv- artegundum og ákveðið að halda veiðiheimildum í þeim óbreyttum. Innan færeysku lögsögunnar er Ís- lendingum því heimilt að veiða 2.000 tonn af annarri síld en þeirri norsk- íslensku og 1.300 tonn af makríl. Heimildir færeyskra skipa til loðnu- veiða á vertíð 2003/2004 verða áfram 30.000 tonn, enda breytist forsendur ekki í verulegum atriðum, auk 10.000 tonn af þeim heimildum sem Fær- eyjar fá af veiðiheimildum Græn- lands. Þá verða gagnkvæmar heim- ildir til kolmunnaveiða og síldaveiða úr norsk-íslenska síldarstofninum inna lögsagna landanna óbreyttar á árinu 2003. Einnig var samið um gagnkvæmar heimildir til veiða á túnfiski innan lögsagna landanna. Eins og greint hefur verið frá hef- ur Jørgen Niclasen sagt af sér emb- ætti sjávarútvegsráðherra, eftir að lögð var fram vantrauststillaga á hann í færeyska Lögþinginu. Afsögn Niclasen er talin geta haft áhrif á viðræður Færeyinga við Norðmenn um veiðiheimildir, sem fram áttu að fara í þessari viku, enda óljóst hver leiða muni viðræðurnar. Nýr sjávarútvegsráðherra hefur ekki verið skipaður og engin nöfn verið nefnd í því sambandi. Samið um óbreyttar veiðiheimildir STJÓRN Sparisjóðs Reykjavíkur ognágrennis hefur sent frá sér eftirfar- andi yfirlýsingu: „Vegna fréttar í Morgunblaðinu 15. janúar 2003 um að endurskoðunar- fyrirtækið Deloitte & Touche hafi að beiðni Búnaðarbankans metið virði Frjálsa fjárfestingarbankans hf. og komist að þeirri niðurstöðu, að verð- mæti bankans sé verulega lægra en SPRON greiddi fyrir hann á liðnu ári, svo og viðtals í sama blaði við Pétur Blöndal alþingismann, vill stjórn sparisjóðsins taka eftirfarandi fram: 1. Liðið ár er eina árið sem Frjálsi fjárfestingarbankinn hefur verið rek- inn í því formi sem hann var í, þegar sparisjóðurinn keypti hann. Áætlað er að hagnaður bankans á árinu verði um 485 millj.kr. Kaupverðið var 3.844 millj.kr. Fjárflæði til eigenda er um 12,6%, sem er mjög nálægt þeirri ávöxtunarkröfu, sem Deloitte & Touche telur viðunandi, sem er 13,32% samkvæmt því, sem kemur fram í Morgunblaðinu. 2. Áætlað er skv. yfirliti í Viðskipta- blaðinu 15. janúar 2003, að hagnaður Búnaðarbankans á liðnu ári hafi verið 2.269 millj.kr. Markaðsverðmæti bankans var um áramótin um 24,9 milljarðar kr. Hagnaður Búnaðar- bankans er því mjög langt frá þeirri ávöxtunarkröfu, sem Deloitte & Touche telur eðlilega, eða 9,1%. 3. Skv. frétt Morgunblaðsins segir í greinargerð Deloitte & Touche, að sé miðað við samanburð á kennitölum komi fram verðbil frá 2,2–4,8 millj- arðar kr. eftir því hvaða aðferð er not- uð. Sýnir þetta hversu örugg þessi samanburðarvísindi eru. Hins vegar má benda á, að sé t.d. miðað við svo- nefnt virðishagnaðarhlutfall, þ.e. þann tíma sem það tekur að endur- greiða kaupverð með hagnaði, var hlutfallið á Frjálsa fjárfestingarbank- anum 8,8 m.v. 30. september 2002, þegar kaupin voru gerð, en þá var virðishagnaðarhlutfall Búnaðarbank- ans 9,6. Kaupendur Búnaðarbankans eru því lengur að fá kaupverðið end- urgreitt en eigandi Frjálsa fjárfest- ingarbankans. Hafi Frjálsi fjárfest- ingarbankinn verið keyptur á yfirverði á það miklu frekar við um söluna á Búnaðarbankanum, en tæp- lega hefur það verið tilgangur stjórn- enda Búnaðarbankans að draga það fram. 4. Í viðtalinu segir Pétur Blöndal að SPRON hafi tapað um 1 milljarði kr. á þessum viðskiptum. Samkvæmt framangreindu stenst þetta ekki. Af- koma liðins árs er í samræmi við væntingar og rennir það stoðum und- ir það, að kaupverðið hafi verið eðli- legt. 5. Stjórn sparisjóðsins stóð að kaupum á Frjálsa fjárfestingarbank- anum vegna þess, að hún taldi þau vera hagstæð fyrir sparisjóðinn. Stjórnin gerði sér grein fyrir því, að sparisjóðsstjóri væri í þeirri við- kvæmu stöðu, að vera jafnframt for- maður stjórnar Kaupþings og var þess gætt við meðferð málsins. Fjár- málaeftirlitið fékk kaupsamninginn til skoðunar og hefur veitt samþykki sitt fyrir honum. Stofnfjáreigendum verður að sjálfsögðu gerð frekari grein fyrir þessu máli á aðalfundi sparisjóðsins, sem haldinn verður í marsmánuði. Reykjavík, 15. janúar 2003 Stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis.“ Yfirlýsing frá stjórn SPRON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.