Morgunblaðið - 17.01.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.01.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Friedel Kötter-heinrich fæddist í Lengerich í West- falen í Þýskalandi 30. mars 1942. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 8. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Her- mann Kötterhein- rich, f. 18.4. 1909, d. 25.11. 1980, og Luise Kötterheinrich, f. 11.8. 1908, d. 19.11. 1997. Friedel var átt- undi í röð 11 systk- ina. Syskini hans eru: Helmut, f. 1930, Helga, f. 1932, Hermann, f. 1933, Herbert, f. 1935, Gerda, f. 1937, Christel, f. 1938, Reinhard, f. 1940, Hartmut, f. 1944, Rolf, f. 1948, og Klaus, f. 1952. Friedel kvæntist 27. nóvember 1971 eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingibjörgu Sveinsdóttur snyrti- fræðingi, f. 23.1.1945, hún starfar nú í Íslandsbanka. Foreldrar hennar voru Sveinn Þórðarson, 22.8. 1898, d. 27.11. 1982, og Kristín Guðmundsdóttir, f. 14.9. 1909, d. 9.1. 1998. Bróðir Ingibjargar er Atli Heimir. Friedel og Ingi- björg eiga tvö börn: Kristín Luise, MA í þýsku og kennari við Menntaskólann í Reykjavík, f. 22.4. 1973, og Markús Sveinn, nemi í tölv- unarfræði við Há- skóla Íslands, f. 12.11. 1978. Friedel gekk í skóla í Lengerich og Münster og gegndi herskyldu í Rheine. Hann lauk iðnnámi í tæknifræði hjá fyrir- tækinu Bischof&Klein í Lengerich og starfaði þar í nokkur ár eða til ársins 1967. Í desember 1967 flutti Friedel til Íslands og starfaði til ársins 1980 sem sérfræðingur hjá Pappír & plasti. Frá árinu 1980 starfaði Friedel hjá Íslensk-amer- íska, fyrst sem framleiðslustjóri og síðustu ár sem sölumaður. Útför Friedels verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Ég kynntist Friedel fyrst þegar hann kvæntist Ingibjörgu systur minni. Það var árið 1971 en þá hafði hann búið á Íslandi í fjögur ár. Með okkur tókst strax góður kunningsskapur og vinátta sem aldr- ei bar skugga á. Friedel var Þjóðverji, fæddur og alinn upp í borginni Lengerich sem er í Westfalen. Hann var áttundi í hópi ellefu systkina, sem öll eru á lífi. Ættin var upprunnin úr héraðinu. Mér veittist sú ánægja að kynnast foreldrum hans, Luise og Hermanni, systkinum hans, mökum þeirra og börnum; gott fólk og grandvart, trygglynt og samheldið. Friedel var 25 ára þegar hann settist hér að. Hann átti auðvelt með að aðlaga sig nýju umhverfi; hann varðveitti reglusemi og nákvæmni Þjóðverja, en var um leið vel mót- tækilegur fyrir hinum frumlega og óvanalega hugsunarhætti okkar Ís- lendinga; þeirri ævintýramennsku, sem hefur hjálpað okkur að lifa af í særoki aldanna. Hann var duglegur að hverju sem hann gekk, nokkuð ákaflyndur. Var oftast mættur fyrstur á vinnustað og fór heim síðastur að kveldi. Hann gerði allt vel sem honum var trúað fyrir. Hann gat verið nokkuð strang- ur en alltaf réttlátur. Friedel var einstaklega laghentur maður. Allt sem laut að smíðum og viðgerðum lék í höndum hans. Hann átti góð verkfæri og hafði þau alltaf í röð og reglu. Með árunum standsetti hann og prýddi húsið við Túngötu, þar sem systir mín og hann bjuggu, og á síðari árum skrýddi hann garð- inn. Allt var þetta gert með einstakri snyrtimennsku og smekkvísi. Ungur gegndi hann herþjónustu fyrir land sitt, og í hernum lærði hann eldamennsku og var snillingur að útbúa veislumat. Honum þótti gaman að eldhússtörfum og hann gaf íslenskum fyrirmyndarhúsmæðrum ekkert eftir í skrautkökubakstri. Naut fjölskyldan öll góðs af þessu áhugamáli hans. Friedel var kátur og léttur í skapi. Í kunningjahóp var hann gjarnan æringinn, brandarakallinn, der Spaßmacher. Samt virtist mér hann dulur, talaði furðulítið um sjálfan sig. Hann rækti samband við ættingja sína í Þýskalandi og þeir komu oft hingað til lands. Hann var fyrir löngu orðinn ís- lenskur. Samt hélt hann fast, en áreynslulaust, í uppruna sinn. Í því fólst engin mótsögn: hann var sonur tveggja landa og þótti jafnvænt um þau bæði. Hann reyndist foreldrum mínum frábær tengdasonur, sparaði ekki sporin til að létta þeim lífið í ellinni. Fyrir það á ég honum þökk að gjalda. Andlát hans bar nokkuð skjótt að; ég hafði vonast til að njóta samfylgd- ar hans í lífinu enn um sinn. Fjölskylda mín og ég kveðjum Friedel Kötterheinrich með ást og virðingu. Atli Heimir Sveinsson. Fregnin um að hann Friedel væri látinn kom eins og reiðarslag. Fried- el var giftur frænku minni Ingi- björgu og kynni okkar af Friedel hófust eiginlega þegar við hjónin fluttumst á Miklubrautina í hús við hliðina á Friedel og Ibý. Þá fórum við að hafa meira samband en áður hafði verið. Friedel var mjög ljúfur og elsku- legur maður. Góður nágranni, mikill vinur í raun og gott að leita til hans. Ég man alltaf þegar kom að ferm- ingu elsta sonar okkar. Þá leitaði ég til Friedels um hjálp við tilbúning á matnum sem ég ætlaði að hafa. Ég vissi að hann var afbragðs kokkur. Friedel tók til hendinni og gerði fyrir mig allan matinn og þvílíkar krásir sem hann galdraði fram úr erminni. Fermingarkökuna bakaði hann og skreytti. Svo fór að hann hjálpaði til við allar þrjár fermingarnar hjá okk- ur. Hann var orðin hluti af fjölskyld- unni og ég veit að allir synir mínar kunnu að meta það sem hann gerði fyrir þá. Og svona var alltaf þegar maður leitaði til hans, allt var alveg sjálfsagt og ekkert nema elskuleg- heitin. Það voru góðar stundir á Miklu- brautinni með þeim hjónum og börn- um þeirra.Því miður þegar við flutt- um í sitt hvora áttina leið lengra á milli að hittast og nú á tímum þykist maður hafa svo mikið að gera að það gleymist að leggja meiri rækt í frændsemina og vinskapinn. Ég hafði talað við Friedel í end- aðan nóvember, hann kom að heim- sækja okkur hjónin. Mikið var gam- an að hitta hann aftur og sitja við eldhúsborðið og spjalla eins og í gamla daga. Hann var svo hress og reytti af sér brandarana. Við kvödd- umst með ætlun um að hafa meira samband, ekki láta líða of langt á milli heimsókna. Ekki hvarflaði að okkur að það gæti orðið bið á því að við hittum þig aftur Friedel minn, en það kemur að því síðar. Elsku Ibý mín, Markús og Kristín. Við Gunnar og synir okkar, vottum ykkur okkar dýpstu samúð og Guð gefi ykkur styrk á þessari erfiðu stund. Blessuð sé minning um góðan vin, og hafðu þökk fyrir allt sem þú gerð- ir fyrir okkur. Anne Helen Lindsay. Friedel Kötterheinrich lést fimmtudaginn 8. janúar sl. eftir til- tölulega stutt en erfið veikindi. Friedel giftist Ingibjörgu föðursyst- ur minni árið 1971 og varð sam- stundis mikilvægur hluti af allri fjöl- skyldunni, sannur tengdasonur, mágur, frændi. Greiðvikni hans og gestrisni var aðdáunarverð og fjöl- skyldan á Túngötunni var samheldin og sönn. Friedel var staðfastur mað- ur, einn af þeim mönnum sem ganga fumlaust til allra verka, og gerði allt vel sem hann tók sér fyrir hendur. Um leið var hann ávallt ungur í anda, bæði starfi og leik. Þeir sem kynnt- ust Friedel eiga lifandi minningu um traustan og skemmtilegan mann sem auðgaði umhverfi sitt með verk- um sínum og háttum. Þannig lifir hann áfram. Fráfall Friedels Kötterheinrich er fjölskyldu hans og vinum harmdauði, ótímabær og óskiljanlegur, eins og jafnan þegar menn í blóma lífsins hverfa úr lífi okkar fyrirvaralítið. Við Sigga og Illugi sendum frændfólki okkar á Túngötunni einlægar sam- úðaróskir frá Bandaríkjunum. Auðunn Atlason. Látinn er heiðursmaðurinn Fried- el Kötterheinrich. Okkur varð bilt við þegar Markús sonur hans hringdi fyrir þrem vikum og greindi frá því að Friedel hefði fengið heila- blæðingu. Lengi lifðum við í voninni um að hann mundi ná bata en sú varð ekki raunin og nú er hann allur langt fyrir aldur fram. Við Friedel höfðum spjallað sam- an nokkrum sinnum sama dag og hann veiktist og ekki bar á öðru en að hann væri við ágæta heilsu og hann lék á als oddi eins og oftast. Þetta sýnir okkur í raun hve getur verið skammt á milli lífs og dauða. Kynni okkar Friedels hófust árið 1969 í gegnum sameiginlegan kunn- ingsskap. Það var löngu seinna að kynni okkar endurnýjuðust þegar hann kom til starfa hjá því fyrirtæki sem hann vann hjá lengst af starfs- ævinnar, Íslensk-ameríska verslun- arfélaginu. Þannig atvikaðist það að við vorum að leita að stjórnanda í snyrtivöruverksmiðju sem við rák- um. Friedel hafði þá í nokkur ár séð um rekstur Pappírspokagerðarinn- ar, en hann var tæknimenntaður frá heimalandi sínu Þýskalandi á því sviði. Friedel var fljótur að koma sér inn í alla þætti reksturs snyrtivöruverk- smiðjunnar og þá kom í ljós færni hans og nákvæmni sem skiptir miklu máli í rekstri sem þessum. Undir hans stjórn störfuðu nokkrar konur og tókst honum að skapa mjög góðan starfsanda og meðan verksmiðjan var starfandi vann við hana nánast alltaf sama fólkið. Síðan gerist það að ytri aðstæður urðu þess valdandi að ekki svaraði kostnaði að framleiða snyrtivörur hér á landi. Var ákveðið að leggja verksmiðjuna niður. Þá tók við nýr kafli í starfsævi Friedels. Ákveðið var að bjóða honum starf í fyrirtækinu sem sölumaður og óhætt er að fullyrða að á þeim vettvangi hafi hann blómstrað. Hann var ein- staklega þjónustulundaður og fátt var það sem hann var ekki tilbúinn að gera fyrir viðskiptavini fyrirtæk- isins. Þetta voru eflaust ekki auðveld umskipti fyrir Friedel en hann tókst á við breytingarnar með einstaklega jákvæðu hugarfari og lærði á skömmum tíma að tileinka sér sölu- mannsstarfið. Ef eitthvað sérstakt stóð til í fyr- irtækinu var hann fremstur meðal jafningja að framkvæma það sem gera þurfti. Hjá Íslensk-ameríska verslunarfélaginu er mikið um mót- tökur innlendra og erlendra við- skiptavina. Þar eð Friedel var margt til lista lagt og eitt af því er að hann var ákaflega góður kokkur, þá leit- uðum við alltaf til hans þegar þurfti að útbúa veitingar fyrir þessa hópa. Það sem gerði það svo ánægjulegt að vinna með Friedel var að hann gerði þetta og annað með mikilli ánægju og af stakri smekkvísi. Það hefur verið hefð í fyrirtæki okkar að halda upp á starfsafmæli og stórafmæli einu sinni ári, rétt fyrir jólin. Fyrir nýliðin jól héldum við upp á sextugsafmæli Friedels. Kom þá vel í ljós hversu vinsæll og ein- staklega vel liðinn hann var í fyrir- tækinu. Ætlaði lófaklappinu aldrei að linna þegar hann stóð upp og tók á móti heillaóskum og gjöf frá fyrir- tækinu. Í okkar huga var Friedel ekki að- eins frábær starfsmaður heldur góð- ur vinur sem reyndist alltaf vel, hans verður sárt saknað. Friedel sagði okkur oft stoltur frá fjölskyldu sinni, góðri eiginkonu og börnum sem bera foreldrum sínum gott vitni. Söknuður þeirra er stærstur og vottum við þeim okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning hans. Bert Hanson og Egill Ágústsson. Þó við vitum öll að það er bara eitt sem allir eiga víst, þá er það svo að alltaf kemur það okkur í opna skjöldu þegar kallið kemur fyrir- varalaust. Það er erfitt að sætta sig við og í raun óskiljanlegt að hress og lífsglaður maður á besta aldri, sé hrifinn burt frá okkur án nokkurar sýnilegrar ástæðu. Friedel hefur verið sem ómissandi hluti af fyrirtækinu frá því hann kom fyrst til starfa hjá Íslensk-Ameríska. Fljótlega kom í ljós að þar var ein- stakur maður á ferðinni, sem bjó yfir þeim fágætu eiginleikum að geta gert nánast allt og úr allra vanda leyst. Það sem einkenndi hann þó mest var einstök trúmennska gagn- vart fyrirtækinu og samstarfsmönn- um að ógleymdri snyrtimennsku, smekkvísi og nákvæmni í hverju því sem hann tók sér fyrir hendur. Við leiðarlok koma margar minn- ingar upp í hugann, og þær eiga allar eitt sammerkt, mannkosti þessa mæta starfsfélaga. Þar sem framkvæmda var þörf, var Friedel réttur maður á réttum stað. Ef hneggjandi hlátur heyrðist á göngum, þá var jafnvíst að þar væri hann nálægur með léttan húmor. Ef aðstoðar var þörf þá var hann alltaf tilbúinn. Og aðlögunarhæfnin var einstök, um margra ára skeið stjórnaði hann snyrtivöruframleiðslu fyrirtækisins, en þegar hún var aflögð þá gekk hann til liðs við söludeildina, þá kom- inn á miðjan aldur. Á þeim vettvangi vann hann sér trúnað viðskiptavin- anna og vináttu fulltrúa erlendra birgja, náði frábærum árangri og hafði augsýnilega mikla ánægju af starfinu. Við kveðjum kæran vin og starfs- félaga með þökk fyrir allar ánægju- stundirnar á liðnum áratugum, hans skarð verður vandfyllt og minningin um hann mun lifa með okkur áfram. Ingibjörgu, Kristínu og Markúsi sendum við hugheilar samúðar- kveðjur. Missir ykkar er mikill, megi minningin um einstakan maka og föður styrkja ykkur um alla framtíð. Starfsfélagar hjá Íslensk-Ameríska. Mig setti hljóðan er ég heyrði af veikindum og síðar andláti einstaks vinar míns Friedels. Árið 1996 hóf ég störf hjá Íslensk- ameríska þar sem Friedel var allt í öllu. Hann var jú sannarlega allt í öllu, því hann kom bókstaflega að öll- um mögulegum hlutum hjá fyrir- tækinu. Hann eldaði fyrir stórveisl- ur, sá um ýmiskonar viðhald og viðgerðir, ásamt því að framleiða vörur. Einnig sinnti hann viðskiptavinum fyrirtækisins af fádæma einurð og samviskusemi. Samviskusemi, vandvirkni og hjálpsemi var honum í blóð borin og þó nóg væri á dagskránni hjá Friedel taldi hann aldrei eftir sér að rétta öðrum hjálparhönd. Okkur varð virkilega vel til vina og þar sem ég bý á Seltjarnarnesi og Friedel á Túngötunni ákváðum við að verða samferða til vinnu og voru það virkilega skemmtilegar stundir. Í þeim ferðum var ævinlega töluð þýska og jafnvel tekið lagið þegar sá gállinn var á okkur og þá oftast sungið á þýsku. Eftir að ég hætti hjá Íslensk-ameríska fyrir 2 árum höf- um við haldið reglulegu sambandi og stundum hist yfir kaffibolla. Þær stundir voru dýrmætar því alltaf var gaman og gefandi að hitta Friedel. Hann hafði góða nærveru og skemmtilegan húmor og alltaf í góðu skapi. Það er mér ómetanlegt að hafa átt Friedel að vini og vinnufélaga. Allir hans eiginleikar sem persónu og já- kvætt viðhorf til lífsins eiga eftir að fylgja mér um ókomin ár og reynast mér dýrmætt veganesti ævilangt. Hugur minn og fjölskyldu minnar er hjá Ingibjörgu, Kristínu og Mark- úsi að ógleymdum vinnufélögum Friedels og vonum við að góður Guð veiti ykkur styrk á erfiðum tímum. Guð geymi minningu góðs vinar. Þór Sigurgeirsson. Aldrei kom mér það til hugar að ég þyrfti að setjast niður á nýju ári til að skrifa kveðju til hans Friedels. Ég hef ekki meðtekið fráfall hans enn og efast um að ég eigi nokkur tímann eftir að sætta mig við það. Hann Friedel var einstakur. Ein- stakur á allan hátt. Hann hafði alla þá kosti sem hægt er að óska sér í einum manni en fyrst og fremst hafði hann þá fallegustu sál sem ég hef kynnst. Hann hafði yndislega kímni- gáfu, hann kom fram við alla sem jafningja, náði sambandi við fólk af ólíkum aldurshópum, hann var já- kvæður á alla hluti og lét ekkert koma sér úr jafnvægi, en mætti öllu með þessu frábæra glaða fasi sem hann hafði. Þær minningar sem ég á og mun alltaf geyma í mínu hjarta eru of margar til að rifja upp hér og þótt heilt Morgunblað væri til boða, þær eru allar svo góðar og skemmti- legar enda bar aldrei skugga á okkar vinskap. Friedel var einn minna besti vina, ég treysti honum fullkom- lega og hann var mér ætíð stoð og stytta. Það var ekkert sem ekki var hægt að leita til hans með. Og hann tók mig svo sannarlega í gegn þegar hann var að „ala mig upp“ eins og hann sagði svo oft við mig. Ég get ekki sleppt því að minnast á hans góða mat, meistarakokkurinn klikk- aði aldrei, hann minnti mig reyndar reglulega á að ég borðaði of mikið hjá honum en ekki hefði ég viljað sleppa einni einustu máltíð. Ég var alltaf velkomin á yndislegt og hlýlegt heimili þeirra Ingibjargar, hvort sem ég dró þangað kærasta eða vini og seinna börn og buru, alltaf var okkur vel tekið. Friedel var lánsamur í sínu einka- lífi, átti glæsilega og góða konu sem stóð með honum í einu og öllu og voru þau hjónin sérstaklega sam- hent. Þau áttu tvö vel heppnuð og góð börn sem þeim er sæmd af og ekki af tilefnislausu var Friedel mjög stoltur af þeim. Þeim sendi ég og dætur mínar okkar dýpstu samúð, elsku Ingibjörg, Kristín og Markús, við misstum öll mikið en þið lang- mest og hugsanir okkar og bænir eru hjá ykkur, kæra fjölskylda. Friedel minn, við elskum þig og munum alltaf gera. Þakka þér fyrir að hafa verið til og að hafa verið þú. Friedel minn. Við elskum þig og munum alltaf gera. Þú verður alltaf í okkar hjarta og lífi. Þetta er þung- bærara fyrir mig en tárum tekur. Hvíldu í friði elsku vinur. Ragnheiður Hanson. FRIEDEL KÖTTERHEINRICH  Fleiri minningargreinar um Friedel Kötterheinrich bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. AFMÆLIS- og minningar- greinum er hægt að skila í tölvupósti (netfangið er minn- ing@mbl.is, svar er sent sjálf- virkt um leið og grein hefur borist), á disklingi eða í vélrit- uðu handriti. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Bréfsími fyrir minningar- greinar er 569 1115. Ekki er tekið við handskrifuðum grein- um. Frágangur afmælis- og minning- argreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.