Morgunblaðið - 20.01.2003, Page 10
FRÉTTIR
10 MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HILMAR Gunnlaugsson, lögmaður
og fasteignasali, segir líklegt að upp-
bygging verði mest á Reyðarfirði, en
telur að næstu þéttbýliskjarnar þar
við muni fá mjög mikið, þ.m.t. Egils-
staðir.
„Þetta er viðkvæmt mál,“ segir
Hilmar, „það er mikil spenna á fast-
eignamarkaði á Egilsstöðum og menn
eru jafnframt með mjög stórar hug-
myndir á Reyðarfirði. Á fasteigna-
markaðnum byrjaði að verða vart
áhrifa snemma á síðasta ári þegar
menn héldu að Norsk Hydro myndi
ganga til samninga. Þá fór heilmargt
fólk sem var í leiguhúsnæði að kaupa
íbúðir, ekki síst niðri á fjörðum og
allra mest í Neskaupstað og var þann-
ig að tryggja sig áður en allt byrjaði,“
segir Hilmar, sem telur að nú sé
meira spurt um nýtt húsnæði á Reyð-
arfirði frekar en á Egilsstöðum.
Spurður um fasteignaverð segir
Hilmar að það muni hækka verulega
á fjörðunum.
„Það er ekki eins mikið svigrúm á
Egilsstöðum, þar sem fasteignaverð
þar hefur verið mjög gott og ég geri
ráð fyrir að þetta jafnist og kæmi ekki
á óvart þótt Reyðarfjörður myndi eft-
ir einhver ár síga fram úr. Sjálfsagt
mun þó þenslan byrja fyrr á Egils-
stöðum vegna þess að það er miklu
lengra þar til álverið verður tilbúið.“
Stöðug uppbygging á Héraði
Verktakar á Héraði virðast nokkuð
sammála um að uppbyggingin dreifist
jafnt á Egilsstaði og Fjarðabyggð.
Sigurþór Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Malarvinnslunnar, segir það
sína tilfinningu að framkvæmdirnar
komi þó til með að hafa meiri áhrif á
Egilsstöðum en menn vilji vera láta.
Bæði hvað íbúðarhúsnæði varðar og
fyrirtæki sem vilji opna á Egilsstöð-
um ekki síður en á Reyðarfirði, vegna
m.a. samgangna og þeirrar þjónustu
sem þar er nú þegar fyrir hendi.
„Það verður til stór vinnustaður á
Reyðarfirði, þannig að manni finnst
langlíklegast að hvað íbúðarhúsnæði
varðar verði mest byggt upp þar. Það
er hins vegar spurning hvar marg-
földunaráhrifa muni mest gæta,“ seg-
ir Björn Sveinsson, framkvæmda-
stjóri Héraðsverks. Björn segist ekki
enn sjá umtalsverða aukningu á verk-
efnum Héraðsverks.
„Það mun fara rólega af stað. Þeg-
ar nær dregur næsta hausti og frá
þeim tíma verður mjög mikið að gera.
Þá fara í gang önnur útboð og eftir er
að bjóða út fjórar eða fimm stíflur, 20
kílómetra af jarðgöngum og stöðvar-
húsið og þá fara nú leikar fyrst að æs-
ast.“
Þröstur Stefánsson, framkvæmda-
stjóri ÞS verktaka, telur að gerð jarð-
ganga milli Reyðarfjarðar og Fá-
skrúðsfjarðar geti haft þau áhrif að
uppbygging á Reyðarfirði verði meiri
en ella hefði verið. „Við erum að tala
um fimm ára tímabil framundan og
framkvæmdir eru í raun lítið farnar af
stað,“ segir Ómar Bogason, fram-
kvæmdastjóri Trésmiðju Fljótsdals-
héraðs.
„Menn eru farnir að sækja um lóðir
á Reyðarfirði en mér þykir ólíklegt að
mikið verði af íbúðabyggingum í ár. Í
hönd fer undirbúningstími og það
verður svo árið 2005 sem allt verður á
fullu í byggingarframkvæmdum. Ég
er sannfærður um að aðaluppbygg-
ingin verður á Reyðarfirði og því
svæði. Manni finnst það rökrétt því
verksmiðjan verður þar og það er
staðreynd að auðveldara er að búa ná-
lægt vinnustað upp á fjölskyldu,
vaktaskipti, ferðir og svo framvegis.
Ég er líka viss um að þeir í Fjarða-
byggð, þ.e. sveitarstjórn og fyrirtæki,
muni byggja upp alla nauðsynlega
þjónustu á þeim tíma þannig að það
verði engir afarkostir að búa á Reyð-
arfirði. Eins og þetta er í dag hjá
þeim, stendur þjónusta ekki undir því
að kannski verði fjölgun upp á 1.000
manns á mjög stuttum tíma,“ segir
Ómar.
Hótelin á Fljótsdalshéraði búa sig
undir aukningu. Þannig hefur um
skeið verið rætt um að hefja fram-
kvæmd viðbyggingar Hótel Héraðs,
sem mun stækka það um allt að helm-
ing. Gunnlaugur Jónasson, eigandi
Gistihússins á Egilsstöðum, segist
merkja þenslu á Egilsstöðum í því að
erfitt sé orðið að fá iðnaðarmenn til
starfa.
Flugfélag Íslands býður nú þrjár
ferðir milli Reykjavíkur og Egilsstaða
á virkum dögum í stað tveggja áður.
Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri
félagsins, segir að það sé tilbúið að
auka ferðirnar upp í fjórar á dag og
jafnvel meira. Þá megi einnig reikna
með að fraktflutningar aukist og beint
flug til Egilsstaða erlendis frá verði
tíðara.
„Framkvæmdirnar munu hafa
verulega mikil áhrif á flug milli
Reykjavíkur og Egilsstaða og hafa í
för með sér umsvif og breytingar á
svæðinu í öllu sem tengist flug-, ferða-
og fraktmálum. Við erum búin að
tryggja okkur flugvél, komin með
fjórða Fokkerinn inn í rekstur hjá
okkur næstu tvö árin sem við getum
aukið flug á með mjög litlum fyrir-
vara,“ segir Jón Karl.
Honum sýnist að Egilsstaðir muni
fyrst og fremst þenjast út sem sam-
göngumiðstöð svæðisins. Þar verði
einnig þjónustumiðstöð fyrir allar
búðirnar uppi á fjöllum.
„Þjónustan á Egilsstöðum er góð,
verslanir góðar og ég held að það
verði engin vandamál. Þegar verður
farið að byggja álverið mun þetta fær-
ast niður á firðina. En til að byrja með
verður væntanlega mesta íbúða-
byggðin í búðum á virkjanasvæðinu.“
Augljóst er að það verður mikill
kraftur í hlutunum fyrir austan.
Menn sjá það nú þegar í fyrirtækjum
eins og til dæmis Húsasmiðjunni á
Egilsstöðum. Vangaveltur hafa verið
um það hvort Baugur muni flytja
Bónus og hugsanlega Húsasmiðjuna
á Reyðarfjörð og voru uppi hugmynd-
ir um sameiginlega lóð fyrir fyrirtæk-
in þar. Nú virðist hins vegar liggja
nokkuð ljóst fyrir að Bónus verður
áfram á sínum stað á Egilsstöðum.
Baugsmenn segja atvinnulífið eystra
viðkvæmt og að markaðssvæðið beri
ekki tvær verslanir. Það að setja svo
stórar einingar sem Bónus víðar inn
geti haft mjög slæm áhrif á þá sem
fyrir eru og að menn hafi fengið mikl-
ar skammir fyrir slíkt.
Sveitarstjórn Austur-Héraðs
segir þungamiðjuna á Héraði
Þrátt fyrir að ekki hafi borið jafn-
mikið á markaðssetningu Austur-
Héraðs, og þar með Egilsstaða, sem
fýsilegs búsetusvæðis og í Fjarða-
byggð, er Austur-Hérað langt komið
með heimavinnuna sína og segjast
menn þar á bæ albúnir að auka lóða-
framboð og samfélagsþjónustu. Þór-
hallur Pálsson er forstöðumaður um-
hverfissviðs Austur-Héraðs. „Við
gáfum okkur ákveðnar forsendur við
vinnu aðalskipulags Austur-Héraðs til
ársins 2017, sem voru byggðar á No-
ral-verkefninu og mati ráðgjafarstof-
unnar Nýsis,“ segir Þórhallur einnig.
Í kafla aðalskipulagsskýrslunnar
um byggð og íbúafjölda segir meðal
annars:
„Í aðalskipulagi Austur-Héraðs
2002–2017 er gert ráð fyrir því, til ör-
yggis, að hugsanlega muni ekki nema
um 80% af reiknuðum áhrifum fram-
kvæmdanna í formi aðflutnings skila
sér inn á Mið-Austurland. Þetta er
bæði gert til þess að oftúlka ekki
þessar forsendur vegna álversins í
heildina tekið og eins til þess að hafa
borð fyrir báru gagnvart þeirri aug-
ljósu staðreynd, að hreyfanleiki
vinnuafls fer vaxandi í kjölfar stöðugt
batnandi samgangna. M.ö.o. að ein-
hver hluti vinnuaflsins muni kjósa að
búa utan svæðisins, þótt atvinna sé
sótt þangað.“
Þórhallur segir jafnframt tilgátu
um íbúaþróun á Austur-Héraði fram
til 2013, sem notuð er sem viðmiðun í
aðalskipulaginu þá, að aðflutningur-
inn vegna álvers muni stöðva fólks-
fækkun á Mið-Austurlandi utan Aust-
ur-Héraðs. Það sem umfram verði,
eða um 1.260 manns, muni bætast við
íbúatöluna á Austur-Héraði eins og
hún hefði ella orðið.
„Þetta þýðir að við reiknum með
því að fólksfækkunin á fjörðunum og í
byggðunum hér í kringum okkur
stöðvist, en við reiknum ekki með
verulegri fólksfjölgun þar. Þar er
horft á reynslu frá fyrri fjárfestinga-
hrinum á fjörðunum. Kröftugasta
uppbyggingarbylgjan á Egilsstöðum
var á síldarárunum, önnur sterk
bylgja kom á áttunda áratugnum þeg-
ar togararnir og frystihúsin voru að
byggjast upp og eflast, en á þessum
tímabilum var það umfram allt Hér-
aðið sem styrktist hvað varðar íbúa-
fjölda. Það er staðreynd og þetta eru
tölur sem mörgum þykja dálítið harð-
ar undir tönn,“ segir Þórhallur.
Hann reiknar með því að þegar til
lengdar láti muni þorrinn af þeirri
mannaflaaukningu sem komi í kjölfar
framkvæmdanna verða á Mið-Héraði.
„Við sjáum þess líka glögg merki. Á
Egilsstöðum hefur verið stöðug bygg-
ingarstarfsemi síðustu árin og hjólin í
þeirri grein aldrei stöðvast, sem er
ólíkt byggðunum í kringum okkur.
Við erum síðan 1999 búnir að láta af
hendi lóðir undir sjötíu til áttatíu
íbúðir og sumar þeirra eru þegar full-
búnar, annars staðar er nýbúið að
taka grunn og hús eru á öllum bygg-
ingarstigum. Einnig er í gangi und-
irbúningur varðandi t.d. skólamál,
dagvistun, afþreyingu o.fl. á vegum
sveitarfélagsins, sem nauðsynlegur er
í kjölfarið, auk skipulagningar nýrra
byggingarsvæða,“ segir Þórhallur
ennfremur.
Af þessu má ljóst vera að áhrif
verðandi framkvæmda á Austurlandi
eru svo umfangsmikil að fólk á erfitt
með að sjá fyrir sér hvar þau muni
helst bera niður og á hvern hátt.
Þjarkað er um hvar bestu bitarnir
lendi en þó á lágu nótunum, þar sem
vonast er eftir að einhverjir molar
hrjóti til allra og í heild hafi fram-
kvæmdirnar jákvæð áhrif á efnahags-
og mannlíf fjórðungsins. Það virðist
þó einsýnt að Reyðarfjörður og Egils-
staðir munu fá stærstan skerf af að-
fluttu fólki og bættri þjónustu, en erf-
itt er að spá um margfeldisáhrif þess
á svæðin umhverfis.
Margs konar áhrif virkjunar- og stóriðjuframkvæmda verða á Fljótsdalshéraði
Keppt verður við firð-
ina um bestu bitana
Áhrifa ákvörðunar um byggingu álvers í
Reyðarfirði er þegar farið að gæta í aust-
firsku samfélagi. Undir niðri kraumar sú
spurning hvar þenslunnar muni gæta mest.
Steinunn Ásmundsdóttir ræddi við ýmsa
aðila í atvinnulífinu á Fljótsdalshéraði.
Morgunblaðið/Steinunn
Hundurinn Boss, Heiðdís sex ára, Sara níu ára og Halla litla, sem er eins
árs, blanda sér kannski ekki strax í umræður um uppbygginguna.
VERKMENNTASKÓLI Austurlands tekur
nú þátt í norrænu samstarfi um álfræðslu.
Samstarfið gengur út á það að nemendur og
kennarar þriggja framhaldsskóla í Noregi,
Danmörku og á Íslandi skiptast á verk-
efnum og heimsóknum. Verkefnin tengjast
öll áli á einn eða annan hátt.
Fræðst er um frumvinnslu, fullvinnslu og
endurvinnslu áls auk þess sem nemendur
kynna sér ýmsa þætti tengda álframleiðslu.
Nemendur skólanna vinna til að byrja með á
sérstakri spjallrás á Netinu. Í vor hittast svo
hóparnir þrír í Danmörku og í haust koma
norsku nemarnir til Íslands.
Að sögn Helgu Steinson skólameistara
átti samstarfið upphaflega bara að ná til
málmiðnaðarnema í skólanum, en þar sem
einungis strákar nema málmiðnir við VA
um þessar mundir var ákveðið að útvíkka
verkefnið aðeins og óska eftir fjórum kven-
nemum sem hefðu áhuga á því að fræðast
um ál. Mikill áhugi var meðal stúlknanna og
sóttust margar eftir því að taka þátt í verk-
efninu.
Verkefnið er styrkt af Norrænu ráð-
herranefndinni og sótt hefur verið um styrk
til nemendaskipta á vegum starfsmennta-
áætlunar Evrópusambandsins.
Álfræðsla í Verkmennta-
skóla Austurlands
Neskaupstað. Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Kristín Ágústsd.
Þessar stúlkur eru á háriðnaðarbraut VA og höfðu sumar hverjar áhuga á álfræðsluverkefninu.
ÁSTA Sigfúsdóttir, forstjóri
og stjórnarformaður Sorp-
samlags Miðhéraðs, telur að
stóriðju- og virkjanafram-
kvæmdir muni hafa víðtæk
áhrif á alla þjónustu og
verslun á Héraði.
„Ég held að Egilsstaðir
verði í lykilhlutverki á Aust-
urlandi, vegna þess að bær-
inn er miðsvæðis og þar er
öll þjónusta,“ segir Ásta.
Hún bætir því við að litla
þjónustu sé að hafa á fjörð-
unum og íbúar þar sæki hana
á Egilsstaði, ekki síst eftir að
Bónus opnaði verslun í mið-
bænum. „Fjarðamenn verða
að taka sig mjög verulega á,
ef þungamiðja þjónustu á að
verða þar,“ segir Ásta. Að
sögn hennar er Sorpsamlagið
nú að undirbúa meiri afköst
og stækkun, auk þátta sem
snúa að aukinni flokkun
sorps og vigtun þess.
Egilsstaðir
í lykil-
hlutverki?