Morgunblaðið - 20.01.2003, Qupperneq 12
BRESKT sunnu-
dagsblað fjallaði
í gær enn á ný
um meinta erf-
iðleika í hjóna-
bandi Gerhards
Schröders,
kanslara Þýska-
lands, en dóm-
stóll í Hamborg
hafði að beiðni
lögmanna Schröders bannað
blaðinu, The Mail on Sunday, að
fjalla frekar um málið. Sagði í leið-
ara blaðsins að ritstjórar þess ætl-
uðu ekki að láta Schröder segja sér
fyrir verkum.
The Mail on Sunday fjallaði 5.
janúar sl. um meinta erfiðleika í
hjónabandi Schröders, en þetta er
hans fjórða hjónaband. Nafn-
greindi blaðið þá konu sem Schröd-
er er sagður eiga vingott við.
Leiðarahöfundar The Mail on
Sunday sögðu í gær að þeir þyrftu
ekki að hlíta lögbanni réttarins í
Hamborg. „Okkur þykir það leitt,
herra Schröder, en þú ert ekki við
stjórn í Bretlandi … að minnsta
kosti ekki ennþá,“ sagði í fyrirsögn
leiðarans. Var varað við því í leið-
aranum að tilraunir Schröders til
að koma í veg fyrir umfjöllun blaðs-
ins væru til marks um að Bretar
gætu vænst þess að tapa ýmsum
lýðréttindum, s.s. tjáningarfrelsinu,
ef stjórnvöld tækju þátt í frekara
sameiningarferli á vettvangi Evr-
ópusambandsins.
„Enn um sinn getum við leitt
þennan ofsa og þessar hótanir hjá
okkur,“ sögðu leiðarahöfundar.
„Vegna þeirrar hefðar, sem hefur
myndast í Bretlandi, og vegna virks
lýðræðis í landinu, getum við birt
svona efni og það er okkar trú að
okkur sé það fyllilega heimilt. Við
vorkennum þýskum starfsbræðrum
okkar sem þurfa að lúta lögum sem
kúga þá, og koma í veg fyrir að þeir
geti sinnt starfi sínu almennilega.“
Gerhard Schröder
The Mail
on Sunday
storkar
Schröder
ERLENT
12 MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
FJÓRIR hafa látist og allt að 400
íbúðarhús hafa brunnið í miklum
kjarreldum í úthverfum Canberra,
höfuðborgar Ástralíu, um helgina.
Mjög heitt er nú á þessum slóðum
og nokkuð vindasamt og óttast
menn því að eldarnir breiðist enn
út. Neyðarástandi var lýst yfir á
laugardag en þúsundir manna hafa
þurft að flýja heimili sín af völdum
eldanna.
Kaldara var í gær en á laug-
ardag og því gekk slökkviliðs-
mönnum betur að hefta útbreiðslu
eldanna. Veðurspá er hins vegar
með þeim hætti að óttast er að að-
stæður versni aftur í dag og á
morgun. Óttast menn að eldar
muni blossa upp að nýju á stöðum,
þar sem þó hefur tekist að ráða
niðurlögum þeirra.
Náttúruhamfarirnar eru sagðar
með því versta sem þekkist. „Ég
hef oft komið á vettvang kjarrelda
í Ástralíu [...] en ég hef aldrei séð
það jafnsvart,“ sagði John How-
ard, forsætisráðherra Ástralíu, en
hann skoðaði afleiðingar eldanna í
gær. „Það er kraftaverk að fleiri
skuli ekki hafa týnt lífi og það ber
að þakka björgunarfólkinu marg-
falt.“
Veita þurfti um 250 manns að-
hlynningu í gær vegna brunasára
og reykeitrunar. Átti fólkið það
flest sameiginlegt að hafa allan
daginn reynt að verja hús sín með
því að kasta vatni á eldana. Þá var
víða rafmagnslaust í Canberra en
um 320 þúsund manns búa í borg-
inni.
Slökkviliðinu gekk illa að ráða
niðurlögum eldanna og heyrðust
gagnrýnisraddir, sem sögðu að
menn hefðu verið illa búnir undir
hamfarirnar. John Stanhope rík-
isstjóri vildi hins vegar ekki heyra
á þetta minnst. „Það varð einfald-
lega ekki við neitt ráðið,“ sagði
hann.
Vika er liðin síðan elding olli því
að eldar kviknuðu í skóglendi í út-
jaðri Canberra. Miklir þurrkar
hafa verið á þessu svæði undanfar-
ið og því dreifðust eldarnir hratt
út, einkum eftir að tók að hlýna
fyrir helgi og vindar að magnast.
AP
Ástralskur slökkviliðsmaður berst við reyk og hita af völdum kjarreldanna í Canberra.
Óttast að eldar geti enn
átt eftir að breiðast út
Fjórir hafa týnt
lífi og allt að 400
heimili eyðilagst í
miklum kjarreld-
um í Ástralíu
Canberra. AFP, AP.
BÆÐI Donald Rumsfeld, varnar-
málaráðherra Bandaríkjanna, og
Colin Powell utanríkisráðherra
snerust í gær opinberlega á sveif
með þeim sem vilja reyna að fá
Saddam Hussein, forseta Íraks, til
að afsala sér í völdum í landinu og
halda í útlegð ásamt nánustu sam-
starfsmönnum sínum. Lét Rumsfeld
þau orð falla að hann væri tilbúinn
til að sætta sig við að Saddam yrði
veitt fyrirheit um að hann yrði ekki
sóttur til saka fyrir stríðsglæpi,
gegn því að hann færi í útlegð.
„Til að afstýra stríði, myndi ég
persónulega leggja það til að þannig
yrði búið um hnútana að helstu leið-
togar Íraksstjórnar og fjölskyldur
þeirra fengju skjól í einhverju öðru
landi,“ sagði Rumsfeld í viðtali í
fréttaþættinum „This Week“ á
ABC-sjónvarpsstöðinni. „Ég tel að
það væru góð býti ef þannig mætti
afstýra stríði,“ bætti hann við.
Rumsfeld var að svara spurningu
fréttamanns um það hvort Banda-
ríkin myndu styðja tilraunir leiðtoga
nokkurra arabaríkja sem miða að
því að fá Saddam til að láta sjálfur
af völdum. Frá þessum tilraunum
var greint í vikuritinu Time á
fimmtudag en skv. blaðinu fæli slíkt
samkomulag í sér að helstu stjórn-
endum Íraks yrði veitt almenn sak-
aruppgjöf.
Powell tók í sama streng og
Rumsfeld. „Þessar deilur myndu
leysast ef Saddam Hussein og allir
þeir sem hann umgangast og hugsa
eins – sonur hans, æðstu embætt-
ismenn stjórnarinnar – létu sig
hverfa,“ sagði Powell. Kvaðst hann
sannarlega reiðubúinn til að íhuga
þann möguleika, að Saddam yrði
veitt sakaruppgjöf, gegn því að hann
hyrfi af valdastóli.
„Góð tíðindi fyrir heiminn“
Rumsfeld var spurður að því
hvort hann teldi líklegt að Saddam
tæki það sjálfur í mál að víkja og
fara í útlegð. „Ég tel að þetta sé í
það minnsta möguleiki,“ svaraði
hann. „Nágrannaríki Íraks eru nú
að reyna að koma í veg fyrir stríðs-
átök með því að fá hann til að yf-
irgefa landið,“ sagði Rumsfeld enn
fremur. „Það væru afar góð tíðindi
fyrir heiminn ef hann færi.“
Skv. frétt Time áttu þeir Hosni
Mubarak, forseti Egyptalands, og
Abdullah Gul, forsætisráðherra
Tyrklands, í síðustu viku fund með
Abdullah, krónprinsi í Sádí-Arabíu, í
því skyni að ræða þessi mál. Stað-
festi Gul í viðtali við New York Tim-
es á laugardag að þessa hugmynd
hefði borið á góma. Írakar hafa hins
vegar sjálfir algerlega hafnað orð-
rómi um að Saddam sé að hugleiða
þann möguleika, að fara í útlegð.
Sætta sig við
að Saddam
fari í útlegð
Rætt um að Saddam fái öruggt hæli í
öðru landi afsali hann sér völdum í Írak
Washington. AFP.
Colin Powell Donald Rumsfeld
ÞINGKOSNINGAR fóru fram á
Kúbu í gær og var kosið um 609
þingsæti. Jafnmargir voru í kjöri
og þurfti því enginn frambjóðend-
anna að óttast um að ná ekki settu
marki. Landinu var skipt upp í
nokkur kjördæmi og gat fólk merkt
við hvern frambjóðanda tiltekins
kjördæmis fyrir sig, eða valið að
setja kross í þar til gerðan kassa,
sem þýddi að menn lögðu blessun
sína yfir alla frambjóðendurna 609
í heild sinni.
Hafði Fidel Castro Kúbuforseti
einmitt hvatt almenning til að nýta
sér þennan valkost til að sýna heim-
inum að kúbverska þjóðin stæði
sameinuð sem ein heild.
Allir frambjóðendur í kosning-
unum höfðu áður hlotið náð fyrir
stofnunum ríkisvaldsins. Juan
Miguel Gonzalez, faðir Elians, var
meðal frambjóðenda, en grannt var
fylgst með forræðisdeilu vegna El-
ians sem kom upp árið 2000. Þá
voru hlaupakonan Ana Fidelia
Quirot, sem hlaut bronsverðlaun á
Ólympíuleikunum í Barcelona árið
1992, og þjóðlagasöngvarinn Silvio
Rodriguez meðal frambjóðenda, að
ekki sé talað um Castro sjálfan.
Lýðræðissinnar gagnrýna að
kjósendur skuli ekkert val hafa haft
í kosningunum og telja kosning-
arnar lítið gildi hafa, sökum þess
hversu ólýðræðislegar þær voru.
Castro, sem hefur verið forseti
Kúbu í 44 ár, segir kosningarnar
hins vegar lýðræðislegri en þær
sem fram fara í öðrum löndum,
enda sé kjörsókn jafnan góð á
Kúbu, auk þess sem kosninga-
áróður sé þar óþekkt fyrirbæri;
sem geri það að verkum að menn
geti ekki „keypt“ sig inn á Kúbu-
þing með auglýsingamennsku.
AP
Tveir íbúar Havana kynna sér frambjóðendur í þingkosningunum í gær.
Allir náðu kjöri í
kosningum á Kúbu
FORSÆTISRÁÐHERRA Frakk-
lands telur þörf á að rödd Frakka
hljómi sem aldrei fyrr í heimi sem
genginn sé af göflunum.
Jeaa-Pierre Raffarin lét þessi orð
falla á fundi með flokksmönnum sín-
um í borginni Poitiers á laugardag.
Sama dag söfnuðust um 200.000
manns saman í París og fleiri frönsk-
um borgum til að andmæla hugsan-
legum hernaði gegn stjórn Saddams
Hússeins í Írak.
„Við höfum áhyggjur af stríði og
erum andvígir stríði,“ sagði forsætis-
ráðherrann. „Ekkert er til sem heitir
ánægjulegt stríð, stríð mun ávallt
teljast neyðarrúrræði. Við munum
verja gildismat hins klóka Frakk-
lands sem verður að láta rödd sína
hljóma í sturluðum heimi,“ bætti
hann við.
Raffarin hefur líkt og Jaques
Chirac Frakklandsforseti hvatt til
þess að allar diplómatískar leiðir
verði fullkannaðar til að leysa Íraks-
deiluna. Þeir hafa og lýst yfir því að
samþykki öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna þurfi að liggja fyrir áður en
farið er með hernaði gegn stjórn
Saddams Hússein.
Jean-Pierre Raffarin
„Sturlaður
heimur“
Poitiers. AFP.