Morgunblaðið - 20.01.2003, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 20.01.2003, Qupperneq 23
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 23 ✝ María Njálsdótt-ir fæddist á Hrafnseyri við Arn- arförð 7. maí 1917. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 10. janúar sl. Móðir hennar var Guðný Benediktsdóttir Bjarnasonar, bónda á Hesteyri og konu hans Guðfinnu Karvelsdóttur frá Sætúni í Grunnavík. Faðir Maríu var Njáll Sighvatsson Grímssonar Borg- firðings, fræðimanns á Höfða í Dýrafirði og konu hans Ragn- hildar Brynjólfsdóttur Brynjólfs- sonar í Bjarneyjum á Breiða- firði. María ólst upp með móður sinni í Austmannsdal í Arnarfirði til 13 ára aldurs er móðir hennar veiktist, en hún lést á Sjúkrahús- inu á Patreksfirði 8. nóv. 1933. Hálfsystkini Maríu samfeðra, voru Þórður, Sigríður og Ólafur sem eru látin og eftirlifandi er Skarphéðinn. María giftist 1936 Þórði P. Sighvats á Sauðárkróki. Þau eignuðust tvö börn, Guðnýju, f. 1937, og Pétur Sighvats, f. 1940, d. 1945. María og Þórður skildu. María giftist Jóni Gunnlaugssyni 1946. Þau bjuggu á Siglufirði og síðar á Akranesi frá árinu 1952. Sonur þeirra er Pét- ur Örn, f. 1945. Jón lést 1984. Synir hans frá fyrra hjónabandi hans eru Friðbjörn Gunnlaugur, f. 1936 og Hreinn, f. 1939. Útför Maríu verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. María ólst upp með móður sinni í Austmannsdal í Arnarfirði til 13 ára aldurs, en þá veiktist móðir hennar af berklum og var flutt á sjúkra- húsið á Patreksfirði, þar sem hún lést þremur árum síðar. Æskuár Maríu voru fremur döp- ur. Hún var í forsjá einstæðrar móður, sem þurfti að vinna hörðum höndum á býlinu alla daga jafnt til að sjá þeim farborða. Ekki dugði það heldur og varð faðir hennar að koma til sláttar á sumrum til að greiða fósturgjöldin. Oft hefur lítilmagnanum orðið ýmislegt til bjargar og svo var um Maríu einnig. Nafna hennar María Magnúsdóttir, fullorðin ekkja, gerð- ist próventukona á bænum. Má með sanni segja að hún hafi orðið vernd- arengill yngri Maríu. María Magn- úsdóttir lét á hverju kvöldi færa sér mjólkurglas og þegar aðrir voru sofnaðir vakti hún nöfnu sína og lét hana drekka mjólkina. Einnig gaf María henni stafrófskver og skrift- arspjald og kenndi henni bæði að lesa og skrifa. Eins og títt var um börn á þess- um tíma fór hún snemma að vinna og sinna ýmsum snúningum. Á Bakka í Bakkadal rak Böðvar Páls- son verslun. Þangað var María oft send og voru þau kaupmannshjón henni mjög góð. María var alla tíð mjög fámál um bernsku sína en oft minntist hún þó fjölskyldunnar á Bakka. Önnur kona hjálpaði henni að komast frá Austmannsdal. Hún var ljósmóðir hreppsins, Vigdís Andr- ésdóttir. Vigdís skrifaði eldri systur Maríu og sagði henni frá högum hennar eftir að Guðný móðir hennar fór á spítalann. Bréfið varð til þess að hálfbróðir hennar, Þórður Njáls- son sem bjó þá á Hrafnseyri, sótti hana. Á Hrafnseyri gekk hún í unglingaskóla séra Böðvars Bjarna- sonar í tvo vetur. Njáll faðir hennar var ráðsmaður séra Böðvars. Á Hrafnseyri kynntist hún föðurfólki sínu og fjölskyldu prestsins og héld- ust þau kynni ævilangt. Sautján ára gömul hleypti hún heimdraganum og fór í vist á Ísa- firði. Þar var hún í tvo vetur og fluttist síðar til Skagafjarðar. Á Sauðárkróki kynntist hún frænda sínum Þórði Péturssyni Sighvats. Þau gengu í hjónaband árið 1936. Þau eignuðust tvö börn Guðnýju og Pétur Sighvats, en hann lést 5 ára gamall. Þau skildu. Seinni maður Maríu var Jón Gunnlaugsson og eignuðust þau soninn Pétur Örn. Jón og María bjuggu fyrst á Siglufirði. Til Akraness fluttu þau 1952. María Njálsdóttir var myndarleg kona og fríð og hélt því til æviloka. Hún var greind og félagslynd, glaðleg og kát við viðmælendur sína og samferðafólk. Hún var mjög barngóð og hænd- ust börn að henni. Á þeim stöðum sem María hafði húsforráð var gest- kvæmt hjá henni. Hún var mjög greiðvikin og voru í því sambandi sagðar af henni sögur. Ein var á þessa leið: Í lok stríðs um 1945 bjó hún og Jón maður hennar í sam- býlishúsi á Siglufirði þar sem bjuggu þrjár aðrar fjölskyldur. Þetta ár fékk María nýja þvottavél sem þá voru fáséðar. Húsnæðið var þröngt eins og algengt var var á þessum tíma svo þvottavélin var sett í eldhúsið. María gat ekki hugs- að sér að hinar konurnar í húsinu væru að nudda þvott á bretti eftir að þvottavél kom í húsið svo eftir þetta þvoðu þær þvott sinn í eldhús- inu hjá henni. Svona greiðasemi einkenndi tengdamóður mína alla þá tíð sem ég þekkti hana og nálg- ast nú bráðum hálfa öld. María var mjög söngelsk, hafði ágæta rödd og naut tónlistar í rík- um mæli. Jón Gunnlaugsson maður hennar var kunnur söngvari á sinni tíð og var oft gestkvæmt á heimili þeirra vegna þeirra áhugamála. Þau fóru í söngferðir innanlands með þeim kórum sem Jón söng með. Með kirkjukór Akraness fóru þau m.a. í söngferð til Rómar, Jerúsal- em og Betlehem. Stúlkan úr Arnarfirði varð þannig Rómar- og Jórsalafari eins og kunn- ir Vestfirðingar urðu mörgum öld- um á undan henni. Jón maður hennar lést 1984. Síð- ustu æviárin bjó hún á dvalarheim- ilinu Höfða á Akranesi og naut þar umhyggju afbragðs starfsfólks og góðs félagsskapar. Öllu þessu fólki og starfsfólki Landsspítalans í Fossvogi, sem annaðist hana síðustu ævidaga hennar þökkum við ættingjar henn- ar af alhug. Margar góðar minningar geym- um við ástvinir hennar um liðna daga og þökkum henni samfylgdina. Grétar Guðbergsson. MARÍA NJÁLSDÓTTIR Það var 1959 er ég fyrst sá Þórð refa- skyttu, útitekinn í and- liti, svarthærðan og geislandi af lífs- gleði og frásagnarkrafti. Ég var 13 ára á ferð með pabba, við komum við og gistum hjá Finnboga og Fanneyju á Laugarbrekku á Hellnum. Erindið var að kaupa hús á Stapa, sem við gerðum. Örlögin höguðu því þannig til að foreldrar mínir slitu samvistum og Þórður kom inní líf okkar fjölskyld- unnar, og það entist í um 30 ár. Það er ógerningur í takmarkaðri grein að segja frá öllu því sem á dagana dreif mað þeim ágæta manni. Þau voru ólík mamma og hann, en höfðu þó styrk af hvort öðru, mömmu hamlaði sjónin, en hann vantaði samastað og kaus hann hjá okkur. Þessi árin öll á Arn- arfelli og allar ferðirnar á milli í Hafnarfjörð. Listkúnstnerinn, skáldið og nátt- úrubarnið kom vel fram á þessum tíma. Um nægjusemi hans er t.d. þessi hending: Hálmur í fleti, heitt í krús, hlýlegt orð í eyra þetta má kallast þriflegt hús, ég þarf ekki meira. Doddi var vinsæll hjá skáldum og fræðimönnum enda komu þeir marg- ir, og höfðum við öll gaman af. Börnin okkar Sigrúnar, Daði, Margrét, Arn- dís og Olgeir Sveinn nutu öll góðs á unga aldri af lestri úr Norskum æv- intýrum og sérlega Smjörstráknum. Doddi las einstaklega vel sögur og ljóð. Öll kunnum við honum bestu þakkir fyrir samfylgdina í þessu jarð- lífi. Fari hann í friði til víðáttunnar miklu. Friðrik Bergsveins. „Heyrðu, kallarðu þetta ekki gott hjá mér? Þú verður að skrifa þetta niður. Ég má ekki fara með þetta í gröfina!“ Og vísa um mannlega nátt- ÞÓRÐUR HALLDÓRSSON ✝ Þórður Halldórs-son fæddist í Bjarnafosskoti í Staðarsveit á Snæ- fellsnesi 25. nóvem- ber 1905. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð 10. janúar síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Hellna- kirkju á Snæfellsnesi 18. janúar. úru var skrifuð á blað. Sólbjartan dag um kaffileytið í júní 1975 sá ég fyrst þennan ógleymanlega mann, man enn eins og gerst hafi í gær þegar rauður jeppi ók í hlað á Staða- stað, við Sigurður bróð- ir minn einir heima ásamt hvítvoðungnum Ólafi en höfðum fengið skýr fyrirmæli um að taka vel á móti gestin- um Þórði frá Dagverð- ará. Og hann átti eftir að koma aftur og stoppa lengi. Var nokkur sumur við veiðiskap í Staðará og hafði bæki- stöðvar sínar þar sem fljótlega hét í „Þórðarherbergi“. „Ég sé eins og köttur í myrkri,“ var viðkvæðið þegar hann ók ljós- lausum jeppanum niður troðningana að Staðará undir miðnættið. Hann var þá farinn að tapa sjón og orðinn svo náttblindur að hann sá varla handa skil. En var hagvanur á æsku- slóðum sínum og allir vegir færir þegar hann var kominn í vöðlur og með netið aldræpu í hendur, nælon- net sem hann felldi sjálfur og var not- að til ádráttar. Í þessum ferðum hlýddu ungir drengir á örlagasögur og kvæði af fólki, þar sem gleðin og sköpunarmátturinn þekkti vart sín takmörk … Guði til dýrðar. Stundum voru frásagnir með slíkum ólíkindum að þær þurfti að endurtaka að morgni þannig að frásögnin væri færð í letur eða tekin upp á segulband. Þá var nú gaman, maður lifandi! Enn fellur yfir Vaðsteinana í ósi Staðarár. Og kannski er mannleg náttúra enn söm við sig undir Jökli. En mesti sagnamaður 20. aldarinnar hefur kvatt. Haf þökk fyrir sögur og kvæði. Finnbogi Rögnvaldsson. Brimið svarraði við Búðasand þeg- ar við fetuðum okkur eftir ströndinni. Og þar vakti hann upp frá dauðum kynslóðir Snæfellinga – þeirrar merkilegustu þjóðar sem þetta land hefur byggt. Og blærinn lék í gráu faxinu, glettnin í tindrandi augunum, kátínan í gráu skegginu, æskan og fjörið í hverri hrukku. Og stálminnið í hverju orði meðan kvöldsólin gyllti jökulhettuna og vættirnar hvískruðu í gjótum og grjóti! Þar fór sjálfur Snæfellsásinn; sá maður sem ekki kunni að æðrast þótt allt stefndi í hel- víti og kvalirnar; sá maður sem öllu tók með þeirri prússnesku herfor- ingjasálfræði sem hann lærði af ungu þýsku kaupakonunni á Staðastað á því herrans ári 1920: Það er sama hvað fyrir kemur; maður má aldrei æðrast! Aðeins má leyfa einni hugsun að komast að: Hvað er skynsamlegast að gera í stöðunni? Það var þessi sálfræði sem leiddi hann gegnum lífið; sem hjálpaði tví- tugum unglingnum í Halaveðrinu 1925 er togarinn Egill Skallagríms- son lagðist flatur í iðuna og áhöfnin þurfti að ausa í þrjá sólarhringa í gaddfrostinu – og svo þremur ára- tugum síðar þegar hann lenti í þeirri ótrúlegu mannraun að hanga í mastri sokkins fleys á þriðja klukkutíma meðan holskeflur vetrarfallanna gengu yfir hann. Enda sá ég hann aldrei bregða skapi, hugrekki né lífsgleði; þennan ungling á níræðis- og tíræðisaldri. Þórður Halldórsson frá Dagverðará lifði lífinu til fullnustu – enda alltaf bráðungur í anda og fjöri. „Ég hef aldrei lifað betur en nú,“ sagði hann. „Ellina klár ég komst í gegn og kom- inn á besta aldur!“ Og svo lagði hann mér eftirfarandi heilræði, einu sinni sem oftar er við mösuðum saman við kertaljós í eyfirskri nóttinni: „Sýtum ekki stelpuna sem sveik okkur á ballinu í gær! Hugsum held- ur um hitt, hvaða mey við fáum giljað í hrauninu í kvöld!“ Og hann var sjálfum sér sam- kvæmur. Þegar hann fór frá Dag- verðará, árið 1963, tók hann ekkert með sér nema byssurnar góðu sem fellt höfðu flesta snæfellsku refina á fjöllum í áratuganna rás. Og hann tók til að mála, í anda þeirra fræða sem hann nam af sænsku listafrúnni sem stóð víst fyrir sænska ríkislistasafn- inu og fór svo um litríki Snæfellsness uppi á Íslandi í fylgd þessa lífskúnst- ners og galdramanns: „Gefðu dauðann og djöfulinn í leika og lærða og málaðu frá hjartanu.“ Og það gerði Þórður svo sannar- lega. Allar hans myndir anda sann- færingu hans, óþrjótandi krafti og ósviknum „húmor“. „Ég mála af lífs- gleði!“ sagði listmálarinn frá Dag- verðará – og bætti svo við: „Ef menn eru eitthvað svekktir – stelpa hefur svikið þá eða eitthvað – þá nægir að horfa á málverk eftir mig – og þá leysist allur vandi!“ Minnast skyldu menn þess – allir þeir sem luma á málverki eftir galdramanninn. Því öllu gamni fylgir nokkur alvara. Margar eru minningarnar úr há- skóla Þórðar frá Dagverðará, þessa lífskúnstners, fræðimanns, skálds og heimspekings. Samfylgd við hann var hverjum þeim sem njóta fékk og kunni sannkallaður fróðleiksbrunnur þjóðfræði, sagnfræði, lífsspeki og lista. En þó kaus hann oftast að spila trúðinn, enda sagði hann sjálfur: Það er frægasta fíflið og fellur síðast í gleymsku sem iðkar loddarans leiki og lifir á fjöldans heimsku! Seint mun þó manninum þeim frýj- að vits. Engan hef ég fyrir hitt á ævi- ferlinum sem kunni skýrari né grein- arbetri svör við öllu því sem tilveran færir okkur til úrlausnar. Fyrir stuttu sló ég á þráðinn til Þórðar, lét móðan mása og rakti flest það örðugt sem veröldin leggur einum manni á herðar. Hann hlustaði af vanda hinn þolinmóðasti og sagði svo: „Já – en það er þó miklu bjargað meðan sólin kemur upp á morgnana!“ Aldrei leit sá maður um öxl, nema til þess að læra af því! Og aldrei hafði sá maður lifað betur heldur en ein- mitt í núinu. „Ef maður heldur heilsu, sefur á hlýjum stað, hefur nóg að bíta og brenna, hefur frið fyrir skuldum og er umkringdur velviljuðu fólki – hvað er þá að?“ Enda lifði hann sam- kvæmt kenningum sínum til hins ýtr- asta. Allt var upplagt, allt var gleði, í öllu fegurð, gamansemi og raunabót. Fari nú Þórður frá Dagverðará ætíð vel. Sannlega var hann einn sá fallegasti maður sem ég hef kynnst. Og einn sá fjölgáfaðasti. Samvistir við hann voru samfelld akademía – svo skjótlega og skýrt greiddi hann úr hverju því sem fyrir hann var lagt. Marga vísuna byrjaði hann – og ég botnaði. Og svo öfugt. Og ekki þurfti nema eitt orð, hósta eða stunu til að Þórður myndi eitthvað slíku tengt sem fyrir hann hafði borið í æsku vestur í paradísinni Snæfellsnesi – þar sem finna mátti þverskurð alls hins besta sem fyrir hittist á jörðu hér. Hafsjór var hann af þjóðfræði, siðum, háttum, venjum, heimspeki, sögnum, lífsgleði, tápi, karlmennsku, kvæðum, vísum, kerskni, tvíræðni – en aldrei rætni. „Hún mamma sagði mér að ég mætti aldrei kveða ljóta vísu,“ sagði hann – og þar við sat. Enda vísaði hann í Hallgrím: „For- dæming illan finnur stað/ fást mega dæmin upp á það.“ Hversu mikils missir ekki ein lítil þjóð þegar slíkur hugur og heili kveður svo fólk og Frón! Heita mátti að einu gilti hvar komið var að Þórði; alltaf kunni hann skil á mönnum, málefnum og menn- ingu: Vissulega var hann gangandi þjóðfræði, lífsgleði, lífskraftur og lífs- nautn. Síðasta galdramann undir Jökli kveð ég með hans eigin orðum er hann orti eftir forvera sinn í embætti refaskyttu, Kristján Jónsson í Lóni – sem hvað best eiga þó við hann sjálf- an: Um heiðar, fjöll og hraun þín lágu spor er helgar vættir efldu þöglan seið, þín ganga þar er öll en vængjað vor og víðáttan þín bíður, ljós og heið. Þar ljómar sól um tinda og hamrahöll – í heiði jökul ber við gullið ský – því syni fjalla er gangan aldrei öll og eilíf þögnin kallar hann á ný. Jón B. Guðlaugsson. Í dag fylgjum við til moldar merk- um manni, Þórði Halldórssyni frá Dagverðará. Doddi, eins og við kölluðum hann, var einstakur maður, náttúrubarn. Hann virti náttúruna, lærði að nýta sér hana og túlka, Snæfellsjökull var þar vendipunktur, dularfullur og kraftmikill. Hann tilheyrði tíma sem við erum flest búin að gleyma, þar voru sagðar sögur af vættum, sem deila með okkur þessar vídd. Þetta var sá hluti af Dodda sem ég þekkti best, endalausar sögur og frá- sagnir. Þegar við systkinin vorum lítil var Doddi stundum fenginn til að gæta okkar. Það var ævintýri, Doddi kom og við fengum mjólk, kaffi og mola, síðan var háttað. Þar voru tekin fram Norsk ævin- týri og Smjörstrákurinn lifnaði við. Hann barðist við skessu sem vildi fá hann í matinn og plataði alltaf mömmu hans, þar til stráksi sá við- óvættinum og allt fór vel. Þetta lék Doddi oft og breytti ekki neinu, aldrei urðum við leið. Ef við vildum ekki sofna átti Doddi ekki í vanda, við áttum að vera góð við bangsa, og við sofnuðum sátt og sæl í undraheimi ævintýra. Doddi átti oft gott í gogginn, harð- fiskur og hákarl var best, við fúlsuð- um ekki við þessu góðgæti. Lyktin af þessu lostæti er ein minningin. Skrít- in blanda af harðfiski, hákarli og olíu- málningu tilheyrir minningu um þennan einstaka mann. Ég kveð í dag Dodda minn, sagna- þul og refaskyttu sem mér þykir svo vænt um, hann gaf mér gildismat sem ég bý enn þá að. Sixpensari, grátt hár, skegg og London Docks, gamall rauður scout og þekking fyrri alda voru hans ein- kenni, manngæska, hlýja, hjálpsemi og óeigingirni. Ég kveð hann með hans eigin orð- um. Fátt er hraustum manni um megn, magnaður lífsins galdur, ellina klár ég komst í gegn, kominn á besta aldur. Takk fyrir mig. Margrét Th. Friðriksdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.