Morgunblaðið - 20.01.2003, Side 25

Morgunblaðið - 20.01.2003, Side 25
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 25 ATVINNUHÚSNÆÐI Skrifstofuhúsnæði óskast Vantar 70—110 fm skrifstofu/verslunarhúsnæði á 1. hæð til kaups eða leigu í Hafnarfirði, Garðabæ eða Kópavogi. Allar upplýsingar veitir Ágúst á Hóli fasteigna- sölu í símum 894 7230/595 9000. Til leigu við Bæjarhraun Til langtímaleigu á besta stað við Bæjarhraun í Hafnarfirði ca 230 fm á 1. hæð með hárri loft- hæð. Skiptist í skrifstofur og lagerrými. Hentar vel t.d. fyrir heildsölu eða léttan iðnað. Gluggar snúa ekki að götu. Sanngjarnt verð fyrir traust- an aðila. Laust strax. Upplýsingar veitir Björgvin í síma 698 2567. Austurstræti 16 Til leigu í þessu virðulega húsi í hjarta borgarinnar u.þ.b. 406 fm ásamt 200 fm geymslu í kjallara. Glæsilegar innréttingar. Laust nú þegar. Eignarhaldsfélagið Kirkjuhvoll, traust fasteignafélag, sem sérhæfir sig í útleigu á atvinnuhúsnæði. Upplýsingar gefur Karl í síma 892 0160. SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA CRANIO-NÁM 2003-2004 Skráning hafin. 6 námsstig. A-hluti 22.-27.feb. Námsefni á ísl./ísl.leiðbeinendur.Uppl. Gunnar, s.564 1803/699 8064. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 19  1831208   MÍMIR 6003012119 I Sjálfstæðisflokkurinn Aðalfundur Hverfafélags Aðalfundur hverfafélags Sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi verður haldinn í Valhöll, Háaleitsbraut 1, þriðjudaginn 21. janúar kl. 18.00. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Gestur fundarins er Geir H. Haarde fjármálaráðherra. Fundarstjóri Hannes Þ. Sigurðsson. Stjórnin. FÉLAGSSTARF R A Ð A U G L Ý S I N G A R mbl.is ATVINNA ✝ Hjálmar Júl-íusson fyrrver- andi skipstjóri fædd- ist í Grindavík 4. nóvember 1937. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 12. janúar síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Áslaugar Theódórsdóttur hús- móður og Júlíusar Hjálmarssonar bónda, Þórkötlustöð- um í Grindavík. Hjálmar átti þrjú systkini, alsystur, sem lést nokkurra mánaða göm- ul, bróðurinn Helga Theódór Andersen af fyrra hjónabandi móður þeirra og systurina Bryn- dísi Björgvinsdóttur sem nú er látin, en faðir hennar lést stuttu eftir að hún fæddist. Hjálmar kvæntist 27. mars 1975 Guð- rúnu Guðjónsdóttur kennara í Reykja- vík. Guðrún er dótt- ir Ólafar Benedikts- dóttur fv. menntaskólakenn- ara og fyrri manns hennar Guðjóns Kristinssonar kenn- ara og skólastjóra. Guðrún og Hjálmar eignuðust Benedikt 6. febrúar 1975. Hjálmar átti fyrir hjónaband Júlíus og Rannveigu Öldu. Guðrún á soninn Pál Matth- íasson af fyrra hjónabandi sínu. Útför Hjálmars verður gerð frá Grensáskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ég sá Hjálmar í fyrsta skipti vorið 1974 og get þá ekki hafa ver- ið meira en 7 ára gamall. Mamma var fráskilin og við bjuggum ein í íbúð á Fálkagötunni með útsýni yf- ir Skerjafjörðinn og Bessastaði. Okkur mömmu leið vel þarna í litlu íbúðinni okkar og ég var ábyggi- lega afbrýðisamur þegar hávaxinn og sterklegur, alskeggjaður „sjóari“ fór að venja komur sínar í Grímstaðaholtið. Þetta var Hjálm- ar Júlíusson, stýrimaður úr Grindavík, sem mamma hafði kynnst skömmu áður. Hjálmar var fæddur 4. nóvem- ber 1937, sonur Júlíusar Hjálm- arsonar, útgerðarmanns á Þór- kötlustöðum, og Áslaugar Theodórsdóttur. Hann var alinn upp á úfinni ströndinni austan Grindavíkur. Sjósókn var honum í blóð borin og var hann sjómaður frá unglingsaldri. Seinna lá leið hans síðan í Stýrimannaskólann í Reykjavík. Þegar hann kynntist mömmu var hann orðinn 36 ára gamall. Hann átti þegar son Júlíus, f. 1961 úr fyrra sambandi, sem og dóttur Rannveigu f. 1968. Hann var fyrsti stýrimaður á Helgu Guð- mundsdóttur II og kom sem fersk- ur andblær inn í líf okkar, um- kringdur félögum sínum af sjónum. Þetta voru allt hjartahlýir harð- jaxlar sem kunnu að skemmta sér með stæl og gátu sagt sögur úr framandi heimi þangað til augun á ungum dreng voru á stærð við undirskálar. Þótt mömmu þætti Hjálmar myndarlegur og spennandi var hún ekkert á þeim buxunum að fara að binda sig á ný. Það eru engar ýkj- ur að segja að Hjálmar hafi þurft að hafa töluvert fyrir því að sann- færa mömmu um ágæti sitt sem eiginmanns. En hann vissi hvað hann vildi og hann vildi mömmu. Ég minnist þess að eitt sinn er hún vildi ekki tala við hann, klifraði hann upp rennuna utan á fjölbýlis- húsinu sem við bjuggum í. Þetta var ekki hættulaust athæfi fyrir fullorðinn mann, sérstaklega ekki eins stóran og mikinn og Hjálmar. Hann lét sig samt hafa það og kall- aði síðan inn um gluggann loforð um eilífa ást og tryggð – loforð sem hann átti svo sannarlega eftir að halda. Mamma gat ekki staðist þennan ákveðna mann til lengdar og fyrr en varði var hann farinn að verja öllum sínum tíma með okkur þegar hann var í landi. Ég veit að það auðveldaði henni að gera upp huga sinn að sjá hvað okkur samdi vel. Í fyrsta skipti sem hann kom formlega heim, var mamma að undirbúa kennslu og hann fór með mig út að ganga. Ég man að hann byrjaði á að taka mig í klippingu og fór svo með mér niður á Ægi- síðuna þar sem hann kunni nafn á hverri skel og plöntu. Við tíndum krossfiska og öðuskel og þaðan í frá sá ég ekki sólina fyrir honum. Hann myndaði svo góð tengsl við mig að fljótlega varð það mér eðli- legur hlutur að kalla hann pabba. Ég átti fyrir besta pabba í heimi en gæfa mín var mikil að hafa eignast í Hjálmari annan föður sem ekki var síðri. Guðrún og Hjálmar giftu sig 27. mars 1975 og fóru í brúðkaupsferð til Kaup- mannahafnar þá um sumarið. Fljótlega stækkuðu þau við sig, við fluttum í Stóragerðið og síðar Fellsmúlann, pabbi varð skipstjóri. Bensi kom svo í heiminn 1977, augasteinninn hans og árin liðu hvert af öðru í friðsæld. Þau hjónin voru afar samrýnd og sú fjarvera sem sjómennskan hafði í för með sér var þeim erfið. Til að vera meira með Guðrúnu sinni ákvað pabbi að koma í land 1983. Til að byrja með fékk hann enga vinnu við hæfi og þetta hlýtur að hafa verið erfiður tími, en Hjálmar var ekki maður sem kvartaði. Hann vann á eyrinni við uppskipun uns hann fékk vinnu sem verkstjóri hjá Afurðasölu Sambandsins, síðar Fóðurblöndunni. Hann vann þar og síðan hjá Malbikunarstöðinni Höfða til síðasta dags. Enginn sem hafði pabba í vinnu var svikinn, viðhorf hans til starfa var frá ann- arri öld. Hamhleypa til vinnu, hjálpsamur og ekki fyrir að kvarta. Vinnufélagar hans nutu góðs af, en líka fjölskylda. Varla hafði hann verið dagstund í heimsókn hjá okk- ur Ólöfu konunni minni úti í Lund- únum en hann var farinn að áforma að mála húsið að utan, sem hann gerði síðan eins og hendi væri veifað. Hann var líka vakinn og sofinn til taks að hjálpa til í fyr- irtæki Bensa bróður míns. Þegar hann var ekki að vinna eða hjálpa náunganum þá skellti hann sér á veiðar, en eftir að hann kom af sjónum varð rjúpna- og gæsaveiði mikið áhugamál hans. Seldi hann talsvert af bráð í veitingahús í bænum. Það má segja um hann að honum hafi aldrei fallið verk úr hendi. Mamma og pabbi áttu mörg góð ár saman. Síðustu árin voru geysi- lega erfið, þótt styrkur sambands þeirra kæmi þá kannski best í ljós. Mamma veiktist illa fyrir rúmum 3 árum og hefur þurft mikinn stuðn- ing síðan. Í veikindunum sást innri styrkur Hjálmars best. Hann kvartaði aldrei þótt umönnun mömmu félli að mestu leyti á hann, æðrulaus, blíður og nærgætinn. Axlaði sínar byrðar, neitaði með öllu að gefast upp og annaðist Guð- rúnu sína heima til síns seinasta dags. Naut hann þess þar að eiga skilningsríka vinnuveitendur hjá Malbikunarstöðinni Höfða, sem eiga heiður skilið fyrir að skapa honum svigrúm til að fara reglu- lega heim til að líta til með kon- unni sinni. Hjálmar var ekki fyrir að tala um fánýta hluti, en ofboðslega hlýr maður og traustur. Ég sá hann varla skipta skapi, þótt ég vissi að hann gæti sagt fólki til syndanna ef því var að skipta. Reyndar man ég ekki til að hann hafi kastað á mig styggðaryrði í þau 29 ár sem hann var stjúpi minn, þótt ég hafi örugglega oft á tíðum verið erfiður eins og ungra manna er háttur. Hann sagði aldrei illt orð um nokk- urn mann. Hins vegar hvatti hann mig oft til að vera nú góður við þennan eða hinn og sérstaklega við mömmu. Stjúpi minn var íslensk alþýðu- hetja af gamla skólanum. Fámáll og jafnvel hrjúfur á ytra borði, ekki fyrir prjál eða að upphefja sjálfan sig og básúna eigið ágæti. En undir niðri hjartahlýr, blíður, leggjandi gott til og þegar á reyndi hugrakkur og natnari en hægt er að ímynda sér. Hann hafði einfald- ar og skýrar lífsreglur og var sam- kvæmur þeim; hógvær, hjálpsamur og tryggur. Nú þegar hann er allur finnst mér ég ekki hafa sagt hon- um nógu vel hversu vænt mér þótti um hann, hvað mér þótti mikið til hans koma og hvað ég mat mikils allt það sem hann gerði fyrir okk- ur. En það er líka erfitt að hæla fólki sem er jafnhógvært og hann var, fólki sem fer bara hjá sér eða sver af sér allt lof. Pabbi lofaði mömmu tryggð og ást allt til enda og hann stóð við það. Ég bið algóðan Guð taka við þessum góða manni og geyma hann vel. Páll Matthíasson. Hjálmar Júlíusson, mágur okk- ar, lést í svefni að heimili sínu að- faranótt 12. janúar síðastliðinn og var banamein hans hjartaáfall. Hjálmar og Guðrún systir okkar gengu í hjónaband á skírdag 27. mars 1975. Hjálmar var sjómaður í húð og hár og stundaði sjó- mennsku árum saman á bátum frá Grindavík, lengst af sem skipstjóri. Fyrir 15 árum kom Hjálmar í land og vann sem verkstjóri í Kornhlöð- unni í Sundahöfn þar til SÍS var lagt niður. Síðustu árin starfaði Hjálmar hjá Malbikunarstöðinni Höfða auk þess sem hann aðstoð- aði Benedikt, einkason þeirra Guð- rúnar, við daglegan rekstur fyr- irtækis hans en Bensi, eins og hann er alltaf kallaður í fjölskyld- unni, rekur hreingerningafyrirtæk- ið „B.G. þjónustan“. Bensi og Hjálmar voru mjög nánir og kveð- ur Bensi nú föður sinn og besta vin. Hjálmar reyndist Páli Matth- íassyni lækni, syni Guðrúnar frá fyrra hjónabandi, afar vel. Hjálmar var eins og margir af hans kynslóð afar vinnusamur. Hann saknaði sjómennskunnar mjög er í land var komið en fékk útrás fyrir ævintýraþrá og at- hafnasemi með því að stunda gæsa- og rjúpnaveiði. Hann var ekki margmáll en gat verið ræðinn og kátur á góðri stund. Einkum hafði hann unun af að ræða sjó- mennsku og málefni sem viðkoma sjávarútvegi. Hjálmar sýndi hversu góðum kostum hann var búinn eftir að Guðrún systir veiktist svo alvar- lega fyrir nokkrum árum að hún varð óvinnufær til frambúðar og ekki fær um að sjá um sig sjálf nema að litlu leyti. Fram í andlátið annaðist hann hana eins vel og kostur var, bar hana á höndum sér og hlífði sér aldrei. Vinnuveitendur hans voru afar liðlegir við hann og sýndu aðstæðum hans mikinn skilning. Eiga þeir miklar þakkir skildar. Í veikindum Guðrúnar stóð Hjálmar sig eins og hetja og þar sýndi hann best hvern mann hann hafði að geyma. Enginn gerði ráð fyrir því að Hjálmar væri á förum þótt allir vissu sem til þekktu að hann var útkeyrður á sál og lík- ama. Við erum þakklátar Hjálmari fyrir alla hans ástúð og fórnfýsi í garð systur okkar. Blessuð sé minning hans. Anna og Ragnhildur. Hjálmar Júlíusson, „pabbi“, eins og hann var kallaður af flestum sem störfuðu hjá B.G. þjónustunni ehf., lék stórt hlutverk í „B.G. fjöl- skyldunni“. Hann var faðir Bensa, aðaleiganda fyrirtækisins, en líka svo miklu meira. Hann var mað- urinn sem við treystum á hvar sem vandamál komu upp. Hann brást alltaf vel við og svaraði kallinu eins og ástríkur faðir hvenær sem til hans var leitað. Hann var „þúsund- þjalasmiðurinn“ okkar, okkar sí- fellt nálæga hjálparhella, leiðbein- andi, vinur og faðir. Hjálmars verður sárt saknað og hann mun alltaf eiga stóran stað í hjarta okkar. Minningin um þenn- an góða mann mun aldrei dofna. Hann mun alltaf skipa sérstakan sess í sögu B.G. þjónustunnar og í hjarta starfsfólksins þar. Við söknum þín sárt, Hjálmar. Við munum aldrei gleyma þér, „pabbi“. Fyrir hönd B.G. þjónustunnar, Sherry Ruth Buot. HJÁLMAR JÚLÍUSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.