Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Þorkell Tilnefning Þingvalla á heimsminjaskrá UNESCO var undirrituð í Þjóðmenningarhúsinu. Björn Bjarnason, for- maður Þingvallanefndar, og Tómas Ingi Olrich handsala samkomulagið með Davíð Oddsson sér til fulltingis. ÞINGVELLIR voru í gær til- nefndir á heimsminjaskrá Samein- uðu þjóðanna og verður tilnefn- ingin afhent í höfuðstöðvum UNESCO í París fyrir 1. febrúar nk. Niðurstöðu er að vænta að loknu matsferli Nefndar um arf- leifð þjóðanna á næsta ári, á 60 ára afmæli lýðveldisins. Með tilnefningunni, sem undir- rituð var af Davíð Oddssyni for- sætisráðherra og Birni Bjarna- syni, formanni Þingvallanefndar, fylgir ítarleg greinargerð um stað- inn með nákvæmum staðarlýs- ingum og rökstuðningi fyrir vægi staðarins í menningarsögulegum og náttúrufarslegum skilningi, auk þess sem gerð er grein fyrir rétt- arstöðu staðarins og verndun hans. Um 730 staðir í 125 ríkjum eru á heimsminjaskrá UNESCO og eru þeir taldir vera einstakir í heim- inum og sameiginleg arfleifð mannkyns. Þess má geta að til þess að fá samþykki á heims- minjaskrá þarf að liggja fyrir skýr og full sátt um verndun og umsjón viðkomandi staðar auk rekstrar- fyrirkomulags. Meðal staða á heimsminjaskránni eru pýramíd- arnir í Egyptalandi, Stonhenge á Englandi, Kínamúrinn, TjaMahal á Indlandi, Galapagos eyjar og Miklagljúfur. Skaftafell tilnefnt fyrir febrúar 2004 Björn Bjarnason, formaður Þingvallanefndar, segist þeirrar skoðunar að enn frekar verði vandað til verka í tengslum við uppbyggingu á Þingvöllum fái staðurinn þá viðurkenningu sem felst í að komast á heimsminja- skrá. „Menn vænta mikils af því þeg- ar þeir koma á slíka staði og Þing- vellir eru það frá náttúrunnar hendi og sögunnar hendi. Mann- virki af okkar hálfu verða síðan að vera þess eðlis að þau standi undir væntingum,“ segir hann. Íslendingar gerðust aðilar að samningi Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, í desember 1995 en umsjón með framkvæmd samningsins er í höndum menntamálaráðuneytisins. Í byrjun árs 2001 veitti Þingvalla- nefnd heimild til að tilnefna stað- inn á heimsminjaskrá og í árslok sama ár lá fyrir staðfesting rík- isstjórnarinnar, þá var jafnframt ákveðið að tilnefna Skaftafell á heimsminjaskrána. Að sögn Tóm- asar Inga Olrich menntamálaráð- herra er stefnt að því að ganga frá tilnefningu Skaftafells á heims- minjaskrá fyrir 1. febrúar 2004. Ríkisstjórnin hefur einnig sam- þykkt lista yfir staði sem hugs- anlega verða tilnefndir á heims- minjaskrána. Staðirnir eru Breiða- fjörður, Núpsstaður, Keldur, Gásir, Reykholt, Víðimýri, Surts- ey, Mývatn, Herðubreiðarlindir og Askja. Þingvellir tilnefndir á heimsminjaskrá UNESCO Morgunblaðið/Júlíus Auðunn Kristinsson stýrimaður tók á móti hópnum. Auk hans má hér sjá frá vinstri Adolf Steinsson, lögreglumann í hverfastöðinni í Mosfellsbæ, Kristínu Sigurðardóttur og Odd Ólafsson, sem bæði eru í almennu deild lögreglunnar. LÖGREGLUMENN heimsóttu Landhelgisgæsluna í gær, skoðuðu björgunarþyrluna TF-LÍF og kynntu sér búnað sem Landhelg- isgæslan notar. Ágúst Svansson, að- alvarðstjóri á aðalstöð, segir að lög- reglan heimsæki Landhelgisgæsluna og slökkviliðið reglulega til að heyra af nýjungum og tengja starfsemi lögreglunnar betur við þetta samstarfsfólk sitt. „Við fórum yfir umgengni við þyrluna og nýjan búnað. Þetta er allt kennt í Lögregluskólanum og var þetta því upprifjun. Við lendum oft í því að taka á móti þyrlunni, við þurfum að halda okkur við og gera okkur enn betri til starfsins. Þetta var mjög fræðandi og góð heimsókn. Það er alltaf gott að heimsækja Landhelgisgæsluna,“ segir Ágúst. Lögreglan í Reykjavík hjá Landhelgisgæslunni FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ♦ ♦ ♦ TVÍTUGUR karlmaður var dæmdur í 15 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að stinga annan mann með hnífi í brjóst og andlit í ágúst síð- astliðinn. Sá sem stunginn var hlaut stór- hættulegan áverka á brjóstvegg og fyrir heppni lenti hnífurinn ekki í augnkrókum hans þegar hann var stunginn í andlitið. Ákærði neitaði sök en blóð með DNA sniði þess særða fannst í föt- um hans. Dómurinn gekk út frá því að ákærði hefði lent í átökum þegar hann ætlaði að freista þess að stilla til friðar í átökum milli brotaþola og annarra manna á Laugaveginum. Var litið til þess að hann átti ekki alfarið upptökin að þeim en á móti kom að hann beitti hættulegu vopni gegn brotaþola þannig að hending ein réði því að ekki fór verr. Valtýr Sigurðsson héraðsdóm- ari kvað upp dóminn. Guðmundur Óli Björgvinsson hdl. var verjandi ákærða. Sigríður Jósefsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, sótti málið. 15 mánaða fangelsi fyrir hnífaárás Stjórnvöld tryggi eðli- lega neyt- endavernd NEYTENDASAMTÖKIN hafa ósk- að eftir upplýsingum frá Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra um hvort ný flugfélög séu tryggð komi til vanefnda. Hvetja þau stjórnvöld til að tryggja neytendum eðlilega neytendavernd á þessu sviði. Í bréfinu sem samtökin sendu samgönguráðherra í gær segir að frá því að nýtt lággjaldaflugfélag, Ice- land Express, tók til starfa hafi fjöl- margar fyrirspurnir borist Neyt- endasamtökunum. „Fyrirspurnirnar lúta fyrst og fremst að því hvort óhætt sé fyrir neytendur að kaupa farmiða með þessu flugfélagi með margra mánaða fyrirvara og hvort viðkomandi flugfélag hafi einhverjar tryggingar, sambærilegar við ferða- skrifstofur, ef til rekstrarstöðvunar kemur og sem viðskiptavinir geti sótt í til að fá bætur vegna van- efnda,“ segir í bréfinu. Samtökin lýsa ánægju með aukna samkeppni á sviði ferðamála og vona að vel takist til í rekstri hins nýja flugfélags, svo neytendur megi njóta vel og lengi. INFLÚENSA A hefur verið staðfest með veiruræktun á Rannsóknar- stofnun Landspítalans, rannsóknar- stofu í veirufræði. Jóhann Tómasson, heilsugæslulæknir í Mjódd, greindi inflúensuna í tveimur börnum sem eru nýkomin til landsins frá Banda- ríkjunum og er þetta fyrsta inflúens- an sem rannsóknarstofan greinir í vetur. „Inflúensa sem hefur gengið í Evr- ópu og Bandaríkjunum á þessum vetri er af stofnum sem við þekkj- um,“ sagði Sigríður Elefsen, líffræð- ingur á rannsóknarstofu í veirufræði. Sigríður sagði ennfremur að bóluefni vetrarins réði ágætlega við þá stofna sem hafa verið að ganga í Evrópu og Bandaríkjunum. Ekki er enn vitað um nein sérstök einkenni inflúens- unnar. Gera þarf fleiri rannsóknir áð- ur en hægt er að segja frekar til um hvaða inflúensu A stofna er að ræða. Tvö tilfelli af inflúensu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.