Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 27. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2003 mbl.is Hér duga tveir gírar Ísland Pólland Sterkt lið sem við tökum mjög alvarlega Íþróttir 44 McQueen er fyrirmyndin Rætt við Robert Carlyle næst- frægasta leikara Skota Fólk 52 Framkvæmdastjóri Fjórðungs- sjúkrahússins dellukarl Bílar 13 Fulltrúi frá RAG Traiding setti sig í samband við Fjárfestingarstofu sl. haust og lýsti yfir áhuga á að skoða möguleika á byggingu raf- skautaverksmiðjunnar. Síðan hafa átt sér stað viðræður og fundahöld hér á landi. Fyrirtækið er dótturfyrirtæki RAG Coal Int- ernational AG, eins stærsta kolaframleiðanda heims, sem veitir um 90 þúsund manns atvinnu. Þjóðverjarnir skoðuðu nokkra staði hér á landi, m.a. Helguvík, Keilisnes, Reyðarfjörð og Eyjafjörð, en töldu heppilegast að rafskauta- verksmiðja risi í nágrenni við Grundartanga- höfn. Hafa þeir rætt við eigendur hafnarinnar. Áformar fyrirtækið að geta framleitt um 340 þúsund tonn á ári, en til að framleiða 1 tonn af áli þarf hálft tonn af rafskautum. Páll Magnússon, stjórnarformaður Fjárfest- ingarstofu og aðstoðarmaður iðnaðarráðherra segir málið á frumstigi. Fyrir liggi beiðni um að- stoð við mat á umhverfisáhrifum sem Þjóðverj- arnir vilji að ljúki á þessu ári. Að öðru leyti hafi dagsetningar ekki verið ákveðnar. Verksmiðjan ekki orkufrek Páll segir það engu að síður ánægjulegt hve mikinn áhuga þýska fyrirtækið hafi sýnt Íslandi sem fjárfestingarkosti. Það horfi greinilega til stækkandi markaðar hér á landi vegna fyrirhug- aðs álvers Alcoa í Reyðarfirði og stækkunar hjá Norðuráli á Grundartanga og Alcan í Straums- vík, án þess að hafa nokkur tengsl við þessi ál- fyrirtæki. Áform séu einnig um að flytja raf- skaut út til annarra landa. Sem kunnugt er hyggst Alcoa flytja inn raf- skaut til landsins, líkt og Alcan og Norðurál hafa gert, en í áætlunum Norsk Hydro og Hæfis var á sínum tíma gert ráð fyrir rafskautaverksmiðju við álverið í Reyðarfirði. Páll segir rafskautaverksmiðju ekki það orku- freka að hún kalli á ráðstafanir í orkuöflun. Þýskt fyrirtæki vill reisa rafskautaverksmiðju fyrir 20 milljarða króna 140 ný störf í Hvalfirði ÞÝSKA fyrirtækið RAG Traiding GmbH hefur í viðræðum við Fjárfestingarstofu-orku- svið lýst yfir miklum áhuga á að reisa rafskautaverksmiðju hér á landi. Óskað hefur verið eftir aðstoð Fjárfestingarstofunnar við gerð mats á umhverfisáhrifum af 340 þúsund tonna verksmiðju í Hvalfirði í landi Kataness, sem er ríkisjörð austan við lóð Norðuráls á Grundartanga. Um er að ræða 20 milljarða króna fjárfestingu í fyrsta áfanga og gæti verksmiðjan skapað um 140 störf, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Þjóðverj- arnir gera ráð fyrir því að geta stækkað verksmiðjuna um helming. GÍSLI Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi og hafnarstjóri Grundartangahafnar, segir að verði af byggingu raf- skautaverksmiðju á Grund- artanga myndi það hafa gríðarlega mikla þýðingu fyrir höfnina sem og at- vinnulíf á Akranesi þar sem um væri að ræða um eða yf- ir 100 störf. Hann segir viðræður við RAG Traiding á byrjunarstigi en ef af yrði myndi það hafa verulega aukin hafnarumsvif í för með sér. „Það er ljóst að innan ekki langs tíma þarf að stækka höfnina á Grundartanga,“ segir Gísli. „Það er þegar búið að gera ákveðnar undirbúningsrannsóknir og undirbúa hönnun á næsta áfanga hafnarinnar.“ Gísli segir að lögð hafi verið mikil áhersla á Grundartangasvæðið sem góðan valkost fyrir margskonar iðnað. „Við höfum fengið ýmsar fyrirspurnir frá mönnum um að fá þarna að- stöðu og þetta er ein af þeim.“ Þýðingarmikið fyrir Akranes VETURINN er loks farinn að gera vart við sig syðra. Skoðanir manna eru misjafnar og sumum finnst skammdegið þrúgandi þeg- ar snjórinn er enginn en aðrir fagna því að geta ekið eftir auðum götum og þurfa ekki að skafa af bílum. Þessar stúlkur úr 9. bekk Hagaskóla virðast hinar ánægðustu með snjóinn og sú stutta lætur ekki deigan síga við snjókarlagerð. Hver veit nema unnt sé að skella sér á skíði eða snjóbretti í Blá- fjöllum í dag en þar er stefnt að því að opna í fyrsta skipti fyrir al- menning í vetur ef veður leyfir. Veðurstofan spáir því raunar að það létti til sunnan- og vestanlands og kólni en að hætt verði við éljum í öðrum landshlutum. Morgunblaðið/Þorkell Loksins snjór Morgunblaðið/Golli LIKUD-flokkurinn, undir forystu Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, sigraði í þingkosningum sem fram fóru í gær og fékk 37 þingsæti af 120, samkvæmt síðustu kjörtölum í gærkvöldi. Sharon kvaðst ætla að mynda eins breiða stjórn og mögulegt væri en útilokaði þó samstarf við hægri- öfgaflokka. Verkamannaflokknum var spáð 19 þing- sætum og gangi spáin eftir er þetta mesta kosningaafhroð hans frá því að Ísraelsríki var stofnað árið 1948. Hann var með 25 þingsæti og Likud 19. Amram Mitzna, leiðtogi Verkamanna- flokksins, sagði að ekki kæmi til greina að flokkurinn gengi í stjórn með Sharon. Samkvæmt síðustu kjörtölum í gær- kvöldi, þegar 73,4% atkvæðanna höfðu verið talin, var fylgi Likud 38% og Verka- mannaflokksins 20%. Fylgi miðflokksins Shinui tvöfaldaðist og þingmönnum hans fjölgaði úr sex í 15, samkvæmt spánum. Shas, flokki heittrú- aðra gyðinga, var spáð tíu sætum, en hann fékk 17 sæti í síðustu kosningum. Reuters Stuðningsmenn Likud-flokksins í Tel Aviv fagna kosningasigri hans í gær. Likud sigraði Jerúsalem. AFP. GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í stefnuræðu sinni á þingi landsins í nótt að Saddam Hussein, leið- togi Íraks, væri að missa af „síðasta tæki- færinu“ til að afstýra stríði. „Einræðisherra Íraks er ekki að afvopn- ast. Hann er að blekkja,“ sagði Bush og sakaði Saddam um að hafa sýnt „Samein- uðu þjóðunum og áliti heimsbyggðarinnar megnustu fyrirlitningu.“ Vladímír Pútín, forseti Rússlands, ýjaði að því í gær að Rússar kynnu að styðja hugsanlegan hernað í Írak ef Írakar féllust ekki á fullt samstarf við vopnaeftirlits- menn Sameinuðu þjóðanna. Ari Fleischer, talsmaður Bush, sagði að það væri „æskilegt en ekki nauðsynlegt“ að öryggisráð SÞ samþykkti nýja ályktun sem heimilaði að hervaldi yrði beitt í Írak. Bush sakar Saddam um blekkingar George W. Bush  Raunveruleg og vaxandi/16 Washington. AFP. ♦ ♦ ♦ GREIÐSLUR Íslands til Evrópu- sambandsins við hugsanlega aðild verða um 8,2 milljarðar króna á ári að stækkunarferli sambandsins loknu, þ.e. eftir 2013. Á móti má gera ráð fyrir að 4,2 milljarðar króna skili sér aftur í formi styrkja og stuðnings, einkum við landbúnað og byggðaverkefni. Greiðslujöfnuður þjóðarinnar verð- ur þá neikvæður um fjóra millj- arða króna á ári. Þetta er nið- urstaða ráðgjafarfyrirtækisins Deloitte & Touche, í skýrslu sem unnin var að beiðni utanríkisráðu- neytisins um kostnað við hugsan- lega aðild að ESB. Ráðuneytið fól Deloitte & Touche að meta kostnaðinn í byrj- un maí sl. í framhaldi af skýrslu sem hagfræðistofnun Háskóla Ís- lands gerði fyrir forsætisráðuneyt- ið um kostnað við aðild að ESB. Kemst Deloitte & Touche að þeirri niðurstöðu að kostnaður vegna að- ildar yrði nokkru lægri en Hag- fræðistofnun komst að raun um í skýrslu sinni í fyrra. Liggur munurinn á niðurstöðum skýrslnanna að stórum hluta í mis- munandi mati á áhrifum stækk- unar Evrópusambandsins. Nettó- greiðslur til ESB fjórir milljarðar Hærri greiðslur eftir stækkun  Greiðum/10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.