Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ VÆNTINGAVÍSITALA Gallup hækkar um 4,3 stig í janúar og er nú 103,1 stig sem er heldur lægra en meðaltal síðasta árs sem var 103,6 stig. Væntingavísitala Gallup mæl- ir tiltrú og væntingar fólks til efnahagslífsins, atvinnu- ástandsins og heildartekna heimilisins. Vísitalan er mæld á sama hátt og Consumer Confid- ence Index í Bandaríkjunum. Það að Væntingavísitalan sé á tilteknum tíma 100 merkir að það eru jafn margir jákvæðir og neikvæðir svarendur. Ef hún er hærri en 100 þá eru fleiri jákvæðir en neikvæðir og öfugt ef hún er undir 100 stig- um. Væntingavísitala Gallup hækkar MATVÖRUVERÐ myndi lækka um 3,5–4 milljarða króna, eða sem næmi 14 þúsundum króna á hvern Íslend- ing, yrðu tollar og vörugjöld lögð niður. Á hverja fjögurra manna fjöl- skyldu myndi lækkunin nema 50–60 þúsundum króna. Þetta kemur fram í skýrslu sex nemenda í MBA-námi við Háskóla Íslands. Verkefni sexmenninganna ber yf- irskriftina Tillögur að lækkun mat- vöruverðs. Lagt er til að allir tollar verði afnumdir á tveimur árum. Sýnt er fram á að umframbyrði tolla sé mjög mikil. Miðað við að tollar séu 1,5–2 milljarðar á ári valdi þeir 3–3,5 milljarða hækkun á matvöruverði, þar sem álagning og virðisauka- skattur leggjast ofan á verð með toll- um. Auk þess hamli þeir nauðsyn- legum framförum og þrýstingi til hagræðingar innanlands. Kostnaður vegna kerfisins ekki talinn með Þá er sömuleiðis lagt til að vöru- gjöld verði afnumin á tveimur árum, en þau nema um milljarði króna á ári. Í verkefninu segir: „Ef þessar tillögur eru teknar saman má gera ráð fyrir beinni verðlækkun upp á 3,5 til 4 milljarða á ári. Ónefnt í þessu samhengi er lækkun launa- kostnaðar, hugbúnaðarkostnaðar og ýmislegt annað er hefði áhrif á sam- keppnishæfni markaðarins í saman- burði matvöruverðs hér og erlend- is.“ Í þriðja og síðasta lagi er lagt til að virðisaukaskattur matvöru verði samræmdur. Eitt skattþrep komi í stað þeirra tveggja sem nú eru; 14% og 24,5%. „Hér er ekki verið að tala um að lækka álögur, heldur að ein- falda kerfið og ekki láta kerfi mis- muna vali neytenda,“ segir í verkefn- inu. Í einu skrefi Sem fyrr segir er lagt til að afnám tolla og vörugjalda verði í einu skrefi. „Framkvæmdin við afnám tolla og vörugjalda ætti að skiptast á tvö ár og alls ekki lengri tíma, því þá væri hætt við afbökun árangurs, vegna þess að aðilar á markaði gætu reynt að setja þetta í eigin vasa. Litl- ar lækkanir hafa engin áhrif á um- ræðuna og gætu því orðið að engu. Þess vegna er mikilvægt að þetta framkvæmist á sem stystum tíma og í tveimur þrepum,“ segir í skýrsl- unni. Farið er yfir afleiðingar þessara aðgerða fyrir samfélagið. Um áhrif á ríkissjóð segir að tekjur hans lækki um rúmlega 2,5 milljarða króna á ári. Þær tekjur myndu færast til neytenda. „Þetta er þensluhvetjandi aðgerð og því mætti gera ráð fyrir aukinni verðbólgu þótt eflaust sé erf- itt að spá um það. Ríkið getur gripið til mótvægisaðgerða ef svo ber und- ir.“ Mögulegar mótvægisaðgerðir eru sagðar vera að ríkið dragi úr út- gjöldum á öðrum vettvangi eða að Seðlabankinn hækki vexti. Breyting- in gæti einnig virkað sem þörf víta- mínsprauta fyrir efnahagslífið; af- leiðingar færu eftir ástandi efnahagsmála. Auknar ráð- stöfunartekjur Fyrir neytendur myndi breytingin þýða auknar ráðstöfunartekjur, upp á 3,5–4 milljarða króna á ári. Þá myndi neyslumynstur breytast, enda brengla tollar og mismunandi skattlagning samkeppnisstöðu ým- issa vöruflokka. Áhrif á framleiðend- ur eru sögð vera aukin samkeppni vegna verðlækkunar á innfluttum vörum, sem aftur myndi kalla á aukna hagræðingu. „Verndun inn- lendrar framleiðslu með tollum og styrkjum leiðir aðeins af sér að framleiðendur sofna á verðinum hvað hagræðingu varðar. Íslenskur landbúnaður er sennilega besta dæmið um það. Bændur eru of marg- ir og margir hverjir búa á smáum og óhagkvæmum búum. Þó má ekki líta svo á að engin hagræðing hafi átt sér stað hjá íslenskum matvælafram- leiðendum. Þetta eykur hins vegar þrýsting á að þeir hraði samruna og um leið stækkun býla.“ Komist er að þeirri niðurstöðu að mikil samkeppni ríki á matvöru- markaði, þrátt fyrir samþjöppun. Samþjöppunin miði að stærðarhag- ræðingu. „Til að ná hagkvæmni í vörustjórnun, þarf að ná ákveðinni stærð. Með sameiningu Hagkaupa og Bónuss varð til keðja verslana sem hafði þessa stærðarhagkvæmni. Við þessa sameiningu skapaðist svo- kallaður kaupendastyrkur, en á und- an var styrkurinn hjá heildsala og framleiðanda. Þetta setti af stað mikla hagræðingu innan verslunar, heildsölu og framleiðslu.“ Í hópnum sem vann verkefnið eru Arnar Bjarnason, Björn Þór Egils- son, Guðrún Pálsdóttir, Hilmar S. Sigurðsson, Lovísa Jóhannsdóttir og Sveinn Óskar Sigurðsson. Kennari er Snjólfur Ólafsson. MBA-nemendur leggja til að tollar og vörugjöld verði lögð niður á tveimur árum Matvöruverð myndi lækka umtalsvert     12%3  .+ (3   4"  #43   4"  !'  12%3  .+ (3   4"  #43   4"  !' <                     56'"   <  < # "" * ""           56'" !  !    !<    ! Morgunblaðið/Þorkell Sexmenningarnir sem unnu skýrsluna, f.v.: Hilmar S. Sigurðsson, Guðrún Pálsdóttir, Arnar Bjarnason, Björn Þór Egilsson, Lovísa Jóhannsdóttir og Sveinn Óskar Sigurðsson. ÞORSKVEIÐIHEIMILDIR suð- austur af Nýfundnalandi og Nova Scotia verða óbreyttar á þessu ári, þrátt fyrir háværa umræðu um al- gert þorskveiðibann. Sérstök ráð- gjafanefnd (Fisheries Resource Conservation Council, FRCC) hefur lagt til að leyfð verði veiði á 15 þús- und tonnum við Nýfundnaland og 10 þúsund tonnum við Nova Scotia, að því er fram kemur á fréttavef FIS. Vísindamenn hafa lýst yfir ánægju með vöxt þorskstofnins suðaustur af Nýfundnalandi en segja hins vegar að ástand stofnsins austur af Nova Scotia sé áhyggjuefni. Hrygningar- stofninn sé nú um 2 þúsund tonn, þrátt fyrir að veiðar úr honum hafi verið bannaðar í áratug. Fyrir 10 ár- um voru um 30 þúsund tonn veidd úr stofninum. Margir vilja kenna mikilli fjölgun sela á svæðinu um hnignun stofnsins, enda nái þorskurinn að braggast þar sem selir haldi sig alla jafna ekki. Þá hefur einnig verið sett fram kenning um að lægra sjávar- hitastig á nyrðri svæðunum valdi því að hrygningin bregst hjá þroskinum. Sami þorsk- kvóti við Ný- fundnaland FRÉTTIR TÖF á að skila einkunnum úr próf- unum sem þreytt voru við Háskóla Íslands fyrir jólin reyndist mest í fé- lagsvísindadeild og viðskipta- og hagfræðideild. Vanskil í báðum deildum voru um 50%, en Stúdenta- ráð fylgist með einkunnaskilum úr mismunandi deildum og birtir á heimasíðunni www.próf.is. Sam- kvæmt reglum HÍ eiga einkunnir úr jólaprófum að liggja fyrir fjórum vikum eftir prófdag og þremur vik- um eftir prófdag í vorprófum. Van- skilin voru minnst í lyfjafræði eða 9% og í verkfræðideild, 10%. Einkunnir eru ekki enn komnar úr sex prófum af 466 sem þreytt voru við skólann fyrir jólin. Próf í ljósmóðurfræði er nú komið í mest vanskil, en það var tekið fyrir 69 dögum. Segir Brynjólfur Stefánsson, for- maður Stúdentaráðs, að í raun séu fjögur próf í vanskilum þar sem í einu tilfelli hafi niðurstaða prófs ver- ið kærð og beðið sé úrskurðar próf- dómara og í öðru fagi sé verið að bíða eftir verkefnum frá nemendum. Brynjólfur segir einnig erfitt að bera vanskil saman milli deilda. Mis- munandi sé hversu mörg próf séu þreytt við hverja deild og hversu margir nemendur sitja hvert nám- skeið. 2-500 nemendur séu skráðir í sum próf en aðrir kennarar þurfi að fara yfir mun færri próf. Þá sé mis- munandi hvort um krossapróf eða ritgerðarpróf sé að ræða og mis- munandi hvort önnur verkefni gildi einnig til einkunnar. Lánasjóður íslenskra námsmanna greiðir lán fyrir nýliðna haustönn ekki út fyrr en námsárangur liggur fyrir og sagði Brynjólfur í Morg- unblaðinu í gær að það væri baga- legt fyrir marga að þurfa að bíða langt fram eftir næstu önn eftir því að fá lánin greidd. Vanskil mest í félags- vísindum, viðskipta- og hagfræðideild NÚ STENDUR loðnuvertíðin hvað hæst og hefur verið ágætis veiði. Við Netagerð Friðriks Vil- hjálmssonar á Norðfirði var verið að setja nótina um borð í Sunnu- tind SU 59 sem nú er að fara til loðnuveiða á vegum útgerðarfyr- irtækisins Festar í Grindavík, en fyrirtækið tók skipið á leigu. Loðnunætur eru stór og mikil veiðarfæri og því er talsvert mál að koma þeim fyrir í bátunum en menn á Norðfirði eru hins vegar vanir að eiga við loðnunætur og gekk vandræðalaust að koma þessari nót fyrir í Sunnutindi. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins Nótin um borð í Sunnutind SU 59 BÆJARSTJÓRN Árborgar telur nauðsynlegt að átak verði gert á Suðurlandi í uppbyggingu og þróun á þjónustu við geðsjúka og aðstand- endur þeirra. Telur bæjarstjórn enn fremur að sá vísir sem kominn er að geðþjónustu á svæðinu ætti að vera efldur með hagsmuni allra íbúanna að leiðarljósi. Eina sérhæfða skipu- lagða þjónustan á Suðurlandi við geðsjúka er starfrækt á Réttargeð- deildinni að Sogni sem vinnur náið með fangelsinu að Litla-Hrauni um geðþjónustu fanga. Bæjarstjórn styður þær hug- myndir að þjónusta við geðsjúka fanga og ósakhæfa sjúklinga verði efld og þróuð á Suðurlandi. Óviðunandi að leita þurfi til höfuðborgarsvæðisins Segir í ályktun frá bæjarstjórn óviðunandi að geðsjúkir þurfi að leita til Reykjavíkur til að fá geð- heilbrigðisþjónustu. Vill bæjar- stjórn því efla starfsemi geðheil- brigðiskerfisins á Árborgarsvæðinu. Bæjarstjórn telur eðlilegt að skoðað verði með hvaða hætti megi tengja áframhaldandi þróun og uppbygg- ingu Sogns og uppbyggingu geðheil- brigðisþjónustu við almenning á Suðurlandi. Í ályktuninni er bent á að í gildi sé rekstrarsamningur milli heilbrigðisráðuneytis og Heilbrigð- isstofnunarinnar á Selfossi um rekstur deildarinnar að Sogni. Bæjarstjórn telur að Suðurland sé að mörgu leyti heppilegur kostur til uppbyggingar á sérhæfðri þjón- ustu við geðsjúka. Segir í ályktun- inni að stór hópur geðsjúkra eigi erfitt með að búa á stórum stöðum eins og á höfuðborgarsvæðinu en þurfi samt að vera í nálægð við góða heilbrigðis- og félagsþjónustu. Því sé Árborgarsvæðið afar heppilegur kostur. Þjónusta við geð- sjúka verði aukin ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.