Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍKJAMENN hafa ákveðið að gera opinber gögn sem þeir segja að sýni, svo ekki verður um villst, að Írakar hafi falið ýmsan ólöglegan vopnabúnað fyrir vopnaeftirlits- mönnum Sameinuðu þjóðanna, sem verið hafa við störf í Írak undanfarna tvo mánuði. Tilgangurinn með birt- ingu gagnanna er sagður sá að reyna að tryggja meiri stuðning, bæði í Bandaríkjunum og erlendis, við hugsanlegar aðgerðir gegn Íraks- stjórn. Líklegt er að gögnin verði gerð op- inber eftir næstu helgi, þ.e. eftir að George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur átt fund með Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, en þeir hittast í Camp David nk. föstudag. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur staðfest að um- ræddar sannanir séu fyrir hendi og að gera eigi hluta þeirra opinberan, en líklegt er talið að það falli einmitt í hans hlut að kynna gögnin. Embættismenn í Washington segja gögnin unnin upp úr upplýs- ingum sem koma úr ólíkum áttum. Telja Bandaríkjamenn að þau sýni að háttsettir íraskir embættismenn og foringjar úr her landsins hafi stýrt aðgerðum, sem hafa miðað að því að færa tiltekinn vopnabúnað til eða fela hann fyrir vopnaeftirlitsmönnum, gjarnan örfáum klukkustundum áður en starfsmenn SÞ mæta á tiltekinn stað. Þá hafi vísindamönnum, sem vinni að þróun gereyðingarvopna, verið fyrirskipað að fela pappíra sína fyrir vopnaeftirlitsmönnum. Powell sagði á mánudag að vopna- eftirlitsmenn hefðu sjálfir vísbend- ingar um að Írakar hafi falið vopna- búnað. Sagði Powell að gögnin, sem Bandaríkjastjórn búi yfir, staðfesti þennan grun eftirlitsmanna. „Eft- irlitsmennirnir hafa sagt okkur að þeir hafi sannanir fyrir því að Írak hafi fært eða falið búnað á tilteknum stöðum skömmu áður en þar fór fram eftirlit. Þetta segja vopnaeftirlits- menn, ekki Bandaríkjamenn eða leyniþjónusta Bandaríkjanna,“ sagði Powell. Vantar ótvíræðar sannanir Bandaríkjamenn hafa fram að þessu sagt að þeir gætu ekki lagt fram gögn sem sýndu að Írakar væru brotlegir við skilmála ályktunar ör- yggisráðs SÞ um afvopnun vegna þess að hætta væri á því að þannig fengju Írakar vísbendingar um hvað- an Bandaríkjamenn hefðu upplýs- ingar sínar, og hvernig þeir öfluðu þeirra. Skýrist þessi afstaða m.a. af því að þessar sömu upplýsingaveitur muni þurfa að nota ef til stríðsátaka kemur í Írak. Nú er hins vegar svo komið að Bandaríkjastjórn telur rétt að reyna að styrkja stöðu sína í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, enda hafa margar þjóðir, sem þar eiga fulltrúa, lýst því yfir að þær séu mótfallnar því að ráðist verði á þessum tímapunkti gegn Írak. Þá sýna kannanir að al- menningur í Bandaríkjunum er ekki sannfærður um nauðsyn hernaðar- aðgerða gegn Írak. Þingmenn demó- krataflokksins hafa jafnframt aukið þrýsting á stjórnvöld að leggja fram sannanir í málinu. Heimildarmenn blaðsins The Washington Post segja að þrátt fyrir allt þetta hafi Bandaríkjamenn ekki komist yfir gögn sem sýni algerlega svart á hvítu að Írakar eigi enn efna- eða sýklavopn, hvað þá að Írakar séu nú að reyna að þróa kjarnorkuvopn. Þá hafa vopnaeftirlitsmenn komist að þeirri niðurstöðu að álrör sem Bush sagði í september að Írakar hygðust nota til að auðga úran, sem síðan yrði notað til að búa til kjarnorku- sprengju, hafi einungis átt að nota til gerðar hefðbundinna stórskota- liðseldflauga – rétt eins og Írakar héldu fram á sínum tíma. AP Vopnaeftirlitsmaður (t.h.) á vegum Sameinuðu þjóðanna spyr íraskan embættismann í Bagdad til vegar í gær. Eft- irlitsmennirnir villtust er þeir voru að leita að fyrirtæki sem annast kaup á landbúnaðartækjum en fyrirtækið er í Jarf el-Nadaf, suður af Bagdad. Hægt er að nota ýmis landbúnaðartæki til að framleiða efnavopn. Ætla að leggja fram nýjar sannanir eftir næstu helgi Bandaríkjamenn segja að Írakar hafi falið vopnabúnað sinn fyrir vopnaeftirlitsmönnum SÞ The Washington Post. Í KJÖLFAR þess að Hans Blix, yfirmaður vopnaeftirlits Samein- uðu þjóðanna, kynnti áfanga- skýrslu sína um vopnaeftirlits- starfið í Írak þar sem írösk yfirvöld voru gagnrýnd fyrir að sýna vopnaeftirlitsmönnum ónógan samstarfsvilja, vöruðu ráðamenn hinna ýmsu landa heims við því að Saddam Hussein yrði að afvopnast snarlega og með sannfærandi hætti ef komast ætti hjá hern- aðaríhlutun í Írak. En jafnvel ríki sem hafa lýst andstöðu við hótanir Bandaríkjastjórnar um valdbeit- ingu í Írak voru sammála um það í gær að Saddam hefði lítinn tíma til stefnu. Hosni Mubarak Egyptalandsfor- seti, sem líkt og Saddam Hussein Íraksforseti hefur lengi haft metn- að til að gegna forystuhlutverki í arabaheiminum, beindi varnaðar- orðum til Saddams. „Árásin er væntanleg – nema Íraksstjórn hlíti alþjóðlega löggiltum samþykktum og hætti að setja steina í götu al- þjóðlegs vopnaeftirlits,“ sagði Mubarak í viðtali í dagblaðinu Al- Itihad í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. En stjórnmálaleiðtogar heimsins eru ekki á einu máli um það hve mikinn tíma Saddam hafi enn til umráða. Bretar og Ástralar tóku undir með ráðamönnum í Wash- ington um að írösk stjórnvöld hefðu vikið sér undan samstarfi um vopnaeftirlitið og gáfu í skyn að skammt væri í að tímabært væri að grípa til hernaðaríhlut- unar. Fulltrúar annarra ríkja sem sæti eiga í öryggisráði SÞ – þar skipta fastaaðildarlöndin Rúss- land, Kína og Frakkland mestu máli enda hafa þau neitunarvald í ráðinu ásamt Bretlandi og Banda- ríkjunum – sögðu að vopnaeftirlit- inu skyldi haldið áfram í nokkrar vikur, jafnvel mánuði. „Skýlaust brot“ að sögn Breta og Ástrala Jach Straw, utanríkisráðherra Bretlands, og John Howard, for- sætisráðherra Ástralíu, sögðu Íraka hafa gerzt seka um „ský- laust brot“ á skuldbindingum sín- um samkvæmt ályktunum SÞ, en þetta orðalag hefur almennt verið álitið ástæða til hernaðaríhlutunar. „Sú ályktun, að Írakar hafi gerzt sekir um skýlaust brot (á skuldbindingum sínum) er óvé- fengjanleg,“ sagði Straw á blaðamanna- fundi og bætti við að Íraks- stjórn hefði „ekki langan tíma til að bæta ráð sitt“ eða kalla yfir sig að vera beittir hervaldi ella. Hinn ástralski Howard sagði að veita skyldi Írökum „svolítið meiri tíma en ekki mikinn“ til að afvopn- ast með sannfærandi hætti. Sumir aðrir leiðtogar lögðu meiri áherzlu á að gefa skyldi vopnaeftirlitsstarfinu rýmri tíma. „Kjarninn í skýrslunni er að eft- irlitsmennirnir þurfi meiri tíma og öryggisráðið ætti að veita þeim meiri tíma; það eitt hefur vald til þess,“ sagði Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands, í útvarpsvið- tali í gær. „Mér virðist hinir ör- yggisráðsmeðlimirnir viljugir til að samþykkja að þessi tími verði veittur,“ sagði hann. Þjóðverjar hafa lýst því yfir að þeir muni ekki styðja árás á Írak, jafnvel þótt ör- yggisráð SÞ heimili hana. Klofningur innan ESB áfram greinilegur Evrópusambandslöndin eru klof- in í afstöðunni til hernaðar- íhlutunar í Írak, þar sem Spánn, Ítalía, Portúgal, Danmörk og fleiri hallast á sveif með þeim sem styðja stefnu ráðamanna í Wash- ington í þessu máli, en Belgía, Sví- þjóð og Finnland hallast frekar að þeirri stefnu sem ráðamenn í Berl- ín og París hafa mótað og miðar að því að reyna allt til að forðast stríðsátök. Leiðtogar Noregs og Nýja-Sjá- lands tóku undir kröfuna um rýmri tíma til vopnaeftirlits og skoruðu á ráðamenn í Bagdad að starfa bet- ur með eftirlitsmönnum. Abdullah Gul, forsætisráðherra Tyrklands – eina NATO-ríkisins sem á landamæri að Írak – sagði að ábyrgðin á því hvort til stríðs- átaka kæmi lægi hjá Íraksstjórn, en kallaði eftir nýrri ályktun ör- yggisráðs SÞ áður en gripið yrði til hvers konar hernaðaríhlutunar. Segja Íraka hafa skamman tíma til stefnu Áherzlumunur greinilegur í viðbrögð- um við áfangaskýrslu um vopnaeftirlit Lundúnum. AP, AFP. Hans Blix GEORGE W. Bush, forseti Bandaríkjanna, leitast nú við að búa landsmenn undir hugs- anlegt stríð í Írak á sama tíma og hann reynir að draga úr áhyggjum vegna stöðu efnahags- mála vestra. Fyrirhugað var að forsetinn flytti stefnuræðu sína á þingi Bandaríkjanna klukk- an tvö að íslenskum tíma sl. nótt og var áætlað að ræðan stæði í 45 mínútur. Ari Fleischer, talsmaður forsetaembættis- ins, sagði í gær að Bush hygðist ekki setja Írökum tímamörk til að uppfylla samþykktir Sameinuðu þjóðanna um afvopnun þeirra og upplýsingagjöf um vopnaeign. „Forsetinn mun ekki lýsa yfir stríði,“ sagði Fleischer. Stefnuræða Bush er hins vegar talin mik- ilvæg. Ár er nú liðið frá því að hann lýsti yfir því að Írak, Íran og Norður-Kórea mynduðu „öxul hins illa“ í heimi hér. Hermdu heimildir í gær að Bush myndi aftur vísa til þessara ríkja með gagnrýnum hætti en ekki var vitað hvort hann hygðist á ný nota þetta orðasamband. Þá hermdu og heimildir að forsetinn myndi fara almennum orðum um árangurinn í „hryðjuverkastríðinu“ hnattræna sem hann lýsti yfir eftir árásina á Bandaríkin 11. sept- ember 2001. Hvað Íraka varðar var búist við því að for- setinn myndi leitast við að sannfæra Banda- ríkjamenn um að ógnin sem stafaði af Saddam Hússein og stjórn hans væri raunveruleg og vaxandi. Forsetinn myndi ítreka að hann sæktist ekki eftir því að láta til skarar skríða gegn Írökum í því skyni að uppræta meint gereyðingarvopn þeirra. Hins vegar myndi Bush ítreka að tíminn væri að renna út fyrir Saddam Hússein. Saddam stæði því frammi fyrir vali, annaðhvort léti hann umbeðnar upp- lýsingar í ljós og afvopnaðist hið fyrsta eða Bandaríkjamenn myndu fara fyrir samfylk- ingu ríkja heims gegn honum í því skyni að uppræta ógnina sem af honum og vopnum hans stafaði. Skattalækkanir ítrekaðar Bush hugðist einnig ræða bandarísk efna- hagsmál í ávarpi sínu í nótt og sagði Ari Fleischer raunar í gær að þau myndu vega þyngra í ræðunni en deilan við Íraka. Bush hugðist ítreka í ávarpi sínu nauðsyn þess að þingheimur samþykkti áætlun sem hann hefur lagt fram í því skyni að örva efnahagslífið. Áætlun forsetans kveður einkum á um að þetta verði gert með skattalækkun og -breyt- ingum og hafa demókratar á þingi tekið henni þunglega. Hermt var og í gær að Bush myndi í ávarp- inu víkja sérstaklega að þróun vetnisknúinna bifreiða en hann kynnti rannsóknaráætlun í þá veru í nóvember í fyrra. Myndi forsetinn leggja til að auknu fjármagni yrði varið í þessu skyni. Þá myndu heilbrigðistryggingar þeirra sem starfa hjá smáfyrirtækjum og lyfjamál aldraðra einnig verða til umræðu. AP George W. Bush Bandaríkjaforseti ræðir við fréttamenn í Hvíta húsinu í gær. Við hlið hans er Colin Powell utanríkisráðherra. „Raunveruleg og vaxandi ógn stafar af Írökum“ George W. Bush forseti leitast við að rökstyðja afstöðu Bandaríkjastjórnar í stefnuræðu sinni Washington. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.