Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2003 25 FORYSTUMENN í stjórnmál- um hafa verið að fjalla um þann vanda, sem okkur þykir verstur, en það er vaxandi atvinnuleysi. Helstu úrræðin sem eru nefnd err að flýta framkvæmdum á vegum þess opinbera þ.e.a.s. ganga á sjóði ríkis og sveitarfélaga. Verst er að þessi vandi er heimatilbúinn með vandræðagangi í virkjunarmálum. Búðarhálsvirkj- un var tilbúin til útboðs 10. jan. 2002 en til að þessi virkjun yrði nægjanlega hagkvæm þarf að fá miðlun í efri Þjórsá – þ.e. Norð- lingaölduveitu, sem er hagkvæm- asti orkukosturinn sem nú er til. Öfgahópi mótmælenda tókst svo vel til að ráðherrar Framsóknar- flokksins töluðu af sér hver um annan þveran og er svo komið fyr- ir þeim að þeir koma helst auga á það að ganga í Evrópusambandið til að fá það til að taka af sér ákvörðunarfargið. Samfylkingin, sem nú stefnir á forsætisráðuneyt- ið, veit ekki enn hverju hún er með og hverju hún er á móti og til vitn- is um það er hvernig leiðtogi þeirra stóð einn í atkvæðageiðslu um ábyrgð vegna Kárahnjúka- virkjunar. Kannski þarf Samfylk- ingin einnig að sækja kjarkinn til Brussel. Kona ein kom fram í fjölmiðlum og sagðist vera vísindamaður með starfsheiður og mótmælti skerð- ingu Þjórsárvera – m.a. að þar væru einstakar leifar af gömlum hálendisgróðri Íslands. Það er sennilega alveg rétt og orsökin er að Þjórsárver eru í skjóli fyrir eyðingaröflunum, sem er sandfok- ið. En frá aurum Þjórsár kemur með norðanvindum mikið sandrok sem fer illa með gróðurlendið sunnar. Fleiri hafa komið við sögu, sem segjast vera vísindamenn með starfsheiður, en eru einfaldlega bara á móti og jafnvel fúll á móti og koma hvergi með jákvæðar til- lögur, þótt það ættu þau auðvitað að geta, sem þakklæti við þjóðfé- lagið sem heldur þeim uppi og hjálpar við að endurheimta há- lendisgróðurlendið. Ég vil því benda þeim á verðugt verkefni. Þegar Vatnajökull byrj- aði að hopa skapaðist mikið aura- svæði á vatnasvæði Jökulsár á Fjöllum og Kreppu. Seinni hluta sumars eiga miklir sand- og ryk- stormar þar upptök sín og halda öllum gróðri á norðurhálendinu niðri. Með því að byggja leiðigarða fyrir flæður ánna og veita þeim í yfirfalli í beinan farveg og veita flóðvatninu í göngum í Hálslón, má slá margar flugur í einu höggi. Há- lendisgróður myndi ná fótfestu neðan leiðigarðanna (jafnvel skóg- lendi). Kárahnjúkavirkjun yrði enn arðbærari og áhyggjur skipulags- stjóra af aurfoki frá Hálslóni yrðu að engu, því lónið myndi fyllast svo fljótt. Þvílíkar framkvæmdir myndu koma á vegi með bundnu slitlagi frá Kvíslaveitusvæðinu til Austurlands og auka stórlega ferðamannaiðnað á svæðinu og vegahótel líkt og Hrauneyjar og Versalir myndu fá rekstrargrund- völl í leiðinni. Víða um heim eru flóð í ám til mikilla vandræða og sumstaðar mjög erfitt við þau að fást, sér- staklega þar sem ekki er kjörlendi fyrir miðlunarlón. Í þjóðgarðinum í kanadísku Klettafjöllunum eru nokkrar virkjanir sem eru kallaðar Samninga-virkjanirnar. Gerður var samningur á milli Bandaríkj- anna og Kanada til að hemja flóðin í Columbia-fljótinu, en fljótið kem- ur úr Columbia-jöklinum og var byrjað að virkja það 1964. Þetta varð til þess að Columbia-fljótið er einn helsti orkubrunnur þessara tveggja ríkja og landkostir jukust verulega vegna þess að flóð voru nú úr sögunni og ferðamanna- straumur jókst verulega. Þess má geta að ferðamannalyftan up á Re- velstoke-stífluna (Orkan frá henni er 2.416.000 kw ) tekur 25 manns í einu og veitir ekki af. Það eru margir staðir á Íslandi þar sem auka má landkosti með skynsamlegri nýtingu og væri nær að þeir sem telja sig náttúruvís- indamenn með vísindaheiður beittu sér fyrir því, í stað þess að vera bara á móti, vegna þess að allar breytingar ógni hagsmunum þeirra. Allir muna atganginn vegna Hágöngulóns, en nú er ekki á það minnst af mótmælendum, því Fagralón eins og Finnur nefndi það, er fjölsótt náttúruperla og á eftir að verða ennþá vinsælli hjá ferðamönnum þegar háhita- virkjunin þar verður komin í gagn- ið, með viðeigandi baðaðstöðu og öðru sem til heyrir. Sjálfskapað atvinnuleysi Eftir Elías Kristjánsson „Það eru margir stað- ir á Íslandi þar sem auka má landkosti með skyn- samlegri nýtingu …“ Höfundur er fyrrv. bóndi Stóra-Knarrarnesi. MIKIÐ vatn hefur runnið til sjávar frá því að dagarnir voru haldnir í fyrsta skipti. Atvinnulífið hefur breyst, kröfunar til starfs- fólks eru aðrar og atvinnuumsókn- arferlið annað. Það sem virkaði á milli atvinnulífs og útskriftarnema fyrir 10 árum á ekki lengur við og því þörf á að endurskoða skipulag og framkvæmd dagana. Eins og þeir sem til þekkja sjá þá fórum við sem núna erum í framkvæmda- nefnd Framadaga út í miklar breytingar. Í fyrsta lagi fluttum við okkur úr stað. Við erum enn stödd nærri stærsta háskólasvæðinu en við teygjum okkur í átt til annarra skóla á háskólastigi. Því það er ekki aðeins atvinnulífið og starfs- umhverfið þar sem hefur breyst heldur hefur háskólaumhverfið tekið stakkaskiptum síðasta ára- tug og því tími til kominn að við færum okkur nær fleiri skólum. Við höfum reynt að breyta ímynd daganna, þ.e. því sem virkilega á að fara fram á þessum dögum. Fyrirlestrarnir fjalla allir á einn eða annan hátt um ferlið við að sækja um vinnu, hver réttindi launamanns eru og hvað t.d. sjálf- boðaliðastarf getur gefið stúdent þegar hann fer út í atvinnulífið. Þá vildum við breyta þeirri leiðinlegu ímynd að þarna fari aðeins fram söfnun á gagnslausum atvinnuum- sóknum sem skapaði jafnvel sum- um fyrirtækjum aðeins fyrirhöfn og leiðindi og nýttist hvorki um- sækjandanum né fyrirtækjunum. Við viljum styrkja nýja ímynd, hún er kannski ekki ný en hefur horfið einhverra hluta vegna síðustu ár. Dagarnir eiga að vera tækifæri fyrir fyrirtækin til að sýna hvað um er að vera þar innandyra, hvað fer fram og hvers konar starfs- menn þau gætu mögulega nýtt sér í framtíðinni. Stúdentar aftur á móti eiga að nýta tækifærið og kynna sér hvað fyrirtækin eru að gera í dag. Það er mjög algengt að háskólastúdentar geri sér ekki fullkomna grein fyrir í hverju þeir vilja sérhæfa sig. Á Framadögum geta stúdentar kynnst því hvað er að gerast og ef það er eitthvað af- ar áhugavert að sjá getur það jafn- vel opnað augu þeirra fyrir því hverju þeir þurfa að bæta við sig, jafnvel hvort þeir séu á réttri leið í sinni menntun. Síðast en ekki síst þá er þetta tækifæi til að gera sig lifandi fyrir þeim sem sjá um að ráða innan fyrirtækjanna. Þeir ná sambandi, nota tækfærið til að spjalla og spyrja og ef þeir síðan hafið áhuga er hægt að sækja um seinna. Ef þið, stúdentar, hafið gert ykkur sýnileg þá eigið þið að öllum líkindum miklu meiri mögu- leika á vinnu en ef þið hefðuð ein- faldlega hent umsókn í bunkann! Það er ekki hægt að neita því að skipulag og vinna Framadaga hef- ur tekið töluvert á í þetta skiptið. Atvinnuástandið er verra en í mörg ár og fyrirtækin virðast vera í nokkurri biðstöðu. En við í nefndinni létum það ekki á okkur fá heldur unnum af krafti og ég leyfi mér að fullyrða að við höfum öll lært afar mikið þessa mánuði sem undirbúningurinn hefur stað- ið. Við skorum á ykkur að mæta í Valsheimilið 31. janúar og sjá hvað er að gerast úti í atvinnulífinu. Nýir tímar, Framadagar 2003 Eftir Fjólu Margréti Hrafnkelsdóttur „Skipulag og vinna Framadaga hefur tekið töluvert á í þetta skiptið.“ Höfundur er framkvæmdastjóri Framadaga 2003. „ÍSLENSKA kýrin hefur að verulegu leyti betra erfðaeðli en helstu mjólkurkúakyn annarra landa.“ Í Mbl. 22. janúar s.l. var sagt frá því að íslensku kýrnar hefðu sett nýtt met í nythæð. Með- alnyt kúa sem voru á skýrslu hjá nautgriparæktarfélögunum í land- inu árið 2002 fór í fyrsta skipti í sögunni yfir 5.000 kg mjólkur á hverja kú. Þetta eru miklu meiri afurðir heldur en menn hefðu látið sig dreyma um fyrir árið 1987 þegar ís- lensku kýrnar fóru í fyrsta skipti yfir 4.000 kg. Aukningin í afurðum stafar í fyrsta lagi af því að kýrnar hafa gott upplag til að mjólka vel. Þær mjólka ekki mikið þegar lítið er um þær hugsað og fóðrið ekki nema miðlungi gott. En margar þeirra mjólka yfirburða vel þegar vel er hugsað um þær, heyin vel verkuð og kjarnmikil og kjarnfóður gefið í hæfilegu magni. Í ofangreindri frétt er það haft eftir Snorra Sigurðssyni, fram- kvæmdastjóra Landssambands kúabænda, að lítill kúastofn á Ís- landi sé mikið vandamál, aðeins 25.000 kýr, en á Norðurlöndunum séu menn með 500.000 kýr í sam- einuðum ræktunarstofnum margra landa. „Vandamálið er að við þurf- um að vinna úr mjög litlu erfða- efni,“ segir Snorri. Þetta viðhorf stangast á við það sem kom fram við samanburð á erfðaefni 20 norrænna kúastofna sem gerður var á vegum Norræna genabankans fyrir búfé á árunum 1994–1999. Yfirlitsgrein um þær rannsóknir birtist 1999. Höfundur hennar var Juha Kantanen við landbúnaðar- og matvælastofnunina í Joensuu í Finnlandi og hlaut hann doktorsnafnbót fyrir hana. Höfundurinn sýndi fram á að fjölbreytni í erfðaefni litlu kúastofn- anna var svo til jafnmikil og hjá þeim stóru, þar með taldar íslensku kýrnar. Þar af leiðandi er fullyrðing Snorra um að við höfum lítið erfða- efni til að vinna úr ekki rétt. Á hitt má einnig benda að val á kynbótagripum í stóru ræktunar- hópunum erlendis fer þannig fram að menn velja fyrst og fremst til kynbóta gripi úr ákveðnum, mjög takmörkuðum úrvalshópi. Í slíkum hópi verða allir einstaklingar meira eða minna skyldir. Það dugir lítið að vera með 500.000 kýr í landinu ef kynbótahópurinn er kannske inn- an við 5.000 dýr eða ennþá smærri. Í stærsta kúastofni í heimi, Hol- stein Frisean í Bandaríkjunum, hef- ur nythæð kúnna aukist verulega undanfarna áratugi. Þessar kýr voru fyrst og fremst valdar eftir mjólkurmagni. Í þessum kúm hafa alvarlegir erfðagallar komið fram. Þeim fjölgar við mikla skyldleika- rækt. Þeir hafa stundum dreifst vítt og breitt um heiminn, áður en menn gáðu að sér. Skyldleikarækt getur þannig valdið búsifjum í nautgriparækt í stórum kúastofnum ef kynbóta- stofninn er lítill, þó að gripir í heild í stofninum skipti hundruðum þús- unda. Við getum náð ágætum árangri við kynbætur á íslenskum kúm. Við verðum að forðast nána skyldleika- rækt og velja ættgóða foreldra að næsta ættlið kúa. Þá megum við búast við nýju meti í nythæð kúa þegar þær ná 6.000 kg markinu eft- ir áratug héðan í frá eða vel það. Íslenska kýrin hefur að verulegu leyti betra erfðaeðli en helstu mjólkurkúakyn annarra landa. Við eigum að forðast að blanda okkar kýr öðrum stofnum til að varðveita þá ágætu mjólk sem íslensku kýrn- ar gefa. Hún mun vera bæði hollari til neyslu og hagkvæmari í vinnslu en mjólk flestra kúakynja í öðrum löndum sem við höfum spurnir af. Íslenskar kýr setja nýtt met í mjólkurafurðum Eftir Stefán Aðalsteinsson „Við getum náð ágætum árangri við kynbætur á íslenskum kúm.“ Höfundur er doktor í búvísindum og fyrrverandi framkvæmdastjóri norræns genabanka fyrir búfé. Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Ert þú atvinnulaus? Upplagt að fara inn á fyrirtaeki.is Þarft þú að kaupa þér atvinnu? Vilt þú verða sjálfstæðu án þess að eiga það á hættu að fá uppsagnarbréf fyrirvaralaust og eiga sjálfur það sem eftir verður? Þarft þú að selja? Skráðu fyrirtækið hjá okkur, það kostar þig ekkert en það gæti selst. Hafðu samband. Allar upplýsingar í fullum trúnaði. Þannig vinnum við. Erum með úrval fyrirtækja á skrá hjá okkur á hverjum tíma. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. Einar Örn Reynisson, lögg. fasteignasali. Bómullar-satín og silki-damask rúmföt Skólavörðustíg 21, sími 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.