Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Að loknum atkvæðagreiðslum fara fram fyrirspurnir til ráðherra. Kl. 15.30 fer síð- an fram umræða utan dag- skrár um upplýsingaskyldu stjórna hlutafélaga um starfslokasamninga og fleiri sambærilega samn- inga. Málshefjandi verður Lúð- vík Bergvinsson, Samfylk- ingu, en Valgerður Sverr- isdóttir viðskiptaráðherra verður til andsvara. FYRSTA umræða um álfrumvarp iðnaðarráðherra, Valgerðar Sverr- isdóttur, fór fram á Alþingi í gær en með frumvarpinu sækist rík- isstjórnin eftir heimild til að gera samninga, til a.m.k. næstu 20 ára, við Alcoa og tengd félög um að reisa og reka 322 þúsund tonna ál- verksmiðju og önnur mannvirki á Reyðarfirði. Í umræðunni gagnrýndi Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, það m.a. að ekki væri gert ráð fyrir vothreinsun til að draga úr útblæstri brennisteins- díoxíðs úr verksmiðjunni. Eins og kunnugt er hafði Reyðarál sem var í eigu Norsk Hydro og Hæfis hins vegar gert ráð fyrir slíkri hreinsun í álveri sínu. Á kynningarfundi Umhverfisstofnunar og Fjarða- byggðar á Reyðarfirði í þessum mánuði kom m.a. fram að álfyr- irtækið Alcoa hygðist í stað vot- hreinsibúnaðar reisa tvo skorsteina við kerskála álversins sem eigi að verða um 80 metra hárir hvor um sig. „Er umhverfisvernd á Íslandi á því stigi að við erum komin um þrjátíu árum aftur í tímann – aftur til gömlu strompaðferðarinnar,“ spurði þingmaðurinn og sagði síð- ar: „Alcoa [...] ætlar að reisa tvo áttatíu metra háa skorsteina, sem við Norðlendingar köllum strompa, til að dreifa menguninni nógu vel yfir svæðið.“ Flokkur Steingríms, vinstri- grænir, er eini flokkurinn á þingi sem hefur lýst sig mótfallinn stór- iðjuframkvæmdunum á Austur- landi. Þingmenn VG gagnrýndu því frumvarp iðnaðarráðherra um heimild til samninga um álverk- smiðju í Reyðarfirði hvað harðast í umræðunum í gær, oft við góðar undirtektir andstæðinga Kára- hnjúkavirkjunar sem sátu á þing- pöllunum í byrjun umræðunnar. Heyra mátti klapp og stuðnings- hróp frá þeim þegar þingmenn VG höfðu talað. Forseti Alþingis, Hall- dór Blöndal, bað þá þó í upphafi að sýna háttvísi og bera virðingu fyrir þeirri gömlu stofnun sem Alþingi væri. Mikill meirihluti þingflokks Sam- fylkingarinnar hefur fram til þessa stutt fyrirhugaðar stóriðjufram- kvæmdir á Austurlandi, en tvær í þingmannahópnum, þær Þórunn Sveinbjarnardóttir og Rannveig Guðmundsdóttir, hafa lýst sig and- snúnar framkvæmdunum m.a. vegna umhverfissjónarmiða. Miðað við umræðurnar í gær má gera ráð fyrir að engin kúvending verði á stuðningi þingflokksins við umrætt frumvarp frá því sem var við frum- varp ráðherra um Kárahnjúka- virkjun á síðasta ári, en allir þing- menn Samfylkingarinnar studdu það frumvarp nema fyrrnefndu þingmennirnir tveir. Ekki er þar með sagt að þingmenn flokksins séu sáttir við alla þætti álversfrum- varpsins. Bryndís Hlöðversdóttir, þingflokksformaður flokksins, gagnrýndi t.d. ýmsa þætti þess sem lúta að skattamálum. Af orðum Sverris Hermannssonar, formanns Frjálslynda flokksins, í umræðunni í gær má ráða að hann ætli að sitja hjá við afgreiðslu álversfrumvarps- ins, en hann sat einmitt hjá ásamt flokksbróður sínum, Guðjóni A. Kristjánssyni, við afgreiðslu Kára- hnjúkafrumvarpsins í fyrra. Mikill ávinningur af verkefninu Iðnaðarráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, gerði grein fyrir frumvarpinu í framsöguræðu sinni í gær og sagði að lokum að ljóst væri að hér væri um að ræða mjög stóra framkvæmd á okkar mæli- kvarða; framkvæmd sem myndi hafa víðtæk áhrif á efnahag þjóð- arinnar. „Fjarðaál mun hafa já- kvæð áhrif á íslenskt samfélag,“ sagði hún. „Tekjur ríkissjóðs munu aukast, gjaldeyristekjur þjóðarbús- ins verða meiri, laun almennings munu hækka, kaupmáttur ráðstöf- unartekna eykst, fjöldi góðra starfa verður til, Austurland eflist. Það hagnast allir landsmenn á þessu verkefni. Þess vegna er farið í það.“ Ráðherra sagði að það hefðu verið sér vonbrigði að heyra and- stæðinga framkvæmdanna lýsa því yfir að málinu væri ekki lokið. Hún lagði því áherslu á að engin fram- kvæmd í Íslandssögunni hefði verið jafnvel undirbúin með tilliti til um- hverfissjónarmiða eins og sú sem nú væri fyrirhuguð í Reyðarfirði. „Við verðum að virða skoðanir þeirra sem ekki sætta sig við nið- urstöðuna á grundvelli umhverfis- ástæðna. Á hinn bóginn tel ég óásættanlegt að þessir sömu aðilar reyni sífellt að gera efnahagslegar forsendur verkefnisins tortryggi- legar. Fyrir slíku er ekki nokkur fótur. Þjóðin öll mun hafa veru- legan ávinning af verkefninu,“ ítrekaði hún. Ráðherra tók einnig fram að í greinargerð Hollustuverndar ríkis- ins sem fylgdi starfsleyfinu fyrir ál- verið kæmi fram að álverið væri byggt í samræmi við bestu tækni sem völ væri á miðað við það sem kynnt hefði verið í Evrópu og Norður-Ameríku. „Í starfsleyfinu er ekki gert ráð fyrir vothreinsun en þess í stað verður öðrum aðferð- um beitt til að tryggja að skilgreint þynningarsvæði vegna loftmengun- ar af völdum brennisteinsdíoxíðs sé virt. Í greinargerðinni kemur m.a. fram að hér er í fyrsta sinn gert ráð fyrir háum skorsteinum með góðum útblásturshraða til að tryggja dreifingu loftmengunar. Í greinargerðinni segir að nokkuð ljóst sé að hægt verði að tryggja að umhverfismörk séu virt alls staðar með aðferð sem þessari,“ sagði ráð- herra. Athygli vakin á undanþágum Bryndís Hlöðversdóttir gerði eins og áður sagði skattaþætti frumvarpsins að sérstöku umtals- efni í framsöguræðu. Vakti hún m.a. athygli á þeim undanþágum sem lagt væri til í frumvarpinu að veittar yrðu eigendum álversins frá íslenskum skattalögum. „Ákvæði í 2. mgr. 6. gr. frumvarpsins vakti sérstaka athygli mína en þar eru íslenskum stjórnvöldum settar verulegar skorður þegar kemur að því að leggja skatta eða gjöld á raf- orkunotkun félagsins, útblástur lofttegunda eða aðra losun úr- gangsefna,“ sagði hún. „Það er í sjálfu sér umhugsunarefni að Al- þingi Íslendinga skuli sitja hér yfir sérákvæðum og undanþágum frá almennum skattareglum fyrirtækja á þeirri forsendu að erlendir aðilar hyggist hér hefja atvinnustarfsemi. Það segir kannski meira en mörg orð um veikleika íslenskra skatta- reglna […]“ Í framsöguræðu sinni gagnrýndi Steingrímur J. Sigfússon m.a. strompana eins og áður sagði en í lok ræðu sinnar komst hann að þeirri niðurstöðu að álverið á Reyð- arfirði væri ekki skynsamleg fram- kvæmd. „Það er enn hægt að snúa við,“ sagði hann, „þjóðin á að fá að hafa síðasta orðið með almennri þjóðaratkvæðagreiðslu eins og við í VG höfum lagt til. Fáist það ekki samþykkt er aðeins ein leið eftir og hún er að breyta atkvæðaseðlinum í alþingiskosningunum næsta vor í kosningu um þetta mál.“ Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, lagði m.a. áherslu á í ræðu sinni að í þessu litla þjóðfélagi yrðum við að finna leiðir til að ná sáttum. Beindi hann því eindregið til stjórnvalda að slá á úlfúðina, sem hefði skapast í kringum Kárahnjúkavirkjun, með því að bjóða það fram að Þjórs- árverum verði aldrei raskað. Í lok ræðu sinnar sagði Sverrir að hann gæti ekki, m.a. vegna þeirrar „fáránlegu samningsstöðu sem ís- lensk stjórnvöld hefðu komið sér í“ eins og hann orðaði það, veitt stjórnvöldum umboð sitt til þess að gera umrædda samninga. Kvaðst hann þó ekki ætla að setja fótinn fyrir framgang málsins. „En stjórnarliðar sjálfir verða einir að bera ábyrgð á þessum málum.“ Ræðutími lengdur Guðjón Guðmundsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins og varafor- maður iðnaðarnefndar Alþingis, lagði m.a. áherslu á að álverið í Reyðarfirði myndi hafa margháttuð áhrif; það myndi m.a. stórauka út- flutningsverðmæti, stórbæta at- vinnuástandið, bæta þjóðarhag og snúa við byggðaþróun á Austur- landi. Hann sagði að þeir sem byggju í nágrenni Grundartanga þekktu það vel hversu gríðarlega jákvæð áhrif sú stóriðja hefði haft á byggðirnar í kring. Guðjón tók einnig fram að Norðlingaölduveita í Þjórsárverum væri forsenda stækkunar Norðuráls á Grundar- tanga. Vegna ummæla Sverris um Þjórsárver sagði Guðjón að þau mál væru ekki til umræðu nú. „Þá umræðu tökum við síðar. Vonandi sem allra fyrst.“ Fjölmargir þingmenn tóku þátt í umræðunni sem stóð fram eftir kvöldi. Ræðutími þingmanna í gær var tvöfaldaður vegna beiðni þing- manna VG og fékk því hver þing- maður 40 mínútna ræðutíma í fyrstu atrennu í stað 20 mínútna ræðutíma. Ekki nýttu þó allir þing- menn þann ræðutíma. Í gærkvöld ítrekaði Katrín Fjeldsted, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, m.a. and- stöðu sína við álverið og virkjana- framkvæmdir og kvaðst telja að arðsemin af fyrirhuguðum fram- kvæmdum yrði ekki slík að hún réttlætti svo stórfelld náttúruspjöll sem Kárahnjúkavirkjun væri. Morgunblaðið/Golli Valgerður Sverrisdóttir mælti fyrir frumvarpi um álverið á Reyðarfirði. Fyrsta umræða um heimildarfrumvarp iðnaðarráðherra vegna álvers á Reyðarfirði Iðnaðarráðherra mælti í gær fyrir laga- frumvarpi sem heimilar gerð samninga til a.m.k. næstu 20 ára við Alcoa og tengd félög um að reisa og reka 322 þúsund tonna álverk- smiðju á Reyðarfirði. Arna Schram gerir hér grein fyrir helstu atriðum umræðunnar. arna@mbl.is Gagnrýnt að ekki verði vot- hreinsibúnaður Segir Landhelgisgæsluna í fjársvelti GUÐJÓN A. Kristjánsson, þingmaður Frjáls- lynda flokksins, sakaði ríkisstjórnina um aðför að Landhelgisgæslunni við utandagskrárumræðu um fjárhagsvanda Gæslunnar á Alþingi á mánu- dag. Sagði að með því að halda henni í fjársvelti væri henni ekki unnt að sinna lögbundnum skylduverkum sínum. Aðspurð sagðist Sólveig Pétursdóttir dóms- málaráðherra vona að fljótlega yrði hægt taka ákvörðun um smíði nýs varðskips, allar forsendur væru til að taka slíka ákvörðun innan skamms. Sagðist hún og hafa tekið upp við heilbrigð- isráðherra þann þátt að Landhelgisgæslan fengi engar greiðslur fyrir sjúkraflug en 80% ferða þyrlna hennar og um 75% kostnaðar við þyrlu- flugið væri vegna sjúkraflugs innanlands. Guðjón A. Kristjánsson hóf umræðuna og vitn- aði til þess hversu umsvif Landhelgisgæslunnar hefðu dregist saman á undanförnum árum á mælikvarða sigldra og floginna sjómílna vegna sparnaðar í eldsneytis- og smurolíukostnaði. Hann sagði útgerð Gæslunnar komna í óefni vegna fjársveltis og spurði hvort til stæði að selja þyrlukost hennar. Spurði hann hvenær til stæði að taka ákvörðun um að hefja smíði á nýju varð- skipi. Einnig spurði hann hvers vegna ekki væru lagðar til 15–20 milljónir sem þyrfti til að gera varðskipið Óðin haffært til næstu ára. Gagnrýndi hann að fjársvelti Gæslunnar bitnaði á örygg- isþjónustuhlutverki hennar. Nefndi Guðjón að Landhelgisgæslan héldi úti tveimur skipum – oftast þó bara einu – til eftirlits og öryggisþjónustu á álíka stóru svæði og Norð- menn héldu úti 25 skipum. „Málefni Landhelgisgæslunnar eru í skýrum farvegi,“ sagði Sólveig Pétursdóttir en hún skip- aði í byrjun árs nýjan starfshóp til að fara yfir fjármál Gæslunnar og gera tillögur til úrbóta. Búa þarf vel að starfi Gæslunnar Sagði hún að uppsafnaður rekstrarhalli Gæsl- unnar hefði verið þurrkaður upp með fjárauka- lögum 2002 og hefðu útgjöld til hennar hækkað undanfarin ár. Sagðist Sólveig fullkomlega sam- mála málshefjanda um að búa þyrfti vel að starf- semi Landhelgisgæslunnar. Hefði verið unnið að því. Þá sagði hún að tekið yrði til skoðunar að láta gera við varðskipið Óðin ef unnt væri að fá staðfestar þær upplýsingar að mun minna kost- aði að gera skipið haffært en Landhelgisgæslan hefði látið uppi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.