Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 24
LISTIR 24 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ C APUT er latína og þýðir höfuð, en getur líka þýtt toppur, fjallstindur eða forysta. Í fimmtán ár hefur músíkhópurinn Caput verið í forystusveit þeirra sem flytja okkur nýja tónlist, erlenda sem íslenska; klifið marga tinda á þeirri vegferð og oft náð toppnum. Guðni Franzson klarinettuleikari og einn stofnenda Caput segist ekki vilja gera mikið úr afmælinu, Caput sé ekki þannig band, en afmæli er það engu að síður, og á svoleiðis tímamót- um tíðkast að horfa bæði um öxl og skoða það sem liðið er, en einnig fram á veginn. Síðustu misseri virðast hafa verið Caput sérstaklega hliðholl; þó- nokkur fjöldi geisladiska hefur verið gefinn út með leik hópsins og tón- leikaraðir þeirra í Borgarleikhúsinu og víðar hafa heppnast vel. En frami Caput á erlendri grund hefur líka verið nokkur, og hópurinn hefur tekið þátt í fjölmörgum tónlistarhátíðum og þessháttar uppákomum og borið hróður íslenskrar tónlistar víða. Cap- ut hefur frumflutt tugi tónverka, bæði íslenskra og erlendra tónskálda, en þegar tónskáldalisti hópsins er skoðaður, eru það varla nema um þrjátíu tónskáld sem eiga kjarna þeirra verka sem Caput hefur leikið síðustu árin. Í árdaga Caput, þegar sveitin var enn einfaldlega kölluð Nýi músíkhópurinn, komu þó fleiri tón- skáld við sögu, en þá voru haldnir nokkrir tónleikar á ári. Frá 1990 hef- ur Caput stöðugt vaxið ásmegin og stórum tindi var náð á Menning- arborgarárinu 2000 þegar Caput fór í tónleikaferðir til Ítalíu, Tékklands, Kanada og Bandaríkjanna, auk þess að halda fjölda tónleika á eigin vegum og annarra, flesta þó í tengslum við menningarborgarárið. Það ár frum- flutti Caput þrettán ný verk, fjórir geisladiskar komu út með leik hóps- ins og erlendir listamenn komu héldu tónleika hér á þeirra vegum. Fyrir menningarborgarárið samdi Caput líka við menntamálaráðuneytið um árlegan fjárstuðning í þrjú ár. Geisladiskaútgáfa Caput virðist standa með miklum blóma; síðustu árin hefur Caput hefur gefið út hjá Smekkleysu, Íslenskri tónverkamið- stöð og sænsku útgáfunni BIS. „Við unnum fyrst með BIS að útgáfu á óp- erunni Fjórða söng Guðrúnar eftir Hauk Tómasson,“ segir Guðni. „Verkið var frumflutt og sýnt í Kaup- mannahöfn á menningarborgarári þar 1996, og flutt hér í tónleika- uppfærslu 1998. Robert von Bahr eig- andi BIS sýndi þessu áhuga og sendi hingað tvo pródúsenta, Hans Kipfer og Marion Schwebel, sem tóku þetta upp með okkur. Von Bahr var mjög ánægður með útkomuna, gaf hljóð- ritið út, og vildi vinna meira með okk- ur, einn disk á ári eða svo. Hann vildi strax gera annan disk með verkum Hauks, og hann kom út árið 2000 – var með fiðlukonserti hans og fleiri verkum. Nú er þriðji diskurinn að kom út á vegum BIS, það eru verk eftir færeyska tónskáldið Sunleif Rasmussen, sem fékk Tónlist- arverðlaun Norðurlandaráðs í fyrra, en við erum búin að taka upp tvo til viðbótar sem bíða útgáfu, koma von- andi út á þessu ári. Það eru verk eftir Atla Ingólfsson annars vegar, þar kemur Arditti-strengjakvartettinn einnig við sögu og hins vegar verk eftir gríska tónskáldið Nikos Skalkot- tas.“ Rödd útlagans hljómar áfram Guðni segir margt hafa breyst í út- gáfumálum á síðustu misserum og að útgefendur hafi þurft að bregðast við minni sölu geisladiska með því að segja upp samningum við tónlist- armenn, jafnvel stór og þekkt nöfn. Þetta á meðal annars við um BIS- útgáfuna, en Caput hefur haft heppn- ina með sér, og mun vinna áfram fyrir útgáfufyrirtækið. „Þeim hefur fund- ist við vera einhvers konar rödd út- lagans – eða útkjálkans. Þegar við spiluðum á Norrænu músíkdögunum í Berlín nú fyrir jólin bað Sunleif, í ávarpi til tónleikagesta, um að þeir hlustuðu á rödd útlagans, hún væri þess virði að leggja eyrun eftir henni. Þetta sagði hann við þessa Mið- Evrópubúa, sem hafa tilheigingu til að sjá sig sem miðju heimsins. Robert von Bahr hefur einmitt verið að fylgja þessu eftir í útgáfustefnu sinni og okkar fjarlæga rödd virðist eiga hljómgrunn víða.“ Guðni segir sam- vinnu Caput og pródúsentsins Hans Kipfers hafa verið sérstaklega frjóa og skemmtilega. Kipfer kemur hing- að þegar Caput tekur upp og vinnur náið með hópnum. „Það er orðið svo lítið mál að setjast niður og taka upp disk að það geta allir gert. En að hafa einhvern hinum megin við græjurnar sem fylgir öllu vel eftir og dregur fram blæbrigði í hverju verki, hverj- um þætti, hverjum takti, það er ómet- anlegt og í það starf þarf ekkert minna en sjení. Oft er þetta eitthvað sem við gerum sjálf þegar við tökum upp, en það jafnast ekkert á við að vinna með svona færum pródúsenti. Þá gerast einhverjir allt aðrir hlutir en venjulega.“ Guðni er augljóslega hrifinn af kostum þess að hafa „þriðja eyrað“ með þegar unnið er að upp- tökum, en enn sem komið er hafa ís- lenskir tónlistarmenn sjaldan pródúsent með sér þegar þeir fara í upptökustúdíóið – því miður, enda kannski ekki marga slíka að finna hér á landi, menntaða í þeirri grein utan tónmeistara Útvarpsins. Guðni segir að góður pródúsent undirbúi sig ekki síður vel en tónlistarmennirnir sjálfir. Hann þarf að geta lesið nótur og þekkja verkið vel áður en hafist er handa. Hans vinna felst í því að skapa verkinu hljómrænan stíl, vera sjálfum sér samkvæmur og hætta ekki fyrr en bestu hugsanlegri útkomu er náð. Guðni segir verk tónlistarmannanna þá fyrst og fremst að spila eins vel og þeir geta, setja sálina í verkið – pródúsentinn sjái um restina. Guðni minntist á Norræna mús- íkdaga, en þeir voru haldnir í Berlín, síðastliðinn desember. Hátíðin er tvíæringur sem jafnan er haldinn til skiptis á Norðurlöndunum fimm, en nú þegar Norðmenn áttu að halda há- tíðina, kusu þeir að stefna henni útá- við, og bjóða Þjóðverjum að hlusta á það sem fremst er í norrænni músík um þessar mundir. Caput lék í kammersal Berlínarfílharmóníunnar, og segir Guðni það hafa verið mikla upplifun að spila í svo góðu húsi. „Við höfum verið svo lánsöm að geta að miklu leyti haldið sama hópinn þessi fimmtán ár sem við höfum starfað, sum síðan í tónlistarskóla og önnur jafnvel síðan í Barnamúsíkskólanum. Þetta verður til þess að spila- mennskan verður svolítið annað en hjá öðrum atvinnuhópum, við höfum vaxið saman, gengið í gegnum gleði og sorgir og þekkjumst betur en al- mennt gerist með atvinnutónlist- armenn. Þetta heyrist. Við höfum einnig verið svo lánsöm að fyrir okk- ur hafa verið samin nokkur mjög góð tónverk sem við höfum mikla ánægju af og höfum fengið tækifæri til að spila oftar en flest ný verk fá að heyr- ast. Meðal þessara verka er fiðlu- konsert Hauks Tómasar með Sig- rúnu Eðvaldsdóttur sem við frumfluttum í Þjóðleikhúsinu 1998 við opnun Listahátíðar að viðstaddri Margréti Danadrottningu og öðru mikilmenni. Þennan konsert höfum við meðal annars leikið á Varsjár- haustinu í Póllandi, Holland festival og mörgum öðrum stórum tónlist- arhátíðum, og núna í Berlínarfíl- harmóníunni. Það er svolítið „kikk“ að setjast niður með vinum sínum og telja í flott lag sem allir kunna, sumir með lokuð augun, lag sem við höfum oft sungið en er samt svolítið spari, og að syngja það í einum besta sal ver- aldar fyrir fullt af ókunnugu fólki sem aldrei hefur heyrt það áður. Við þess- ar aðstæður skapast einhver galdur, galdur sem sjaldan verður í nýrri tón- list því hún fær svo sjaldan tækifæri til að þroskast með flytjendunum. Það er vonandi samt eitthvað sem seinni kynslóðir fá að upplifa – þegar nútímatónlist er orðin klassík.“ Guðni segir Caput leggja mikið uppúr því að ná saman hópnum, kringum fimmtán manns, jafnvel þó hluti hans sé dreifður um heimsbyggðina, því sum- ir hljóðfæraleikaranna búa og starfa á meginlandi Evrópu. „Þá hittumst við gjarnan nokkrum dögum fyrir tónleika og æfum, eins og núna, þeg- ar við fengum æfingaaðstöðu í sjálfri Fílharmóníunni. Þetta þjappar hópn- um betur saman, svona eins og íþróttaliði sem fer af skerinu til að fá næði, og það skilar sér í betri kons- ert.“ Stórir tónleikar í mars Um helgina frumflutti Caput nýja útgáfu af Örsögum eftir Hafliða Hall- grímsson á Tíbrár-tónleikum í Saln- um. „Við fluttum eldri útgáfu sagn- anna í Iðnó fyrir nokkrum árum, en nú hefur Hafliði stækkað verkið og fluttisjálfur texta Daniil Kharms í þýðingu Árna Bergmanns. Örsög- urnar erum við líka að hljóðrita þessa dagana með útgáfu í huga, en stór er- lendur útgefandi hefur sýnt verkinu mikinn áhuga. Örsögur fluttum við á tónleikum með Sögunni af dátanum eftir Ígor Stravinskíj, en þessi tvö verk kallast óneitanlega svolítið á, þótt gerólík séu. Dátann las Felix Bergsson með okkur.“ Áfram verður haldið með tónleikaröðina 15:15 í Borgarleikhúsinu, en þar taka hönd- um saman fleiri tónlistarhópar sem flestir eru þó nátengdir Caput. Í þeirri röð má nefna stóra tónleika laugardaginn 15. mars, en þá frum- flytur Caput Caputkonsert nr. 2 eftir Snorra Sigfús Birgisson og frum- flytur á Íslandi verkið Are We, eftir Þorstein Hauksson, auk nokkura annara verka, í samvinnu við slag- verkshópinn Bendu. „Við munum halda hljóðritunum áfram; ljúka við það sem hafið er og fylgja eftir þeim plötum sem komnar eru út. Um dag- inn kom til dæmis út diskur með Skálholtsmessu eftir Hróðmar I. Sig- urbjörnsson, hljóðrit sem við unnum á síðasta ári og ég er mjög stoltur af. Þar eru með Caput-söngvararnir Marta Halldórsdóttir, Finnur Bjarnason og Benedikt Ingólfsson undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Þetta er blíðari músík en menn eiga almennt að venjast á tímum stóriðju og stríðsátaka. Ennfremur er ég mjög ánægður með BIS-diskinn sem við unnum með tónlist Sunleifs Rasmussens. Þar heyrist mögnuð rödd, rödd Færeyingsins sem flutti heim til að tala máli smáþjóðar í ver- öld alþjóðahyggju. Við höfum unnið mikið með Færeyingum og ætlum að gera enn frekar, ég held við getum mikið af þeim lært, bæði í mann- legum samskiptum og umgengni við náttúruna. Þeir eru í nánari snert- ingu við umhverfi sitt en við.“ Iðnaðarráðuneytið í músík Guðni segir ómögulegt að spá fyrir um það hvort Caput fái tækifæri til að fagna fleiri afmælum, en kveðst vona að það verði grundvöllur fyrir því að vinna áfram að nýsköpun í tónlist á Íslandi. „Persónulega bregður mér þó óneitanlega svolítið þegar ég les í blöðum að helstu styrkir til tónlistar komi núna frá iðnaðarráðuneyti! Kannski er þetta bara tímanna tákn, einhverntímann í fyrndinni var tón- list kennd sem stærðfræðigrein við virtustu háskóla, kannski verður bara Stýrimannaskólinn gerður að tónlist- ariðnskóla. Ég vona samt að fólk muni áfram leita að tónlist sem fellur að persónulegum smekk, hvort sem það er á Netinu, í plötubúðum eða annars staðar, frekar en að láta telja sér trú um hvað sé best að hlusta á samkvæmt sölulistum og alþjóðlega útpældum formúlum.“ Okkar verk er að spila eins vel og við getum Músíkhópurinn Caput hefur átt mjög ann- ríkt á undanförnum misserum og átt góðu gengi að fagna. Bergþóra Jónsdóttir ræddi við Guðna Franzson um Caput, sem lætur æ meira til sín taka á erlendum vettvangi, í út- gáfu og leik á alþjóðlegum tónlistarhátíðum. Morgunblaðið/Golli Guðni Franzson: „Við höfum vaxið saman, gengið í gegnum gleði og sorgir og þekkjumst betur en almennt gerist með atvinnutónlistarmenn.“ ’ „Mér bregður þóóneitanlega þegar ég les í blöðum að helstu styrkir til tón- listar komi frá iðn- aðarráðuneyti!“ ‘ begga@mbl.is VÍSINDAVEFUR Háskóla Íslands á þriggja ára afmæli í dag, en 29. janúar árið 2000 opnaði forseti Íslands vef- inn. Í upphafi var hann tilraunaverk- efni í tengslum við menningarborg- arárið. Á þriggja ára afmælinu verður birt svar númer 3000. Starfsemi Vísindavefjarins er í stöðugri þróun, nú er hann hluti af nýjum sjónvarpsþáttum, Vísindi fyrir alla, og valið efni af vefnum kemur út á bókarformi í vor. Vísindavefurinn hyggst áfram þróa starfsemi sína í átt til meiri fjöl- breytni og hefur þegar byrjað á því með svokölluðum söguás. Einnig má nefna ýmiskonar fræðslu fyrir börn og fullorðna en Vísindavefurinn nýtur vinsælda meðal yngri kynslóðarinnar. Aðsókn að vefnum er mikil og stöð- ug og sífellt streyma inn spurningar, meðal annars um það sem er efst á baugi á hverjum tíma. Þannig hafa nýlega borist spurningar um ætt- fræðiforrit, vetnisframleiðslu, bráð- ger börn, hringmyrkva og landið Kat- ar, og á vefnum er að finna svör um Íslam, líf úti í geimnum, ósonlagið, jarðhita, verðbréfaviðskipti og svo framvegis. Vísindavefurinn hefur notið stuðn- ings og velvildar Háskóla Íslands og starfsmanna hans frá öndverðu, en auk þess hafa fjölmargir vísindamenn við aðrar stofnanir í landinu lagt hönd á plóg. Kjölfestan í fjárhag Vísinda- vefsins er styrkur frá Happdrætti Háskóla Íslands en einnig hafa Landsbankinn og Orkuveita Reykja- víkur styrkt hann með auglýsingum. Þá hefur stuðningur og samvinna Morgunblaðsins verið vefnum mikils virði allt frá upphafi. Vefslóð Vísindavefjarins www.vis- indavefur.hi.is. Forsvarsmaður hans og aðalritstjóri er Þorsteinn Vil- hjálmsson prófessor. Vísinda- vefurinn þriggja ára ÚTHLUTUN úr Menningarborgar- sjóði fer fram í marsmánuði og renn- ur umsóknarfrestur út 25. febrúar. Úthlutað verður til eftirtalinna verk- efna: Nýsköpunarverkefna á sviði lista, menningarverkefna á vegum sveitarfélaga og menningarverkefna fyrir börn og ungt fólk. Jafnframt verður úthlutað til verkefna á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu. Fimm manna úthlutunarnefnd Menningarborgarsjóðs til næstu tveggja ára skipa Karitas H. Gunn- arsdóttir, skrifstofustjóri í mennta- málaráðuneytinu og Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, forstöðumaður Sí- menntunarstofnunar Eyjafjarðar. Fulltrúar borgarstjóra eru Signý Pálsdóttir, menningarmálastjóri Reykjavíkurborgar og Örnólfur Thorsson, íslenskufræðingur. For- maður úthlutunarnefndar, skipaður af stjórn Listahátíðar í Reykjavík, er Karólína Eiríksdóttir tónskáld. Umsóknir skal senda Listahátíð í Reykjavík, pósthólf 88, 121 Reykja- vík, merktar Menningarborgarsjóð- ur. Úthlutun úr Menningar- borgarsjóði ♦ ♦ ♦ ÖRN Magnússon píanóleikari held- ur tónleika í Vinaminni á Akranesi í kvöld kl. 20 og leikur einleiksverk eftir Mozart og Chopin. Örn hefur á undanförnum árum að mestu leikið tónlist íslenskra tón- skálda en söðlar nú um á tónleikun- um í kvöld og leikur verk klassískra meistara. Tónleikarnir eru aðrir í röð tónleika sem hann mun halda víða um landið. Efnisskráin saman- stendur af tveimur sónötum Mozarts og stökum verkum eftir Chopin. Tónleikarnir eru aðrir áskriftar- tónleikar Tónlistarfélags Akraness. Einleiksverk í Vinaminni ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.