Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA England Úrvalsdeild: Bolton – Everton...................................... 1:2 Guðni Bergsson 90. – Steve Watson 33., 39. – 25.119. Chelsea – Leeds ....................................... 3:2 Eiður Smári Guðjohnsen 57., Frank Lamp- ard 80., Dominic Matteo 83. (sjálfsm.) – Harry Kewell 18., Teddy Lucic 66. – 39.738. Middlesbrough – Aston Villa ................. 2:5 Massimo Maccarone 33., Jonathan Green- ing 35. – Darius Vassell 24., 81., Jóhannes Karl Guðjónsson 31., Gareth Barry 48., Dion Dublin 90. – 27.546. Sunderland – Southampton ................... 0:1 James Beattie 50. – 34.102. Staðan: Arsenal 24 16 4 4 52:25 52 Man. Utd 24 14 5 5 40:24 47 Newcastle 24 14 3 7 40:31 45 Chelsea 25 12 8 5 44:25 44 Everton 25 12 6 7 32:30 42 Southampton 25 10 9 6 28:23 39 Liverpool 24 10 8 6 32:23 38 Tottenham 24 11 5 8 35:34 38 Blackburn 24 8 10 6 30:26 34 Man. City 24 10 4 10 32:34 34 Charlton 24 9 6 9 30:32 33 Aston Villa 25 9 5 11 27:27 32 Leeds 25 9 4 12 33:32 31 Middlesbro 25 8 6 11 29:29 30 Fulham 23 7 6 10 24:27 27 Birmingham 24 6 8 10 20:32 26 Bolton 25 4 9 12 25:41 21 Sunderland 25 4 7 14 16:35 19 WBA 23 4 5 14 17:35 17 West Ham 24 3 8 13 26:47 17 1. deild: Reading – Leicester ................................. 1:3 2. deild: Mansfield – Wigan ................................... 1:2 Spánn Bikarkeppnin, 8 liða úrslit, síðari leikur: Atletico Madrid – Huelva ........................ 0:0  Huelva áfram, 1:0 samanlagt. Frakkland Marseille – Nice........................................ 2:0 Skotland Aberdeen – Hearts................................... 0:1 Dunfermline – Dundee ............................ 0:1 Partick Thistle – Livingston ................... 1:3 Vináttulandsleikur Oman – Noregur...................................... 1:2 Yusuf Shaaban 50. – Azar Karadas 63., Sig- urd Rushfeldt 82. KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla ÍS – Selfoss/Laugdælir .........................99:86 Staðan: Reynir S. 10 9 1 896:750 18 KFÍ 11 9 2 970:900 18 Þór Þorl. 11 7 4 855:815 14 Ármann/Þrótt. 12 7 5 1040:996 14 Fjölnir 11 5 6 909:929 10 Stjarnan 11 4 7 810:811 8 Höttur 10 4 6 676:782 8 ÍS 12 3 9 898:968 6 Selfoss/Laugd. 12 2 10 906:1009 4 NBA-deildin Cleveland – LA Clippers ................. 104:100 Miami – Indiana.................................. 95:102 Memphis – Houston ........................... 95:100 Denver – New Jersey........................... 66:92 Washington – Phoenix ......................... 98:93 Minnesota – San Antonio................... 106:95 New Orleans – Milwaukee................. 93:108 HANDKNATTLEIKUR ÍBV – Víkingur 25:22 Íþróttamiðstöðin Vestmannaeyjum, 1. deild kvenna, Esso-deild, þriðjudaginn 28. janúar 2003. Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 2:3, 4:5, 6:7, 8:8, 10:10, 10:12, 13:12, 13:13, 14:14, 14:17, 17:17, 19:19, 22:19, 23:21, 25:22. Mörk ÍBV: Ingibjörg Jónsdóttir 9, Sylvia Strass 5, Anna Yakova 3, Alla Gorkorian 3/2, Ana Perez 2, Elísa Sigurðardóttir 2, Birgit Engl 1. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 22, þar af 6 aftur til mótherja. Utan vallar: 4 mínútur Mörk Víkings: Gerður B. Jóhannsdóttir 11/6, Helga Guðmundsdóttir 4, Guðrún D. Hólmgeirsdóttir 2, Guðmunda Kristjáns- dóttir 2, Helga Brynjólfsdóttir 1, Steinunn Þorsteinsdóttir 1, Steinunn Bjarnarson 1 Varin skot: Helga Torfadóttir 17, þar af 1 aftur til mótherja. Utan vallar: 6 mínútur Dómarar: Arnar Kristinsson og Þorlákur Kjartansson. Góðir. Áhorfendur: 240. BLAK 1. deild kvenna: Þróttur N – HK .........................................3:1 ( 25:14, 25:18, 18:25, 25:18 ) Þróttur N – HK .........................................3:1 ( 25:14, 25:16, 13:25, 25:14) ÚRSLIT KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Njarðvík: UMFN - ÍS ................................20 Í KVÖLD GRAHAM Taylor, knattspyrnustjóri Aston Villa, sagði eftir sigurinn á Middl- esbrough í gærkvöld að hann væri þegar farinn að leggja drög að því að kaupa Jó- hannes Karl Guðjónsson af Real Betis. Jóhannes lék mjög vel í sínum fyrsta leik og skoraði gott mark. „Hann kom með kraft á miðjuna sem okkur hefur vantað í vetur. Hann vill taka þátt í slagnum þar og þetta var mjög athyglisverð frammi- staða hjá honum. Við settum hann strax í að taka aukaspyrnurnar en ég átti ekki von á því að hann myndi skora strax af svona löngu færi. Jóhannes er 22 ára og við eigum forkaupsrétt á honum í vor. Ég hef hug á að fylgja því eftir. Hann hefur aðeins leikið fimm leiki á Spáni í vetur og því er frammistaða hans sér- lega athyglisverð. En hann á eftir að spila enn betur en þetta,“ sagði Taylor á heimasíðu Aston Villa eftir leikinn. Vill kaupa Jóhannes Gústaf er 32 ára gamall og hef-ur leikið sl. fimm ár í þýsku úrvalsdeildinni, fyrst með Willstatt og nú síðastu tvö ár með GWD Minden. Aðspurður um þró- un mála í hand- knattleiknum sagði Gústaf að hornamenn framtíðar- innar yrðu sjálfsagt flestir með svipaða líkamsbygginu og Guðjón Valur. „Í dag þurfa hornamenn að vera fljótir, stórir og eiga að geta skotið fyrir utan punktalínu að auki,“ sagði Gústaf og glotti er hann var spurður hvort hann væri í þessum hóp. „Ég er útsjónarsam- ur leikmaður en er ekki eins fljót- ur og Guðjón Valur.“ Er hraðinn á köflum of mikill hjá leikmönnum sem eiga aðeins markvörðinn eftir í hraðaupp- hlaupum? „Nei, ég tel að það sé aðeins kostur ef leikmenn eru gríðarlega fljótir. Það er hætt við því að Guð- jón Valur hefði endað sem úti- leikmaður fyrir 10–15 árum. Þá var leikmaður á borð við hann ekki settur í hornið og kannski hefði hann týnst í þeim stóra hópi. Ég tel okkur vera heppna að hafa leik- mann með hans getu í þessari stöðu,“ sagði samkeppnisaðilinn um félaga sinn í íslenska landslið- inu. „Ég er ekki með sama hraða og stökkkraft og Guðjón Valur en reyni að nota mína reynslu sem sterku hliðina. Við erum með ólíka kosti, ég get verið inná línunni enda lék ég þar í unglingalandslið- inu og hóf landsliðsferilinn sem línumaður.“ Margir sem horfa á handknatt- leik í sjónvarpi furða sig á því þeg- ar einhver brennir af í hraðaupp- hlaupi, hvernig upplifir þú þig einn gegn markverðinum? „Við erum alltaf að glíma við landsliðsmarkverði einn gegn ein- um. Markmennirnir eru búnir að stúdera okkar hreyfingar og venj- ur. Þeir hafa sitt að segja og eru oftar að verja knöttinn í stað þess að menn halda hreinlega að við höfum skotið í þá. Ég hugsa ekk- ert sérstakt þegar maður er einn gegn markverðinum. Reyni þó að hafa frumkvæðið í aðgerðunum og kasta knettinum þar sem mark- vörðurinn er ekki fyrir hendi. Þetta snýst í raun bara um að skora mark, annað flýgur ekki í gegnum kollinn á manni í slíkum aðstæðum. Þeir sem búast við því að alltaf sé skorað úr hraðaupp- hlaupum eru í raun að gera lítið úr getu markvarðanna. Þeir eru býsna góðir margir hverjir,“ sagði Gústaf Bjarnason. Gústaf Bjarnason, hornamaður íslenska landsliðsins „Ég er útsjónar- samur leikmaður“ HRAÐINN í handknattleiks- íþróttinni hefur aukist gríð- arlega á undanförnum árum í takt við reglubreytingar auk þess sem íþróttamennirnir sjálfir eru betur á sig komnir lík- amlega en áður þekktist. Hornamenn fara oftast fremstir í flokki í hraðaupphlaupum og hefur íslenska liðið náð að festa sig í sessi sem eitt af betri liðum heims á þessu sviði. Vitna má í orð Gunnars Petterson, lands- liðsþjálfara Norðmanna, sem sagði á dögunum að fá landslið í heiminum væru betri en það ís- lenska að skora úr hraðaupp- hlaupum. Gústaf Bjarnason er í þessu hlutverki hjá íslenska landsliðinu ásamt þeim Guðjóni Val Sigurðssyni og Einari Erni Jónssyni. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson í Caminha Morgunblaðið/RAX Gústaf Bjarnason og Dagur Sigurðsson á hlaupum í Caminha í gær. GRZEGORZ Tkaczyk, efnilegasti handknattleiksmaður Póllands, gæti reynst Íslendingum skeinuhættur í viðureign þjóðanna á HM í Caminha í kvöld. Tkaczyk er talinn mesta efni sem fram hefur komið í pólskum handknattleik um árabil og Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburg, var sneggri en kollegar hans í Þýska- landi og samdi við piltinn fyrir tveimur árum. Hann kom síðan til liðs við Magdeburg fyrir þetta tíma- bil. Tkaczyk, sem er rétthent skytta og leikur í treyju númer 6, er 22 ára gamall og hefur skorað flest mörk fyrir Pólverja á HM, 24 talsins. Þar af gerði hann 11 í mikilvægasta leik þeirra, sigrinum á Túnis, 24:22. Aðrir helstu markaskorarar Pól- verja í mótinu eru eftirtaldir, númer fyrir framan, markafjöldi í svigum: 13-Mariusz Jurasik (17), 18-Maciej Dmytruszynski (16), 17-Leszek Starczan (14), 3-Marcin Lijewski (11), 9-Robert Lis (11), 2-Tomasz Paluch (10), 8-Krzysztof Górniak (10), Fjórir leikmenn liðsins spila er- lendis. Auk Tkaczyks eru það Ro- bert Lis, sem er samherji Ragnars Óskarssonar hjá Dunkerque í Frakklandi, Marcin Lijewski, örv- hent skytta sem leikur með Flens- burg í Þýskalandi, og David Nilsson, sem leikur með Skövde í Svíþjóð, en hann er Svíi sem kominn er með pólskt ríkisfang. Sjö leikmanna liðsins koma frá sterkasta liði landsins, Wisla Plock, þrír frá Slask, einn frá Warszawi- anka og einn frá Kielce. Mesta efni Pólverja „MARKVÖRÐURINN hélt að ég myndi gefa fyrir markið en ég gerði það sama og stundum áður, ákvað að skjóta í markhornið nær, og það gekk upp,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson sem skoraði í sínum fyrsta leik með Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Jóhannes fór beint í byrjunarlið Villa gegn Middlesbrough og tók þátt í sætum útisigri, 5:2. Þetta var fyrsti útisigur Villa á tímabilinu og fyrsta tap Middlesbrough á heimavelli. Markið skoraði hann beint úr aukaspyrnu af rúmlega 30 metra færi, hægra megin á vellinum. Mark Schwarzer, markvörður, áttaði sig ekki á skotinu og missti boltann framhjá sér í markhornið. Þetta gerðist á 31. mín- útu og Villa komst í 2:0 en Middlesbrough jafnaði, 2:2, á næstu fjórum mín- útum. Gareth Barry kom Villa yfir á ný í upphafi síðari hálfleiks og undir lokin gerði Darius Vassell sitt annað mark og Dion Dublin innsiglaði sig- urinn. „Ég var í mínu uppáhaldshlutverki, aftarlega á miðjunni, og var mikið í návígjum og baráttu, eins og mér líkar best. Það var frábært að byrja svona og vonandi tekst mér að fylgja því eftir,“ sagði Jóhannes Karl við Morgunblaðið. Hann átti margar hættulegar skottilraunir að marki Middl- esbrough og var óragur við að reyna skot af löngu færi. Jóhannes skoraði af 30 metra færi Jóhannes K. Guðjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.