Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2003 23 TÓNLEIKAR til styrktar símennt- unar starfsmanna Líknardeildarinn- ar í Kópavogi og Hjúkrunarþjónustu Karitas verða í Hallgrímskirkju ann- að kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Að þessu verkefni stendur fjöl- skylda sem hefur notið þjónustu Kar- itasar og Líknardeildarinnar en allir sem koma að málum gefa vinnu sína. Á tónleikunum koma fram Hörður Áskelsson og kammerkórinn Schola cantorum, Gunnar Gunnarsson org- elleikari, Sigurður Flosason saxófón- leikari, söngkonan Erna Blöndal, ásamt Jóni Rafnssyni bassaleikara og Erni Arnarsyni gítarleikara. Karl Sigurbjörnsson biskup flytur hugleið- ingu. Styrktartónleikar Þjóðarbókhlaða, Kvennasögusafn Hafdís Helgadóttir myndlistarmaður opnar sýninguna Heimildir og er hún í sýningarröðinni Fellingar. Fellingar hóf göngu sína í júní árið 2001 og er sýning Hafdísar sú níunda í röðinni. Sýningin er sett upp í tvennu lagi. Á skrifstofu Kvennasögusafnsins á 4. hæð er spjaldskrá sem í eru frum- gerðir teikninga og málverka. Í sýn- ingarkassa í anddyri á 2. hæð eru blöð með myndum af sömu verkum. Verkin eru sjálfsmyndir listamanns- ins frá 1963 til 1998. Hafdís brautskráðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1992 og lauk MFA-prófi frá Bildkonstakademin í Helsinki 1996. Sýningin stendur út febrúar. Hún er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 8.15–22, föstudaga til kl. 19, laug- ardaga kl. 9–17 og sunnudaga 11–17. Listaháskóli Íslands, Skipholti Kynning á vernd hönnunar og vöru- merkja verður kl. 12.30. Umsjónarmenn/fyrirlesarar koma allir frá Einkaleyfastofu, þau Borg- hildur Erlingsdóttir, lögfræðingur og deildarstjóri vörumerkja- og hönn- unardeildar, Grétar Ingi Grétarsson lögfræðingur og Ásdís Kristmunds- dóttir verkefnastjóri. Kynning verður á þeim úrræðum sem standa hönnuðum og öðrum til boða við að vernda hugverk sín, eink- um hönnun og vörumerki. Leitast verður við að útskýra tilgang og ávinning þess að láta skrá hönnun og vörumerki. Sýnd verða dæmi um skráða hönnun og vörumerki. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is A NNÁLSVERÐAR rispur af vettvangi sjónlista marka nýtt svið skrifa minna í blað- ið. Þó ekki alveg, inn á milli hef ég haft þann háttinn á að segja fréttir og herma af mikilsverðum listviðburðum úti í heimi. Nú verða þetta vikuleg skrif þar sem á breiðum grunni skal komið við, jafnt á innlendum sem erlendum vettvangi. Raunar gamall draumur minn að einbeita mér í ríkari mæli, helst alfarið að skrifum sem bera í sér fjölþættan lifandi og skilvirkan fróðleik. Jafn- aðarlega eitthvað nýtt og ferskt er víkur vítt og breitt að sjónmenntum, af nógu að taka. Hins vegar frekar einslit athöfn að skrifa list- rýni í dagblað meðal jafn fámennrar þjóðar, helst fyrir þá sök að fræðsla er skarar hið innra auga, sjónreynsluna í það heila, hefur lengstum verið afgangsstærð í menntakerfinu. Fáfræði mikil, hlutverk rýnisins misskilið og því naumast eftirsóknarvert, einkum ef við- komandi vill af fremsta megni sneiða hjá hlut- drægni þjónkunarsemi og málamiðlunum, sem verður þeim mun afdrifaríkara fyrir hann sem þjóðfélagið er minna. Jafnframt borin von að mögulegt sé að skrifa á sama grunni og þeir sem fastráðnir eru við stórblöð ytra, þar sem nokkrar línur virts listrýnis, sem einar sér segja ekki mikið, bera í sér sprengikraft um frama listamannsins. Má orða það svo að fimm línur í New York Times hafi meiri áhrif en fimm heilsíðugreinar hér í blaðinu, og geta jafnvel skipt sköpum á heimsvísu. Þá er sá af- markaði hópur lesenda við N.Y.T., sem dags daglega fylgist með skrifum blaðins um listir vafalítið stærri en öll íslenzka þjóðin. Við hérlendar aðstæður standa fæstir lengi við í hlutverki listrýnisins, við bætist að fáum mun ljóst fyrr en á hólminn er komið við hvað er að fást, hlutverkið í raun og veru inniber, né hvaða afleiðingar eitt vanhugsað hliðarspor eða hugsanabrengl getur haft um útúrsnún- inga og misvísandi andróður óprúttinna. Lesendur hafa vafalítið tekið eftir að ég hef minnkað við mig rýniskrif á næstliðnum árum, hér einungis um nauðsynlega endurnýjun að ræða. Opna dyr nýjum viðhorfum og hug- myndum, veita þeim svigrúm, en þó síður al- ræðisvald. Í víðlesnu dagblaði skiptir sköpum að ná til sem flestra með skýrri framsetningu í máli og gildri samræðu, að þeir lesi meira en fyrstu og síðustu málsgreinina, auk fyrirsagn- arinnar. Hafa jafnframt í heiðri þau spöku orð sem fyrir margt löngu rötuðu úr munni viturs manns: Ef þú vilt að málflutningur þinn hafi áhrif, verður þú að segja álit þitt í fáum en vel völdum orðum, skipulega og skörulega fram bornum. Orð eru líkust sólargeislum, því meir sem geislarnir eru saman dregnir í brennigleri þeim dýpra brenna þeir. Ennfremur gera sér ljósa grein fyrir að dagblað kallar á allt önnur vinnubrögð en tímarit með afmarkaðan hóp lesenda og ákveðið skoðanamynstur, leyfir ei heldur viðlíka yfirlegur. Þá skal litið til þess, að öll rýnisskrif á landinu eru unnin í hjáverk- um frá öðru brauðstriti, í mörgum tilvikum skapandi athöfnum að auk. Hér ekki sú æski- lega fjölbreytni sem nágrannalöndin státa af; fastráðnir gagnrýnendur, lausráðnir, svo og óháðir þ.e, starfa á eigin vegum, frílans. Ég held þó áfram að viðra skoðanir mínar, að sjálfsögðu í samræmi við menntunargrunn minn og sérstaka reynsluheim, fer síður inn á svið til hliðar við beina sjónreynslu og engan veginn varðandi alls óskylda framsetningu. Samruni listgreina í eina stóra kirnu ekki mín framtíðarsýn, hér er ég meir fyrir ferska og aðskilda fjölbreytni. Mér hugnast til að mynda meir fimmtíu teg- undir af náttúrulegum eplum en fimm sérræktuð, með markaðs- setningu, útlit og geymsluþol sem aðalatriði. Þegar frælaus og ófrjó fyrirbæri eru tekin fram yfir þau náttúrulegu eru menn á villigöt- um, jafnt í heimi jurta, dýra sem manna svo sem mannkynið hefur áþreifanlega reynt á síðustu tím- um, listir ekki undanskildar. Listrýni hefur aldrei verið mér árátta né sálarhjálparatriði eins og til að mynda þeim nafnkennda nýlátna bómennta og leikhúsrýni Jens Kistrup við Berlinginn, einnig Weekendavisen síðustu tíu árin. Jens Kistrup (1925-2003), er frábært dæmi um mann sem var vígður köllun sinni af lífi og sál, mikilvirkur rýnir og dálkaskrifandi í hálfa öld. Upplýsandi að fara nokkrum orðum um hann hér. Tvisvar var honum haldið kveðjusamsæti með pomp og prakt, kominn á eftirlaun, en hélt áfram af full- um krafti, óx frekar ásmegin ef eitthvað var! Listrýni getur þannig verið innblásin athöfn í sjálfri sér, altekið viðkomandi svona líkt og sköpunarferlið listamanninn. Þannig var Kist- rup aldrei í rónni nema hann væri að skrifa um eitthvað, eins og málarinn Picasso virkur til síðasta dags. Í eftirmælum sínum segir Henrik Wivel, menningarritstjóri Berlingsins/ Weekendavisen, Kistrup hafa verið sérvitran og erfiðan í umgengni, svipað mörgum lista- manninum. Þannig vildu helst engir sitja við hlið hans á blaðinu svo Wivel varð að vísa hon- um til sætis í eigin skrifstofu, jafnframt féll stríðlynd persóna rýnisins ekki inn í nein fund- arhöld. Vakinn og sofinn snérust allar hugs- anir Kistrups um leikhús og bæk- ur, þó helst vakinn, því hann svaf einungis 2-3 tíma á sólarhring og þá ósjaldan í hægindastól með blýantinn í nágrenninu, skrifaði alla rýni sína með því sígilda verkfæri. En eins og Wivel segir, var Kistrup hreinn og beinn í rýni sinni, skrifaði aldrei um hug sér og kunnu þolendur vel að meta á hvorn veginn sem var. Þá velur rithöfundurinn Klaus Rif- bjerg að nefna Kistrup hinn ein- mana farandriddara, Lonesome rider, í fyrirsögn forsíðugreinar bókakálfs Weekendavisen 10.-16. janúar, hvar hann víkur mjög op- inskátt að persónu hans. Sá er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum um menn og málefni og myndi margt af því naumast þykja prenthæft í íslenzku dagblaði. Rifbjerg segir Kistrup aldr- ei hafa fundið þörf hjá sér til að slá um sig með þeirri miklu þekkingu sem hann bjó yfir né tala niður til nokkurs manns. Verið maður fólksins... – Að endingu mál að upplýsa, að á byrj- unarreit var ásetningur minn að taka einungis að mér listrýniskrif í um það bil fimm ár hið mesta. Hefði líkast til gengið eftir ef þróunin hefði verið með eðlilegum hætti í Myndlista- og handíðaskóla Íslands, skólinn farið á há- skólastig um leið og Kennaraskólinn. En fyrir skikkan óviðráðanlegrar atburðarásar er ég enn að og verð að hluta áfram. Fann hjá mér þörf að víkja að þessu les- endum til fróðleiks og umhugsunar, en nú mál að koma sér að verki, fyrsti pistillinn birtist væntanlega á miðvikudag og svo áfram á mið- vikudögum. Sjónspegill Eftir Braga Ásgeirsson Bókmennta- og leikhús- rýnir af lífi og sál, Jens Kistrup (1925–2003). DANIEL Roth, organisti við St. Sulpice kirkjuna í París, þar sem orgelsnillingar, eins og Widor og Dupré, höfðu gert garðinn frægan, er frábær orgelleikari. Efnisskráin var hins vegar svolítið úr ýmsum áttum, á tónleikum hans í Hall- grímskirkju s. l. sunnudag. Fyrstu fjögur viðfangsefnin voru messu- þættir eftir Nicolas de Grigny (1672-1703) en franska kirkjan var sérlega íhaldssöm (eins og sú ítalska) varðandi notkun tónlistar við trúarathafnir og telja margir sagnfræðingar, að sú einstrengings- lega tilskipun, að nota skuli ávallt gregorstef sem uppistöðu tónverka, hafi heft að miklu leyti eðlilega þró- un kirkjutónlistar í Frakklandi. Orgelmillispilin eftir de Grigny eru byggð á gregorstefjum og þó þau séu vel gerð, er varla hægt að segja þau áhugaverða tónlist, jafnvel þó þau væru sérlega fallega leikin. Kóralatríóið yfir, Jesu Christus unser Heiland, der von uns den Zorn Gottes Wandt, BWV 688 og F-dúr fantasían og fúgan BWV 540 voru glæsilega flutt og sama má segja um A-dúr fantasíuna eftir César Franck, sem var auk þess mjög fallega „registeruð“. Organ- istinn lék tvö frumsamin verk, sem ekki voru ýkja frumleg en áheyri- leg, séstaklega það síðara. Síðasta verkið á efnisskránni var þáttur úr orgelverkinu Joie et clarté des Corps Gloreux, eftir Messiaen og hefði verið fróðlegt að heyra allt verkið, í stað þess smálega sem að nokkru var boðið upp á, því þarna gat að heyra hversu leikinn Roth er og hvað skipan radda var í sterku samræmi við tónmál verksins. Sem viðbót spann Daniel Roth upp úr sér tilbrigði yfir tvo lag- stúfa, sem honum voru færðir og þrátt fyrir fremur dauflega út- færslu í upphafi, náði Roth skemmtilegum spuna undir lokin, þar sem bæði stefin fengu skemmti- lega og hljómfallega útfærslu. Segja má að í spunanum hafi Roth verið einum of upptekinn af því að leika sér með margbreytilega radd- skipan orgelsins og því hafi hann ekki komist á reglulegt flug, fyrr en undir lokin. Daniel Roth er frábær orgelleikari svo sem heyra mátti í kóraltríóinu og tokkötunni eftir Bach, og orgelþættinum eftir Messiaën. Margbreytileiki í raddskipan TÓNLIST Hallgrímskirkja Daniel Roth flutti verk eftir de Grigny, J.S. Bach, C. Franck, Daniel Roth, Mess- iaen og spann yfir gefið stef. Sunnudag- urinn 26. janúar, 2003. ORGELTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson HLJÓMSVEIT Tón- skólans undir stjórn Guðna Franzsonar heldur tónleika í tón- listarhúsinu Ými við Skógarhlíð í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Hljómsveitin er skipuð 40 hljóðfæra- nemum. Á efnisskrá er eingöngu 20. aldar tónlist, verk eftir Ben- jamin Britten, Aaron Copland, Leonard Bernstein og Terry Riley, en eftir þann síðastnefnda verður flutt tímamóta- verkið „In C“. Verkið samdi hann árið 1964 þá 29 ára að aldri. Það markar upphaf mínímalismans, naumhyggj- unnar, og þar með nýrra viðhorfa í klassískri tónsköpun. Byggt er á hug- myndum um öra, háttbundna og sí- endurtekna hreyfingu með hægfara breytingum í röddum og hljómum. Mörg tónskáld hafa síðar samið undir merkjum þessarar stefnu og rokk- hljómsveitir á borð við The Who, The Soft Machine og fleiri hafa orðið fyrir sterkum áhrifum mínimalistanna. Guðni Franzson stjórnar hljómsveitinni. Naumhyggju- tónverk flutt í Ými Morgunblaðið/Golli Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • 562 8501 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is BIC Atlantis penni Verð 90 kr/stk STABILO SWING áherslupenni Verð 70 kt/stk Ljósritunarpappír 400 kr/pakkningin Skilblöð númeruð, lituð, stafróf eða eftir mánuðum.Geisladiskar þar sem gæðin skara framúr í10-25-50 og 100 stk einingum NOVUS B 425 4ra gata, gatar 25 síður. Verð 2.925 kr TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 310 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2003 Ljósritunarglærur, 100 stk í pakka. Verð 1.599 kr/pk Bleksprautu 50 stk í pakka 2.990 kr/pk STABILO BOSS Verð 78 kr/stk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.