Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ er hægt að fara fótgangandi til austurs yf- ir landamærin en taka þarf ferju til þess að komast yfir landamærin norður af Cam- inha. Sigfús Sigurðsson fór í lyftingasal hót- elsins á meðan aðrir voru úti að skokka enda er hann enn ekki búinn að ná sér full- komlega í ökklanum eftir meiðsl sem hann hlaut í riðlakeppninni í Viseu. Guðmundur Þ. Guðmundsson Guðmundur hljóp til Spánar ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik skokkaði í rúman hálftíma fyrir hádegi í gær í strandbænum Caminha og var farið um skóglendi og út á ströndina fyrir neðan hótelið, Porta Sol. Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari liðsins fór ekki með að þessu sinni enda sagðist hann hafa skokkað til Spánar í fyrradag og það væri nægur skammtur af hreyfingu fyrir sig í bili. Landamæri Spánar og Portúgals eru að- eins nokkrum kílómetrum frá Caminha, og BOGDAN Zajaczkowski, þjálfari pólska landsliðsins í handknattleik, sagði í samtali við pólska ríkissjónvarpið í gær að lið sitt hefði náð viðunandi takmarki á heimsmeist- aramótinu í Portúgal, þriðja sætinu í sínum riðli. „Ég veit að við erum ekki taldir sig- urstranglegir gegn Íslendingum, sem eru með mjög sterkt lið og urðu í fjórða sæti í síð- ustu Evrópukeppni. En að sjálfsögðu munum við gera allt sem við getum til að komast á Ólympíuleikana. Ég þekki íslenska liðið vel því við höfum mætt því tvívegis á und- anförnum tveimur árum. Við unnum annan leikinn og Íslendingar hinn og það getur því allt gerst í þessum leik,“ sagði Zajaczkowski. Pólskir fjölmiðlar hafa annars ekki gefið heimsmeistarakeppninni mikinn gaum, enda er handbolti ekki sérlega vinsæl íþrótt í land- inu. Dagblaðið Przeglad Sportowy var þó með skemmtilega lýsingu á leikmönnum Ís- lands þar sem þeir gengu út úr rútunni fram- an við hótelið sitt í Caminha. Blaðið sagði að þeir hefðu verið „mjög yfirvegaðir og það sáust engin svipbrigði á andlitum þeirra“. „Þykjum ekki sigurstranglegir gegn Íslendingum“  ARON Kristjánsson er eini leik- maður íslenska landsliðshópsins sem hefur glímt við magakveisu undan- farna daga. Aron hefur verið kraft- lítill en segist vera mun betri en um sl. helgi þegar leikið var gegn Katar og Þjóðverjum. Nokkuð hefur verið um það hér í Portúgal að landsliðs- menn hafi fengið magakveisu og fengu nokkrir sænskir leikmenn í magann í riðlakeppninni.  CHRISTIAN Zeitz, landsliðsmað- ur Þjóðverja í handknattleik og eini leikmaður landsliðsins sem leikur með 2. deildar liði, hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir SG Kronau/Östr- ingen í vor og ganga til liðs við þýsku meistarana Kiel.  MAGNUS Andersson, einn reynd- asti leikmaður sænska landsliðsins í handknattleik, fékk þær sorgarfrétt- ir í gærmorgun að faðir hans hefði látist um nóttina. Hann var 93 ára gamall. Andersson sagði að fréttirn- ar hefðu ekki komið sér á óvart því faðir hans hefði lengi verið sjúkling- ur. Fréttirnar breyttu engu um að hann léki með sænska landsliðinu á HM þar til mótinu lýkur.  PETER Gentzel, annar markvörð- ur sænska landsliðsins, hefur enn ekki jafnað sig í baki og ekkert geta æft með landsliðinu síðustu daga. Vonast er til að hann geti verið til taks þegar Svíar mæta Ungverjum í dag ef Tomas Svensson nær sér ekki á strik í markinu. Svensson segist búa sig undir að þurfa leika alla leiki Svía sem eftir eru í keppninni en vonast samt til að Gentzel jafni sig og þeir geti skipt næstu leikjum á milli sín eins og þeir hafa gert í öllum stórmótum frá 1997 að Gentzel kom inn í sænska landsliðið.  SVÍAR eru afar óhressir með allan viðurgjörning sem þeim hefur verið boðinn á meðan HM í Portúgal stendur yfir. Í San Joao Da Madeira þar sem þeir léku í riðlakeppninni voru þeir á hóteli með landsliði Alsír, stuðningsmönnum danska landsliðs- ins og sænskum blaðamönnum. Í fyrradag fluttu Svíar sig um set og leika í milliriðli í Espinho og þá tók ekki betra við þegar í ljós kom að þeir gista á sama hóteli og Slóvenar.  SVÍUM er mjög í nöp við Slóvena um þessar mundir eftir að hafa tapað fyrir þeim í riðlakeppninni og af þeim sökum eru Svíar stigalausir í milliriðlinum. „Svona nokkuð gerist aðeins í handknattleiksmótum,“ sagði Bengt Johansson, landsliðs- þjálfari Svía, í Expressen í gær þar sem stemningunni við morgunverð- arborðið var líkt við biðsal dauðans.  ERIK Veje Rasmussen var í gær ráðinn þjálfari danska úrvalsdeildar- liðsins Århus GF. Rasmussen tekur við liðinu í sumar þegar samningur hans við Flensburg-Handewitt rennur út. Tveir Íslendingar leika með Århus GF, Róbert Gunnarsson og Þorvarður Tjörvi Ólafsson. FÓLK Spánverjar á heimavelli SPÁNVERJAR verða nánast á heimavelli þegar þeir mæta Íslend- ingum í íþróttahöllinni í Caminha annað kvöld. Uppselt er á leikinn en höllin, sem byggð var fyrir fjórum árum, rúmar tæplega 3.000 manns. Segja má að Spánverjar verði á heimavelli enda eru landa- mæri Spánar aðeins 5 kílómetrum frá Caminha og meirihluti áhorf- enda verður því örugglega frá Spáni. Íslendingar munu þó vænt- anlega eiga einhverja stuðningsmenn á pöllunum annað kvöld en íslenskir starfsmenn SÍF hyggjast mæta til leiks og styðja við bakið á íslenska liðinu. Íslendingar og Pólverjar áttust við íleik á æfingamóti í Danmörku fyrr í þessum mánuði og þar fögnuðu Íslendingar örugg- um sigri, 29:22. Ís- lendingar höfðu tögl og hagldir í þeim og áttu ekki í vandræð- um með framstæða vörn Pólverj- anna og að skora framhjá pólsku markvörðunum sem voru slakir í öll- um leikjunum á mótinu í Danmörku. „Sá leikur gefur ekki rétta mynd af pólska liðinu. Pólverjar voru án tveggja lykilmanna í þeim leik sem báðir leika í Þýskalandi, Likjewski í Flensburg og Tkaczyk sem er miðju- maður með Magdeburg og því þýðir ekki að vera að velta þeim leik of mikið fyrir okkur,“ segir Guðmund- ur. „Við gerum okkur grein fyrir því að Pólverjar eru með sterkt lið sem við tökum mjög alvarlega. Það er góð breidd í liði þeirra, skytturnar góðar og ég veit að leikurinn verður okkur mjög erfiður,“ sagði Guðmundur Guðmundsson við Morgunblaðið í gær en lærisveinar hans höfðu þá ný- lokið við að skokka á ströndinni og teygja á stirðum vöðvum eftir átökin við Þjóðverja. Það má kannski líta á leikinn við Pólverja sem eins konar úrslitaleik? „Hiklaust má segja það og hann skiptir okkur og ekki síður Pólverj- ana gríðarlega miklu máli upp á framhaldið í keppninni. Með sigri tryggjum við okkur sæti á meðal efstu þjóða á mótinu og eigum þá í vændum annan úrslitaleik ekki síður mikilvægan en þennan. Ég segi hik- laust að ef við náum að laða fram góðan leik í okkar liði á móti Pólverj- unum þá er engin spurning að við stöndum uppi sem sigurvegarar. Það er hins vegar langt frá því að það sé eitthvert borðleggjandi dæmi, að við löbbum létt í gegnum leikinn. Við þurfum að hafa fyrir hlutunum og leggja okkur fullkomlega fram og rúmlega það. Við vitum alveg hvað við erum að fara út í og erum meðvit- aðir um hversu mikla þýðingu leik- urinn hefur.“ Hafið þið séð til pólska liðsins í leikjum þess í mótinu? ,,Því miður er videoþjónustan á mótinu mjög slöpp. Við áttum að vera búnir að fá myndir af leikjum Pólverjanna en það er eins og allt annað hérna í Portúgal. Okkur hefur verið lofað að fá spólurnar í hend- urnar en þær er ekki komnar ennþá en vonandi ná þær að birtast okkur áður en undirbúningnum lýkur.“ Ræði ekki um einstaka leikmenn Margir eru þeirrar skoðunar að leikmenn eins og Dagur, Patrekur og Sigfús hafi leikið undir getu. Ert þú sammála því? ,,Ég út af fyrir sig ætla ekki að fara út í það að ræða um einstaka leikmenn heldur vil ég ræða um stöðu okkar í dag sem liðs. Þá tel ég að við höfum sýnt að varnarleikinn þurfum við að bæta og við verðum að geta spilað sterka vörn í 60 mínútur. Í leiknum við Þjóðverjana var vörnin léleg til að byrja með en hún kom síð- an sterk upp en ég tel það mjög mik- ilvægt að við getum haldið út leikinn með öflugum varnarleik og ég tala nú um leikina sem fram undan eru. Ég tel að að það búi meira í liðinu hvað sóknarleikinn varðar og ákveðnir leikmenn og liðið þar með getur gert meira. Við höfum verið að glíma við það í sumum leikjanna að Ólafur Stefánsson hefur verið klippt- ur út og fyrir vikið verður sóknar- leikurinn kannski ekki áferðarfalleg- ur. Við höfum samt komist í gegnum þetta ágætlega en ég tel þó að við getum bætt leik okkar verulega.“ Samvinna Rúnars Sigtryggssonar og Sigfúsar Sigurðssonar í vörninni var einstaklega góð á EM í fyrra og lagði grunn að góðum árangri. Finnst þér samvinna þeirra ekki hafa gengið eins vel á þessu móti? ,,Á köflum hefur hún verið fín en stöðugleikann hefur vantað í varn- arleikinn sem við höfum þurft á að halda. Það eru kannski ýmsar ástæð- ur fyrir því. Mér fannst til dæmis vanta meiri grimmd í vörnina al- mennt í leiknum við Þjóðverjana en þegar vörnin hefur smollið í gang þá hefur allt gengið betur. Vörn og markvarsla er mikilvæg- ur þáttur í handbolta og ef þessir hlutir eru ekki í lagi þá getur oft ver- ið erfitt að vinna andstæðingana.“ Eftir því hefur verið tekið að þú hef- ur verið iðnari við að gera breytingar á liðinu og nota fleiri menn heldur en til dæmis á EM? ,,Við höfum reynt að dreifa álaginu og ég held að það eigi eftir koma okk- ur til góða þegar á mótið líður. Þetta mót er allt öðruvísi en EM. Í Svíþjóð var leikið við sterkar þjóðir í hverj- um leik en núna höfum við mætt slakari liðum inni á milli sem hefur gert okkur kleift að nýta fleiri menn. Núna er staðan þannig að við mætum bara sterkum liðum það sem eftir er og við þurfum þar af leiðandi að spila á sterkasta mannskap eins lengi og hægt er. Vissulega mun ég reyna að rúlla mannskapnum eins og hægt er en fram undan eru úrslita- leikir þar sem ekkert má fara úr- skeiðis,“ sagði Guðmundur. Guðmundur Þ. Guðmundsson fyrir viðureignina við Pólverja Getum bætt leik okkar verulega GUÐMUNDUR Guðmundsson landsliðsþjálfari segir að íslenska þjóðin megi ekki halda að leikurinn við Pólverja verði auðveldur við- fangs en Íslendingar mæta Pólverjum í fyrsta leik sínum í milliriðli heimsmeistaramótsins í handknattleik í Caminha í dag. Leikurinn er íslenska liðinu ákaflega mikilvægur en með sigri tryggir liðið sér sæti á meðal átta efstu þjóða en það ræðst ekki fyrr en eftir leikinn við Spánverja hvort Íslendingar komist í leikina um verðlaunasæti eða leika um sætið fimm til átta. Morgunblaðið/RAX Jóhann Ingi Gunnarsson, formaður landsliðsnefndar, ásamt Rúnari Sigtryggssyni í fjörunni við Caminha. Guðmundur Hilmarsson skrifar frá Caminha
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.